Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1980
Ítalíuskagi hefur í árþúsundir verið heimkynni
eða áningarstaður þjóðflokka, , heilla þjóða og
heimsvelda. .Bæði fyrr og nú hefur frjósemi og
fegurð landsins laðað til sín fólk í leit betri lífsgæða.
„I gervöllum heiminum, svo vítt sem gnæfir
hvelfing himinsins, er ekkert land svo fagurt", segir
Pliníus hinn eldri. í fornöld reistu Grikkir borgríki
á Sikiley og Suður-Ítalíu sem náðu hátindi sínum á
sjöttu og fimmtu öld f. Kr., eða um svipað leyti og
Perikles sat á valdastóli í Aþenu. Sumar af þessum
borgum urðu mjög voldugar, svo sem Syrakúsa sem
státaði sjálfri Aþenu. Enn þann dag í dag sjást
Ieifar þessara fornu borga og glæsileg hof sem enn
standa meðfram ströndum Jóníska hafsins.
Etrúskar, ein af dularfyllstu þjóðum sögunnar,
settust að á Mið-Ítalíu um 800 f. Kr. Lítið er vitað
um uppruna þeirra og hvaðan þeir komu. Bestu
upplýsingarnar um menningu þeirra er að finna í
grafhýsum sem fundist hafa, oft á tíðum mörg
saman. Þar hafa komið í Ijós margs konar
bronsstyttur, múrmyndir og ýmsir smáhlutir sem
fólk notaði við dagleg störf. Einnig áletranir sem
Etrúsk höggmynd frá seinni hluta 5. aldar f. Kr.
fræðimenn hafa getað lesið úr, en fullan skilning á
þeim brestur vegna vöntunar á frekari heimildum.
Þess má geta til gamans, að talið er að rúnaletrið sé
frá Etrúskum komið. En það var fyrst og fremst á
sviði byggingarlistar sem þeir sýndu snilligáfu sína.
Þeir lögðu vatnsveitur og holræsakerfi sem enn eru
í notkun. Nýlega voru verkfræðingar frá vatnsveitu
Rómaborgar að kanna holræsakerfi í borginni
Terni, sem var reist á dögum Etrúska. Þeir
uppgötvuðu sér til mikillar furðu að fyrir meir en
2500 árum leystu Etrúskar verkfræðileg vandamál
sem verkfræðingarnir töldu að væri aðeins á færi
20. aldar verkfræðiþekkingar. Etrúskar gerðu fyrsta
borgarskipulag Rómar, sem þeir reyndar stjórnuðu
í meir en eina og hálfa öld. Þar að auki fengu þeir
Rómverjum verkfræðilega þekkingu sína, en sú
þekking var einn af hornsteinum heimsveldis þeirra.
Menningin sem átti eftir að setja svip sinn á
Vesturlönd um ókomin ár varð til á Ítalíu milli
áhrifasvæða Grikkja og Etrúska, í Rómaborg. í
sautján hundruð ár, frá Cató hinum gamla
(234—149 f. Kr.) til Michelangelós (1475—1564), var
hún höfuðstaður Vesturlanda.
Ein af múrmyndum Giottos í Padova: Jóakim vísað úr mustcrinu.
