Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980
15
Guðlaugur og Kristín kona hans ræða við starfsfólk ullarþvottastöðv-
ar SÍS í Hveragerði.
Framkvæmdaráð stuðn-
ingsmanna Guðlaugs
STUÐNINGSMENN Guðlaugs
Þorvaldssonar hafa nú flutt
kosningaskrifstofu sína í
Reykjavík í stórt og rúmgott
húsnæði að Brautarholti 2, þar
sem áður var Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.
Hreinsunar-
dagur í Breið-
holti III
FÉLAGASAMTÖK í Breiðholti
III efna til almenns hreinsunar-
dags í hverfinu laugardaginn 10.
maí.
Síðastliðið ár tókst hreinsunar-
dagurinn mjög vel og er það von
félaganna að íbúar í Fella- og
Hólahverfi komi nú allir út að
hreinsa og fegra hverfið sitt 10.
maí, börn sem fullorðnir.
Gatnamálastjóri leggur til
plastpoka undir rusl til að auð-
velda fólki að losna við rusl af
lóðum og opnum svæðum, ásamt
því góða framlagi að sjá um
brottflutning á því er safnast
saman.
Afhending poka verður í Fella-
helli laugardag frá kl. 10 fyrir
hádegi. Allar upplýsingar eru
veittar í Fellahelli laugardaginn
10. maí.
Sjálfboðaliðar skipta með sér
störfum á skrifstofunni, en for-
stöðumaður er Hrafnkell B.
Guðjónsson. Skrifstofan er opin
daglega til kl. 22.
í tengslum við skrifstofuna
starfa ýmsar nefndir með af-
mörkuð verkefni og. formenn
helstu starfsnefnda mynda
framkvæmdaráð. í því eru m.a.
Grétar Snær Hjartarson, Guð-
bjartur Gunnarsson, Hrafnkell
B. Guðjónsson, Steinar Berg
Björnsson og Þórður Sverrisson.
Héraðsnefndir hafa verið sett-
ar á stofn um allt land og hafa
þær reglulegt samband við aðal-
skrifstofuna. Undirbúningsfund-
ir hafa verið haldnir allvíða, en
þau Guðlaugur og Kristín hafa
aðeins komið á einn opinn fund,
sem haldinn var að Borg í
Grímsnesi sl. mánudagskvöld.
Um 100 manns sóttu fundinn og
var auðfundinn sterkur stuðn-
ingur við framboð Guðlaugs.
Menn tóku lagið og nutu frá-
bærra veitinga, sem kvenfélags-
konur buðu gestum upp á.
Stuðningsmenn eru eindregið
hvattir til að hafa samband við
skrifstofuna, þiggja kaffisopa og
ræða málin.
Fréttatilkynning.
Rangæingar og Skaftfellingar á söngæfingu í Skaftfellingabúð.
Söngferð Rangæmga
og Skaftfellinga
Kór Rangæingafélagsins í
Reykjavík og Söngféiag Skaft-
fellinga í Reykjavík fara í
sameiginlega söngferð austur i
Rangárþing um næstu helgi og
koma kórarnir fram á söng-
skemmtun i Gunnarshólma í
Austur-Landeyjum laugardag-
inn 10. maí kl. 21.00. Áf efnis-
skránni eru innlend og erlend
lög og lýkur henni með því að
báðir kórarnir, samtals um 80
manns syngja saman nokkur
lög, þeirra á meðal héraðs-
söngva Rangæinga og Skaftfell-
inga.
Söngstjórar í ferðinni eru
Njáll Sigurðsson og Þorvaldur
Björnsson. Eftir samsöng kór-
anna verður dansskemmtun sem
haldin er til fjáröflunar fyrir
slysavarnadeildina Þrótt í
Austur-Landeyjum.
Með söngferðinni um helgina
lýkur starfsári kóranna, en þeir
hafa á undanförnum árum verið
aðal uppistaðan í félagsstörfum
Rangæinga og Skaftfellinga í
Reykjavík. Það er von forráða-
manna kóranna að sem flestir úr
heimahéruðunum geti sótt
söngskemmtunina í Gunnars-
hólma á laugardagskvöldið.
Ekkert af málinu
að frétta
— segir iðnaðarráðherra um
raforkusölu til Færeyja
„Það er ekkert að frétta af því
eins og er, því miður," sagði
Hjörleifur Guttormsson iðnað-
arráðherra í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins fyrr í vik-
unni, er hann var spurður hvort
nokkuð væri að frétta af hugsan-
legri raforkusölu til Færeyja.
„Við erum nú raunverulega að
bíða eftir því hvort stjórnvöld í
Færeyjum sýni því einhvern
áhuga að kaupa af okkur raf-
magn, en einhver hnútur virðist
hafa komið upp hjá þeim í málinu
í vetur," sagði Hjörleifur enn-
fremur.
Iðnaðarráðherra sagði að sér
skildist að ágreiningur hefði komið
upp milli stjórnmálaflokka í Fær-
eyjum vegna málsins. Iðnaðarstof-
an færeyska hefði á sínum tíma
haft frumkvæði að því að ræða
þetta mál á Norðurlandavettvangi,
og þar hefðu Islendingar fyrst frétt
af málinu. í haust hefðu svo tveir
fulltrúar Færeyinga kom hingað til
viðræðna um málið, þeir Guttorm
Djurhuus og Þormóður Dahl, en sá
síðarnefndi væri fyrir Iðnaðarstof-
unni.
Sagði Hjörleifur þá hafa lýst
áhuga sínum á máli þessu, og hefði
verið tekið jákvætt í það af hálfu
iðnaðarráðuneytisins. Síðan hefði
málið legið niðri um hríð, en hann
hefði þó rætt það við fjármálaráð-
herra landsstjórnarinnar á Norð-
urlandaráðsþinginu, og hefði hann
virst hafa. áhuga 'á málinu. „I
framhaldi af því sendi ég honum
formlegt erindi,“ sagði Hjörleifur,
„þar sem sagt var að við óskuðum
að heyra frá þeim fyrr en seinna, ef
þeir hefðu áhuga á að athuga
málið. En ekkert svar hefur komið
ennþá, og því er raunverulega
ekkert að frétta af okkar hálfu í
þessu máli.“
Laugardaginn 19. apríl sl. er
skrifað um málið í færeyska blaðið
14. september, og er þar sagt að
íslendingar hafi margsinnis spurst
fyrir um hvort áhugi sé á málinu í
Færeyjum, en Færeyingar hafi enn
ekki getað gefið svar. Er í blaðinu
haft eftir Þormóði Dahl, að svo geti
farið að Færeyingar missi af lest-
inni í þessu máli, og að íslendingar
leggi rafmagnskapal framhjá Fær-
eyjum og selji það til Skotlands.
Merkjasölu-
dagur Ingólfe
er í dag
ÁRLEGUR merkjasöludagur
slysavarnadeildarinnar Ingólfs
verður í dag, föstudag, en
merkjasalan hefur venjulega
verið í tengslum við merkja-
söludaginn.
Allur ágóði af sölunni rennur
til slysavarnastarfsins og eink-
um til að efla björgunarsveit
Ingólfs í Reykjavík.
Merki verða afhent börnum í
flestum barnaskólum borgarinn-
ar svo og í Gróubúð á Granda-
garði. Það er von Ingólfs að
Reykvíkingar bregðist vel við
eins og venjulega.