Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1980 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunnl 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Aðförin gegn þorskinum Umræðurnar um þorskveiðarnar á þessu ári sýna í hnotskurn, hve vandasamt er að gera fastmótaðar áætlanir um afkomu þjóðarbúsins, þegar við völd er ríkisstjórn, sem ekki vill axla neina ábyrgð og lætur allt reka á reiðanum. Um fátt hefur verið meira rætt á pólitískum vettvangi en nauðsyn þess, að skynsamleg stjórn sé á fiskveiðunum. Um það vantar ekki stóru orðin, til dæmis segir í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, sem framsókn- armenn voru svo sérstaklega ánægðir með, að „fiskveiðistefn- an verði ákveðin þannig að hagsmunaaðilum sé ljóst með góðum fyrirvara, hvaða reglur eigi að gilda um nýtingu fiskimiðanna, og framkvæmd stefnunnar verði endurskoðuð með það í huga að tryggja sem víðtækust samráð." Nú stendur þetta dæmi þannig, að fiskifræðingar mæla með því, að hámarksafli þorsks verði 300 þúsund tonn á árinu. Hagsmunaaðilar telja, að samkomulag hafi verið um það í ársbyrjun að miða þorskaflann við 350 þúsund tonn. En sjávarútvegsráðherrann talar um 380—400 þúsund tonn og er sú tala lögð til grundvallar í þjóðhagsspá, sem fram kom með lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar. Lítum aðeins til baka. Á árinu 1978 var þorskaflinn 320 þúsund tonn. Þegar Þjóðhagsstofnun lagði fram þjóðhagsspá fyrir 1980 í október sl. taldi hún, að þorskaflinn 1979 mundi nema um 330 þúsund tonnum. Nú er hins vegar komið í ljós, að hann var um 360 þúsund tonn. í þjóðhagsspánni, sem fram var lögð í október gerði stofnunin ráð fyrir 300 þúsund tonna heildarafla á þorski á þessu ári. En nú þegar fjórir mánuðir eru liðnir af árinu spáir Þjóðhagsstofnun, að aflinn verði 380—400 þúsund tonn 1980. í þeirri spá er meðal annars byggt á því, að heildarþorskaflinn á vetrarvertíðinni í ár verður um 225 þúsund tonn en var 182 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. En séu þessar tölur lagðar til grundvallar er ljóst, að aflinn ætti að fara yfir 400 þúsund tonn í ár. Æskilegt væri, að Þjóðhagsstofnun gerði nánari grein fyrir því á hvaða forsendum hún byggir hinar mismunandi tölur, sem að framan eru nefndar. Slík ónákvæmni um jafn mikilvægt atriði og þetta í þjóðarbúinu vekur margar spurningar. Er nauðsýnlegt, að allar forsendur útreikn- inganna séu því rækilega skýrðar. Sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson hefur sagt: „Þegar endanleg ákvörðun er tekin (um heildarafla) þarf hins vegar að taka afstöðu með tilliti til margra þátta og það er vitanlega stjórnmálamannanna og á þeirra ábyrgð, sem sú ákvörðun er tekin.“ Væntanlega hafa einhverjar þær forsendur legið að baki spádómum Þjóðhagsstofnunar, sem sjávarútvegsráð- herra nefnir, og er nauðsynlegt, að þær séu allar kynntar. Nú er það svo, að fiskifræðingar eru „bara ráðgjafar", svo að vitnað sé til orða sjávarútvegsráðherra, en þeir hafa þó heildaryfirsýn yfir styrkleika þorskstofnsins og vinna samkvæmt því markmiði, sem allir hafa sagst vera sammála um, að ná stofninum aftur á strik. Hagsmunaaðilarnir hafa lýst sig reiðubúna til að sætta sig við þau aflamörk, sem virðast skynsamleg. En stjórnmálamaðurinn, sj ávarútvegs- ráðherrann, lítur hvorki til fiskifræðinga né hagsmunaaðila. Hann segir aðeins, að með því að veiða meira núna „fáum við sveiflu niður á við næsta ár.