ítölsk list, er öll list sem til er
orðin á Italíu frá dögum frum-
kristninnar, þegar rómverska
heimsveldið tók að liðast í sundur,
og fram á vora daga. Hún tók í arf
mikil menningarverðmæti
Grikkja, Etrúska og Rómverja, en
hafa verður í huga að náttúran,
yfirbragð landsins og fjölbreytt
héruð Italíuskaga hafa verið henni
ótæmandi uppspretta. Fá lönd, ef
nokkur, eiga sambærilega lista-
fjársjóði og Ítalía. Frá Sikiley til
dala Alpafjalla er tæpast grafið í
jörð svo að ekki komi upp forn-
minjar, og þær eru til staðar hvert
sem litið er. Fjöldi safna er slíkur
að vart verður talinn. Allar borgir
og bæir eiga sér litríka sögu og
leitun er á fegurri sveitum. En það
er ekki allt, því fjársjóðir Ítalíu
hafa streymt til annarra landa og
fylla þar öll frægustu listasöfn
veraldar. Þegar ítalir leggja stein
í stræti, smíða hluti til daglegra
nota eða að byggja hús, hefur það
verið gert með tilfinningu fyrir
formi og fegurð. Hver sá sem ann
fögrum listum hlýtur fyrr eða
síðar að dragast á ómótstæðilegan
hátt inn í þennan furðuheim sem
Italía óneitanlega er. Flestir verða
snortnir, en fyrir suma verður
þetta ást við fyrstu sýn. Einn
þeirra sem féllu fyrir töfrum
landsins var franski rithöfundur-
inn Stendhal. Árið 1817 kom út
eftir hann Saga málaralistar á
Italíu. Þar kemst hann svo að orði:
„Suðurlandabúinn lifir á litlu í
frjósömu landi. Hinn norræni
maður neytir mikils í snauðu
landi. Annar leitar eftir hvíld, en
hinn hreyfingu. Vegna aðgerðar-
leysis síns hneigist suðurlanda-
búinn til hugleiðslu. Nálarstungan
er honum hræðilegri en sverðslag-
ið hinum. Listræn tjáning gat því
ekki orðið til nema í suðlægum
löndurn." Og hann heldur áfram:
„Á Ítalíu er það loftslagið en ekki
ríkisvaldið sem vekur sterkar
ástríður. Þar er enginn höfuðstað-
ur. Þess vegna er þar frumleiki og
náttúrleg snilld."
Nokkur einkcnni
I fjölbreyttu umhverfi milli
Alpafjalla og Afríku býr fólk á
margbrotinn og mismunandi hátt.
Appenínafjöllin skipta lan'dinu í
litríka dali, fjallakeðjur og öræfi í
nálægð frjósamra slétta. Þetta
landslag kemur sífellt fyrir í
ítalskri myndlist. Jafnt mósaik-
myndum frumkristninnar sem í
málverkum Titsians. Öll héruð
landsins eru í nálægð fjalla sem
hindrað hafa samgöngur og oft
einangrað þau hvort frá öðru, en
þó séð þeim fyrir fjölbreyttu
byggingarefni, steini og marmara.
Árnar eru yfirleitt litlar en
straumharðar og hættir þeim til
að flæða yfir bakka sína. Lífsbar-
áttan krafðist því sameiginlegs
átaks til þess að hafa stjórn á
náttúruöflunum. Þessi veruleiki
hefur haft mikil áhrif á alla
listsköpun, því hvert hérað mynd-
aði sína sérstöku hefð. Listræn
tjáning tók á sig aðra mynd í
Flórens en í Feneyjum, jafnvel
Parma og Bologna eru ólíkar
borgir með ólíka listhefð þó stutt
sé á milli. Þrátt fyrir það voru
einstakir þættir sameiginlegir, svo
sem hin mikla áhersla sem lögð er
á ytra útlit og allar skreytingar.
Þar sem mörgum aðferðum er
beitt til þess að mynda eina órofa
heild. Þar sem nær taumlaus
dýrkun á fegurð, hvort sem er í
málverkum, höggmyndum eða
byggingum leysir úr læðingi til-
finningu fyrir formi og hrynjandi.
Mjúkar línur og ljósir litir ein-
kenna málverk þeirra en þau eru
full af lifandi birtu og andrúms-
lofti. Þar sem fólk tekur á sig
sanna mynd þegar það birtist með
landslag að baki eða byggingar-
form að umgjörð. Þar blandast
veraldleikinn hinu heilaga, þegar
fögur ástkona situr fyrir og verður
að heilagri guðsmóður.
