Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 MOBffdK/- V;':n mmo GRANI GÖSLARI Bersýnilegt er að það er skortur á fitu í blóðinu og vantar nikótin í skrokkinn. — Þér verðið að hætta þessu heilsusamlega lífi! <&IL_ 401 Ekki gefast upp. — Reyndu aftur! Gæturðu lagt það frá þér augnablik og aðstoðað mig? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Reyndar bjóst suður ekkert frekar við, að hugsanleg vinn- ingsstaða myndi koma upp þegar hann skellti sér í háan samning á spilin i dag. Norður gaf, austur og vestur áttu game. Norður S. D43 H. D T. Á876 L. D8732 Vestur Austur S. G109 S. Á765 H. 1096 H. KG8532 T. 5 T. K L. KG10965 L. Á4 Suður S. K82 H. Á74 T. DG109432 L. - Krefjumst gagnkvæmni Björn Bjarnason skrifar grein í Mbl. 27. apríl sl. um hugsanlegar njósnir sovétmanna á íslandi. Hann virðist gruna soveska jarð- fræðinga, sem hér hafa verið um græsku, en hvergi kemur fram um hvað þeir gætu verið að njósna. Það eina, sem ég get hugsað mér að þeir gætu haft áhuga á að njósna um er hernaðarbröltið á Miðnesheiði, en varla er sú leið vænlegust til árangurs að brölta upp um öræfi og jökla. Það er víst ekki hernaðarleyndarmál hve hraunlögin eru gömul, hver er segulstefnan í þeim, eða hve mörg öskulög frá gosum í Heklu og Kötlu sé að finna í mýrarjarðvegi. Stundum hefur Island verið kallað Paradís jarðfræðinga. Landið er í sköpun og náttúrufyr- irbæri fádæma fjölskrúðug. Trú- legt þykir mér að sovéskir prófess- orar hafi verið að kenna stúdent- um sínum jarðfræði hér á landi, rétt eins og Bretar hafa gert árum saman. Ég held að Björn hafi lesið of margar spæjarasögur. „Krefjumst gagnkvæmni," segir Björn. Ef við leyfum sovéskum jarðfræðingum að skoða jarðlög á Islandi, eigum við að krefjast þess að íslenskir jarðfræðingar fái að stunda rannsóknir í Sovétríkjun- um. Hárrétt. Ef starfsmenn Sov- étríkjanna eiga að hafa ferðafrelsi um Island eiga íslenskir sendi- ráðsstarfsmenn að njóta sama frelsis í Sovétríkjunum. Einnig rétt. Hann segir að 'í sendiráði okkar i Moskvu hafi verið þrír starfsmenn um síðustu áramót, en 37 í sendiráði sovétmanna í Reykjavík. Það er rétt að þarna munar furðu miklu á tölu starfs- manna. Björn lætur þess þó ekki getið að á sama tíma voru starfs- menn bandaríska sendiráðsins í Reykjavík fleiri, eða 38. Auðvitað á það sama að gilda um þá. Krefjumst gagnkvæmni. Þegar sovétmenn koma til ís- lands verða þeir að fá til þess sérstakt leyfi, þ.e. vegabréfsárit- un. Það sama gildir um íslend- inga, sem fara til Sovétríkjanna. Þar er gagnkvæmni. Þarna hefur verið gott samkomulag. Ég veit ekki til þess að nokkrum Islend- ingi hafi verið neitað um vega- bréfsáritun til Sovétríkjanna né sovétmanni til íslands. Ekki er hægt að segja það sama um slík viðskipti okkar og banda- ríkjamanna. Ef við ætlum til Bandaríkjanna verðum við að sækja um vegabréfsáritun og svara mörgum persónulegum spurningum m.a. um pólitískar skoðanir okkar. Ef þær þykja grunsamlegar leita starfsmenn sendiráðsins upplýsinga um við- komandi í tölvu erlendis og ef upplýsingarnar sýna að pólitískur litur er ekki réttur má búast við neitun um áritun. íslenskir sjó- menn hafa stundum orðið að hírast eins og fangar um borð í skipum sínum, í bandarískum höfnum ef grunur hefur leikið á því að þeir væru ekki í réttum flokki heima á Islandi. Aftur á móti þurfa bandaríkja- menn ekkert leyfi, enga áritun til að koma til íslands og ferðast vítt og breitt um landið og okkur dettur ekki í hug að spyrja þá hvort þeir séu repúblikanar eða demókratar. Þarna eigum við að krefjast gagnkvæmni, annað sæmir ekki sjálfstæðri þjóð. Ragnar úr Seli 7188—7898 Ragnar tekur fram í niðurlagi bréfs síns, að hann vilji kalla sig Ragnar úr Seli til aðgreiningar frá Ragnari Þorsteinssyni rithöf- undi, sem oft hefur verið ruglað saman við hans nafn. Segir Ragn- ar að Sel sé fæðingarstaður hans, og því muni hann nota þetta viðurnefni. • Athugasemd Þar sem í ofangreindu bréfi er vitnað til ritsmíðar eftir mig hér í Morgunblaðinu, gaf Velvakandi mér kost á að lesa bréfið og gera við það