Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 25 félk í fréttum + HÉR eru tvö kunn andlit á sviöi balletsins vestur í Bandaríkjunum. Ungi maöurinn á myndinni er sjálfur Rudolf Nureyev, balletmeistarinn mikli. Konan í Ijósa kjólnum er balletdansahöfundurinn Martha Graham. Myndin er tekin aö lokinni balletsýningu í New York-óperunni fyrir nokkru, er Nureyev dansaöi á frumsýningu balletsins „Equatorial", sem er ballet samninn af fröken Mörthu Graham. Konan viö hægri öxl balletmeistarans er kvikmyndaleikkonan Liza Minelli. Hinn nýi stjórnandi Boston Pops • Nýr hljómsveitarstjóri hinnar heimsfrægu Boston Pops hljóm- sveitar er John Williams, sem er 47 ára gamall. Tekur hann við sem hljómsveitarstjóri af Arthur Field- ler, sem lézt í fyrrasumar, háaldr- aöur. — Myndin er tekin af John Williams er hann stjórnaði fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar fyrir skömmu. Þar var hann mjög ákaft hylltur af áheyrendum. + ÞETTA eru þjóðkunnir bræöur vestur í Bandaríkjunum, Herbert og Nelson Bunker, auðjöfrar miklir. Þeir voru kallaðir fyrir þingnefnd í VVashington fyrir skömmu til þess að gera þar grein fyrir hlut sínum á silfurmarkaðinum í Bandaríkjunum, en þeir eiga eitt stærsta hlutafélagið í heiminum, sem verzlar með silfur. Því hefur verið haldið fram, að bræðurnir beri mikla ábyrgð á hruni sem varð á silfri í marzmánuöi síðastliðnum í Bandaríkjunum. Hafa þeir og verið bornir þeim sökum að hafa ætlað að ná til sín einokunaraöstööu á silfurmarkaðinum í Bandaríkjunum. — Því neituðu þeir báðir staöfastlega, er þeir komu fyrir þingnefndina. Myndin er tekin af bræðrunum, er þeir sóru eiöa að framburði sínum fyrir nefndinni. — Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Frá blaðamannafundi Finnanna á Hótel Loftleiðum: Tauno Salo frá Rantasipihótelhringnum lcnirst til vinstri, þá Bo W. Laang frá Finnair. Risto Hemming frá frá Finlands Turistkontor, Hand Laidwa frá Silja Line og Einar Candoiin frá Ageba-ferðaskrifstofunni. Kynna Islending- um ferðamanna- landið Finnland Finnskir ferðamálaaðilar hafa nú ákveðið að leggja áherslu á að kynna tslendingum Finnland sem ferðamanna- og ráðstefnuland. og voru blaðamenn boðaðir til fundar að Hótel Loftleiðum fyrr i þessari viku af þessu tilefni. Það voru fulltrúar frá eftirtöldum fyrirtækum sem til fundarins boðuðu: Finnair. Rantasipi Hotels-hringurinn, Silja Line-skipafélagið. Finlands Turistkontor og Ageba-ferðaskrifstofan. Finnarnir sögðu á blaðamannafundinum, að þeir teldu að i Finnlandi væri margt það að sjá er tslendingum myndi þykja eftirsóknarvert, og að þangao væri unnt að ferðast á einfaldan og ódýran hátt. hvort heldur væri i lofti eða á sjó. Meðal þess sem Finnland hefur að bjóða er fagurt landslag og mikið skóglendi. Er landið að því leyti mjög frábrugðið íslandi, að hér er um 1% landsins skógi vaxið, á móti 70% Finnlands. Þá er talið að í Finnlandi séu 68 þúsund vötn, og er unnt að ferðast um þau mörg hver á bátum og skipum. Finnar leggja mikið upp úr ferðamannaiðnaðinum, og þangað koma árlega um það bil þrjár milljón- ir ferðamanna að því að talið er. Fjölmennastir eru Svíar og Norð- menn, en síðan koma Vestur-Þjóðverj- ar, Rússar