Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 104. tbl. 67. árg. FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. / UPPHAFILÍKFYLGDAR Simamynd — AP Kista Títós, fyrrum Júgóslavíuforseta, borin niður tröppur þinghússins í Belgrad í upphafi hátíðlegrar, opinberrar athafnar, er forsetanum var fylgt til hinztu hvílu. Ólafur Jóhannesson um Jan Mayen-viðræðurnar: 59 Afstaða Norðmanna harönar Frá Árna Johnsen blaðamanni Mbl. 1 Ósló í jrær. „AFSTAÐA Norðmanna hefur harðnað varðandi fisk- veiðiréttindin á Jan Mayen-svæðinu,“ sagði ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Málinu hefur því ekkert miðað áfram, en Norðmenn hafa verið meira til viðtals um landgrunnsmálið. Ég býst við því, að úr því fái skorist í fyrramálið, hvort líkur séu á því, að hægt verði að ná samkomulagi. Norðmenn bera fyrir sig Efnahagsbanda- lagi Evrópu, en það er að mínu mati nýtt atriði í málflutningi þeirra. hað er því um kyrrstöðu að ræða í samningunum, en við getum ekki beðið lengur en til morguns til þess að fá svar af eða á. Við höfum ekki komið fram með neinar nýjar kröfur, en sumar nokkuð meira útfærðar en í síðustu samningaviðræðum í Reykjavík. Ég tel það aðeins viðbárur hjá þeim, ef þeir ætla að bera fyrir sig samþykkt Alþýðubandalagsins sem ástæðu fyrir því hvað treglega gengur.“ Útför Títós ^ Helgrad, 8. maí. AP. ÚTFÖR Títós, fyrrum Júgó- slavíuforseta, fór virðulega fram að viðstöddum sumum æðstu mönnum 115 ríkja og hundruðum þúsunda Júgó- slava. Líkfylgdin var fjög- urra kílómetra löng og með- fram götunum, sem kistu hins látna forseta var ekið um á leiðinni frá þinghúsinu að grafhýsinu í hæðunum uppi af Belgrad, var óslitin röð syrgjenda. Meðan átta hershöfðingjar létu eikarkist- una síga niður í gröfina var skotið af fallbyssum um allt landið og sírenur þeyttar. Jovanka, ekkja Títós, er verið hafði í ónáð í þrjú ár, gekk næst líkbörunum og með henni tveir synir Títós af fyrra hjónabandi. Einnig var einn af nánustu sam- starfsmönnum Títós úr seinni heimsstyrjöldinni, er verið hafði í ónáð í tæpan áratug, kvaddur til að standa í heiðursverði við kistu Títós í þinghúsinu í upphafi útfar- arinnar. Margir þjóðarleiðtogar og aðrir æðstu menn voru viðstaddir útför- ina, og áttu margir þeirra saman fundi fyrir og eftir útförina. Stevan Doronjski leiðtogi flokksnefndarinnar, er tekur við völdum af Tító, sagði í dag, að leitast yrði í einu og öllu við að sveigja ekki af þeirri línu sem Tító markaði í þjóðmálum. Míkið afhroð Rússa Nýju Dohlí. 8. maí. AP. SOVÉZKU herirnir fyrir vestan Kabúl. höfuðborg Afganistans, hafa beðið mik- ið afhroð i síðustu viðureign- um við þjóðfrelsisöfl, sam- kvæmt áreiðanlegum heim- ildum, sem ekki vildu láta nafns sins getið. Sjónarvottar voru að því er Rússar fluttu mörg lík fall- inna hermanna á mörgum þyrlum til flugvallarins í Kabúl á mánudag. Komu þyrlurnar úr vesturátt. Fregnirnar hafa ekki fengist staðfestar af opinberri hálfu, en opinberir fjölmiðlar skýrðu frá því í dag að um umfangsmiklar æfingar hefði verið að ræða. Ennfremur hermdu sömu heimildir, að afganski herinn hefði að undanförnu tekið hús á fólki að næturþeli í leit að ungum mönnum í herinn, og jafnframt hafi farið fram athugun á því hvort viðkom- andi væru í einhverjum tengslum við sveitir þjóð- frelsisafla. Fiskveiðinefndin var á fundum lengst af dagsins í gær. Meðal annars var rætt um, að íslend- ingar ákveði heildarafla á loðnu og aflaskiptingu milli íslendinga og Norðmanna, og rétt íslendinga til veiða annarra fisktegunda á Jan Mayen-svæðinu. í fyrri við- ræðum hafa Norðmenn látið í það skína, að þeir væru reiðubúnir til að samþykkja ákvörðunarvald íslendinga vegna þess yfirgnæf- andi mikilvægis sem loðnuveið- arnar hafa fyrir íslenzku þjóðina. Nú virðast Norðmenn hins vegar hafa tekið skref aftur á bak í þessu efni og telja mikil tormerki á að samþykkja þetta, m.a. af því að þar verði um að ræða bindandi ákvörðun fyrir svæði, sem falla muni undir norska lögsögu. A fundi í gærmorgun var rætt um botnmálið og skiptingu hafs- botnsins utan 200 mílna lögsögu Islands. Frydenlund sagði m.a., að Norðmenn vonuðust til þess, að hægt yrði að ná samkomulagi áður en útfærsla landhelginnar við Jan Mayen ætti sér stað, en benti á, að fyrirhuguð útfærsla við Austur-Grænland, setti samn- ingaviðræðunum mjög ströng tímamörk. Á þessum fundi gerði Ólafur Jóhannesson ítarlega grein fyrir grundvallarviðhorfum Islendi nga, en hann kvað Islendinga kjósa, að reynt yrði fyrst og fremst að fá heildarlausn, bæði varðandi fisk- veiðimál og skiptingu landgrunns- ins utan íslenzku lögsögunnar. Sjá bls. 16: „Lausnin byggist á sanngirni“. Islenzka samninganefndin i Jan Mayen-málinu á fundi i Ósló i gær. Ljósm.: Árni Johnsen/Símamynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.