Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 Mannræningj- arnir voru 6 Lundúnum, 7. mai. — AP. MANNRÆNINGJARNIR i íranska sendiráðinu hófu að skjóta að gíslunum í sömu svifum og brezku hermennirnir komu á vettvang til að frelsa gislana. í ljós er komið, að mannræningjarnir voru sex að tölu, en ekki fimm. Aðeins einn þeirra lifði hildarleikinn af, en íransstjórn hefur nú krafizt þess að Bretar framselji hann. Brezka stjórnin er staðráðin í þvi að láta hann koma fyrir rétt í Bretlandi. Einn Bretanna þriggja, sem voru í hópi gíslanna, Ronald Morr- is, starfsmaður sendiráðsins, sagði í dag: „Hryðjuverkamennirnir ruddust inn og hófu að skjóta að hinum írönsku yfirmönnum mínum. Þeir skutu mörgum tugum skota. Allt fylltist af reyk, bloss- um, sprengingum og óhljóðum. Þetta gerðist allt í einni svipan. Eg var svo heppinn að vera í hinum enda herbergisins. Þetta er það svakalegasta sem ég hef nokkru sinni séð. Það næsta, sem ég gerði mér grein fyrir, var það að hettu- klæddir SAS-menn voru komnir inn í herbergið. Þá fórnaði ég höndum og hrópaði: „Eg er Breti, ég er Breti!" Þá greip einn SAS- mannanna í mig og ýtti mér út um dyrnar. Skothríðin hélt áfram og þá held ég að það hafi verið að SAS-mennirnir drápu mannræn- ingjana.“ Ronald Morris segir ennfremur að mannræningjarnir hafi ber- sýnilega verið miklir öfgamenn. Hefði þeim verið trúandi til að skjóta alla gíslana. Annar gísl, fréttamaðurinn Sim- ERLENT . eon Harris, segir að mest hafi þessi sex daga eymdarvist í greip- um mannræningjanna reynt á Trevor Lock, lögreglumanninn, sem var á verði þegar sendiráðs- takan fór fram. Hafi Lock borið byssu undir einkennisbúningnum, sem hann hafi ekki afklæðzt allan tímann, þrátt fyrir hitakóf í vist- arveru gíslanna. „Ella hefðu mannræningjarnir séð byssuna," sagði Harris. „I fyrstu voru karlar og konur höfð saman en síðan voru konurnar látnar fara í annað herbergi. Sem betur fer — þær voru sívælandi og skrækjandi." Harris segir mannræningjana hafa verið tilfinningamenn. Tveir hafi verið mjög taugaveiklaðir, en aðrir tveir hafi greinilega verið mjög kaldrifjaðir. Lík þriggja mannræningja voru grafin úr brunarústunum í morg- un, og kom þá í ljós svo sem lögregluna hafði grunað, að þeir voru fleiri en þeir fimm, sem örugglega var vitað um. Auk mannræningjanna fimm létu tveir gíslar lífið í þessum sviptingum, Abbas Lavasani, sem mannræn- ingjarnir skutu, og annar írani, sem fórst í árásinni. Sá mannræn- ingjanna, sem eftir lifir liggur særður í sjúkrahúsi í Lundúnum. Má ganga að því sem vísu að framundan sé mikið þóf milli stjórna Bretlands og írans þegar byltingarstjórnin í Teheran tekur að fylgja eftir kröfu sinni um framsal hans. (AP-simamynd) Hua Kuo-Feng forsætisráðherra Kína kannar heiðursvörð á Belgrad-flugvelli, ásamt Mijatovic, varaforseta Júgóslaviu, en Hua var fyrsti þjóðarleiðtoginn sem kom til Belgrad til að vera við útför Títós. Skæruliðar teknir París, 6. maí — AP FRANSKA lögreglan handtók í dag fimm konur, sem eru grun- aðar um aðild að hermdar- verkasamtökum í V-Þýzkalandi. Þeirra á meðal eru Sieglinde Hoffmann og Ingrid Barabass en þær eru grunaðar um aðild að Baader-Meinhofsamtökunum. Hoffmann er grunuð um aðild að morði bankastjórans Júrgens Ponto. V-þýzka lögreglan hefur um árabil verið á hælum þessara tveggja kvenna og þær voru meðal þeirra borgarskæruliða, sem v-þýska lögreglan hefur leit- að hvað mest. Það var v-þýzka lögreglan sem skýrði hinni frönsku frá dvalar- stað kvennanna fimm. Þriðja konan sem var handtekin er Regina Nicolij. Ekki var þess Þórshofn í Færeyjum. þriðjudaií: SÁTTASEMJARI hefur frestað hugsanlegu verkfalli prentara í Færeyjum til miðnættis þriðju- dagsins 13. maí. Sáttasemjari átti fund með prenturum og prentsmiðjueigend- um í gærkvöldi þar sem báðir getið hverjar hinar tvær voru. Franska lögreglan sagðist hafa fundið mikið magn vopna í íbúð kvennanna. aðilar höfðu beðið hann að taka þátt í viðræðunum. Prentarar höfðu sagt upp samn- ingum sínum 1. maí, en frestuðu uppsögn þeirra einhiiða til mið- nættis á þriðjudagskvöld. Prentarar krefjast 17% launa- hækkunar og lengingar orlofstíma um eina viku. — Arge. Verkfalli frestað Edmund Muskie — skipan hans i embætti utanríkisráð- herra er sú „pólitískasta" í áratugi, en hann og Carter eru sagðir miklir mátar. Skipan Muskie hefur beint athyglinni frá björgunartilrauninni Frá önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. i WashinKton. TILRAUN Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, til að beita valdi við björgun gislanna í íran 24. apríl sl., mistókst hrapallega og leiddi til þess, að Cyrus Vance utanrikisráðherra sagði af sér embætti. Líkum hermannanna átta, sem létust, eftir að hætt var við björgunartilraunina, var flogið heim, það markar endi tiiraunarinnar, þótt það verði varla það síðasta, sem heyrist af henni. Athygli manna hefur undanfarið beinzt fyrst og fremst að mannaskiptum í utanríkisráðuneytinu, og áhrifunum, sem afsögn Vance kann að hafa. Elizabeth Drew greinahöfundur telur, að starfsmenn Hvita hússins og varnarmálaráðuneytisins hafi kosið að beina athygli frá björgunartilrauninni og að utanrikisráðuneytinu. Afsögn Vance var gerð kunn fjórum dögum eftir tilraunina. Þá var fólk búið að átta sig á henni og tilbúið, að spyrja erfiðra spurninga. Vance skrifaði Carter uppsagnarbréf 21. april, en starfaði áfram út vikuna, til að vekja ekki athygli á björgunarferðinni og andstöðu sinni við hana. Útnefning Edmunds Muskie, öldungardeildarþingmanns frá Maine, kom öllum alveg á óvart. Hann og Carter hafa orðið mátar síðan Carter flutti til Washington, og Muskie er spáð velgengni í starfi. David Broder, greinahöf- undur the Washington Post, skrif- aði að útnefningin verði sú póli- tískasta síðan Harry Truman út- nefndi James F. Byrnes, félaga sinn úr öldunardeildinni, utan- ríkisráðherra árið 1945. Broder skrifaði, að með útnefn- ingu Muskies væri Carter að reyna „að stemma stigu við sívaxandi óánægju í öldungadeildinni með ferð herliðsins til íran og önnur mistök Carters í utanríkismálum, og auk þess að reyna að styrkja tengsl stjórnarinnar við óánægju- hópa innan demókrataflokksins og í landinu öllu.“ Muskie hefur átt sæti í öldunga- deildinni í 22 ár og nýtur virðingar sem stjórnmálamaður. Hann hefur átt sæti í utanríkisnefnd þingsins undanfarin ár. Skoðunum hans í utanríkismálum svipar mjög til skoðana Vance. Hann hefur stutt dyggilega tillögur um eftirlit með og takmörkun á vopnabirgðum stórveldanna og er hlynntur niður- skurði á fjárútlátum ríkisins til varnarmála. Hann snerist seint gegn stríðinu í Víetnam, „en reynslan frá þeim árum virðist hafa gert hann þess vantrúaðri á áhrif hervaldsbeitingar," eins og Philip L. Greyelin skrifaði í The Washington Post á mánudag. Vance hefur hlotið mikið lof fyrir. starf sitt og hægláta fram- komu sem utanríkisráðherra. Emmett Tyrrell jr., ritstjóri The American Spectator, er þó ekki í hópi þeirra, sem eru ánægðir með Vance: „Vance sagði, þegar hann hætti, að hann væri hryggur yfir, að gíslarnir 53 væru enn í Teheran. Eg hefði haldið, að hann hefði ástæðu til að vera hryggur yfir mun fleiri hlutum. Fjölmargir far- ast daglega út um allan heim i baráttu fyrir fæði og frelsi. Óstjórn ríkir í íran, óstjórn sem komst á í stjórnartíð Carters, og heldur áfram, hvað sem verður um gíslana. Ógn steðjar af einræðis- stjórnum í Mið-Ámeríku. NATO fjarlægist okkur. Sovétmenn standa okkur nú framar í viðbún- aði. SALT samningur Vance er í lamasessi og samkomulag hefur ekki náðst í Mið-Austurlöndum.“ En margir eru ánægðir með stefnu Vance. Streitu milli hans og Zbigniew Brzezinski, öryggisráð- gjafa Carters, er kennt um áhrifaleysi Vance innan ríkis- stjórnarinnar. Vance, Brzezinski og Carter hafa þó allir neitað þeim orðrómi. Brzezinski, sem þykir harðjaxl í utanríkismálum, er áberandi og alls óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Samband hans og Vance er oft líkt við samband Henrys Kissingers og Williams Rogers í stjórn Nixons. Kissinger fældi Rogers að lokum úr utan- ríkisráðuneytinu og gegndi starfi öryggisráðgjafa og utanríkisráð- herra síðustu ár stjórnartíðar Nix- ons. George W. Ball, f.v. undirut- anríkisráðherra, skrifaði Muskie opið bréf í Washington Post á mánudag og ráðlagði honum, að vera viss um stöðu sína innan stjórnarinnar frá fyrsta degi, og ferðast sjálfur ekki of mikið og missa þannig tök á málum heima fyrir. Muskie sagði, þegar hann hlaut útnefningu að Öarter hefði fullvissað sig um, að hann yrði talsmaður utanríkisstefnu Banda- ríkjanna. Muskie er þaulreyndur stjórnmálamaður og ekki vanur að láta vaða ofan í sig. Talið er, að sú reynsla hjálpi honum í starfi ráðherra og hugsanlegri valdabar- áttu innan rikisstjórnar Carters. ab.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.