athugasemd, þætti mér ástæða til. í byrjun vetrar birti Ragnar Þorsteinsson hér í þessum dálki viðhorf sín til starfsaðferða sovéskra geðlækna í meðferð þeirra á samviskuföngum í Sov- étríkjunum, þegar hann tók sér fyrir hendur að hártoga ummæli Vladimirs Bukovskys um það efni. Sagnirnar: Norður Austur Suður Vestur P 1 lijarta 2 Tíglar 2 Hjörtu 3 Tíitlar t Hjórtu 5 Tijtlar Dohl P I’ P Reyndar lenti suður i dæmi- gerðri fórnarstöðu, þar sem loka- sögn hans byggðist á, að ódýrara yrði að tapa sjálfur 5 tíglum en að verjast gegn 4 hjörtum. En eftir útspilið, hjartatíu, sá suður, að 5 tíglar voru hreint ekki vonlaus samningur. Helst vinningsvonin virðist, að ekki sé gefið á tígulkóng og svo er jú alltaf hugsanlegt að finna megi spaðaás og með honum sé ekki meir en eitt smáspil. En suður betrumbætti mögu- leika þessa örlítið. Útspilið tók með sér drottningu, kóng og ás og suður trompaði næst hjarta í blindum. Því næst trompaði hann lauf heima, aftur hjarta á tromp og lauf á tromp en þá lét austur ásinn, sem sagnhafa þótti ánægju- legt. Þessu næst spilaði hann tíguldrottningu. Þegar vestur lét fimmið vissi suður, að örlitlu betri möguleiki var að taka á ásinn. En suður vissi að fengi austur á kónginn yrði hann ekki í skemmti- legri aðstöðu. Hann lét því lágt úr blindum og í næsta slag varð aumingja austur að spila frá spaðaásnum því ekki var vænlegt að spila hjarta út í tvöfalda eyðu Unnið spil. Bridgeklúbbur hjóna Lokið er fjögurra kvölda hraðsveitakeppni félagsins og var það jafnframt síðasta keppni vetrarins. Með góðum enda- spretti tókst sveit Drafnar Guð- mundsdóttur að knýja fram sig- ur en ásamt henni spiluðu í sveitinni: Einar Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir og-Kristmundur Þorsteinsson. Úrslit síðasta kvöldið: Dröfn Guðmundsdóttir 583 Ágúst Helgason 579 Svava Ásgeirsdóttir 556 Gróa Eiðsdóttir 546 Lokastðan: Dröfn Guðmundsdóttir 2247 Guðríður Guðmundsdóttir 2237 Gróa Eiðsdóttir 2190 Svava Ásgeirsdóttir 2124 Ágúst Helgason 2224 Aðalfundur og árshátíð klúbbsins verður 10. maí á Hótel Sögu og hefst klukkan 17. Vestfjarðamót í tvímenningi Svæðismót í tvímenningi var haldið á ísafirði h. 1. maí sl. Alls tóku þátt í mótinu 20 pör og voru spiluð 3 spil á milli para. Röð efstu para: Stig Grímur Samúelsson — Guðm. M. Jónsson, ísaf. 656 Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Arnar G. Hinriks. — Kristj. Haraldsson, ísaf. 650 Sæm. Jóhannesson — Tómas Jónsson, Þingeyri 625 Einar Árnason — Einar Valur Kristjáns., ísaf. Ólafur Rósinkarsson — Sig. R. Ólafsson, ísaf. 586 Eiríkur Kristófers. — Guðni Ásmundsson, ísaf. 579 Steinn Guðmundsson — Þórður Einarsson, ísaf. 579 Guðbjörg Pálsdóttir — Vignir Garðarsson, Þingeyri 570 Vestfjarðamót í sveitakeppni verður haldið að Núpi 7. og 8. júní nk. Þátttaka er heimil öllum bridgespilurum búsettum á Vestfjörðum svo og öðrum félögum bridgefélaganna á Vest- fjörðum. Þátttaka tilkynnist til Birgis Péturssonar, síma 1237, Tómasar Jónssonar, síma 8155 eða Arnars G. Hinrikssonar, síma 3214 fyrir 2. júní nk. Reykjanesmót í tvímenningi Undanrásir Reykjanesmóts í Frá síðustu umferð íslandsmótsins i sveitakeppni. Mikill fjöldi fólks fylgdist með lokakeppninni og var orðið þröng um spilarana á tímabili. Myndin er frá leik Skafta Jónssonar og Hjalta Elíassonar en sem kunnugt er sigraði sveit síðarnefnda leikinn 20—0 og þar með mótið. „tvímenningi" voru spilaðar í Gunnar — Guðjón BS Stapa miðvikudaginn 7. þ.m. Einar — Logi BS I úrslit komust eftirtalin pör: Sverrir — Haukur BÁK Úr A-riðli Ragnar — Sævin BK Bjarni — Hannes Bk Úr C-riðli Svavar — Ragnar BÁK Vilhjálmur — Þórir BK Hannes — Sturla BK Bjarni — Magnús BH Guðjón — Friðjón BK Ármann — Jón BK Eyjólfur — Óli BS Haukur — Valdimar BK Friðrik — Hreinn BH Valgarð — Sigtryggur BH Gísli — Birgir BS Ragnar — ívar BS Úr B-riðli Úrslitakeppnin verður spiluð í Jónas P. — Guðmundur BÁK Þinghóli, Kópavogi, um helgina Kristján — Georg BÁK og hefst keppni kl. 14.00 Aðalsteinn — Ásgeir BH stundvíslega á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.