Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1980
5
Kastljós í sjónvarpi í kvöld:
Hernám Breta
1940 rifjað upp
Kastljós er á dagskrá
sjónvarps í kvöld, og er
Omar Ragnarsson frétta-
maður umsjónarmaður
þáttarins að þessu sinni.
Þátturinn að þessu sinni
verður helgaður því, að nú
eru fjörutíu ár liðin síðan
Bretar hernámu ísland í
síðari heimsstyrjöldinni. í
Kastljósi verður brugðið
upp svipmyndum, bæði
gömlum og nýjum, af
nokkrum stöðum sem her-
inn settist á, og rætt verður
við fólk sem þarna kom við
sögu.
Hernámið á sínum tíma
hafði mikil áhrif á gang
mála hér á landi, og má
segja að með því hafi íslend-
ingum snögglega verið kippt
inn í hina miklu veraldar-
viðburði sem landið hafði að
mestu sloppið við frá því það
byggðist. Stríðið átti mikinn
þátt í að breyta hugsana-
gangi þjóðarinnar, og stund-
um hefur verið sagt að koma
hersins hafi kippt íslending-
um inn í tuttugustu öldina á
augabragði, en að öðrum
kosti hefði slíkt tekið mun
lengri tíma, ef til vill hefði
það komið þjóðinni betur að
fá lengri aðlögunartíma, ef
til vill verr.
Ljósm.: Sv. Hjaltested.
Herdeild breskra hermanna á göngu upp Suðurgötu i Reykjavik á tímum hernámsins.
Adorjan —
Eftir sigur Aorjans í sjöttu
einvigisskákinni jókst spennan
í einviginu til muna. Hubner lét
mörg þung orð falla um tafl-
mennsku sina í þeirri skák, en
hann lofaði bót og betrun. í
sjöundu skákinni ætlaði hann
að reyna að tefla vel — en
varlega, því að hann hafði þó
enn vinningsforskot. En það fór
nú á annan veg,
Sjöunda einvigisskákin.
Hvitt: Robert Hiibner
Svart: Andras Adorjan.
Sikileyjar vörn.
I. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3.
Bb5. í fyrsta sinn í einvíginu
endurtekur Hiibner sama af-
brigðið. 3.... g6, 4. 0-0 — Bg7;
5. Hel - Rf6, 6. c3 — 0-0 I
fimmtu skákinni lék Adorjan 6.
... a6, en það er síðri leikur. 7.
h3 — e5! Þessi góði leikur er vel
þekktur. Hvítur græðir lítið á að
leika 8. Bxc6 — dxc6, 9. Rxe5 —
vegna 9. ... He8, 10. f4 — Rxe4,
II. Hxe4 - f6, 8. Ra3 - d6, 9.
Bxc6 Hvítur reynir að mynda
veilur í peðastöðu svarts, en það
mistekst. 9. ... bxc6, 10. d3 —
a5! Mjög góð hugmynd, eins og í
ljós kemur síðar. Adorjan og
aðstoðarmenn hans hafa vafa-
laust athugað þennan leik, áður
en þessi skák hófst. 11. Be3 —
a4, 12. Dc2 - He8,13. Hadl -
Be6,14. Dbl — Db8. Hugmynd-
in að baki 10. ... a5 hefur nú
komið í ljós. Svartur þrýstir
óþægilega á a- og b-peð hvíts.
Staðan er þó í jafnvægi, en nú
tekur Húbner slæma ákvörðun.
15. d4? — exd4, 16. cxd4 — d5,
17. e5 - Rd7, 18. dxc5 - Bf5,
19. Dcl — Rxe5 Svörtum hefur
tekist að hrifsa til sín frum-
kvæðið. Hvítur hefur veikleika á
b2 og aðgerðarlítinn riddara á
a3. 20. Rxe5 — Hxe5 Sterkara
var 20. ... Bxe5. 21. Rc2 —
Bxc2, 22. Dxc2 - Db4, 23. Hfl
— He4 Mögulegt var einnig 23.
... Hh5 með hugmyndinni 24....
d4.
Hiibner V
Staða Hubners er erfið, en alls
ekki vonlaus. 24. b3 Eini leikur-
inn. 24. ... axb3, 25. axb3 —
Dc3, 26. Dbl - h5, 27. Hd3 -
Db2. Miklu sterkara var 27. ...
Db4 og svartur hótar 28. ... d4
og vinna c-peðið. 28. Dxb2 —
Bxb2, 29. Hbl - Be5, 30. Kfl.
Ekki 30. b4? vegna Hxb4. Ha3,
31. Bd2 - f6, 32. f3 - Hd4, 33.
Ke2. Hvítur bætir stöðu sína
með hverjum leik 33. ... Kf7,
34. g4 — hxg4. Þessi leikur
hjálpar hvítum. Betra var að
láta h5-peðið óhreyft. 35. hxg4
— Ke6, 36. Hxd4 — Bxd4, 37.
b4. Hvítur er nú kominn yfir
erfiðasta hjallann. 37. ... Bc3,
38. Bcl — Ha4. Mögulegt var
einnig 38. ... Hal, 39. Hxal —
Bxal og svartur hefur aðeins
betra tafl, en hvítur ætti að
halda sínum hlut. 39. b5 — cxb5
Betra var 39. ... Hb4. 40. Hxb5
SKák
eftir Guðmund
Sigurjónsson
— Hc4. Hér sömdu keppendur
um jafntefli, enda hefur Hubner
loks tekist að jafna taflið —
reyndar með dyggri aðstoð and-
stæðingsins.
Eftir þessa skák var staðan í
einvíginu þessi:
Hubner 4 vinningar.
Adorjan 3 vinningar.
Lokakaffi Heimaeyjarkvenna
verður á Sögu á sunnudaginn
KVENFÉLAGIÐ Heimaey í
Reykjavík býður að vanda
til lokakaffis á lokadaginn
11. maí n.k. í Súlnasal
Hótels Sögu.
Kaffiveitingar hefjast kl. 2
og standa til kl. 5. Eldri
Vestmannaeyingum er boðið
sérstaklega, en mörg undan-
farin ár hefur verið margt
um manninn á lokakaffi
Heymaeyj arkvenna.