Morgunblaðið - 08.06.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.06.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 3 5 Guttormur J. Guttormsson hefur stundum komið við sögu í vísnaleik áður. Vinur minn einn fór með þessa vísu fyrir mig á dögunum, en eins og kunnugt er dvaldi Vilhjálmur Stefánsson í langan tíma hjá Eskimóum: Eftir Vilhjálms utanföru til Eskimóa íslendingum tók að snjóa. Ég man hins vegar ekki betur en í ljóðakveri Guttorms standi: Hvítu fóiki fór aö snjóa. Svona er þetta stundum, að menn læra stökurnar með sitt hverjum hætti. Og það fer líka kannski bezt á því, að hver fari með þær eins og honum lætur bezt í munni! Með öllum hætti er það, sem menn yrkja til kvenna sinna. Á stundum eru það einlægar ást- arvísur, á stundum beiskar kveðjur. Þessar tvær vísur eru hvorugt, — ég gæti bezt trúað þetta sé hugsað sem græskulaust gaman: Fyrst voru þeir aö fleyga ’ana, faöma ’ana og strjúka ’ana. Ég ætlaöi mér aö eiga ’ana, en aðrir þurftu aö brúka ’ana. Fyrst voru þeir aö finna ’ana, faöma 'ana og gátta ’ana, þræla ’ana og þinna 'ana, þangaö til ég átti 'ana. Ekki veit ég um höfund þess- ara vísna tveggja, — en óneitan- lega hafa þær skemmtilega hrynjandi. Árni Pálsson prófessor sendi Kristni Jonssyni lyfjafræðingi í Reykjavíkurapóteki þennan „lyfseðil": Dapur er heimur, dauö er trú, dimmt er á lífsins vegi. Enginn betur þekkir en þú þorstann á öörum degi. Mörgum hefur manni þú meinabót út vegið. Kristinn góöi, geröu nú gamla svíniö fegiö. Ekki þarf að taka fram, að þetta hefur verið á bannárunum. Það er fallegt veðrið þessa dagana, svo að alla langar út úr borginni til þess að viðra sig. Káinn hefur líka verið í sól- skinsskapi, þegar hann sagði: Ægis dætur hef ég hitt hlæjandi úti á sænum. Líka hafa mér stundir stytt stúlkurnar hér í bænum. Glerhúsið hefur glatt marga í geði og er við því að búast, að ýmsir verði til þess að leika sér að því að setja það saman. K.K. smíðaði þetta: Hallgrímur P. óö grasið í hné. Og oft og tíöum miklu víöar. Indriði Þórkelsson á Fjalli var dýrari í sínum skáldskap og hafði ramíslenzkt tungutak: Allir hafa einhvern brest, öllu fylgir galli. Öllum getur yfirsézt og einnig þeim á Fjalli. Eina þá, sem aldrei frýs úti á heljar vegi kringda römmum álnar ís á sér vök hinn feigi. K.K. orti þessa limru: Ég festi ekki blíöan blund fyrir bölvaöri rökfesti um stund. Loks tókst mér aö sofna, fann samhengið rofna; og símastaur pissaöi á hund. í síðasta vísnaleik misritaðist nafn Heiðreks Guðmundssonar skálds og bið ég hann velvirð- ingar á því. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. Limran Einhver Sigurjón sunnan úr Garöi haföi setzt uppi í Vonarskarði. „Margbölvaði dóni, ég skal melda þig Jóni,“ sagöi Melgrasskúfurinn haröi. buöir: Eyjabær, Vestmannaeyjum. Lindin, Selfossi. Homab»f, Höfn Hornafirdi. Austurbær, Reyðarfirði. Miu^ðvoji 66» Kamabær, Glæsibæ. Karnabær, Austurstræti. Bakhúsið, Hafnarfiröi. Fataval, Keflavík, Cesar, Akureyri. Alfhóll, Siglufiröi. Sparta, Sauðárkróki. Epiió, ísafirði. Þórshamar, Stykkishólmi. Ísbjörninn, Borgarnesi. Eplið, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.