Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 15 S-Afríka: St jórnvöld hóta að loka skólum kynblendinga Jóhannesarhorvt. 22. apríl. AP. STJÓRNVÖLD í S-Afríku hótuðu í dag að loka skólum kynblendinKa. en nemendur þessara skóla hafa ekki mætt í skóla til að legKja áherzlu á kröfur sínar um jafna menntun öllum til handa í S-Afríku. Mótmælaað- gerðirnar hafa breiðst út til allra fjöj?urra háraða S-Afriku. LöKregla beitti táragasi gegn friðsamleíjri kröfugönííu um 8 þúsund nemenda í Ilöfðabors í dag ok var það í fyrsta sinn, sem lögreKlan beitir slíkum aönerðum frá því mótmælaaðjíerðirnar hófust. „Ástandið er ákaflesa viðsjárvert og gæti orðið að öðru Soweto," sagði einn kennari í viðtali við dagblað í dag. Til mikilla óeirða kom í Soweto árið 1976 og hundruð manna, eink- um blökkumenn biðu þá bana í hörkulegum aðgerðum lögreglu. Marais Steyn, sá ráðherra sem hefur með samskipti kynþáttanna í landinu að gera, hvatti kennara og nemendur til að snúa aftur til náms, en að öðrum kosti hótaði hann að ioka skólunum. Steyn hefur ásakað utanaðkomandi öfl að valda óróanum og hann sagði, að um 20 þúsund nemendur tækju nú Veður Akureyri 5 snjóél Amsterdam 9 skýjaö Aþena 21 skýjaö Barcelona 14 heiðríkt Berlin 10 skýjaö BrUsael 14 skýjaö Chicago 26 lóttskýjað Feneyjar 13 skýjaö Frankfurt 11 úrkoma Genf 8 skýjaö Helsinki 8 heióskírt Jerúsalem 19 léttskýjaö Jóhannesarborg 23 léttskýjað Kaupmannahöfn 9 heióríkt Las Palmas 20 skýjaö Líssabon 20 léttskýjaö London 14 úrkoma Los Angeles 17 úrkoma Madrid 17 heiðríkt Malaga 18 alskýjaö Mallorca 17 léttskýjaö Miami 28 heiöríkt Moskva 10 heiöríkt New York 24 heiðríkt ðsló 11 heiöskírt París 11 skýjaó Reykjavík 3 haglél Rio de Janeiro 30 heiðskírt Rómaborg 16 heiöskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Tei Aviv 22 heiöskírt Tókýó 17 heiöskírt Vancouver 14 heíöskfrt Vínarborg 9 skýjaö þátt í mótmælaaðgerðunum. Hins vegar segja fréttamenn að yfir 100 þúsund nemendur taki nú þátt í aðgerðunum. Steyn sakaði blöð um að kynda undir óánægju og átti þá við blöð enskumælandi manna. Yfir helmingur þeirra, sem taka þátt í mótmælaaðgerðunum, er frá Höfðaborg og nágrenni. Þeir beittu táragasi gegn ungl- ingunum. Mótmælaaðgerðirnar fóru friðsamlega fram og þeir höfðu ekki einu sinni kröfuspjöld," sagði kona nokkur, sem fylgdist með aðgerðum lögreglunnar. Nemend- urnir krefjast þess, að jafnrétti til náms verði komið á í landinu og þeir segja, að skólar kynblendinga séu mun verr búnir en skólar hvítra manna. Stjórnvöld eyða fjórum sinnum meira á hvern nemanda í skólum hvítra en k.vnblendinga. Ætlaði að koma sprengju fyrir í El-Al þotu Ziirich. 