Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 22 Minning: 3/aría Sigríður Oskarsdóttir Fædd 30. apríl 1929. Dáin 29. apríl 1980. í dag verður til moldar borin mágkona mín María Sigríður Ósk- arsdóttir er lést á Landspítalanum 29. apríl sl. eftir erfið veikindi. Sigga, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd í Reykjavík, dóttir hjónanna Sigurlaugar Sig- urbjörnsdóttur og Óskars Egg- ertssonar og var hún elst sjö systkina. Hún var fædd 30. apríl 1929 og vantaði því aðeins einn dag í fimmtíu og eins árs afmæli hennar er hún lést. Ung giftist hún Jóhannesi Júlí- ussyni matsveini og eignuðust þau 5 börn og eru 4 þeirra á lífi. Ég minnist Siggu þegar hún fyrir tæpum tveimur árum síðan, heimsótti okkur hjónin þá nýkom- in til landsins úr fríi sólbrún og frískleg með glaðning handa dætr- um okkar. Vorum við nýflutt og man ég hve hún samgladdist okkur með nýja húsið. Þannig var hún ætíð þátttakandi í gleði og velgengni annarra. Sigga var sterk og trúuð kona. Kom það best í ljós er þau hjónin urðu fyrir þeirri þungu raun að missa elsta son sinn af slysförum aðeins 22 ára gamlan frá konu og 3 ungum börnum. Alltaf var gott að heimsækja Siggu. Gestrisnin var henni í blóð borin. Hún átti hlýlegt heimili að Gnoðarvogi 16, hafði yndi af fallegum munum og handavinnu og sat sjaldan iðjulaus. Fyrir ári síðan, á fimmtugsaf- mæli hennar hafði hún þegar kennt þess sjúkdóms er síðar dró hana til dauða. Þrátt fyrir veik- indin lék hún á alls oddi og naut þess greinilega að hafa fólkið sitt og „stelpurnar í saumaklúbbnum" í kringum sig. Er ég heimsótti hana á spítal- ann fyrr fáeinum vikum síðan var hún orðin mjög sjúk. Sýndi hún mér myndir af barnabörnunum sínum átta. Lét hún í ljós hrifn- ingu sína. Sagði frá skemmtileg- um uppátækjum þeirra, ljómandi af hlýju og stolti. Að lokum þakka ég Siggu sam- fylgdina og votta eiginmanni hennar, börnunum, fjölskyldum þeirra og foreldrum innilega sam- úð mína. ' Þóra Sveinsdóttir. Kveðja frá eiginmanni, Jó- hannesi Júlíussyni, og syni þeirra, Heimi Má. Söknuður Man ég þig, mey er hin mæra sól hátt í heiði blikar. Man ég þig, er máni að mararskauti sígur silfurblár. Heyri ég himinblæ heiti þitt anda ástarrómi. Fjallbuna þylur hið fagra nafn glöð í grænum rinda. Lít ég það margt, er þér líkjast vill guðs í góðum heimi: brosi dagroða, blástjörnur augum, liljur ljósri hendi. Hví hafa örlög okkar beggja skeiði þannig skipt? Hví var mér ei leyft lífi mínu öllu með þér una? Löngum mun ég, fyrr hin ljósa mynd mér úr minni líði, á þá götu, er þú ganga hlýtur, sorgaraugum sjá. Sólbjartar meyjar, er ég síðan leit, allar á þig minna. Því geng ég einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum. Styð ég mig að steini, stirðnar tunga, blaktir önd í brjósti. Hnigið er heimsljós, himinstjörnur tindra.— Eina þreyi ég þig. Jónas Hallgrimsson. Hvaðan komum við og hvert förum við? Þessar spurningar leita á hugann þegar vinir og ástvinir hverfa héðan, en dauðinn er líkn þeim sem þjást og kemur þess vegna ekki alltaf sem óvinur. Þannig var því varið með vinkonu mína, Sigríði Maríu Óskarsdóttur, sem dó fyrir aldur fram 29. apríl sl., daginn fyrir 51 árs afmælið sitt, eftir 6 vikna sjúkrahúslegu. Hún var sannarlega ein af þessum hversdagshetjum sem aldrei lét bugast og reisn og stolt voru hennar einkenni til síðustu stundar. Hún bar veikindi sín með fádæma æðruleysi og hafði af meðfæddri greind og óbilandi trú á annað líf sætt sig við örlög sín og var Guði þakklát fyrir þann frest sem hún fékk til að koma upp börnum sínum og taldi sig einskis geta krafist meir. Sigga, eins og hún var kölluð af vinum og ættingjum, var elst 7 systkina og eru hin sex öll á lífi ásamt rúmlega sjötugum foreldr- um. Um ætt hennar og uppruna veit ég lítið og fer því ekki út í það hér. Hún giftist ung Jóhannesi Júlíussyni, matsveini, og áttu þau fimm börn, Jóhannes Örn, Skúla, Þorvald, Helenu og Heimi, sem öll eru gift sem á lífi eru nema Heimir, tvítugur, sem enn er í föðurhúsum og eru barnabörnin orðin átta. