Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 5 Er þetta ekki mitt líf ? — Síðustu sýningar Á LAUGARDAGINN kemur (26. apríl) verður fimmtugasta sýn- ingin á leikritinu „Er þetta ekki mitt líf?“ hjá Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó. Leikritið var frum- sýnt 20. maí í fyrra. Höfundur er Brian Clark og leikstjóri María Kristjánsdóttir. Aðeins örfáar sýningar eru eftir á þessu geysivinsæla leikverki, sem verður að víkja af fjölunum fyrir síðustu frumsýningu þessa leik- árs, sem verður um miðjan maí. Með hlutverkin í leiknum fara: Hjalti Rögnvaldsson, Valgerður Dan, Jón Sigurbjörnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson, Karl Guðmundsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Har- aldur G. Haraldsson, Ásdís Skúla- dóttir, Kjartan Ragnarsson, Jón Hjartarson, Guðmundur Pálsson og Steindór Hjörleifsson. 9. þing málm- og skipasmiða Níunda þing Málm- og skipa- smiðasambands íslands verður haldið 24. til 26. apríl. Þingið verður sett klukkan 10 á Hótel Esju. Á þinginu verður flutt skýrsla miðstjórnar sambandsins yfir starfsemi þess síðastliðin 2 ár og reikningar. Á þinginu verður fjallað um atvinnu- og kjaramál, vinnuvernd- armál, fræðslumál, lífeyrissjóð málm- og skipasmiða, inntöku- beiðni í sambandið og fjárhags- áætlun fyrir næstu 2 ár. Jafn- framt fer fram kjör miðstjórnar og sambandsstjórnar til næstu 2ja ára. Þingið munu sitja milli 80 og 90 fulltrúar frá 22 sambandsfélögum víðs vegar að af landinu. Háskólafyrirlestur um mál flóttamanna í DAG miðvikudaginn 23. apríl. flytur prófessor dr. jur. H. Gammeltoft-IIansen fyrirlestur um rétt flóttamanna til griða- staðar (Asylret). Fyrirlesarinn er prófessor í lög- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla en gegnir jafnframt störfum sem formaður Flóttamannaráðs Danmerkur. Hefur hann starfað mikið að þeim málum á alþjóða- vettvangi og mun í fyrirlestri sínum ræða um þau miklu vanda- mál, sem í þessum efnum hafa komið upp síðustu árin. Fyrirlest- urinn er fluttur í boði Háskóla íslands og fer fram á vegum lagadeildar. Er hann einn af fimm fyrirlestrum sem danskir prófess- orar munu flytja í þessari viku við Háskóla íslands í tilefni af 500 ára afmæli Hafnarháskóla. Fyrirlestur próf. Gammeltoft- Hansen er fluttur fyrir almenning og fer hann fram í Lögbergi, stofu 102, og hefst kl. 5.15. Minni af li á Höf n en á sama tíma í fyrra Ilornafirði, 22. apríl. HÉR á Höfn eru nú komin á land 8576 tonn frá áramótum en á sama tíma í fyrra hafði borizt á land um 8851 tonn og er því um 275 tonna minni afli nú en í fyrra að ræða. Ef veiðin verður svipuð það sem eftir er vertíðar og verið hefur undanfarna daga má ætla að meiri afli berist á land á vertíðinni nú en í fyrra. Þess má geta að frá því að þorskveiði- banninu lauk, 10. apríl, og fram til 19. apríl bárust á land rúm- lega 2200 tonn og var stærsti löndunardagurinn frá áramótum 17. apríl, en þann dag bárust á land 464 lestir af 16 bátum. Mestan afla í róðri frá áramót- um hafði Gissur hvíti SF 55, en það voru 65 tonn fyrir skömmu. Garðey SF 33 er aflahæst Horna- fjarðarbáta frá áramótum með 746 tonn í 48 róðrum, Hvanney SF 51 er með 700 tonn í 63 róðrum, Freyr SF 20 með 665 tonn í 64 róðrum og Gissur hvíti með 638 í 47 róðrum. Samkvæmt upplýsingum í frystihúsi KASK var meðalafli þeirra báta, sem lokið höfðu lönd- un um miðjan dag í dag, um 35 tonn. Aflann hafa bátarnir undan- farið fengið úti af Ingólfshöfða og í Meðallandsbugt. — Einar. VSÍ í bréfi til forsætisráðherra: Þríhliða viðræður án óþarfrar taf ar Á fundi sem fulltrúar Vinnu- veitendasambands íslands áttu með forsætisráðherra og félags- málaráðherra 28. marz sl. lýsti forsætisráðherra yfir því, að ósk VSÍ um þrihliða viðræður stjórn- valda, launþega og vinnuveitenda yrði tekin til umfjöllunar í rikis- stjórninni. Rikisstjórnin hefur enn ekki tekið afstöðu til máls- ins, segir í fréttatilkynningu frá VSI, sem Morgunblaðinu barst í gær. Fyrir því hefur VSÍ sent forsætisráðherra svohljóðandi bréf: „Á kjaramálaráðstefnu Vinnu- veitendasambands íslands í októ- ber 1979 var samþykkt að óska eftir þríhliða viðræðum stjórn- valda, launþega og vinnuveitenda varðandi 'endurnýjun kjarasamn-- inga. Vinnuveitendasambandið telur, að einvörðungu með sam- starfi allra þessara aðila megi finna leið til þess að endurnýja kjarasamninga án nýrra verðbólguholskeflu: Fulltrúar Vin- nuveitendasambandsins hafa á fundum með yður herra forsætis- ráðherra og félagsmálaráðherra ítrekað þessi sjónarmið. Jafn- framt hefur af hálfu Vinnuveit- endasambandsins verið lögð áherzla á, að skattalækkanir væru mikilvægur þáttur við lausn að- steðjandi vanda og m.a. fyrir þá sök væru þríhliða viðræður nauð- synlegar. Verkamannasamband íslands, sem er einn stærsti viðsemjandi Vinnuveitendasambands íslands, sendi í gær frá sér ályktun um kjaramál þar sem lögð er áherzla á, að skattalækkanir séu raunhæf- ari kjarabætur til verkafólks fremur en krónutöluhækkanir kaups, sem étnar eru upp jafnóð- um í verðlags- og skattahækkun- um. Vinnuveitendasambandið get- ur heils hugar tekið undir þetta sjónarmið Verkamannasambands- ins. Ályktun þessi styður þá skoðun Vinnuveitendasambandsins, að við ríkjandi aðstæður í efna- hagsmálum séu það sameiginlegir hagsmunir atvinnufyrirtækja og starfsmanna þeirra, að yfirstand- andi kjaradeilur verði leystar með skattalækkunum á grundvelli þríhliða viðræðna sjórnvalda, launþega og vinnuveitenda. Með skírskotun til framansagðs ítrekar Vinnuveitendasambandið óskir sínar um þríhliða viðræður og væntir svars ríkisstjórnarinnar án óþarfrar tafar." Betri þjónustuaöstaöa Full búð af nýjum glæsilegum sumarvörum '1 'rf' \ ' - .í-'Z' Laugavegi 66 Sími frá skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.