22. apríl — AP. V-ÞJÓÐVERJI er nú í varðhaldi í Ztirich eftir að í farangri hans fannst sprengja en hann ætlaði með israelska flugfélaginu El-Al til Jerúsalem. Rannsókn beinist nú að því, hvort Þjóðverjinn hafi ætlað að fremja sjálfsmorð og myrða um leið aðra farþega vélarinnar. en hann heldur þvi fram, að hann hafi verið beðinn fyrir pakka til ísraels og að hann hafi ekki haft hugmynd um. að í pakkanum væri sprengja. Sprengjan fannst af ísraelskum öryggisvörðum og var gerð óvirk af sprengjusérfræðingum. Fréttir, sem ekki hafa fengist staðfestar, segja að sprengjan hafi verið búin tímabún- aði. Atvikið átti sér stað á 32 ára afmæli ísraelska ríkisins. Spassky fær 9. skákinni frestað Mexikó. 22. apríl. AP. SOVÉSKI skákmeistarinn Boris Spassky fékk níundu skákinni við Ungverjann Lajos Portisch írestað. Portisch hefur forustu í einvígi þeirra eftir átta skákir. Hann vann fyrstu skákina en aðrar skákir hafa endað með jafntefli. Frá Iréttarítara Morg- unblaðsins í Washing- ton Önnu Bjarnadóttur. ÞAÐ er ótrúlegt hvað einstakl- ingar eru tilbúnir að leggja á sig í baráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna. Fréttaritara Morgunblaðsins í Washington gafst tækifæri til að ferðast um Pennsylvaníu ásamt öðrum er- lendum fréttariturum um helgina og fylgjast með kosningabarátt- unni þar, en þar var kosið á þriðjudag. Ferðin gaf góða hug- mynd um hvernig baráttan geng- ur fyrir sig. og vakti skilning á því, hvers vegna margt gott fólk leggur ekki út á braut stjórnmál- anna. Hverjum frambjóðanda fylgir hópur fréttamanna, sem bíður með öndina í hálsinum eftir að fram- bjóðandinn segi eða geri eitthvað sem er þess virði að segja frá. Stærð hópanna fer eftir velgengni frambjóðandanna. Ronald Reagan, frambjóðandi repúblikana, er ávallt með stóran skara frétta- manna á hælunum, en George Bush hefur færri fylgisveina. Hóp- urinn, sem eitir Edward Kennedy, frambjóðanda demókrataflokks- Krnnedy heilsar kjósendum á geysifjölmennum útifundi í Ilarrisburg í Pennsylvaníu. einu fjölmennasta ríki Bandarikjanna. Frambjóðendum fylgt eftir í Pennsylvaníu ins, er myndarlegur, en kemst ekki í hálfkvisti við þann fjölda fólks, sem situr dag og nótt um Jimmy Carter í Hvíta húsinu. Erlendu fréttaritararnir fengu tækifæri til að sjá og heyra alla frambjóðendurna í Pennsylvaníu nema Carter. Hann heldur sig innan girðingar Hvíta hússins og reynir að leysa vandamál þjóðar- innar. I stað hans fá kjósendur að hitta konu hans og börn, móður hans og starfsmenn. í Pottsville, sem er lítil borg í miðaustur Pennsylvaníu, sem á við atvinnu- leysi að stríða, mætti atvinnumálaráðherra Bandaríkj- anna, Ray Marshall, í stað forset- ans. Hann veitti dagblaði bæjar- ins, Pottsville Republikan News- paper, viðtal og fullvissaði kjós- endur um að Carter hefði þungar áhyggjur af atvinnuleysinu í Pottsville og myndi gera sitt bezta til að ná tökum á því. Keppinautur Carters, Edward Kennedy, ferðaðist hins vegar sjálfur vítt og breitt um ríkið og endurtók sömu ræðuna aftur og aftur (starfsmaður NBC sjón- varpsstöðvarinnar sagðist heyra ræðuna um 18—20 sinnum á dag). Kennedy hefur ótrúleg tök á áheyrendum og múgæsing á fund- um hans er gífurleg. Honum þótti ganga illa á fundum í byrjun