Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Verkamanna- sambandið krefst lægri skatta Alyktun meirihluta sambandsstjórnar Verkamannasam- bands íslands um kjaramál skipar sambandinu á bekk með þeim, sem eru í andstöðu við skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar. I raun hefur Verkamannasambandið tekið undir skoðanir Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í kjaramálum og þá stefnu, sem Morgunblaðið hefur boðað. Þá hefur Vinnuveitendasamband íslands haldið því mjög á loft, að kjarabætur ættu að verða með lækkun skatta. Verkamannasambandið segir „að skattalækkanir frekar en krónutöluhækkanir kaups, sem upp eru étnar jafnóðum af verðlags og skattahækkunum, eru raunhæfari kjarabætur til verkafólks". Innan sambandsstjórnarinnar var ekki einhugur um þessa ályktun. Tólf greiddu atkvæði með henni en sex á móti. Sérstaka athygli vekur, að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, greiddi atkvæði með meirihlutanum, sem mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar. Vekur það mikla furðu, hvernig Guðmundur skiptir um skoðun eftir því hvort hann kemur fram innan Verkamanna- sambandsins eða á Alþingi í þingflokki Alþýðubandalagsins og sem flutningsmaður tillögunnar um 10% hækkun útsvars. Er óskiljanlegt, hvernig hann telur unnt að samræma þessi tvö ólíku viðhorf. Þessi hráskinr.sleikur veikir mjög aðstöðu verkalýðshreyfingarinnar og veldur því, að traust manna á stefnumótun hennar dvínar. Vilji Guðmundur J. Guð- mundsson að á honum sé tekið mark, verður hann að taka af skarið á Alþingi og fylgja þar fram samþykktum Verka- mannasambandsins, annars ber honum að víkja úr þeim samtökum og helga sig einvörðungu skattpíningunni í þingflokki Alþýðubandalagsins. Greinilegt er, að djúpstæður klofningur er orðinn í stuðningsliði kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar, því að gegn kjaramálaályktun Verkamannasambandsins greiddu ýmsir helstu trúnaðarmenn þeirra atkvæði. Er það sá hópur manna, sem telur, að kjör umbjóðenda sinna skipti minna máli en pólitísk undirgefni við Alþýðubandalagið. Þessi undirgefni hefur valdið þjóðarbúinu og launafólki ómældu tjóni undanfarin ár og leitt til þeirrar upplausnar, sem nú ríkir í efnahagsmálum og Alþýðubandalagið hefur alls engin ráð við. I útvarpsumræðum sem fram munu fara nk. mánudags- kvöld mun Ragnar Arnalds fjármálaráðherra Alþýðubanda- lagsins gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni, að ekki komi til álita að hnika neitt til í skattheimtunni. Hann mun vafalaust einnig ítreka það sjónarmið sitt, að grunnkaups- hækkanir séu af og frá og síðan halda því fram, að Alþýðubandalagið hafi gengið til stjórnarsamstarfsins til að vernda kaupmáttinn. Þessi skrípaleikur, sem Guðmundur J. Guðmundsson hefur tekið virkan þátt í, er farinn að ganga út í þær öfgar, að öllum blöskrar. Honum linnir hins vegar ekki fyrr en verkalýðsrekendur Alþýðubandalagsins taka hag umbjóöenda sinna fram yfir pólitíkina og sú ríkisstjórn kemst til valda, sem fylgir raunsærri efnahagsstefnu. Fasteignir sendiráða Dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp, sem ef að lögum yrði myndi veita íslenskum stjórnvöld- um í fyrsta sinn færi á að beita sér gegn fasteignakaupum erlendra sendiráða hér á landi. Umræður um þetta mál hafa farið fram lengi án þess að stjórnvöld gripu til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja íhlutunarrétt sinn. Einkum hefur mönnum blöskrað ásælni sovéska sendiráðsins eftir fasteign- um í hjarta Reykjavíkur, þar sem það á nú rúmlega 3600 fermetra land. Þá hefur komið fram, að Sovétmenn hafa verið með áform um að koma sér fyrir í húsahverfi úti á Seltjarnarnesi, þaðan sem sést vítt yfir Faxaflóann og innsiglinguna í Hvalfjörð og Reykjavíkurhöfn. Umræður á Alþingi sl. mánudag gefa til kynna, að þar séu vinnubrögð nú með algjörum eindæmum og forystuleysi ríkisstjórnarinnar meira en oftast áður. Vonandi verður þetta verkleysi þingmanna ekki til þess að tefja fyrir því, að ofangreint frumvarp nái fram að ganga fyrir þingslit. Brýna nauðsyn ber til að veita stjórnvöldum skýra heimild til að hafa afskipti af fasteignakaupum erlendra sendiráða. Á gjörgæzlu- geild á sjúkrahúsi einu í Ljubljana er einskis látið ófreistað til þess að lengja líf Títós, og er það tæknin ein sem heldur honum á lífi. Við óskum þess víst öll að banalegan verði sem styzt. Jafn- framt vitum við, þótt við viljum ógjarnan um það ræða, að með fæðingu er tryggt að dauðinn kemur einhvern tíma. Bezt er að vera vel undir kallið búinn