Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980
Olíustyrkir til 12.800 íbúða:
47.000 ársf jórðungsstyrkir
í GÆR var lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga
um „jöfnun og lækkun
hitakostnaðar“. Frum-
varpið felur í sér hækkun
ársfjórðungslegs olíu-
styrks úr kr. 18.200.00 í
kr. 20.000.00, sem greiðist
þannig:
a) fyrir einn íbúa
greiðist 2 olíustyrkir, b)
fyrir tvo íbúa 3, c) fyrir
þrjá íbúa VÆ styrkur, d)
fyrir fjóra íbúa 4 styrkir,
e) fyrir fimm íbúa ÍV2,
fyrir sex íbúa 5 og fyrir 7
íbúa 5%. Við framan-
greinda styrki bætist Vz
Stjórnarfrumvarp
Nýr þingmaður
Soffía Guðmundsdóttir,
kennari á Akureyri, tók í gær
sæti Stefáns Jónssonar (Abi)
á Alþingi í veikindaforföllum
hans. Soffía er 1. varaþing-
maður Alþýðubandalagsins í
Norðurlandskjördæmi eystra.
styrkur vegna lífeyris-
þega, sem njóta bóta skv.
19. grein almannatrygg-
ingarlaga. Olíustyrkur
skal ekki talinn til tekna
við álagningu tekjuskatts
eða útsvars. Heimilt er að
greiða styrk vegna skóla-
húsnæðis, sem hitað er
með olíu, kr. 465 á hvern
rúmmetra upphitaðs hús-
næðis á ári. Þá er heimilt
að styrkja rafveitur að
því marki, sem þær nota
olíu sem orkugjafa til
framleiðslu rafmagns. Þá
felur frumvarpið í sér
áætlunargerð um hag-
kvæma orkunotkun og
orkusparnað í húshitun
og gerð húshitunaráætl-
unar (Orkustofnun) fyrir
tímabilið 1981 — 1983 um
nýtingu innlendra orku-
gjafa til húshitunar í stað
olíu.
Áætlað er að 12.800
íbúðir að meðaltali fái
olíustyrk á árinu 1980, þar
af 20% íbúða með 1 íbúa,
sama hlutfall með 2 íbúa,
en 10% íbúða með 5 og 6
íbúa.
Gert er ráð fyrir í
greinargerð frumvarpsins
að greiða að meðaltali
47.000 olíustyrk ársfjórð-
ungslega 1980. Rúmmál
skólahúsnæðis, sem hitað
er með olíu, er áætlað 300
þús. rúmmetrar, sam-
kvæmt ágizkun mennta-
málaráðuneytis. Olíu-
styrkir til rafveitna eru
áætlaðir samtals 280 m.
kr. Áætluð útgjöld vegna
frumvarpsins í heild eru
tilgreind 4460 m.kr., þar
af beinir styrkir vegna
olíuhitunar íbúðarhúsnæð-
is 3.760 m. kr.
ALÞIMxt
Sú breyting, sem á verð-
ur frá gildandi viðmiðun í
útreikningi olíustyrkja,
felst í því, „að til grund-
vallar er lögð áætluð þörf
hverrar fjölskyldu fyrir
húsrými“, eins og það er
orðað í greinargerð, þ.e.
„ákveðið grunnrými á
hverja fjölskyldu en við-
bótarþörf vex síðan nokk-
urn veginn í samræmi við
fjölda einstaklinga í heim-
ili“.
Birgir ísl. Gunnarsson, alþingismaður:
Lagaheimild um list-
skreytingu í skólum
Birgir íslcifur Gunnarsson (S)
bar fram fyrirspurn á Alþingi í
gær varðandi listskreytingar í
skólum en samkvæmt lagaheim-
ild frá 1967 má verja allt að 2% af
byggingarkostnaði skólamann-
virkja til listskreytinga. Sagði
Birgir ísleifur að kveikjan að
þessari fyrirspurn væri deila sem
komin væri upp milli mennta-
málaráðuneytis og Einars Há-
konarsonar, listamanns. vegna
tillögu hins síðarnefnda að
listskreytingu fyrir skóla þroska-
heftra sem verið væri að reisa í
Safamýri í Reykjavík.