“ Tölurnar hér að framan sýna, *að mjög óvarlegt er að treysta því, að ástandið verði betra á næsta ári, að frekar verði pólitískur vilji þá en nú til að taka þannig til hendi í þessu máli, að um muni. Og Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur sagt, að fari svo fram sem horfi á þessu ári verði mjög erfitt fyrir samband sitt að eiga samstarf um áframhaldandi ráðstafanir um veiðitakmarkanir. Stefna Steingríms Hermannssonar hefur þannig ekki einungis í för með sér, að þorskstofninum sé ógnað heldur einnig samráðinu, sem virðist jafnvel vega þyngra í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar en þorskurinn. Stefna Steingríms Hermannssonar gegn þorskinum hefur óneitanlega leitt til einkennilegrar stöðu. Andstætt því, sem menn eiga að venjast, velur ráðherrann rýmri kost en hagsmunaaðilarnir mæla með. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands hefur sagt að sér finnist ráðherrann taka talsverða áhættu með framtíðina, og það hljóti að vera ábyrgðarhluti. Ráðherrann hefur snúið kenningunni um þrýstihópana í andhverfu sína. Slíkar tilraunir á sviði stjórnlistar geta átt rétt á sér, þær eiga þó ekki við í því tilviki, sem hér um ræðir. Afstaða íslendinga í Jan Mayen-málinu: Lausnin byggist á sanngimi Frá Árna Johnsen blaóamanni Mbl. i Ósló í Kær. „SAMKOMULAG um loðnuviðræðurnar er fyrsta vanda- málið sem við verðum að leysa í þessum samningaviðræð- um, áður en við getum snúið okkur að öðrum atriðum,“ sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra á blaða- mannafundi að loknum samningafundum í Ósló. Hann svaraði aðspurður um það hvort hann tryði á að samkomulag næðist, að það væri ekki nóg að trúa, menn yrðu að bíða og sjá hver niðurstaðan yrði. Knud Frydenlund utanríkisráð- herra Noregs kvaðst lítið geta sagt um gang viðræðnanna á þessu stigi, en minnti á að það stæði hvergi skrifað, að það væri auðvelt að vera manneskja. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra vakti at- hygli á því, að íslendingar hefðu veitt yfir 90% af loðnuaflanum sem um væri að ræða á síðustu fimm árum, og því væri hér um að ræða mun meira hagsmunamál fyrir íslendinga en Norðmenn. Knut Frydenlund sagði, að Norðmenn viðurkenndu mikilvægi Islands í þessum efnum, en það stríddi á móti öðrum markmiðum þeirra í fiskveiðimálum. Bæði Steingrímur Hermannsson og Ól- afur Jóhannesson svöruðu að- spurðir um afstöðu Norðmanna og hins vegar um hugsanlega samn- inga við Efnahagsbandalag Evr- ópu vegna útfærslunnar við Austur-Grænland, að þeir teldu að Norðmenn gætu verið rausnar- legri í þessum samningum, en hægt væri að búast við af Efna- hagsbandalaginu. Þá minnti ólaf- ur Jóhannesson á hina sérstöku aðstöðu íslands í Jan Mayen- málinu vegna mikilvægis þess fyrir íslendinga sem fiskveiðiþjóð. Það kom fram á fundunum í gær, að Norðmenn telja að ákvörðun um útfærslu lögsögunn- ar við Austur-Grænland, norðan 67. gráðu, leiði til þess að taka verði mun meira tillit til Efna- hagsbandalags Evrópu en áður, og því væri t.d. erfitt að ákveða til frambúðar aflaskiptingu milli Islendinga og Norðmanna, miðað við það að ekki væri vitað nánar um áform EBE að því er varðar loðnuveiðina á grænlenzka svæð- inu. Svo virðist sem Norðmenn séu íslenzkir og norskir ráðherrar á blaðamannafundi í Ósló í gœr. Talið frá vinstri: Steingrímur Hermannsson, Ólafur Jóhannesson, Knud Frydenlund og Eyvind Bolle. einnig tregir til þess að viður- kenna jafnan rétt íslendinga til veiða annarra fisktegunda en loðnu á svæðinu, en Islendingar hafa lagt áherzlu á að fá viður- kenndan veiðirétt, m.a. með tilliti til þess að norsk-íslenzki síldar- stofninn sé að vaxa upp aftur á næstu árum, og muni þá ganga aftur á svæðinu eins og hann gerði fyrr á árum. Ólafur Jóhannesson áréttaði