kosningabaráttunnar í janúar en hann hefur nú náð góðum tökum á ræðu sinni og þrumar hana yfir áheyrendum, sem eru ávallt mjög margir. Hann gagnrýnir stefnu Carters í efnahagsmálum harðlega, en gerir ekki góða grein fyrir hvernig hann ætlar sjálfur að leysa vanda þjóð- arinnar. Hann gagnrýnir Carter fyrir að koma ekki út á meðal kjósenda og hlusta á þá og gera grein fyrir eigin stefnu. Hann slær á létta strengi og segir hluti sem áheyrendur vilja auðheyrilega heyra. Sem ræðumanni á kosn- ingafundum er honum bezt lýst sem lýðskrumara eða æsingar- manni. ' Kosningafundur Kennedys í Scranton, sem er veistæð borg í norðaustur Pennsylvaníu, á laug- ardag var haldinn í húsakynnum frímúrarareglunnar, sem er stærsti samkomustaður bæjarins. Ballettflokkur úr borginni dansaði Kennedy til heiðurs við marsa eftir John Philip Sousa. Þegar Kennedy kallaði flokkinn einn af betri ballettflokkum Bandaríkjanna ætlaði allt um koll að keyra, en varla gat þó nokkur maður hafa tekið orð hans alvarleg. Á kosningafundi hjá Ronald Reagan í úthverfi Philadelphíu fór allt friðsamlegar fram. Stuðnings- yfirlýsing Howards Baker féll í góðan jarðveg, en hörð orð Reag- ans um skrifstofubáknið í Wash- ington og ætlun hans að minnka afskipti ríkisins af hlutum, sem hann telur að komi því ekki við, vakti gífurlegan fögnuð. Mikill munur er á kosningafund- um og blaðamannafundum fram- bjóðendanna. Á kosningafundum eru salirnir fullir af aðdáendum, sem koma fyrst og fremst til að sjá frambjóðendurna og fagna orðum þeirra í sífellu, en á blaðamanna- fundum er grafarhljóð og köldu andar frá áheyrendum. Reagan flytur ræður sínar vei, en hann á erfiðara með að svara spurningum fréttamanna. Hann lítur mjög vel út af 69 ára gömlum manni að vera, en hann á erfitt með að heyra og hváir því oft. George Bush virðist hins vegar vera í eins góðu formi og nokkur getur verið. Hann hittum við í upptökuherbergi fyrir útvarps- og sjónvarpsviðtöl. Hann kom mjög vel fyrir, sem var óvænt, því hann kemur yfirleitt illa fyrir í sjón- varpi. Hann gaf fimm stutt viðtöl, hvert á fætur öðru og svaraði spurningum um eigin kosninga- baráttu og málefni Scranton, þar sem viðtölin voru tekin upp. Hann gaf sér tíma til að heilsa erlendu fréttariturunum og svaraði nokkr- um spurningum frá þeim. Einhver sagði, að það benti til þess að barátta hans í Pennsylvaníu gengi ekki allt of vel. En hann sagðist sjálfur vera vongóður um úrslit kosninganna þar. Hver frambjóðandi setur upp kosningaskrifstofur í ríkjunum fyrir forkosningar. Bush opnaði skrifstofu í Harrisburg, höfuðborg Pennsylvaníu, þegar í október. Hinir opnuðu ekki skrifstofur þar fyrr en nokkrum vikum fyrir kosningarnar. Nokkrir launaðir starfsmenn starfa á skrifstofunum og skipuleggja símhringingar til kjósenda og auglýsingaherferðir. Á mánudag voru starfsmenn allra frambjóðendanna sannfærðir um að þeirra maður myndi vinna í Pennsylvaníu. Hvað annað hefðu þeir getað sagt? Á miðvikudag verður skrifstofunum lokað og starfsmennirnir og frambjóðend- urnir flytja sig í næsta ríki og halda baráttunni áfram. l»nta jl»(T(Msí 23. apríl 1975 — Suður-Víetnamstjórn segir af sér; skelfing grípur um sig í Saigon og Gerald Ford forseti lýsir yfir að Víetnamstríðinu sé lokið. 