Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 Frá töku sjónvarpsmynda- flokksins um fornleifafræði gamla testamentisins á slóðum Jerikó. ^ tengslum við brezku vikuna, Isem efnt var til hér á dögun- um, kom til landsins mikill aufúsugestur, Magnús Magn- ússon sjónvarpsmaður. Hann flutti jafnan tölu þar á kvöld- in, spjallaði við gesti og fékk þá meira að segja, ódrukkna, til að taka undir með sér í að syngja „afi minn fór á honum Rauð“ sem verður að teljast meiri háttar afrek og sýnir hvað Magnús hefur undurgott lag á að komast í samband við fólk og hafa á það hressandi áhrif. Auk þess flutti hann fyrirlestra um víkingatí- mabilið, talaði um íslenzku fornsög- urnar yfir erlendum stúdentum við íslenzkunám og yfirleitt var hann á þeytingi út og suður þessa daga. Blaðam. Mbl. tókst að hafa hendur í hári hans kvöldið áður en hann fór af landinu og skrafa við hann smástund. Ég spurði hann um þýðingar hans á íslenzkum bókmenntum, vjkinga- bókina sem er að koma út eftir hann á næstunni og almennar fornleifa- rannsóknir í sambandi við víkinga- tímann. — Ég reyni í þessum myndaflokki að draga upp sem gleggsta mynd af sögu víkinganna. Það er kannski of mikið sagt að þar séu opinberuð einhver ný sannindi, með fornleifa- rannsóknum og ég tala nú ekki um það sem er að gerast í Jórvík höfum við orðið margs fróðari um víkinga. Ég byggi myndaflokkinn upp tíma- lega og landfræðilega. Það var heilmikill hausverkur hvernig ætti að setja þetta allt saman. Fyrst er svona almenn kynning, fjallað um trúnað víkinga o.fl. sem að honum lýtur. Síðan víkur sögu til Noregs, fjallað er um skip víkinganna, sem við vitum orðið heilmikið um. Við förum hratt yfir sögu Noregs að valdatíð Haralds hárfagra. Þriðji hluti fjallar um hvernig víkingaöld- in upphefst í Danmörku um 830 og lýkur um 970 með Haraldi blátönn. Næst víkur sögunni til Svíþjóðar og svo er röðin komin að Énglandi, þegar víkingar láta sér ekki lengur nægja að gera þar strandhögg, heldur reyna að leggja það undir sig. yfirleitt eru ekki nein spjöld þar sem stendur til dæmis „Njáll bjó hér“ eða „Nebúkadnesar kom hingað“. Við verðum að beita ákveð- inni tækni, þekkingu og hugarflugi við að tengja þetta saman og það er sérstaklega spennandi. Ég hef feng- ið tækifæri til að gera fleiri slíka myndaflokka. Til dæmis um forn- leifafræði gamla testamentisins. Það var stórkostlegt ævintýri. Við vorum á þessum slóðum í átta mánuði og nutum leiðsagnar fær- ustu sérfræðinga sem fræddu okkur í það óendanlega. Mér hefur alltaf fundizt gamla testamentið sannköll- uð sagnaskemmtun, líkt og Islend- ingasögurnar. — Því miður hef ég ekki fengizt eins mikið við þýðingar úr íslenzku síðustu ár. Þó er Gísla saga langt komin en hana hef ég þýtt í samvinnu við Hermann Pálsson og eiginlega er ekki annað eftir en að fínpússa hana. Ég þarf að finna einhvers staðar svona tvo mánuði og þá er hún tilbúin. Ég byrjaði á að þýða Njálu. Það er nú langt síðan og ekki hefur vantað sjálfstraustið né ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur eins og þú sérð. Ég myndi hafa þar margt öðruvísi ef ég þýddi hana nú, það geturðu bókað. Annars er töluvert af íslenzkum skáldskap komið í enskum þýðingum og það góðum, bæði stök verk og bækur. Og veiztu það að brezki sendiherrann hér, Kenneth East, hefur verið að dunda við ljóðaþýðingar. Meðal ann- ornleifafræðin er blaðamennska fortíðarinnar Sjötti þátturinn er um írland og eyna Mön og hvernig víkingar reyndu að byggja upp veldi sitt á þeim slóðum. I sjöunda þætti er Hrafna Flóki aðalpersónan. Hann leggur upp frá Hjaltlandi. Og veiztu að á Hjaltlandi er vatn sem heitir Girlsthilden í það missti Flóki dóttur sína sem Geirhildur hét. Flóki kemur við í Færeyjum og síðan heldur hann til íslands. Land- náminu eru gerð nokkur skil, stofn- un Alþingis, sögunum. I áttunda þætti höldum við frá íslandi með Eiríki rauða til Vínlands og níundi þátturinn gerist á Englandi en kl. 6 eftir hádegi 28. september 1066 lýkur víkingaöldinni og heimsmynd- in er ekki söm eftir. —Jórvík er einstakur staður um þessar mundir og miðstöð rann- sókna á víkingatímanum, um það þarf ekki að fjölyrða. Það er ákaf- lega gaman að finna hversu sólgið fólk er í að vita sem mest um þennan tíma og að víkingarnir voru ekki bara ræningjar og nauðgarar sem fóru með ófriði, þeir stofnuðu líka borgarsamfélög, þeir voru skap- andi listamenn margir hverjir, þeir voru sægarpar og fundu nýjar sjó- leiðir. Þegar ég fer héðan mun ég taka smáhlé en síðan kemur bókin mín um víkingana út um miðjan mánuð- inn og þá mun ég fara dálítið um, kynna hana með fyrirlestrum og auglýsa hana dálítið. Að svo búnu hefur mér verið boðið að koma fram á listahátíð í Jórvík, Rabb við Magnús Magnússon stundarkorn er hann var hér í sl. viku þar sem ég tala um íslenzkar fornbókmenntir, sýni myndir og sömuleiðis „The Three Faces of Iceland“. Og þegar því lýkur? Þá fer ég til Kína. Ég á að halda þar fyrirlestur um kínverska fornleifa- fræði. Það mætti ætla ég væri sérfræðingur! — Annars var ég í Kína fyrir nokkrum árum og gerði þar mynda- flokk og ferðaðist um, og það var feikilega lærdómsríkt. Já, fornleifa- fræðin er í mínum augum ákaflega heillandi. Það á sér skiljanlegar orsakir, því að ég lít svo á að fornleifafræðin sé blaðamennska fortíðar. Og ég er og verð fyrst og fremst blaðamaður. Fornleifafræðin gefur myndir og hugmyndir, en við verðum að geta í eyðurnar, því að (Ljósm. Mbl. RAX.) ars hefur hann þýtt „Sofðu unga ástin mín“ á ensku — framúrskar- andi vel. Sjálfur hafði ég oft glímt við það og gekk ekki. En þýðing East á þessari töfrandi vögguvísu er hreint afbragð. Magnús er farinn að ganga ókyrr um gólf, þegar hér er komið sögu, enda líður að því að hann eigi að ávarpa gesti. — Jú, ég er alltaf dálítið nervus áður en ég kem fram, viðurkennir hann. — Ég get aldrei tekið þetta eins og sjálfsagðan hlut, hvort sem það er filma, fyrirlestur eða bara spjall. Ég finn einhvern titring innan í mér. Það er ágætt, ég er líklega svoleiðis gerður að ég þarf ákveðna spennu til að mér takist það sem ég er að gera. — h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.