Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 3 andlitsföðrun: Heiöar Jóns- son, „Charles of the Ritz“ in sýna sumar Sigrun Sævars- dóttir kynnir nýjan ilm frá „Rochas“. hártískan Brósi Herrahúsinu — Sex Útsýnarferd ★ Valin veróa „H kvöldsins“ — F« ★ — Þorgeir Ástvaldssor ★ ' Hin fjölhæfa, vinsæla og fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Maríu Helenu. ★ fpjjurð Ungfrú Útsýn valin úr hópi 12 fegurðardísa sem allar fá ókeypis Útsýnarferð. Missid ekki af einni glæsílegustu skemmtun órsins — aögangur ókeypis — aóeins rúllugjald og heimill öllu skemmtilegu fólki sem kemur í góöu skapi og sparifötum. Borðapantanir hjá yfirþjóni í dag kl. 4—6 í símum 20221 og 25017. klúbbui Bjartur með 190 tonn eftir 8 daga Börkur landaði kolmunna í Hirts- hals í gær Neskaupstað. 8. maí. SKUTTOGARINN Bjartur kom inn í fyrradag með um 190 tonn af þorski eítir 8 daga veiðiferð, sem mun gera hátt í eina milljón króna i hásetahlut. Skuttogar- arnir eru allir úti eins og er, en afli þeirra hefur verið góður undanfarið. Börkur landaði í morgun í Hirtshals 1100 tonnum af kol- munna, sem skipið fékk í grennd við Færeyjar. Þá hefur aflast sæmilega undanfarið, en þó verið mikill dagamunur á því hvernig gengið hefur að eiga við kolmunn- ann. Eldborgin HF 13 landaði á dögunum 1300 tonnum í Hirtshals og var komin á miðin í morgun. Grindvíkingur er kominn með um 500 tonn, en hefur ekki landað enn sem komið er. Fjórða íslenzka skipið á þessum veiðum er Júpiter RE og hafði hann ekki fengið neinn afla í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Nesradíói. I morgun mun hafa verið svo dauft yfir veiðunum að nokkur norsku og dönsku skipanna ákváðu að hætta veiðum í bili og sjá hverju fram yndi. Samtök líf- eyrissjóða mótmæla 40% skyldunni LANDSSAMBAND lífeyrissjóða og Samband almennra lífeyris- sjóða hafa mótmælt því ákvæði frumvarps til lánsfjárlaga, sem mælir fyrir um skyldu lífeyris- sjóða til að kaupa skuldabréf ríkissjóðs, Byggingasjóðs ríkisins og Framkvæmdasjóðs íslands fyr- ir a.m.k. 40% af ráðstöfunarfé sinu. Skora samböndin á ríkisstjórnina að endurskoða þetta ákvæði og stjórn Landssambands lífeyris- sjóða er reiðubúin „til viðræðna um æskilega skipan þessara rnála", en Samband almennra lífeyrissjóða óskar eftir viðræðum við fjármála- ráðherra um það, „hvernig stýra megi þessum skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna á annan veg en fram kemur í umræddu frum- varpi." Bjartur RE kom hingað í morg- un, en eins og kunnugt er af fréttum fer skipið til Cape Verde á vegum Þróunaraðstoðar Islands. Báturinn fer í slipp hér og verður fram undir helgi, en einnig tekur skipið veiðarfæri hér. Bjartur var upphaflega keyptur til landsins af Síldarvinnslunni hér og má því segja að skipið sé í heimahöfn hér í Norðfirði og kveðji ísland á sama stað og landinu var heilsað fyrir 15 árum. — Ásgeir Bjartur NK á siglingu. Tvær söl- ur ytra TVÖ fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær og fengu bæði ágætt verð fyrir ísfiskinn. Harpa seldi tæp 55 tonn í Hull fyrir 33,4 milljónir króna, meðalverð 608 krón- ur. Bjarni Herjólfsson seldi 153.4 tonn í Cuxhaven fyrir 64.4 milljónir, meðalverð 420 krónur. Akureyri: Fyrsta mál- verkauppboðið Akureyri. 8. mai 1980. FYRSTA málverkauppboðið Norð- anlands fer fram að Hótel KEA á laugardaginn og hefst klukkan 15. Uppboðshaldari verður Jón G. Sól- nes sem hefur fengið til þess leyfi, og löggildingu dómsmálaráðuneyt- isins, en listfræðilegur ráðunautur er Óli G. Jóhannsson. Gestir geta fengið sér kaffisopa meðan á uppboðinu stendur ef þeir vilja. Eingöngu verða boðin upp mynd- verk að þessu sinni, einkum málverk en einnig fáeinar teikningar og grafikmyndir, alls um eða yfir 30 verk. Meðal annars verða þarna málverk eftir Gunnlaug Blöndal, Jóhannes S. Kjarval, Þórarin G. Þorláksson, Veturliða Gunnarsson, Valtý Pétursson og Pétur Friðrik. Listaverkin verða til sýnis í Listhús- inu í Kaupangi í kvöld (föstudags- kvöld) kl. 20 til 23. Síðar verða haldin uppboð á ýms- um öðrum listmunum, silfurborðbún- aði, handritum o.fl. -Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.