Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 13 Árni Garðar sýnir Nýja Galléríið heitir nýr sýn- ingarstaður við Laugaveginn, nánar til tekið á númer 12. Þar hafa að udanförnu verið nokkrar sýningar, en sá er þetta ritar hefur ekki komið þar áður, en rak þar inn nefið til að sjá sýningu Árna Garðars, sem nú er þar til húsa. Þetta er gamalt og virðulegt húsnæði við umferð- armestu götu gamla bæjarins og því vel til sýninga fallið, nema Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON hvað ljósið mætti vera betra. Hér á dögunum var einhver orðhagur maður, að ég held í útvarpi, sem þýddi orðið gallerí yfirí íslensku og nefndi það MYNDHÚS. Það finnst mér ágæt þýðing og vildi óska þess, að það festist í málinu. En ég verð að geta þess, að perónulega er ég ekki andvígur nafninu gallerí, en myndhús er gott. Árni Garðar hefur verið áhugamaður um myndlist í mörg ár. Hann hefur verið meðlimur í Myndlistarklúbb Seltjarnarness og tekið þátt í sýningum klúbbs- ins. Einnig hefur hann haldið sýningar upp á eigin spýtur, og var sú seinasta, er ég man eftir, á Hótel Borg, ekki fyrir löngu. Það er pastel og olíukrít ásamt vatnslitum, er hann hefur notað til myndgerðar sinnar, sem hann sýnir á þessari sýningu í Nýja Galleríinu. Þar eru fyrirmyndir, er maður kannast við; Hrafna- björg, Hekla, Vestmannaeyjar, Ingólfsfjall og bátar, svo að eitthvað sé til tínt, en 45 myndir eru á þessari sýningu Árna Garðars. Þær eru að mínu mati nokkuð misjafnar, en það hlýtur að teljast eðlilegt hjá þeim, sem verða að vinna fullan vinnudag, en taka sér síðan pensil í hönd og tjá hugmyndir sínar á blað. Lof sé almættinu, mikið er af því fólki til í henni veröld, sem þannig getur lyft grámóðu til- verunnar og látið tilfinningar sínar í ljós. Árni Garðar er einn þeirra, og það er mikil guðsgjöf að hafa þannig akkeri í tilver- unni. Það eru góðir sprettir í þessum verkum, og nefni ég þar til sönnunar máli mínu nr. 5 og nr. 7, sem ég held, að séu bestu verk á þessari sýningu Árna Garðars. Árni notar yfirleitt dálítið heita liti, einkum og sér í lagi, er hann notar pastel á mislitan pappír. Stundum virðist hann fara yfir strikið, en í annan stað heldur hann litatónum í skefj- um, og eru það miklu betri verk, er þannig eru gerð. Það er erfitt að vinna með pastel-litum, og því verður ekki sagt, að Árni Garðar ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur. Það er svo annað mál, að lítið væri varið í myndlist, ef ekki væru vanda- málin til að glíma við. Það mætti sjálfsagt miklu meira um þessa sýningu skrifa, en ég læt staðar numið að sinni. Það er ánægju- legt að sjá tómstundastarf, sem er af því tagi sem myndsmíðir Árna Garðars eru. Valtýr Pétursson. Skeif ukeppnin á Hvanneyri á morgun ÁRLEG Skeifukeppni nemenda Bændaskólans á Hvanneyri verð- ur haldin á morgun, sumardag- inn fyrsta. Fyrir hádegi fer fram gæð- ingakeppni og eru þátttakendur í henni bæði nemendur og starfs- fólk Bændaskólans. Strax eftir hádegi verður Skeifukeppnin og sýna þá nemendur hross, sem þeir hafa tamið á Hvanneyri í vetur. Sem kunnugt er gefur Morgun- blaðið sérstakan verðlaunagrip, Morgunblaðsskeifuna, sem keppt er um í Skeifukeppninni. Með- fylgjandi mynd er af þeim þrem- ur, sem stóðu efstir í Skeifu- keppninni í fyrra en það eru Hróðmar Bjarnason, sem hlaut Morgunblaðsskeifuna, Sturla Sig- urjónsson og Ármann Ólafsson. Árni Garðar við myndir sinar. < s Kl. 20.00 Húsiö opnaö — hressandi lystaukar við komuna. Afhending ókeypis happdrættismiða — sala bingóspjalda (Vinningar 1 milljón.) Kl. 20.30 Kvöldveröur hefst stundvíslega — Veizluréttur: PIACCATA MILANESE — verö aöeins kr. 6.000. SKEMMTIATRIÐI: Dans til kl. 03.00 — Hin fjölhæfa, vinsæla og fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Maríu Helenu. V 7 Valin veröa „Herra og Dama kvöldsins“ — FERÐAVERÐLAUN Glæsilegt ferðabingó — Útsýnarferöir aö verömæti 1 milljón. Einsöngur Hjálmtýr Hjálmtýsson, syngur íslenzk og ítölsk lög viö undirleik Gísla Magnússonar. Tízkusýning Módel’79 sýna herra og og Adam Ferðakynning: Ingólfur Guöbrandsson forstjóri kynnir feröaáætlun Útsýnar — 1980 Fegurð 1980 — Undanúrslit í Ijósmyndafyrirsætukeppni Útsýnar — Ungfrú Utsýn 1980 — valdar 12 fyrirsætur úr hópi 37 keppenda. Danssýning — Sigurvegarar úr diskó-para-keppni Útsýnar og Klúbbsins sl. sunnudag. Diskótek — Þorgeir Ástvaldsson kynnir. Myndasýning í hliöarsal — FLORIDA FUN Missið ekki af glæsilegri, ódýrri skemmtun — aögangur ókeypis aöeíns rúllugjald og heimill öllu skemmtilegu fólki, sem kemur í góöu skapi og vel klætt. BORÐAPANTANIR HJÁ YFIRÞJÓNI ■JJlf.W'BiaMgfl í DAG EFTIR KL. 16.00. SÍMAR: 20221 og 25017. BARNABOKAVIKM 12-26. APRÍL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.