hvenær sem það kemur. Nú er það farið að gerast í æ ríkari mæli að banalega manna er dregin á langinn um lengri eða skemmri tíma og til þess notuð lyf og læknisfræðileg tæknibrögð. Það er því orðið sjaldgæft að fólk fái að deyja í friði. Ivan Illich, sem var einskonar Savanarola vorra tíma, hélt því fram i viðtali við die Zeit fyrir nokkrum árum að menn hefðu sömu afstöðu til dauðans og heilsu- gæzlu, og því væri banalega án læknishjálpar almennt talin óhugsandi eða jafnvel ólögleg. Ef til vill er þetta orðum aukið eins og margt það sem Illich hefur kastað fram. En það er margt til í þessari staðhæfingu. Okkur verður hugsað til lýsinga á dauðastríði Broz Títós og þeim aðferðum sem viðhafðar eru til þess að halda honum á lífi örlítið lengur. Líf hans er nú aðeins metið og vegið á rannsókn- arstofum: Blóðið mælt og hjarta- straumkúrvur og alpha-öldur á heilalinuritum grannskoðaðar. Það kemur Tító í koll að hann er þjóðhöfðingi og óvíst er um eftir- mann hans að honum liðnum. Væri hann aðeins óbreyttur júgóslav- neskur borgari myndi banalega Það er orðið sjaldgæft að fólk fái að deyja í íriði Læknarnir, tækn- in og dauðastríðið hans ekki vekja neina eftirtekt, og eins myndu læknarnir ekki heldur leggja svo mikla áherzlu á að draga óumflýjanlega endalok hans á langinn. Þessi gamli maður þjáist af langvarandi æðasjúkdómi. Það hefur orðið að taka af honum annan fótlegginn vegna þess að blóðið náði ekki að streyma til hans. Frægir læknar voru hafðir í ráðum og aðgerðin virðist hafa heppnazt vel. Eftir að búið var að fjarlægja fótinn dró úr starfsemi nýrnanna. Það varð því að grípa til gervinýra, og það látið fjarlægja skaðleg efni úr líkamanum. Blóðrásin til heil- ans er orðin léleg líka, og því missir Tító meðvitund við og við. Svo mjög er af Tító dregið að honum væri ómögulegt að láta í ljós skoðun sína á þessum aðgerð- um eða óskir um það hvort hann kysi frekar að láta líf sitt fjara út á eðlilegan hátt. Þar sem hann á erfitt um andardrátt eru þar til gerðar vélar látnar hjálpa til. Á þennan hátt er lífinu haldið í hinum dauðvona manni. Hann fær ekki að deyja. Tæknin hefur rutt sér braut inn á flest svið í hinum háþróuðu löndum, svo mjög að sumum er farið að þykja nóg um og vilja finna einhvern milliveg. En það stoðar ekki að sakfella tækniþróun læknavísindanna einvörðungu. Við ættum frekar að reyna að gera okkur grein fyrir eðli mann- legs lífs, og verðum við þá að viðurkenna ásamt guðfræðingnum Júrgen Moltmann að það er afar erfitt að skilgreina lífið og dauð- ann. Nútíma tækni og framför lækna- vísindanna hafa bæði lengt og bætt líf manna. Á síðustu 100 árum hefur meðalaldur manna hækkað um helming, frá 35 í 70 ár. Þessi þróun á á margan hátt rætur sínar að rekja til minnkandi ung- barnadauða. Samt er flestum ókunnugt um það að lífshættan við fæðingu og á fyrstu 7 dögum eftir fæðingu er jafnmikil og á næstu 45 árum samanlögðum. Tæknin og lyfin eru því miklar bjargvættir. Gervinýru og öndunarvélar bjarga mörgu mannslífinu, sérstaklega eftir slysfarir þegar líffæri hafa skaddazt um lengri eða skemmri tíma. Mönnum er ekki skylt að notfæra sér tæknilegar framfarir út í öfgar, og læknar mega ekki verða tækninni að bráð. Þetta allt vita læknar Títós. Hvers vegna láta þeir það ekki ráða gerðum sínum? Láta þeir svo mjög stjórnast af umhverfi sínu að þeir láta einskis ófreistað að lengja líf Títós um örfáar klukkustundir hvað sem það kostar? Eða þora læknarnir einfaldlega ekki að láta eigin samvizku ráða? En það eru ekki aðeins læknar Títós sem verða að svara slíkum samvizkuspurningum, heldur einn- ig þeir læknar sem stunda óbreytta borgara. En læknar gerast æ tregari til að taka ákvarðanir samkvæmt boði eigin samvizku, og ber þar margt til. Læknarnir eru líka ávallt spurðir hvort allt hafi verið gert fyrir sjúklinginn sem hægt hafi verið, og verða þeir þá að gefa stutt svör sín með niðurstöðum rann- sókna til þess að sanna að þeir hafi gert sitt ýtrasta og lengt líf viðkomandi sjúklings eins mikið og kostur var á. Það er ómögulegt að setja ná- kvæmar reglur um það hvernig læknar skuli breyta í aðstöðu eins og þeirri sem ríkir við sjúkrabeð Títós. Sjúklingurinn verður að geta treyst því að læknirinn muni, svo framarlega sem hægt er, reyna að skilja og breyta samkvæmt óskum og vonum sjúklingsins um við- skilnað hans við þetta líf. Það verður að tryggja það að þeir sem mæla mannlegt líf aðeins í tímaeiningum nái ekki að svipta dauðann þeim virðuleika og helgi sem honum ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.