Bysantium
ítalskri list hefur gjarnan verið
skipt upp í nokkur tímabil, oft til
hægðarauka svo að ekki má túlka
þau of bókstaflega. Listin er duttl-
ungafull og þó að okkur virðist
hún geta tekið stökkbreytingum,
þá má líta á þetta sem eina
samfellda þróun. Það er ekki fyrr
en seinna sem við gerum okkur
grein fyrir því að breyting hafi átt
sér stað. Sú list sem þróaðist
meðal kristinna manna í Kata-
kombunum og síðar í guðshúsum
þeirra, náði hámarki sínu í borg-
inni Ravenna á 5. og 6. öld.
Ravenna var þá höfuðborg Aust-
Rómverska ríkisins eða Bysant-
ium, sem þetta fyrsta skeið í
ítalskri list er kennt við. Reistar
voru kirkjur miklar svokallaðar
basilikur, að fyrirmynd Rómverja.
(Þar gegndu þær hlutverki ein-
Áhrif endurfæðingarinnar komu
fyrst fram i byggingarlist og
höggmyndalist. — Davíð eftir
Donatello. Bronsmynd gerð um
1430.
hvers konar samkomuhúss). Þess-
ar byggingar voru skreyttar ein-
hverjum þeim fegurstu mósaik-
myndum sem sagan greinir. Mós-
aikmyndagerð tíðkaðist mjög á
dögum Rómverja en hún felst í því
að raða saman gler- eða hörðum
steinbrotum í mismunandi litum
og leggja þau síðan í lím eða
steypu. Þetta er einhver sú varan-
legasta myndlist sem um getur,
því mósaik tapar hvorki lit sínum
né skýrleika í rás tímans. Markús-
arkirkjan í Feneyjum telst gerð í
bysönskum stíl, en bygging henn-
ar hófst rúmum 70 árum eftir að
íslendingar tóku kristni. Megin-
einkenni þessa stíls voru ríkjandi
allt fram til 13. aidar.
Miðaldir
Á miðöldum fækkaði borgum og
allt vald færðist í hendur kirkj-
unnar og fáeinna lénsherra. Þó
héldu hafnarborgirnar á Ítalíu
velli enda komu þar fram fyrstu
breytingarnar á þjóðskipulagi
lénstímabilsins. Lítil borgarafélög
efldust, en þó var það kirkjuvaldið
sem réð eftir sem áður úrslitum
um öll mál. í þessu umhverfi
kemur fram á 12. öld hinn svokall-
aði rómanski stíll, sérstaklega í
Lombardíuhéraði og siglingaborg-
inni Pisa. Annars staðar á Italíu, á
næstu öld, ryður sér til rúms
gotneski stíllinn. í Evrópu urðu
áhrif hans meiri, sérstaklega í
kirkjubyggingum. ítalir aðlöguðu
hann meir að sínum eigin hefðum
og þörfum. Borgir eins og Siena og
Feneyjar eru að mestu leyti
byggðar í gotneskum stíl þó afar
ólíkar séu. Frægasti myndlistar-
maður þessa tíma var án efa
Giotto (1266—1337) en hann var
samtímamaður Dantes. Giotto var
einn af þessum snillingum sem af
og til koma fram á spjöldum
sögunnar. Hann gjörbylti málara-
list síns tíma með því að innleiða
raunsæisstefnuna. Hann sýnir
okkur sálarástand fólks um leið og
hann ymprar á andrúmslofti og
dýpt. Frægustu myndir hans sem
eru freskur eða múrmyndir eru í
borgunum Padova og Assisi.
