Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 I • Magnús Jónatansson þjálfari KR spáir liði sinu sigri i fyrsta leik þeirra. „Hef ekkert seð sem skelfir mig“ — segir John McKernan þjálfari ÍBK LIÐ ÍBK er ein af þessum svo- kölluðu óþekktu stærðum í ís- lenskri knattspyrnu i dag. Á siðasta keppnistimabili náði liðið mjög góðum árangri og kórónaði allt saman með því að komast i aðra umferð Evrópukeppni knattspyrnusambands Evrópu. eða UEFA-keppnina. En liðið hefur mátt sjá af lykilmönnum siðan og þvi veit enginn hverju búast má við af ÍBK. Mbl. leitaði álits hjá þjáifara liðsins, Skotan- um John McKernan. „Ég get ekki annað sagt en að ég vona það besta og okkar lið stefnir að því að vinna alla tiltæka bikara. Við erum að byggja upp nýtt lið hérna í Keflavík, margir lykilmenn frá síðasta keppnis- tímabili hafa horfið á braut, en engu að síður hef ég enn ekkert séð sem veldur mér sérstökum áhyggjum," sagði McKernan og hélt síðan áfram: „Ég hef séð þau lið sem við eigum eftir að kljást við að Val og ÍBV undanskildum og er viss um að við eigum að geta staðist þessum liðum snúning. Ég veit að við verðum að berjast fyrir hverju einasta stigi, en ég er hvergi smeykur." Mbl. spurði McKernan hvort hann væri ánægður með þann efnivið sem hann hefði til að moða úr og hvort hann væri ánægður með æfingar og keppnisaðstöðuna í Keflavík. „Eg starfa með 20 mönnum á æfingum og af þeim tel ég að 16 séu fullfærir um að skila hlutverkum með aðalliðinu. Ur- slitin í vorleikjunum gef ég Iítið út á, ég hef verið að gera ýmsar tilraunir og beinlínis notað vor- leikina til slíks, ég hef ekki verið hér á landi nema í 2 mánuði og varð að kynnast mínum efnivið áður en slagurinn hófst fyrir alvöru. Aðstæðurnar í Keflavík er ég ánægður með, við æfum á góðum malarvelli og leikum fyrstu leikina á grasvellinum.“ Næst ræddi Mbl. og McKernan um styrkleika ÍBK og spár fyrir sumarið. „Styrkur IBK liggur ekki á neinum sérstökum stað frekar en öðrum, styrkurinn felst fremur í hve liðið er jafnt frá aftasta manni til fremsta. Og fyrir öllu er, að liðsandinn er mjög góður hjá okkur. Það hefur þjappað liðinu saman frekar en hitt að missa þessa sterku leikmenn sem farið hafa. Ég vil helst engu spá um sumarið, nema hvað ég tel af og frá að IBK verði í fallbaráttu, við munum kappkosta að leika góða knattspyrnu og láta úrslit leikja tala sínu máli um styrkleika ÍBK,“ sagði John McKernan að lokum. — gg- „Goð knattspyrna úrslitum ofar" — segir Jourie Zc „ÉG HEF nógan tima til að ræða við þig, en hef því miður litið að segja,“ sagði Jourie Zetov, hinn sovéski þjálfari Vikings við blm. Mbl. er slegið var á þráðinn til þess sovéska fyrir stuttu. Var ætlunin að láta Zetov segja eitt- hvað spaklegt fyrir komandi keppnistimabil, en sá sovéski hafði vaðið fyrir neðan sig og var var um sig. Eitt og annað tókst þó að veiða upp úr honum með því að skipta um flugur. „Ég hef aðeins verið hérlendis í rúman mánuð og get í rauninni ekkert sagt um komandi keppnis- Flokka- keppni GR HIN árlega flokkakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur fer fram á Grafarholtsvell- inum á morgun, laugar- daginn 10. maí, og hefst stundvíslega klukkan 13.00. Leiknar verða 18 holur. þjalfari Vikings tímabil