Ingvar Gíslason, menntamáia-
ráðherra, túlkaði gildandi ákvæði
um þetta efni, í grunnskólalögum
frá 1974, svo, að frumkvæði hér að
lútandi ætti að vera hjá sveitar-
stjórnum, en þau lög giltu nú en
ekki lögin frá ’67 um skólakostnað.
Þá taldi ráðherra deilu þá, er hér
kæmi við sögu, eingöngu um
kostnaðarhlið málsins, og lét í
ljósi þá von að hún myndi senn
leysast. Þá las ráðherra upp lista
yfir nokkra skóla, sem listaverk
væru í, en gat þess jafnframt, að
svo væri ekki um þorrann af
Leiðin til ánauðar
Friedrich A. Hayek varö í einu vetfangi
heimskunnur, þegar þessi bók hans kom út
1944. Hagfræðingurinn John Maynard
Keynes, rithöfundurinn George Orwell og
margir fleiri lofuðu höfundinn fyrir hugrekki
hans og skarpskyggni. Hann færir rök
fyrir því í bókinni, að einstaklingsfrelsið
týnist, ef atvinnulífið sé skipulagt af
valdsmönnum, en fái ekki að vaxa sjálft.
Hann bendir einnig á, að þjóðernisstefna
fasista og sameignarstefna sósíalista séu
greinar af sama meiöi. Bók hans er um
brýnasta stjórnmálavanda Vesturlanda-
búa, verkaskiptingu ríkis og einstakl-
inga, markaðsbúskap og áætlun-
arbúskap, og boðskapur hennar á
ekki síður við nú en fyrir þrjátíu og
sex árum. Útdráttur úr henni kom út
á íslenzku 1946 og vakti mikla
athygli, en hún kemur nú út í heild.
Bókin er skrifuð á
einföldu og
auðskiljanlegu
máli.
úi
Almenna Bókafélagið
Austurstræti 18
s. 19707
Skemmuvegi 36
s. 73055
Krodrirh A. Ilayt'k
hann giltu
lagaákvæði
að sjálfsögðu þau
er hér um ræðir.
skólahúsum landsins. Kvaðst ráð-
herra hafa ríkan áhuga á að gera
hér bragarbót á. r
Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
sagði lögskýringu sína aðra en
ráðherra. Ljóst mætti vera á 88.
grein grunnskólalaga að 10. grein
laga um skólakostnað væru enn í
fullu gildi, enda og notuð til
viðmiðunar við aðra skóla en
grunnskóla enn í dag, þ.á m.
hreina ríkisskóla. Lyngásskóli
væri grunnskóli samkvæmt
skilgreiningu ráðuneytisins, um
Ekkert sé því athugavert við að
ræða samhliða fyrirspurn sinni
áþreifanlegt dæmi dagsins í dag
um framkvæmd á þessu sviði.
Ljóst væri og af fljótlesinni upp-
talningu ráðherra, að þetta heim-
ildarákvæði til listskreytinga
hefði verið sáralítið notað. þó ekki
væri e.t.v. við núverandi mennta-
málaráðherra að sakast þar um.
Birgir ísleifur kvatti að lokum
ráðherra til að beita sér fyrir
listskreytingu í skólum. Með því
móti yrðum við sem þjóð auðugri
af listaverkum, færðum hinum
ungu þroskandi umhverfi og
byggjum listamönnum okkar betri
möguleika til starfs á þeirra eigin
vettvangi. Slík listskreyting ætti
raunar að ná til alls opinbers
húsnæðis í landinu.
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum
frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns
fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum
boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 26. apríl verða til viötals Birgir
ísleifur Gunnarsson og Margrét Einarsdóttir.
Birgir er í borgarráði, hafnarstjórn, stjórn
lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar,
launamálanefnd og skipulagsnefnd. Margrét er
í heilbrigðisráöi, jafnréttisnefnd, leikvallanefnd
og þjóöhátíöarnefnd.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLVSINGA-
SÍMINN ER:
22480