Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 31 Þrír koma MBL. hefur það eftir góðum heimildum. að a.m.k. þrír þeirra bandarisku leikmanna sem léku í úrvalsdeildinni í vetur, verði ekki með í slagnum á næsta keppnistimabili. Hér um ræðir þá Tim Dwyer sem leikið hefur með Val síðustu 2 árin, Trent Smock sem leikið hefur jafn lengi með ekki aftur IS og Ted Bee sem einnig á tvö keppnistímabil að baki með Njarðvík. Eru þá upptaldir úr- valsdeildarkanarnir að þeim Mark Christiansen og Keith Yow undanskildum, en á þessu stigi er ekkert hægt að segja hvort þeir verða hér áfram. - gg- Hneykslið á Ítalíu faerir út kvíarnar MARGT bendir nú til þess, að Paolo Rossi, snjallasti framherji itölsku knattspyrnunnar, verði ekki í 40 manna landsliðshópi Ítalíu fyrir lokakeppni Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu, sem fer einmitt fram á Ítalíu í júlí. Astæðan er að Rossi liggur undir grun um að vera viðriðinn mútumálið fræga sem tröllriðið hefur ítölsku knattspyrnunni að undanförnu og hann þarf að mæta fyrir rétti um svipað leyti og Evrópukeppnin hefst. Talið er að knattspyrnusam- band Ítalíu hafi á bak við tjöldin skipað landsliðseinvaldinum Enzo Bearzot, að velja ekki Rossi vel- sæmisins vegna. Þetta er hið versta mál frá sjónarhóli ítala, því að knattspyrna er talin þjóð- aríþrótt landsins og ítalir hafa alið þá von í brjósti að lið þeirra verði Evrópumeistari í júní. Hneykslið hvílir nú hins vegar eins og mara yfir öllu þarna suður frá og mun það örugglega spilla mikið fyrir, ekki síst vegna þess að nú virðist sem að þeir landsliðs- menn sem bendlaðir eru við þetta verði ekki valdir í landsliðið. Ef Rossi verður ekki valinn, má bóka að framherjinn Bruno Giordano verði einnig settur út í kuldann. Þeir leikmenn sem bendlaðir eru við mál þetta geta átt von á ævilöngu banni verði þeir sekir fundnir. Nokkrir meiri háttar karlar í ítölsku knattspyrnunni, svo sem forseti Juventus, Gian- pietro Boniperti og þjálfari liðsins Giovanni Trapatoni eru í hópi hinna ákærðu, einnig sex leik- menn Bolognia, m.a. gamla kemp- an fræga Giuseppi Savoldi. Stjórnarmenn hjá Perugia o.fl. félögum eru einnig undir grun. Þeir sem sekir verða fundnir verða líklega dæmdir frá íþrótt- inni ævilangt og félög þeirra stjórnarmanna sem bendlaðir eru við þetta dæmd niður í 2. deild. Sjáið þið fyrir ykkur Juventus í 2. deild? Fer Beckenbauer til Hamburger? FRAM hefur komið, að ekki sé ólíklegt að Franz keisari Becken- bauer, sem leikið hefur með New York Cosmos síðustu árin, snúi aftur við Vestur-Þýskalands. Þar gerði hann garðinn frægan áður, þá sem leikmaður Bayern, hins vegar gengur hann nú líklega til liðs við helsta keppinaut Bayern, Hamburger SV. Þrátt fyrir mik- inn frama i Bandarikjunum hef- ur Beckenbauer að sögn ekki getað sætt sig við ýmisiegt í sambandi við bandarisku knattspyrnuna, t.d. hefur hann óbeit á þvi að leika á gervigrasi. Þá er hann orðinn langþreyttur á heimshornaflakki Cosmos á miili keppnistímabila í Bandaríkjun- um. „Það eru enn jafnar líkur á því hvað ég geri, 50 á móti 50, ég hef ekkert undirritað enn þá og þarf enn að hugsa mig vel um. Eg fer örugglega frá Bandaríkjunum í haust, það er aðeins spurning hvert ég fer og eins og sakir standa er líklegast að það verði til Hamburger" var haft eftir Beck- enbauer í fréttaskeyti í gær. Talsmenn HSV hafa hins vegar sagt að það sé næstum öruggt að Franz Beckenbauer gangi til liðs við HSV í haust, það eigi aðeins eftir að ganga frá fáeinum smá- atriðum. íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun 63 félög taka þátt í mótinu og leikirnir um 1000 talsins Alls er reiknað með að um fjögur til fimm þúsund keppend- ur verði á lslandsmótinu í knattspyrnu sem hefst á morgun. Sextíu og þrjú félög taka þátt í mótinu og leikirnir verða um eitt þúsund talsins. Flest eru liðin í 3. deildar keppninni eða þrjátíu og sjö talsins og þar verða leiknir um tvö hundruð leikir. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem stjórn KSÍ boðaði til í gær vegna íslands- mótsins sem hefst á morgun. Mótabók knattspyrnusam- bandsins er komin út og er hún mjög vegleg og í henni er að finna hinar margvíslegustu upplýsingar og reglugerðir. Helgi Daníelsson ritstýrði bókinni sem verður til sölu í bókaverslunum og hjá félög- um víðsvegar um landið. Upplagið er tvö þúsund eintök og kostn- aðurinn við að gefa bókina út var um 5 milljónir króna. Bókin verð- ur seld á þrjú þúsund krónur. Fyrsti landsleikur sumarsins verður hér heima 22. maí er landslið 21 árs og yngri leikur gegn Norðmönnum. Síðan leikur A—landsliðið 2. júní hér heima við Wales og er það fyrsti leikur íslands í undankeppni HM. 1. umferðin í 1. deild verður um helgina og leika þá þessi lið saman. Fram—ÍA ÍBV-UBK Þróttur—KR Valur-FH ÍBK—Víkingur -þr. a/fi VAN GILS býður upp á smekklegastar nýjungar i efnum, litum og sniðum. Peysufötin t.d. eru sérstaklega samvalin úr tweedjakka, flannelsbuxum og peysum sem bera aðskiljanleg munstur. Svo eru það COMBIsettin glœsilegu auk fata í fjölbreyttu úrvali, með eða án vestis. Nú heilsum við sumri í VAN GILS. BANKASTRÆTI 7. SIMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SIM115005 ...hér er rétti sta&unim! 7.109

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.