1974 — Bandaríkjastjórn heitir Egyptum 250 milljón dollara efna- hagsaðstoð. 1969 — Sirhan Sirhan dæmdur til dauða fyrir morðið á Robert Kenne- dy (dómi seinna breytt í fangelsis- dóm). 1965 — Charles de Gaulle forseti dregur franskan liðsafla út úr flota- æfingum SEATO. 1952 — Olíuleiðslan frá Kirkuk til Banias fullgerð. 1945 — Her Bandamanna sækir að Pó. 1940 — Rúmlega 200 fórust í eldsvoða á dansstað í Matchez, Mississippi. 1924 — Wembley-sýning opnuð. 1918 — Orrustunni við Zeebrugge lýkur. 1904 — Bandaríkin fá í sínar hendur eignir franska Panama- skurðarfélagsins. 1895 — Rússar, Frakkar og Þjóð- verjar mótmæla afsali kínversks landsvæðis við Japani. 1873 — Ashanti-ófriðurinn brýzt út í Afríku. 1860 — Landkönnuðurinn John Stuart kemur að miðju Ástralíu. 1848 — Orrustan um Slésvík. 1838 — Fyrstu reglulegu áætlunar- ferðir gufuskipa yfir Atlantshaf hefjast með komu „Sirius" og „Great Western" til New York. 1826 — Tyrkir taka Missolonghi. 1795 — Warren Hastings, fv. land- stjóri Breta á Indlandi, sýknaður af ákæru um landráð. 1633 — Suður-þýskir mótmælendur ganga í Heilbronn-bandalagið með Svíum og Frökkum. 1533 — Gifting Katrínar af Ara- góníu og Hinriks VIII ógilt. Afmæli. William Shakespeare, enskt leikritaskáld (1564-1616) - J.M.W. Turner, enskur listmálari (1775— 1851) — Edmund Allenby, brezkur hermaður (1861—1936) — Sergei Prokoviev, rússneskt tónskáld (1891-1953). Andlát. 1616 William Shakespeare, leikritaskáld — 1616 Miguel Cer- vantes, rithöfundur — 1850 William Wordsworth, skáld — 1952 Elizabeth Schumann, söngkona. Innlent. 1014 Brjánsbardagi — 1127 d. Jón bp. Ögmundarson — 1200 Jónsmessa (h.s.) lögtekin — 1195 Vígður Páll bp. Jónsson — 1902 f. Halldór Laxness — 1840 d. Sveinn Pálsson — 1894 d. Síra Friðrik Eggerz — 1727 Brottvikning Odds Sigurðssonar lögmanns staðfest í Hæstarétti — 1959 „Ægir“ tekur „Lord Montgomery" við Vestmanna- eyjar. Orð dagsins: Gagnrýnendur eru menn sem hafa verið misheppnaðir í bókmenntum og listum — Benjamin Disraeli, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1804-1881). Sumarkaffi Kaffisala verður í félagsheimilinu, á Seltjarnarnesi, á sumardaginn fyrsta. Kór Mýrarhúsaskóla og börn úr Tónlistaskólanum skemmta. Húsið opnað kl. 14.30. Kvenfélagiö Seltjörn ■ Söngsveitin Fílharmonia Afmælishóf í tilefni af 20 ára afmæli Söngsveitarinnar Fílharmoníu, verður haldiö að Hótel Borg, laugardag- inn 26. apríl n.k. og hefst kl. 19.00. Eldri félagar og aörir velunnarar Söngsveitarinnar, eru velkomnir. Pantanir í símum 27787 Guöm. Ö. Ragnarsson, 74135 Anna M. Þórisdóttir eða 24524 Gunnar Böðvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.