Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
Umsjón: Séra Jón Dalbií Hróbjartssort
Séra Karl Siyurbjörnsson
Siyuröitr Pdlsson
A U DRuTTINSDEGI
aðeins 11 talsins. Það hefði
ekki verið undarlegt þótt
þeir hefðu rætt það í alvöru
sín á milli að hlaupast burt
frá þessu öllu. Nú var Jesús
farinn frá þeim fyrir fullt og
allt, — var ekki einfaldast að
gefa þetta allt upp á bátinn?
Þrátt fyrir efasemdir og
„En þegar huggarinn kemur...46
Síðasta kvöldið sem Jesús
var með lærisveinum sínum
fyrir krossfestinguna þurfti
hann margt að segja þeim.
Guðspjöll sunnudaganna
milli páska og hvítasunnu
eru flest tekin úr þessum
skilnaðarræðum, eins og þær
eru kallaðar. Jóhannes guð-
spjallamaður er einn guð-
spjallamannanna sem skráir
þessar ræður og eru þær því
mjög merkileg heimild um
boðskap Jesú.
Hér talar Jesús mjög mik-
ið og raunar opinskátt um
heilagan anda, huggarann.
Hann var að búa lærisveina
sína undir þá angist sem átti
eftir að mæta þeim, því hún
var mikil, og hann vissi vel
að ekki gátu þeir staðið einir
í þeirri Saráttu.
Sú staðreynd, að læri-
sveinarnir skyldu ekki gefast
upp eftir krossfestinguna
þegar öllu virtist lokið, hlýt-
ur að styðja það, að eitthvað
stórkostlegt átti sér stað sem
breytti stöðunni gjörsam-
lega. Upprisan á eflaust
stærstan hlut í þessari
breytingu, en það kom líka
meira til.
Við sjáum að jafnvel eftir
að Jesús hafði komið til
þeirra aftur og aftur, talað
við þá og sýnt þeim naglaför-
in í höndum sér, þá voru það
samt nokkrir sem efuðust á
sjálfan uppstigningardaginn,
þegar hann birtist þeim í
síðasta sinn. Lærisveinahóp-
urinn var sem sagt ekki
sterkur þessa dagana milli
páska og hvítasunnu, en þeir
voru saman, töluðu saman og
báðu saman, það sjáum við
best á upphafi Postúlasög-
unnar en þeir voru hræddir.
Þeir höfðu þá þegar fengið
kristniboðsskipunina um að
fara út um allan heiminn og
prédika gleðiboðskapinn allri
skepnu. Þetta risavaxna
hlutverk var þeim gjörsam-
lega ofviða enda voru þeir
ótta þá biðu þeir í Jerúsalem
eins og Jesús hafði beðið þá
um, og ekki er úr vegi að
álykta að orð guðspjallsins í
dag hafi setið í þeim: En
þegar huggarinn kemur, þá!
Ef það var eitthvað sem
þeir þurftu á að halda, þá var
það einmitt huggari. Og þeir
biðu og huggarinn kom.
Hvítasunnan kom með
kraftaverkið stóra: Gjöf heil-
ags anda. Þá var það ekkert
sem gat stöðvað þessa
hræddu lærisveina, þeir
höfðu eignast kraft af hæð-
um og djörfung sem dugði,
og dugir enn.
Leyfum boðskapnum um
huggarann að lifa með okkur
því hann er sendur okkur
öllum. Allir sem skírst hafa
heilagri skírn fá heilagan
anda, þess vegna er kristin
kirkja til. Og kristinn maður
á að vera musteri heilags
anda, eins og Páll postuli
kemst að orði. Heilagur andi
vill leiða okkur eins og hann
leiddi hina fyrstu kristnu,
hann þráir að fá að starfa í
okkur, gefa okkur kraft og
þor svo við verðum nýtir
þjónar í ríki hans. Hugsum
um þetta nú þegar hvíta-
sunnan fer í hönd og biðjum
góðan Guð að fylla okkur
sínum heilaga anda til þjón-
ustu og starfa fyrir hann.