annað en að ég vona það besta. Ég hef aðeins séð mótherja okkar leika á malarvellinum og hef ekki séð til utanbæjarliðanna og geri mér því litlar hugmyndir á þessu stigi. Ég hef notað tímann til að kynnast .leikmönnum mínum. Ég er eftir atvikum ánægður, en það á við mig eins og aðra þjálfara, að maður vildi alltaf hafa það enn betra. Ég er þó bjartsýnn á að við munum standa öðrum félögum 1. deildar fyllilega á sporði," sagði Jourie. Vallarvörðurinn, Baldur Jóns- son, lét að því liggja í Mbl. fyrir skömmu, að verið gæti að leika yrði fyrstu leikina á Melavellinum ef kuldakastið sem nú geisar yrði alvarlegt. Mbl. spurði Jourie hvort hann teldi það betra eða lakara fyrir Víking. „Það skiptir okkur engu máli, við höfum leikið á möl með góðum árangri að undan- förnu, við erum vanir því, hvort sem leikið verður á möl eða grasi, þá stefnir Víkingur ekki að því að vinna þennan titilinn eða hinn, heldur að því að leika eins góða knattspyrnu og völ er á miðað við efni og aðstæður." — gg. „Vinnum Þrótt í fyrsta leik 2—T — segir Magnús Jónatansson þjálfari KR — Ég tel að við í KR séum mjög vel undir íslandsmótið bún- ir. Strákarnir hafa æft af miklu kappi og stjórn deildarinnar ver- ið mjög áhugasöm um að sem best hafi verið búið að öllum hlutum. Við erum jafnvel enn betur undir- búnir nú en í fyrra sagði þjálfari 1. deildar liðs KR-inga Magnús Jónatansson. Magnús er 30 ára gamall Eyfirðingur, iþróttakenn- ari að mennt og margreyndur sem þjálfari. Mbl. innti síðan Magnús eftir því hvaða mögu- leika KR ætti á sigri i mótinu í ár og hvernig mótið legðist í hann. — Islandsmótið verður í heild- ina mjög jafnt. Ég hef ekki trú á að eitthvert lið skeri sig úr hvað getu snertir. Það þurfa margir leikir að fara fram áður en línurnar fara að skýrast að ein- hverju marki. Þó tel ég að tvö lið eigi eftir að koma á óvart í sumar en það eru lið FH og Þróttar. Knattspyrnan í sumar verður svipuð og í fyrrasumar. Þó má vera að hún verði enn flatneskju- legri en áður, vegna þess að liðin vantar tilfinnanlega toppmenn. Um leið og þeim skýtur upp eru þeir komnir í atvinnumennsku erlendis. Og frá því í fyrra misst- um við t.d. menn eins og Hörð Hilmarsson og Atla Eðvaldsson, Þorstein Ólafsson og marga fleiri. — Hvað lið KR áhrærir er okkar sterka hlið hversu jafnt lið okkar er. Allir leikmenn eru jafnir að getu og í jafngóðri líkamlegri þjálfun. Þá á ég von á að varnar- leikur okkar verði betri en í fyrra, en sóknarleikur okkar verður svip- aður. Öll liðin í 1. deild verða erfiðir mótherjar, og enginn leikur er unninn fyrirfram sagði Magnús sem vildi ekki spá um úrslit í mótinu. En hann sagði að lokum. Leikmenn hafa allir náð sér vel að þeim meiðslum sem þeir áttu við að stríða í fyrra, og er það vel. Við vinnum Þrótt í fyrsta leik okkar 2—1- — þr. • Á morgun hefst íslandsmótið í knattspyrnu. Þessa skemmtilegu mynd tók Kristján Einarsson í leik á síðasta sumri. BEAFEATER-Borzoi golfmótið verður haldið á Hvaleyrarholts- veilinum um helgina og hefst það klukkan 10.00 í fyrramálið. Leiknar verða 18 holur. Aðal- verðlaunin eru að sjá á meðfylgj- andi mynd, en auk þess verður fjöldi aukaverðlauna sem Íslensk-ameríska félagið gefur til keppninnar. Stuttgart vill Rossi Vestur-þýska