Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980 13 Friðrik G, Friðriksson: Áskorun til landlæknis í tilefni flúorumræðu Fagna ber því, að hér á landi skuli vera til hags- munahópur, sem hefur efni á því að vinna gegn eigin- hagsmunum í þágu almenn- ings — og gerir það. Hér á ég við upplýsingastarfsemi Tannlæknafélags íslands og yfirskólatannlæknis um nytsemi flúors í baráttunni gegn tannskemmdum. Færi heimi hrakandi ef fávís andsvör og rógur sér- trúarflokks, sem vill bendla sig við heilsurækt, hefðu nei- kvæð áhrif á nauðsynlegar og almennt viðurkenndar upp- lýsingar tannlæknanema. Eitt er þó það atriði, sem mér finnst varhugavert í þessari viðleitni lækna til að bæta úr. (Þeirra sterka hlið í þessari viðkvæmu umræðu um flúor, sem hefur orsakað jafnt umfangsmiklar rann- sóknir sem ofstæki sér- trúarflokka víða um heim, er að læknar hafa yfirleitt vitað en hinir trúað.) Þegar foreldrar koma með börn sín í hinar reglulegu heilsuskoðanir og mælingar liggja þar fyrir upplýsingar um hæfilegt magn flúors til varnar tannskemmdum. Er bent á að taka megi efnið í töfluformi, en einnig að í hitaveituvatninu á Reykja- víkursvæðinu er hæfilegt magn flúors fyrir hendi og þeir sem neyta þess þurfa ekki að taka töflur. Þetta er sett fram án nokkurs fyrir- vara. Vitanlega er miklu þægi- legra að blanda hitaveitu- vatni í pela' smábarna í stað þess að mylja töflur. En í hitaveituvatninu eru líka önnur efni, misjafnlega mik- ið eftir því hvar er á landinu. A þessi efni, eða öllu heldur áhrif neyslu þeirra, bera tannlæknar sem aðrir leik- ménn lítið skyn. Mér skilst að í gangi sé rannsókn á drykkjarhæfni vatns á Islandi undir forsjá landlæknis. Vil ég hér með skora á landlækni eða þá, sem að þessum rannsóknum standa, að skila skjótast ályktun sinni, þó ekki væri nema til að firra velunnara okkar, tannlækna, þessari ónauð- synlegu ábyrgð, sem þeir hafa á sig tekið. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 258"0 Gunnar Tómasson: Hayek ogMill Frásögn Morgunblaðsins 11. apríl af erindi Friedrich A. Hay- eks á málþingi frjálshyggju- manna 5. mapril gefur tilefni til eftirfarandi athugasemda: 1. Hayek er sagður hafa rætt um greinarmun þann, sem John Stuart Mill taldi að „hægt væri að gera á framleiðslu lífsgæðanna og dreifingu þeirra, þannig að það væri tæknilegt úrlausnarefni, hvernig ætti að framleiða hvað, en siðferðilegur vandi, hvernig þess- ari framleiðslu væri skipt á milli manna". Einnig er Hayek sagður hafa talið að greinarmunur þessi „væri rangur, vegna þess að í því óraflókna hagkerfi sérhæfingar og verkaskiptingar, sem nútímamenn störfuðu í, gegndi verðlagið því hlutverki að stjórna eða samhæfa starfsemi þeirra". Hér hefur annaðhvort Hayek eða fréttaritari Mbl. lent í „the middle of the muddle"! Kjarni málsins er einfaldlega sá, að hagkvæmust skipulagning fram- leiðslu er algjörlega óháð því, hvort kaupandi vöru á frjálsum markaði hefur aflað kaupmáttar með sölu framleiðsluþátta eða með millifærslu fjármagnaða af tekjuskatti. 2. I athyglisverðri grein árið 1945 lýsti Hayek þeirri skoðun sinni, að niðurstöður fræðilegrar hagfræði væru skýrri hugsun hjálparmeðal en ekki staðgengill. Það er eihmitt með hliðsjón af þessu, að Mill taldi að gera mætti greinarmun á framleiðslu og dreifingu lífsgæða. Hafi Hayek ekki skipt um skoð- un á ofangreindu grundvallarat- riði síðan 1945, þá er vandséð hvernig hann getur nú haldið því fram, að „enginn millivegur sé til á milli sósíalisma og frjáls- hyggju". Gunnar Tómasson. símanúmer RITSTJORN 0G SKRIFSTOFUR: 10100 AUGLYSINGAR: 22480 AFGREIÐSLA: 83033 veitir afslátt af öllum veitingum 10% Kl. 13-14 mánudaga til föstudaga bjóðum við 10% afslátt af öllum veitingum á báðum Öskunum, jafnt mat sem drykk. Þessa tilraun gerum við í maí-mánuði. Ef viðskiptavinir verða ánægðir höldum við ótrauðir áfram / • / / i jum. ASKUK ASKUK Suðurlandsbraut 14 Laugavegi 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.