það á fundunum í gær, að lausn málsins ætti að mati íslendinga að byggjast á sanngirnissjónarmið- um, þar sem m.a. yrði tekið tillit til þess að Jan Mayen væri lítil eyja langt frá N oregi, án venju- legrar búsetu eða sjálfstæðs efna- hagslífs og bæri því mun minni réttindi en ísland. Á fundunum í gær var nokkuð fjallað um skiptilínu á hafsbotnin- um á Jan Mayen-svæðinu, eða rætt um það að a.m.k. yrði gengið frá forsendum sem unnt yrði að byggja á við skiptingu og fæli í sér, að Islendingum yrðu tryggð réttindi yfir hluta landgrunnsins utan 200 mílnanna. Auk funda fullskipaðrar samninganfndar og fundar sameiginlegu fiskimála- nefndarinnar mestan hluta dags- ins ræddu íslenzku og norsku ráðherrarnir saman, ásamt þing- flokkafulltrúunum íslenzku, og hefur það ekki gerst fyrr í samn- ingaviðræðum um Jan Mayen. Ekki var rætt sérstaklega um mögulega aflaskiptingu varðandi loðnuveiðarnar við Jan Mayen, en komið er fram, að íslenzkir fiski- fræðingar gera ráð fyrir, að unnt sé að veiða 650.000 tonn á ári úr þessum stofni. Þar af hafa Norð- menn veitt um 12—14% á síðustu tveimur árum, en aðeins um 7%% á lengri tíma. Hin harðnandi afstaða Norð- manna varðandi fiskveiðiréttindin og ákvörðun þar að lútandi, er talin vera komin fram vegna aukins þrýstings frá aðilum í norskum sávarútvegi. Má segja að í kvöldverðarboði Frydenlund í fyrrakvöld. Ólafur og Frydenlund ræóast við. Ljósm. á.j./Símamynd. biðstaða sé nú í málinu, en norsku fulltrúarnir í fiskimálanefndinni munu gera ítarlega grein fyrir hagsmunum sínum í dag. Þá ætti loksins að verða ljóst, hvort ein- hverjir möguleikar eru á því að ná samkomulagi í deilunni í þessum samningaviðræðum. Norðmenn leggja áherzlu á, að ákvörðun Dana um útfærslu við Austur- Grænland, væntanlega 1. júní, ýti mjög á þá sjálfa um útfærslu við Jan Mayen. Þeir telja sig knúna til þess að færa út landhelgina við Jan Mayen ekki seinna en Danir færa út við Grænland, norðan 67. gráðu. Menn telja því liklegt, að það ráðist í þessari samningalotu, hvort það tekst að leysa ágreining Islands og Noregs fyrir útfærsl- una í júní. Það er ljóst, að samþykkt Al- þýðubandalagsins, sem birt var í blöðum í Reykjavík og slegið upp í norskum blöðum daginn, sem samningaviðræður hófust, þefur verið túlkuð sem harðari afstaða af hálfu íslands en áður. í fjöl- miðlum yfirleitt hafa tillögur Al- þýðubandalagsins verið túlkaðar sem tillögur íslenzku viðræðu- nefndarinnar og í norska Morgun- blaðinu var m.a. sagt að sam- komulag væri á milli Alþýðubandalagsins og Sjálfstæð- isflokksins um þessar tillögur. Blöðin töldu þessar hugmyndir kippa grundvellinum undan sam- komulagi og síðastliðinn þriðju- dag, daginn áður en samninga- viðræðurnar hófust, voru uppi ráðagerðir um það í ráðuneytum í Noregi að hætta við samninga- viðræðurnar, þar sem þær væru gagnslausar með þessum nýju kröfum. í dag kemur fiskveiðinefndin til viðræðna kl. 10 árdegis, þar sem fyrst verða kynntar hugmyndir Norðmanna, eins og hún er. Að því loknu má búast við því, að íslenzka viðræðunefndin setjist á rökstóla til þess að ræða framvindu máls- ins. Björgunarbátur SVFÍ, Þorstein, vígður á Stein- bryggjunni 26. maí 1929, en þennan dag var SVFÍ með merkjasölu í fyrsta skiöti. (Mynd Árbók 1978). hafa allir aldurshópar keppst viö að taka „hjólhestinn" í sína þjón- ustu og má minna á hvaö hjólreið- ar eru hollar og einnig góö líkams- hreyfing. Sérstaklega ber þess aö geta, aö happdrættismiðarnir flytja aö þessu sinni hnitmiðaöa frásögn í máli og myndum um blástursað- feröina. Lífgunaraöferð sem allir geta lært en enginn veit fyrirfram hvenær