Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 Úrslitin í bikarkeppni HSÍ Ráða stuðningsmennirnir úrslitum í leiknum? í KVÖLD kl. 20.00 fer fram síðasti stórleikurinn á handknattleik- stímabilinu. KR og Ilaukar mætast i úrslitaleik bikarkeppninnar í LauKardalshóll. Ekki er nokkur vafi á því að mikil stemmning á eftir að vera í hollinni í kvöld. Það er mjöx mikið í húfi fyrir bæði liðin að sigra, þar sem uppskera þeirra hefur verið frekar rýr í íslandsmótinu í vetur. bá hefur hvorugt liðið ieikið í Evrópukeppni ok því til mikils að vinna. Það sem kemur einna helst til með að ráða úrslitum í leiknum í kvöld verður sjálfsagt stuðningur sá sem liðin fá frá áhorfendum. Liðin eru mjög jöfn að styrkleika og því ógerlegt að spá um úrslitin í leiknum. En eitt er víst að hart verður barist þar. sem bæði liðin eru þekkt fyrir að vera stemmn- ingslið og gefa ekkert eftir þegar mikið er í húfi. Hin minnstu smáatriði geta ráðið úrslitum í leiknum í kvöld, en hróp og köll og hvatning stuðningamanna liðanna munu sjálfsagt hafa þar mest að segja. Stuðningsmenn Hauka, hafa í gegn um árin verið mjög öflugir, og fá lið hafa átt jafn trygga aðdáendur á pöllunum og þeir. Og það mun alveg ljóst að þeir láta ekki svo auðveldlega kveða sig í kútinn í höllinni í kvöld. KR-andinn er þekktur segja vesturbæingarnir, og rétt mun það vera, en spurningin er sú hvort þeir mæta ekki ofjörlum sínum á áhorfendapöllunum í kvöld. KR-ingar ætla sér að vera í meirihluta, því þeir gera sér grein fyrir því að annað dugar ekki ef bikarinn á að nást í KR-heimilið. Því hefur formaður KR Sveinn Jónsson sent út orðsendingu i blöðum þar sem hann hvetur alla sina menn að sýna hvað í þeim býr, og úr því fæst skorið í kvöld hvort nokkur töggur er lengur til í stuðningsmönnum gamla góða KR. Bæði liðin verða með sína bestu menn i kvöld, fyrir utan það hvað óvíst er með Hauk Ottesen hjá KR. Þess í stað hafa þeir hug á að fá Hilmar Björnsson þjálfara Vals til liðs við sig. Hann hefur leikið með 1. flokki KR í vetur og átt stórleiki að eigin sögn. Lið KR hefur æft mjög vel að undanförnu og undirbúið sig af kappi fyrir leikinn undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar og Jóhannesar Sæmundssonar. Lið Hauka, undir stjórn Viðars Símonarsonar fyrrum landsliðs- þjálfara, er tilbúið í slaginn. Liðið hefur verðskuldað að komast í úrslitin, lagði bæði íslandsmeist- ara Víkings að velli svo og Vals- menn sem voru í úrslitum í meistarakeppni Evrópu. Lið Hauka getur því greinilega bitið vel frá sér ætli það sér það, leikið góða vörn og beittan varnarleik. KR-ingar verða því að taka vel á ætli þeir sér að sigra. KR-liðið getur sýnt af sér ótrúlega mikla baráttu og hörku sérstaklega í varnarleik, það hefur það sannað í leikjum sínum í vetur. Óhætt er að fullyrða að ekki er nokkur leið að spá um úrslit leiksins, en tvísýnn og harður handknattleikur verður án efa á boðstólum í kvöld. - þr. Rútur fara frá Haukahúsinu HAUKAR leika nú í fyrsta skipti til úrslita í bikarkeppni HSÍ. Á leið sinni í úrslitin hafa Hauk- arnir þurft að ryðja Fram, Víking og síðast Vai úr vegi. Leiðin hefur því verið grýtt í meira lagi en nú skal allt lagt í sölurnar til að sigur megi nást. Haukar hafa tekið þátt í bikar- keppninni allt frá því hún hóf göngu sína árið 1974. Erki- FH hefur oftast sigrað Bikarkeppni HSÍ fór fyrst fram árið 1974, og það ár sigraði Valur í keppninni. Næstu