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö Útboð Vestmannaeyjabær óskar hér meö eftir tilboðum í byggingu sex íbúða sambýlishúss fyrir aldraða við Hraunbúðir Vestmannaeyj- um. Verkinu er skipt í eftirfarandi sjö verkhluta. 1. Fokhelt hús, frágengið að utan. 2. Múrverk 3. Pípulagnir. 4. Tréverk. 5. Raflagnir. 6. Málning. 7. Lóðarfrágangur. Heimilt er að bjóða í verkið í heild eða hvern einstakan verkhluta. Húsið skal fullgert 1. júní 1981. Panta skal útboðsgögn hjá tæknideild Vest- mannaeyjabæjar sími 98—1088, eöa teikni- stofu Gylfa Guðjónssonar sími 91—28740. í síöasta lagi 12. maí nk. Útboösgögn verða afhent 14. maí gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Ráöhúsinu Vestmannaeyjum 30. maí kl. 14.00 aö viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarstjórirm í Vestmannaeyjum. ffj ÚTBOÐ Tilboö óskat í jaröstreng fyrir Ratmagnsveitur Reykjavíkur. Útboös- gögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuö á sama staö flmmtudaginn 12. júní n.k. kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi Ö — Sími 25800 Útboð Bolungarvíkurkaupstaöur óskar eftir tilboö- um í byggingu áhaldahúss. Útboöslýsing og teikningar fást á bæjarskrifstofunni, Bolung- arvík, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Réttur er áskilinn til aö taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öllum. Bæjartæknifræöingurinn í Bolungarvík. Útboð Gunnar og Ebenezer h/f á ísafirði óska eftir tilboðum í verkstæðishús úr stáli L-20, B-15, H-6 + ris, keyrsluhurðir 2 stykki 4,5x5,0, gönguhurðir 2 stykki, gluggar 5 stykki 2x1. Vindnálar samkvæmt ÍST 12.3 svæði b. Snjóálag 1,8 kN-fm. Tilboö sendist Gunnari Péturssyni, Hlíðarvegi 17, ísafirði fyrir 10. júní 1980. Nánari upplýsingar í síma 94—3816. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Aðalfundur Hins íslenzka prent- arafélags 1980 verður haldinn laugardaginn 10. maí 1980 í félagsheimilinu, Hverfisgötu 21 og hefst kl. 13.15. Dagskrá: 1. Lagðir fram til úrskuröar endurskoðaðir reikningar félagsins. 2. Skýrsla stjórnar og nefnda um liöiö starfsár. 3. Stjórnarskipti. 4. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 5. Kosning ritnefndar Prentarans. 6. Nefndakosningar. 7. Kjör heiðursfélaga. 8. Tillaga um aukningu hlutafjár í Alþýöu- bankanum hf. 9. Tillaga um aukningu hlutafjár í Listaskála alþýðu hf. 10. Tillaga um félagsslit. 11. Tillaga um aö skrifuö verði saga félags- ins. 12. Önnur mál, ef fram koma. Félagsmenn eru hvattir til aö mæta á fundinn og taka þannig virkan þátt í afgreiöslu og umræðum um sín eigin málefni. Stjórnin. Djúpmenn — Djúpmenn Vorfagnaður félags Djúpmanna verður hald- inn í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg, laugardaginn 10. maí og hefst kl. 9. Aö- göngumiðar við innganginn. Mætum vel og stundvíslega. Skemmtinefnd Tollvörugeymslan h.f. Hluthafafundur veröur haldinn í fundarsal Verzlunarráðs íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík, þriðjudaginn 13. maí 1980 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Kosning endurskoðanda. 3. Önnur mál. Til fundarins er boðað vegna þess að ekki mættu nógu margir á aðalfund félagsins 17. apríl ’80 til þess að hægt væri að afgreiöa endanlega nýjar samþykktir fyrir Tollvöru- geymsluna h.f. Stjórnin. Akranes Fundur veröur í bæjarmálaráöi, laugardaginn 10. maí kl. 10 árdegis að Heiðarbraut 20. Stjórnin Hvöt, félags sjálfstæöiskvenna í Reykjavík Fjölskylduferð Hvöt efnlr til vorferöar flmmtudaglnn 15. maí n.k. — uppstigningar- dag. Farlö veröur austur í Þykkvabæ og m.a. hlýtt á messu hjá séra Auöl Eir Vilhjálmsdóttur í Hábæjarkirkju kl. 14.00. Lagt upp frá Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleltlsbraut 1, kl. 10.00 árdegis. Áætlaö aö koma til baka kl. 20.00. Nánari upplýslngar og skráning í síma 82900 á skrlfstofutíma. Félagsmálanefnd Hvatar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.