stórliðið Stuttgart hefur mikinn hug á að festa kaup á vandræða- piltinum ítalska Paolo Rossi. sem á nú hendur sinar að verja fyrir mútuþægnis- ákærum. Hefur þýska liðið boðið gríðarlega upphæð i strák, en ekki vitað hvað úr verður. Barcelona er einnig í myndinni. „Mótið verður jafnt frá byrjun til enda" — VONANDI erum við nægilega vel undir mótið búnir. Eg er hvorki svartsýnn eða bjartsýnn, sagði Ásgeir Elíasson þjálfari og leikmaður með FH, er Mbl. spjall- aði við hann i gær. — Ég hef trú á því að knatt- spyrnan sem leikin verður í sumar verði áþekk og í fyrra. Þó munu lið eins og Valur ekki reynast eins sterk. Ég er ekkert smeykur við að leika með FH og þjálfa um leið þar sem ég hef góðan aðstoðar- mann með mér og hann verður utan vallar. Við hjá FH munum leggja áherslu á að bæta varnar- leik liðsins án þess þó að það bitni á sóknarleiknum hjá okkur. Mótið verður jafnt frá byrjun til enda, og hörð barátta í öllum leikjunum. Við báðum Ásgeir að spá um úrslit í mótinu og fer spá hans hér á eftir, en ekki vildi hann segja til um hvar FH yrði þar í röðinni. Devonshire og Rix í landslið ■1 Ásgeir Elíasson 1. KR 2. Fram 3. Þróttur 4. ÍA 5. Valur 6. til 8. UBK, ÍBV, ÍBK, Víkingur, FH? - þr. RON Greenwood, einvaldur enska landsliðsins í knattspyrnu hefur valið 40 manna hóp til æfinga fyrir lokakeppni Evrópu- keppni landsliða sem fram fer á Ítalíu i næsta mánuði. Siðar verður hópurinn skorinn niður i 22 leikmenn. Nokkrir nýliðar eru i hópnum, má þar nefna Arsenal- leikmennina Graham Rix og Al- an Sunderland og West Ham- leikmanninn Alan Devonshire. En hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum. Markverðir: Peter Shilton (For- est), Ray Clemence (Liverpool), Joe Corrigan (Man. City), Phil Parkes (West Ham). Aðrir leik- menn: Phil Neal (Liverpool), Phil Thompson (Liverpool), Mick Mills (Ipswich), Dave Watson (South- ampton) Ken Sanson (Palace), Emlyn Hughes (Wolves), Terry Butcher (Ipswich), Russel Osman (Ipswich), Viv Anderson (Forest), Trevor Cherry (Leeds), Brian Greenhoff (Leeds), Alan Kennedy (Liverpool), Larry Lloyd (Forest), Ray Wilkins (Man. Utd), Steve Coppell (Man. Utd), Trevor Brook- ing (West Ham), Alan Devonshire (West Ham), Kevin Keagan (HSV), Terry McDermott (Liver- pool), Ray Kennedy (Liverpool), Glenn Hoddle (Tottenham), Bryan Robson (WBA), Tony Currie (QPR), Graham Rix (Arsenal), Dave Armstrong (Boro), Brian Talbot (Arsenal), Laurie Cunn- ingham (Real Madrid), Dave Johnson (Liverpool), Peter Barnes (WBA), Álan Sunderland (Arsen- al), Paul Mariner (Ipswich), Garry Birtles (Forest), Bob Latchford (Everton), Peter Ward (Brighton), Kevin Reeves (Man. City). Tveir með 11 rétta í 35. leikviku Getrauna komu fram 2 seðlar með 11 réttum og vinningur fyrir hvora röð varð kr. 1.301.000.- en með 10 rétta voru 54 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 20.600- Að venju verður nú gert hlé hjá Getraunum i sumar fram til þess, að enska deildakeppnin hefst að nýju 16. ágúst. Á síðasta timabili rúmlega tvöfaldaðist þátttaka í getraunum og nam sala iþróttafélaganna um 200 milljónum kr. og af þeirri upp- hæð fóru um 100 millj. kr. í vinninga og um 50 milljónir í sölulaun til félaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.