þrjú ár voru ár FH-inga scm sigruðu þrjú ár í röð. Síðan var komið að Víkingum sem urðu bikarmeist- arar árin '78 og ’79 og nú er spurningin hverjir sigra í kvöld. fjendurnir, FH, hafa reynst okkur ákaflega þungir í skauti því eigi sjaldnar en fjórum sinnum hafa þeir slegið Hauka út úr bikarnum. Valsmenn hafa tvívegis orðið til þess að slá okkur út en í ár eru Haukar enn ósigraðir í bikarnum. Haukarnir hafa verið undir stjórn Viðars Símonarsonar í vet- ur og þrátt fyrir að bjart væri framundan hjá hjá félaginu í haust hefur sól félagsins aldrei náð að skína að marki, í 1. deildinni. Áherslan var því lögð á bikarkeppnina. Haukar hafa sigrað í íslands- mótinu utanhúss s.l. tvö ár og eru núverandi handhafar Reykjaness- bikarsins. Haukar hafa hins vegar aldrei unnið bikarkeppnina og meira en þrír áratugir eru síðan félagið vann innanhússmótið síðast. Það er því kominn tími tl að félagið láti almennilega að sér kveða. Allir bestu leikmenn liðsins verða til í slaginn á miðvikudag og geysilegur áhugi er fyrir úrslita- leiknum í Hafnarfirði. Rútur munu fara frá Haukahúsinu auk allra þeirra er fara á einkabílum. Allir eru staðráðnir í því að gera árið 1980 að Hauka-ári. Fremri röð f.v. Sigurður P. Óskarsson, 24 ára Hóf að leika með m. mfl. 1973.143 leikir 3 ul. Haukur Ottesen, 26 ára íþróttakennari. Hóf að leika m. mfl. 1969. 230 leikir 6 ul. Pétur Hjálmarsson, 24 ára gullsmiður. Hóf að leika m. mfl. 1974.147 leikir 2 ul. Þórir Haraldsson, 21 árs nemi. Hóf að leika m. mfl. 1979. Lék áður með Gróttu. 10 leikir. Haukur Geirmundsson, 20 ára skrifstofumaður. Hóf að leika m. mfl. 1975. 83 leikir. Björn Pétursson, 26 ára kennari. Hóf að leika m. mfl. 1969. Lék um tíma með Gróttu. 156 leikir 9 ul. Aftari röð f.v. Páll Ásmundsson. aðstoðarmaður liðsins. Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari. Kristinn Ingason, 21 árs nemi. Hóf að Icika m. mfl. 1975.130 leikir. Konráð Jónsson 24 ára nemi. Hóf að leika m. mfl. 1979. Lék áður með Þrótti. 17 leikir 3 ul. 1 al. Ólafur Lárusson, 20 ára nemi. Hóf að leika m. mfl. 1976. 108 leikir. Friðrik Þorbjörnsson, 21 árs nemi. Fyrirliði liðsins. Hóf að leika m. mfl. 1975.143 leikir. 8 ul. 2 al. Simon Unndórsson, 24 ára nemi. Hóf að leika m. mfl. 1973.157 leikir. 3 ul. 1 al. Jóhannes Stefánsson, 24 ára matreiðslumaður. Hóf að leika m. mfl. 1977. Lék áður með Val. 70 leikir 11 ul. Ævar Sigurðsson, form. Handknattleiksdeildar KR. „Erum með leynivopn af skæðari gerðinni" ÞAÐ var mikill hugur í forráða- mönnum KR-inga er Mbl. ræddi við þá í gær. — Við erum staðráðnir í að sigra, en við vitum að sigur vinnst ekki nema allir, hver og einn einasti KR-ing- ur, mæti í höllina og hvetji strákana, sagði Ævar Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar KR. — Við ætlum að sanna að KR-andinn er ekki bara orðin tóm. Þá erum við með leynivopn af skæðari gerðinni, við munum smala i rútur og ætlum að heita öllum brögðum, sem leyfileg eru til þess að sigra í leiknum. Þetta yrði eina rós KR í vetur ef okkur tekst það, körfuknattleiksmönn- unum gekk illa og við ætlum að bæta það upp. Við munum fara með gjallarhorn um vesturbæinn og hvetja okkar fólk til að mæta. Laugardalshöllin verður full af KR-ingum, sagði Ævar að lokum. — Þr. • Meistaraflokkur Hauka í handknattleik er mætir KR í kvöld. Haukar eru núverandi íslandsmeistarar utanhúss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.