Gerð múrmynda þekktist meðal
fornþjóðanna, enda mikil áhersla
á hana lögð í ítalskri list. Tveim
aðferðum var beitt við gerð múr-
mynda, nefndist önnur þeirra „af-
fresco" en hin „a secco“. Þegar
fyrri aðferðinni var beitt var fyrst
lagt gróft lag af pússningu á
vegginn, og síðan annað fínna yfir
það. Því næst var myndin teiknuð
upp með sérstökum rauðum lit. Að
loknum þessum undirbúningi gat
listamaðurinn hafist handa við
málun myndarinnar. Yfir lítið
svæði var lagt þriðja lagið af múr
sem var nægilega þunnt til þess að
teikningin sæist í gegn. Þá varð að
hafa snör handtök við að koma
litnum á samkvæmt teikningunni
meðan múrinn hélst blautur. Það-
an kemur nafnið freska (affresco)
sbr. orðið ferskur í íslensku. Hin
aðferðin, svokölluð þurraðferð (a
secco) var notuð þegar notaðir
voru litir sem ekki blönduðust við
blautan múr. Voru það einkum
sterkari litirnir. Varð þá að grípa
til þess að nota límkennd efni og
hreinlega líma litinn á múrinn.
Þessi aðferð var síðri að endingu
og má því oft sjá múrmyndir þar
sem báðum þessum aðferðum var
beitt og er stundum lítið annað
eftir en hendur og höfuð sem
máluð voru með freskuaðferðinni.
Það leið nær heil öld áður en
mönnum tókst að jafna afrek
Giottos á sviði málaralistar, en
nýr tími var þá genginn í garð.
Enduríæðingin
Tímabil það sem hófst í byrjun
15. aldar hefur verið kallað á
íslensku endurreisnartíminn en
renaissance á erlendum málum,
sem þýðir endurfæðing. Ef til vill
væri réttara að nefna þessa tíma
endurfæðinguna en með þeim
verða straumhvörf í sögu Vestur-
landa. Það er eins og menn vakni
upp af dvala og hefst nú frjóasta
og mikilvægasta tímabilið í
ítalskri list. Það er flókið mál að
skýra eða gera sér grein fyrir því
sem gerðist nákvæmlega. Mikið
hefur verið ritað um þetta tímabil
og margar skýringar litið þar
dagsins ljós. Hér verður aðeins
imprað á fáeinum atriðum.
I lok 14. aldar voru Feneyjar,
Flórens og Mílanó meðal auðug-
ustu og voldugustu borga Evrópu.
Þau efnahagslegu og félagslegu
skilyrðu sem mynduðust sérstak-
lega í hinum mörgu borgríkjum
Italíu, settu fram nýjar þarfir og
ný lífsviðhorf. Þetta ástand kemur
hvað skýrast fram í myndlist
þessa tíma, sérstaklega í Flórens
sem tekur að sér forystuhlut-
verkið. Þar verður hin nýja Aþena
á bökkum Arnófljótsins. Húman-
istar borgarinnar ruddu braut
nýjum kenningum með því að
draga fram í dagsljósið á ný hinar
fornu bókmenntir Grikkja og
Rómverja. Þessi mikla fróðleiks-
fýsn og leit að nýjum verðmætum
setti mark sitt á listamenn borg-
arinnar sem urðu boðberar hins
nýja tíma. Skoðun náttúrunnar
varð að meginviðfangsefni þeirra.
Listamaðurinn verður beinn þátt-
takandi í uppgötvun alheimsins.
Hlutverk hans verður það að túlka
veruleikann og finna leiðir til þess
að tjá hann á sem sannastan hátt
í verkum sínum.
Þannig er það í gegn um mynd-
listina sem menn nálgast vísindin,
því markmiðið er að lýsa náttúr-
unni á vísindalegan hátt. Stærð-
fræðin, þó sér í lagi rúmfræðin,
verða þau tæki sem listamaðurinn
notfærir sér. Hann fær inrtsýn í
lögmál fjarvíddarinnar og lærir að
reikna út áhrif hlutfalls á mynd-
bygginguna. Segja má að markmið
ítalskra listamanna á 15. öld og
næstu aldir þar á eftir endurspegl-
ist í orðum Leonardos frá Vinci
þegar hann segir: „Lofsverðust er
sú mynd sem hvað mest líkist því
sem hún á að líkja eftir.“