Umburðarlyndi
„Eg er andvígur öllu
sem þér segið, en er til-
búinn til að verja með lífi
mínu rétt yðar til að segja
það.“ Þessi setning er höfð
eftir Voltaire.
Nú á dögum, í ríkara
mæli en nokkur sinni fyrr,
komast menn í snertingu
við menningu og trúar-
brögð sem er ólík þeirra
eigin. Þetta gildir hvar-
vetna í heiminum, einnig
hér á landi þótt við búum
við hið ysta haf. Hingað
hafa borist á undanförn-
um árum margs konar
trúarhreyfingar skyldar
og óskildar kristinni trú. í
umræðum um trúmál er
oft gripið til orðsins „um-
burðarlyndi" og ákafir
trúmenn minntir á mikil-
vægi þess. Og vissulega er
það rétt að sjaldan hefur
verið meiri þörf á umburð-
arlyndi í trúmálum en
einmitt nú.
En hvað er umburðar-
lyndi? Það merkir nánast
að sætta sig við að aðrir
hafi sama rétt og maður
sjálfur til að hafa skoðun
eða sannfæringu á hvaða
sviði sem er, og láta hana í
ljós hvort heldur er í ræðu
eða riti. Umburðarlyndur
maður virðir þar af leið-
andi sannfæringu annarra
manna en það felur ekki
endilega í sér að hann láti
sér á sama standa eða telji
sannfæringu annarra jafn
góða sinni eigin. Það eru
grundvallar mannréttindi
að mega vera ósammála
öðrum og mega berjast
fyrir framgangi sannfær-
ingar sinnar. Umburðar-
lyndi er ekki tannlaust og
moðvolgt kæruleysi sem
lætur sig engu varða
hvernig allt velkist. Það
gerir hins vegar þær kröf-
ur að menn séu heiðarlegir
gagnvart andstæðingum
sínum og láti þá njóta
sannmælis.
Mörgum þykja hvers
konar trúmáladeilur bera
vott um skort á umburð-
arlyndi. Vissulega vill
slíkt brenna við. Hitt mun
sönnu nær að trúarsann-
færing manna er þeim svo
heilög að þeir rísa til
varnar eða sóknar ef hall-
að er á hana. Kristnir
trúmenn eru hér engin
undantekning. Kristin trú
er ekki hvað sem er. Krist-
in trúarsannfæring er
tengd Jesú Kristi og hon-
um einum. í huga hins
kristna manns býr sú
sannfæring að Jesús
Kristur hafi í lífi sínu og
starfi og með dauða sínum
og upprisu birt mönnum
sannleikann um Guð og
hjálpræði mönnum til
handa.
Það hefur því allt frá
fyrstu tíð verið einkenni á
kristnum mönnum, að þeir
leggja áherslu á boðun
trúar sinnar. Því verður
ekki neitað, að kristnir
menn hafa syndgað í því
að vera ekki alltaf jafn
vandir að meðulum. Sú
staðreynd breytir ekki því
að einfaldur vitnisburður
kristinna manna og krist-
in predikun samfara kær-
leiksverkum hefur reynst
beittasta vopnið í barátt-
unni fyrir útbreiðslu
trúarinnar.
Það liggur nærri að
„umburðarlyndi" sé eins
konar tískuorð þegar
trúmál ber á góma. Þeir
sem slá um sig með því eru
þó gjarnan þeir sem
minnst umburðarlyndi
sýna öðrum. Menn krefj-
ast gjarnan þess umburð-
arlyndis sem þegir, svo
þeir geti óáreittir aflað
eigin skoðunum fylgis.
Kristið umburðarlyndi
þegir ekki. Það ber „sann-
leikanum vitni" af fullri
einurð. Hins á að vera
hægt að krefjast að ekki sé
öðrum aðferðum beitt en
þeim sem samboðin eru
honum sem sagði: Elskið
óvini yðar.