og Bandaríkjamenn. Allur þorri Finna talar finnsku, sem er erfitt mál og ólíkt íslensku sem kunnugt er, en einnig eru í landinu um 300 þúsund sænskumælandi Finnar. Flestir tala sænsku, og tungumála- erfiðleikar eiga ekki að vera fyrir hendi fyrir ferðamenn, þar sem hótel- starfsfólk og fleiri tala bæði ensku og fleiri evrópumál. Verðlag er talið fremur hagstætt fyrir ferðamenn í Finnlandi, og fullyrtu Finnarnir á blaðamannafundinum að ódýrara væri fyrir Dani að ferðast til Finn- lands og halda ráðstefnu, heldur en að halda hana í Kaupmannahöfn, jafnvel þó þeir byggju þar. Hið ódýra verðlag gerði meira en að greiða niður flugfar- gjaldið. En um leið og Finnarnir lögðu áherslu á hve margt væri ólíkt með Islandi og Finnlandi, þá sögðu þeir að mjög margt væri líkt með þjóðunum tveimur. Báðar hefðu þær verið undir erlendri stjórn fyrr á tímum, og báðar töluðu þær tungumál sem væri öðrum þjóðum óskiljanlegt. í skapferli þykja þjóðirnar líkar, og þær skemmta sér á svipaðan hátt. I Finnlandi er að finna fjölbreyti- legt lista- og menningarlíf, og Finnar eru kunnir fyrir matargerðarlist sína sem er eins konar sambland af skandinavískum, rússneskum og mið- evrópskum mat, og þykir lostæti. Meðal þess sem unnt er að fá i Finnlandi er bjarndýrakjöt, sem mun vera mjög ljúffengt að sögn Finnanna. Til Finnlands er unnt að ferðast frá íslandi um Stokkhólm eða Kaup- mannahöfn, hvort heldur sem er loftleiðina eða sjóleiðina frá Dan- mörku eða Svíþjóð. Unnt er að ganga frá greiðslu fargjaldanna hér á landi áður en lagt er af stað, og hægt er að greiða það í íslenskri mynt. Frá Finnlandi er síðan unnt að komast í ferðir til Sovétríkjanna, meðal annars í eins til þriggja daga ferðir til Leningrad. í Finnlandi er meginlandsloftslag, kaldir vetur en hlý sumur með mjög stöðugu veðurfari, þar sem rignir minnst á Norðurlöndunum. Meðal- árshiti heitasta staðar í Finnlandi er um 18 gráðu hiti á Celcius, sumar- mánuðina. Finnska flugfélagið Finnair, er ekki nýtt af nálinni, því það var stofnað árið 1923. Lengi hefur verið samstarf milli þess og íslensku flugfélaganna, og er svo enn. Vilji ferðamenn frá íslandi fara áfram frá Finnlandi er það auðvelt, því félagið flýgur um allan heim. í sumar verða til dæmis opnaðar nýjar flugleiðir til Los Angel- es og Tokyo svo eitthvað sé nefnt. Að lokum má geta þess, að í september í haust verður efnt ti! Finnlandsviku á Hótel Loftleiðum. Veður er milt og hlýtt í Finnlandi á sumrin eins og þessi mynd ber með sér, en hún er frá banum Oulu, sem er á sömu breiddar- gráðu og Reykjavík. Vetur eru hins vegar kaldir. og er landið því einnig eftirsótt til vetrar- iþróttaiðkana. Sýnikennsla í safnhaugagerð Náttúrulækningafélag Islands efnir til sýnikennslu í safnhaugagerð á Heilsuhælinu í Hveragerði næst- komandi sunnudag kl. 14.00. Farið verður í þau fræðilegu atriði sem liggja til grundvallar safnhaugagerðinni og síðan fer fram verkleg kennsla. Áætlunarferöir, frá Umferöamiðstööinni í Reykjavík kl. 13.00 og frá Heilsuhælinu kl. 16.15 og 18.45. Allir áhugamenn um garðrækt eru hvattir til aö láta ekki þetta einstæða tækifæri ganga sér úr greipum. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.