hennar gerist þörf. Ert þú vandanum vaxinn? I tenglsum við lokadaginn verö- ur í dag og næstu daga leitaö liösinnis ykkar til aö styrkja starf- Merkjasöludagur Slysavarnafélagsins: Árleg merkjasala í 50. sinn SLYSAVARNAFÉLAG íslands hefur nú sem áöur valiö 11. maí — lokadaginn — sem sérstakan fjáröflunardag. Fimmtíu ár eru nú liöin síöan SVFÍ gekkst fyrir merkjasölu í fyrsta sinn. Þaö var hinn 26. maí 1929, þegar fyrsti björgunarbátur félagsins var vígöur í Reykjavík. Slysavarnadeildir og björgun- arsveitir um allt land hafa skipu- lagt ýmsar fjáröflunarleiðir í tengsium viö lokadaginn, til styrkt- ar slysavarna- og björgunarstarf- inu. Ber fyrst aö nefna kaffisölu kvennadeiidanna meö miklu og góöu meölæti, árvissa merkjasölu aö ógleymdri sölu happdrættis- miöa SVFÍ 1980. Sölubörn eru beðin aö vitja merkjanna á afhendingarstööum, vera dugleg aö selja merkin og leggja starfsemi SVFÍ þannig gott liö. SVFÍ hvetur fólk eindregið til þess aö kaupa happdrættismiöa félagsins. Tuttugu glæsilegir, skattfrjálsir vinningar eru í boði: Mazda 929 station bifreiö árgerö 1980, — tveggja vetra hestur — og 18 reiöhjól, 10 gíra, með fullkomnum öryggisútbúnaöi. Á tímum orkukreppu og mengunar semi SVFÍ. Kaupiö kaffi og njótiö meðlætis af hlaöboröum, þar sem slíkt er framreitt. Beriö lokadags- merki í barmi. Eignist happdrætt- ismiða, lesiö og læriö blástursaö- feröina. STYRKID SLYSAVARNA- OG BJÖRG- UNARST ARFID. VID ÞÖRFNUMST ÞÍN - ÞÚ OKKAR. (Fréttatilkynning fré SVFÍ) „Þýzki expressionisminn - grafík“ á Kjarvalsstöðum 121 verk þekktra höfunda „ÞÝZKI expressionisminn — grafík“ er yfirskrift grafíksýn- ingar, sem opnuð verður á Kjar- valsstöðum á morgun, en hingað er sýningin komin á vegum Þýzka bókasafnsins og félagsins Germaníu. Á sýningunni er 121 grafíkmynd frá tíma expression- ismans í Þýzkalandi á árunum 1905-1920. í frétt Þýzka bókasafnsins segir að kalla megi expressionismann sér-þýzkt fyrirbæri í listinni. „Þessi hreyfing var mjög víðfeðm, þ.e.a.s. hún náði bæði yfir málara- list, höggmyndalist, bókmenntir og jafnvel tónlist. Einstakir lista- menn voru bæði málarar og skáld, eins og t.d. Wassily Kandinsky og Oskar Kokoschka," segir ennfrem- ur í fréttinni. Þá segir: 1905 taka nokkrir einstaklingar í Dresden sig saman og stofna listamannafélagið „Die Brúcke“, þar á meðal Ernst-Lud- wig Kirchner, og 1906 gerist Emil Nolde meðlimur þess. Grúppan „Der blaue Reiter“ var stofnuð í Munchen árið 1911 á grundvelli sameiginlegra hugmynda um list- ir, og voru m.a. Franz Marc, Wassily Kandinsky, August Macke og Paul Klee meðlimir hennar. Mótmæli og bylting gegn hefð- bundnum tjáningarformum í mál- aralist voru fyrstu markmið hreyfingarinnar. Þetta átti ekki aðeins við um innihald og boðskap myndanna, heldur einnig form og efni. Á þessum tímum gífurlegra breytinga og þróunar á tæknisviði vildu þessir listamenn leysa úr læðingi upphafleg öfl og ástríður mannsins og losa um alla menn- ingarfjötra. Grafíkmyndir þessa tímabils eru oftast taldar vera mesta framlag þessarar hreyfingar. Hér uppgötvuðu listamennirnir tján- ingarform, sem notað var mjög mikið á seinni miðöldum eða um sama leyti og Gutenberg uppgötv- að prentlistina. Á sýningunni eru grafíkmyndir frá öllum helstu listamönnum þessa tímabils, m.a. Ernst-Ludwig Kirchner, Max Beckmann, Max Pechstein, Lyonel Feininger, Wassily Kandinsky, Paul Klee, Oskar Kokoschka og Franz Marc. Sýningin verður opnuð á morg- un og stendur hún fram til 18. maí. Frá uppsetningu grafíksýningarinnar að Kjarvalsstöðum í gærdag. Ljósmynd Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.