Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 Rallis kjörinn í stað Karamanlis Aþenu, 8. maí. AP. NYI lýðræðisflokkurinn í Grikk- landi kaus í dag George Rallis til að taka við formennsku flokks- ins. Rallis tekur við formennsk- unni af Konstantin Karamanlis, sem á mánudag var kjörinn forseti Grikklands. Rallis tekur við forsætisráðherraembætti á mánudag. Rallis er 62 ára gamall. Hann hefur verið utanríkisráðherra í stjórn Karamanlis. Hann þykir hógvær í skoðunum. Rallis keppti við Evanghelos Averoff-Tositsas, varnarmálaráðherra, um for- mennsku Lýðræðisflokksins. Rall- is fékk 88 atkvæði en Tositsas hlaut 84. Tositsas hét í dag að styðja Rallis sem formann flokks- ins. Rallis hét að vinna að einingu innan flokksins og ráðast gegn vandamálum Grikklands, sem Gaslest sprakk Nilrnberg, 8. maí. AP. LESTARVAGN með vinylklór-gas innanborðs sprakk í loft upp í úthverfi Nurnbergs í morgun. Sjö verkamenn, sem voru að vinna við að tengja vagninn við aðra lest, slösuðust og voru fluttir á sjúkra- hús. Eitrað gasský steig til himins og voru íbúar borgarinnar varaðir við að vera utan dyra. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins en talsverðar skemmdir urðu á brautarstöðinni. hann lýsti „alvarlegum". Sósíalist- ar undir forystu Andreas Papan- dreou hafa unnið á undanfarið en Papandreou hefur slegið á strengi stefnu, sem er andstæð NATO og Bandaríkjunum. Veður Akureyri -1 snjókoma Amsterdam 17 skýjaó Aþena 22 heiöskírt Barcelona 21 léttskýjaö Berlín 18 skýjaö Brussel 11 skýjað Chicago 13 skýjaö Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 17 rigning Genf 14 rigning Helsinki 11 rigning Jerúsalem 20 heiðskírt Jóhannesarborg 16 skýjaó Kaupmannahöfn 12 rigning Laa Palmas 21 lóttskýjaö Lissabon 19 heiöskírt London 13 skýjaö Los Angeles 20 skýjaö Madríd 19 heiðskírt Malaga 21 léttakýjað Mallorca 22 léttskýjað Miami 30 akýjaö Moskva 14 skýjaö New York 19 skýjað Ósló 16 rigning París 15 skýjaö Reykjavík 2 léttskýjaö Rio de Janeiro 30 heiöskírt Róm 20 heiöskírt Stokkhólmur 16 skýjaö Þetta gerðist 9. maí 1979 — ísraelskar hersveitir hörfa frá Suður-Líbanon þar sem þær komu í veg fyrir landamæraárás palestínskra skæruliða. 1978 — Lík Aldo Moro fv. forsætis- ráðherra finnst í Róm. 1975 — Þrjú skip komu til Guam á Kyrrahafi með 8.000 flóttamenn frá Víetnam. 1973 — SÞ tilkynna að nægar kornbirgðir séu ekki til í heiminum til að mæta meiriháttar kornupp- skerubresti. 1972 — ísraelsmenn bjarga 100 gíslum úr belgískri farþegaflugvél sem hryðjuverkamenn hótuðu að sprengja á Lod-flugvelli. 1961 — Ali Amini rýfur þing og bannar pólitíska fundi í Iran. 1955 — Vestur-Þýzkaland fær aðild að NATO. 1945 — Rússar taka Prag — Síðari heimsstyrjöldinni lýkur opinberlega. 1944 — Rússar taka Sevastopol. 1939 — Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi. 1936 — Italir innlima Abyssiníu og Viktor Emmanuel III yfirlýstur keisari. 1933 — Nazistar brenna 25.000 bækur á báli í Berlín. 