Biblíulestur
vikuna 18.—24. maí 1980
Sunnudagur 18. maí Jóh. 15:26—16:4
Mánudagur 19. maí Jóh. 14:15—21
Þriðjudagur 20. maí Jóh. 15:17—21
Miðvikudagur 21. maí 1. Kor. 2:12—16
Fimmtudagur 22. maí Jóh. 7:37—39
Föstudagur 23. maí Hebr. 11:32—40
Laugardagur 24. maí Jesaja 41:17—20
Frétta-
molar
Vakningar í Englandi
í janúar sl. tóku meira en
30.000 ungmenni þátt í 14 mótum
sem haldin voru í 10 borgum víðs
vegar í Englandi. Yfirskrift þess-
ara móta var: Vor Guð ríkir.
Aðalræðumaður var argentínski
predikarinn Luis Palau. Á mót-
unum létu 2.700 ungmenni skrá
sig til merkis um það að þau
vildu helga líf sitt Jesú Kristi. í
Englandi sækja aðeins 3%
íbúanna að jafnaði kirkju eða
kristilegar samkomur. Palau
heldur því fram að líkur séu á að
vakningar verði í Englandi á
næstunni. Nefnir hann þrjár
ástæður fyrir þessari skoðun
sinni: — Kristnir leiðtogar hafa
þungar áhyggjur af hinni veiku
stöðu kirkjunnar, — í mörgum
söfnuðum hefur vaknað áköf
löngun til þess að ávinna menn
fyrir Krist — og í þriðja lagi er
að vaxa upp fjöldi ungra forystu-
manna sem hafa sýnt meiri
áhuga og djörfung í boðunar-
starfi sínu en hinir eldri leiðtog-
ar. Palau mun halda samkomum
sínum áfram fram eftir þessu
ári, og árið 1982 er áætlað að
hann komu aftur og verði þá 2
mánuði í fimm borgum.
Aðsóknin að samkomum þeir
sem Billy Graham hélt í Oxford
og Cambridge um áramótin var
mun meiri en menn höfðu þorað
að vona. Flestar hinna stærri
kirkjudeilda í Englandi hafa
ákveðið að leggja sérstaka rækt
við trúboð sitt á árunum 1980—
90.
Farandkirkja í Ghana
Kristniboðsfélag nokkurt í
Ghana hefur komið á fót „far-
andkirkju" sem ferðast með
fagnaðarerindið frá einu þorpi til
annars. Meðal annars eru sýndar
kvikmyndir sérstaklega gerðar í
þessu skyni og flykkist fólk á
þessar kvikmyndasýningar svo
þúsundum skiptir. Nýlega er
lokið fjögurra vikna ferðalagi til
27 þorpa. Það er kristniboðsfé-
lagið Sudan Interior Mission sem
stendur að þessari herferð sem
ætlað er að ná til flestra af
hinum dreifðari byggðum lands-
ins. Gert er ráð fyrir að með
þessum hætti sé hægt að ná til
allt að 60.000 manna á mánuði
hverjum með þessum hætti.
Miklu magni af kristilegu lesefni
er einnig dreift á þessum ferða-
lögum.
Vakningar í Nígeríu
Fréttir herma að miklar vakn-
ingar gangi nú yfir í Nígeríu. Það
eru innfæddir predikarar sem
standa að þessu starfi. Það er
einkum meðal Maguza-ættbálks-
ins í norðurhluta landsins sem
miklar vakningar hafa orðið.
Innlendir söfnuðir byrjuðu þar
starf fyrir 30 árum, en núna
fyrst hefur orðið árangur af
starfinu. Settir hafa verið á stofn
Biblíuskólar á 25 stöðum sem
annast fræðslu þeirra sem taka
vilja kristna trú.
16.000 snúast til
kristni dag hvern
Dr. David veitir forstöðu
stofnun nokkurri í Nairobi, sem
hefur það hlutverk að fylgjast
með árangri kristins boðunar-
starfs víða vegar í heiminum.
Haft er eftir dr. Barrett að
nýafstaðin könnun leiði í ljós
mikla fækkun þeirra sem játa
kristna trú, einkum í Evrópu.
Könnunin leiddi í ljós að meira
en 1,8 millj. kristinna játenda í
Evrópu hafa gerst guðleysingjar
eða gengið á hönd ekki-kristnum
trúarhreyfingum. Aftur á móti
leiddi könnunin í ljós að um það
bil 16.000 manns taka kristna trú
á degi hverjum í Afríku.