1926 — Richard E. Byrd flýgur fyrstur yfir Norðurpólinn. 1788 — Brezka þingið samþykkir lög um afnám þrælasölu. 1688 — Leopold I semur við Transylvaníu um endalok tyrkn- eskra yfirráða og yfirráð konungs Ungverjalands. 1671 — Thomas Blood ofursti reynir að stela brezku krýningargimstein- unum. 1502 — Kólumbus fer frá Cadiz í fjórðu og síðustu ferðina til Nýja heimsins. Afmæli. Giovanni Paisiello, ítalskur tónlistarmaður (1741—1816) — John Brown, bandarískur baráttumaður afnáms þrælahalds (1800—1859) — Sir James Barrie, brezkur rithöfund- ur (1860-1937). Andlát. 1688 Friðrik Vilhjálmur, hinn mikli kjörfursti — Friedrich von Schiller, skáld. Innlent. 1855 Prentfrelsi lögleitt — 1684 Jón Hreggviðsson dæmdur í Kjalardal — 1280 d. Magnús kon- ungur Hákonarson — 1723 Mann- laust skip kemur að landi á Reykja- strönd; af því týndust tveir synir Steins biskups og 83 aðrir — 1861 d. Páll Melsted amtmaður — 1886 Fyrsta barnastúkan stofnuð í Reykjavík — 1908 „Ingólfur" kemur til Reykjavíkur — 1957 Afreksflug Björns Pálssonar til Grænlands — 1959 Frumvarp um kjördæmabreyt- ingar afgreitt — 1974 Þingrof — 1905 f. Jóhann Sæmundsson ráð- herra. Orð dagsins. Svipurinn er það mik- ilvægasta sem þú klæðist — John Ruskin, enskur rithöfundur (1819— 1900). Símamynd-AP. Fjölskylda Títós fyrrum Júgóslavíuforseta skömmu áður en likfylgdin Iagði af stað frá þinghúsinu í Belgrad. (f.v.) Misa Tító, sonur Títós af fyrra hjónabandi, Jovanka ekkja Títós og Zarko Tító, sonur Títós af fyrra hjónabandi. Fjrrum ráðherra í Iran tekinn af lífi Var fundinn sekur um að m.a. breiða út hórdóm í ráðherratíð sinni Teheran. 8. maí. AP. KARLMAÐuR og tvær konur voru tekin af lífi í birtingu í morgun í Teheran. Meðal þeirra, sem voru tekin af lífi, var Esfand Farrokhru-Parsa, fyrrum menntamálaráðherra. Hún var fundin sek um „fjár- plógsstarfsemi, spillingu, að breiða út hórdóm í menntamálaráðuneytinu, samvinnu við SAVAK, þáttt- öku í lagasetningu gegn írönsku þjóðinni og að koma á kennsluháttum, sem stuðluðu að útbreiðslu nýlendu- og heimsveldisstefnu“. TEKIN AF LÍFI— F arorokhrou-Parsa. Símamynd-AP. Farrokhru-Parsa var mennta- málaráðherra í ráðuneyti Amir Abbas Hoveida í tíð Keisara- stjórnarinnar. Hoveida var tekinn af lífi í apríl í fyrra. Hin konan, sem var tekin af lífi, var sökuð um að „kaupa saklausar stúlkur og útbreiða vændi". Bandaríska konan, sem var tek- in föst á þriðjudag í Teheran sökuð um njósnir fyrir CIA, er að öllum líkindum Cynthia Dwyer, blaðamaður frá New York. Það var eiginmaður hennar sem skýrði frá þessu. Hann sagðist telja að kona sín hefði verið tekin föst, þar sem honum hefði ekki tekizt að ná sambandi við hana síðan á þriðju- dag. Brezki sendiherrann í Teheran, Sir John Graham, hélt í dag áleiðis til Irans og mun hann ræða við írönsk stjórnvöld um lausn gíslamálsins. Þá sagði Sadegh Ghotbzadeh, utanríkisráðherra írans, í viðtali vð íranskt tímarit, að svo kynni að fara að íranir keyptu vopn frá Sovétríkjunum vegna viðskiptabanns Bandaríkj- anna og V-Evrópuríkja. Hann sagði, að engin ákvörðun hefði enn sem komið er verið tekin í þessu máli. Árás ísraela iim í Líbanon Ginseng — alls ekki meinlaust GINSENG - lyfið, sem er framleitt úr rótum ginseng-jurtarinnar kín- versku, er fjarri því að vera skaðlaust, að því er kemur fram í grein í hinu virta bandaríska læknariti „Journal of the American Medical Assosiation“. Kínverjar hafa neytt ginsengs frá aldaöðli og talið lyfið kynörvandi og allra meina bót. Ginsengjurtin hefur verið ræktuð í Bandaríkjunum og hafa Bandaríkjamenn neytt hennar í ríkum mæli. Talið er að 5 milljónir manna neyti ginsengs í Bandaríkjunum. Þá hefur lyfið verið flutt út í stórum stíl. Greinin í bandaríska læknarit- inu var skrifuð eftir rannsóknir á 133 ginseng-neytendum í Los Angeles. Fjórtán þeirra þjáðust af ginseng-einkennum, en þau voru of hár blóðþrýstingur, taugaveiklun, minnisleysi, ut- brot og niðurgangur. Þá var einkennandi hve neytendurnir voru „hátt uppi“. Tíu áttu við svefnleysi að stríða og voru einatt pirraðir og taugaveiklað- ir. Greinarhöfundur ráðlagði neytendum að hætta að taka lyfið. Þá hefur birst grein í „The South-African Medical Journal", þar sem varað var við ginseng. Ekki aðeins væri það dýrt, held- ur einnig „lyffræðilega mjög vafasamt". Þess má að lokum geta, að Þórbergur Þórðarson neytti ginsengs og kallaði kynsöng. Tfl Aviv. Bcirut. 8. maí — AP. ÍSRAELSKIR hermenn réðust í gærkvöldi inn í Libanon. ísra- elska herliðið réðst á tvo staði, Sarafand, þar sem palestinskir flóttamenn hafa haft aðsetur. á Damour fyrir sunnan Beirut. í tilkynningu ísraelsku her- stjórnarinnar sagði: „Hermdar- verkamenn biðu manntjón og hergögn í þeirra eigu voru eyði- lögð.“ Talsmaður PLO í Beirut sagði, að þrír Palestínumenn hefðu fallið í hörðum átökum og tveir særst. Hann sagði, að ísraelska herliðið hefði verið hrakið til baka. Árásin inn í Líbanon var gerð sex dögum eftir árás PLO á Gyðinga í Hebron. Þar féllu 6 Gyðingar og 16 særðust. Yfirmað- ur ísraelska herráðsins, Rafael Eytan, sagði að árásin inn í Líbanon hefði ekki verið gerð í hefndarskyni heldur væri hún liður í baráttunni gegq skærulið- um. „Árásin inn í Libanon tókst í alla staði vel og settum markmið- um var náð,“ sagði Eytan. ísraelskir hermenn sprengdu í dag upp tvö hús á Gazasvæðinu og handtóku tvo unga Palestínu- menn, sem bjuggu í húsunum. Þeir voru handteknir fyrir að hafa kastað handsprengju að ísraelsk- um herjeppa fyrir skömmu. Á Vesturbakka Jórdanár var bæjar- stjóri Tulkarm kallaður til yfir- heyrslu vegna dreifingar flugrita i bænum, þar sem hernám ísraels- manna var fordæmt. Kissinger styður Reagan New York, 8. maí — AP. HENRY Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi í dag, að hann mundi styðja Ronald Reagen í forsetakosningum gegn Jimmy Carter. Hins vegar hvatti Kissinger Reagan til að skýra stefnumál sín nánar en hann hefur hingað til gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.