Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 8. júní Bls. 33-64 Þegar bók James Jones „From here til Eternity" kom út í Bandaríkjunum árið 1951 varð hún jafn- skjótt metsölubók og hefur fram til þessa selzt í rösklega sjö milljónum eintaka. Hún fékk margs kon- ar viðurkenningar og tveimur árum síðar var gerð kvikmynd eftir sögunni, sem hlaut ein átta Oscars- verðlaun, þar á meðal sem bezta mynd ársins. Sagan þótti djörf í meira lagi og auk þess lýsa á sérstaklega athyglisverðan hátt því andrúmslofti sem ríkti í banda- rískri herstöð í heim- styrjöldinni síðari, tilgangsleysi dag- anna og ömurleika þeim, sem mennirnir og konurnar bjuggu við og máttu sæta. Eins og komið hefur fram gerist sagan nokkru fyrir hina ör- lagaríku árás Jap- ana á Pearl Harbour og lyktar reyndar nokkru eftir árásina. Sagan sjálf var upp á rúmlega átta hundruð blaðsíður. Það sagði sig sj álft að við gerð kvik- myndarinnar 1953 varð því að sleppa mörgu úr. En ekki aðeins vegna þess að kvikmyndin upp á tvo tíma setti ákveðn- ar skorður, heldur og vegna þess að ýmis atriði þóttu það við- kvæm að Bandaríkja- her lagði blátt bann við að þau yrðu sett' á filmu. Og hið tvö- falda siðgæði eða brenglaða siðsemi sem ríkti í Banda- ríkjunum á þessum árum gerði það líka að verkum að viðhafa varð fyllstu gát. Baðstrandarsena þeirra Deborah Kerr og Burt Lancaster, sem sjónvarps- myndin endaði á í fyrsta þættinum, þótti til að mynda eitthvað það djarfasta sem nokkurn tíma hafði verið borið á borð og var þó öllu ástríðu- minni heldur en senan milli þeirra Natalie Wood og mót- leikara hennar Will- iam Devane. Aðalleikendur í kvikmyndinni auk Deborah og Burt voru Mont- gomery Clift, Frank Sinatra og Donna Reed. Þó svo að margt væri fellt burt úr myndinni ávann hún sér engu að síður sess sem ein merkasta kvikmynd og hefur síðan orðið ein af klassiskum bandarískum myndum. Það var Colombía fyrirtækið sem gerði myndina og sama fyrir- tæki framleiddi síðan sjónvarps- myndaflokkinn og stýrði honum hinn margverðlaunaði leikstjóri Buzz Kulik. Helztu persónur, sem koma við sögu voru kynntar í fyrsta þættin- um. Þau Natalie Wood og William Devane í hlutverkum Karen Holmes og Milt Warden, sem hefja upp ástarsamband í ein- hverskonar æði og bræði, en það snýst upp í þungbæran kærleika. Karen er ólánsöm, lítt elskuð eiginkona Holmes. Hún telur sig finna manninn sem hún er að leita að, þar sem Warden er. Hún hefur fyrr staðið í ýmsum ástarsam- böndum og fer af henni nokkuð misjafnt orðspor. Stefe Railsbach leikur hlutverk hins unga Robert Lee Prewitt ungs manns frá Kentucky, sem hefur átt ömurlega bernsku og hefur í hernum fundið sinn stað, jafnvel þótt sú meðferð sem hann sæti þar fari langt út fyrir nokkur mannsæmandi mörk. Prewitt er í fyrsta þættinum færður í „G“ deildina, sem er að nafninu til undir stjórn Holmes. Hann hefur orðið fyrir því óláni í hnefaleikum að mótherji hans missti sjónina. Og eins og fram kom í fyrsta þætti ákveður hann að boxa ekki fram- ar. Aftur á móti leggur Holmes hart að honum að ganga í hnefa- leikalið deildarinnar og þegar Prewitt neitar, fyrirskipar Holm- hafði verið sleppt frægri pynd- ingarsenu, sem kemur fyrir aðal- lega í þriðja þættinum. Andstaða frá yfirmönnum bandaríkjahers á sínum tíma hafði ráðið þessu. Nú var annað viðhorf og í ljós kom að menn töldu þessar senur nauðsyn- legar ef farið væri sannanlega með efnið og ekki velt sér meira upp úr svínaríinu en nauðsynlegt væri. En það var fleira sem kom til. Finna þurfti stað, sem væri við hæfi. Herbúðirnar á Honolulu komu ekki lengur til greina. Schofield herstöðin sem var notuð í kvikmyndinni kom heldur ekki til álita. Þar er starfsemi í fullum gangi og miklar endurbætur hafa verið gerðar. Kulik fann loks yfirgefna herstöð í San Pedro í Kaliforníu, Fort McArthur. Hún hafði verið reist um svipað leyti og Schofield og minnti umhverfi og húsakostur um margt á það sem var á þessum tíma. Fékkst leyfi hersins til að vinna þarna samfellt í 22 daga. Klæðaburðurinn var annað sem þurfti að taka með í reikninginn. Lagt var kapp á við undirbúning að allt væri sem líkast því og var á þessum tíma sem sagan gerist á. Við athuganir kom til dæmis það í ljós að efni sem er notað í hermannabúninga nú er öðruvísi og kemur þar af leiðandi öðruvísi út á mynd en það sem var 1941. Á stríðstímum voru hermannaflíkur aðallega úr bómullarkhaki en nú eru þær úr polyester. Það tók ærinn tíma að hafa upp á gömlum birgðum, sem mætti nota á helstu karlleikarana. Grady nokkurri Hunt var falið að sjá um klæði Natalie Wood og Kim Basinger. Á árunum upp úr 1940 var reyon mikið notað í kvenfatnað, en það er nú löngu es að hann skuli beittur sérstakri meðferð til að brjóta vilja hans á bak aftur. Warden dáist að sumu leyti að hugprýði unga mannsins, en hann treystist ekki til að hlífa honum, meðal annars vegna þess að sjálfur hefur hann um nóg að hugsa í ástarsambandinu við eig- inkonu Holmes. Meðal annarra leikenda eru Roy Thinnes, Joe Pantoliano, Kim Bas- inger, Peter Boyle, David Spile- berg, Will Samson og Andy Griff- ith. Þeir Harold Gast og Don McGuire fengu það verk að gera handrit að sjónvarpsflokknum og eru þeir trúir efni bókarinnar, svo að myndin dregur upp allt sem hún vildi sagt hafa: ástríðurnar sem blossa, hatrið og grimmdina og það almenna angur, sem hrjáir það fólk sem kemur við sögu í myndaflokknum. Lorene — ung bandarísk stúlka sem kemur til Hawaii til að gerast gleðikona verður mikill örlaga- valdur í lífi Prewitts. Hún hefur ákveðið að snúa sér að þessu starfi til að safna sér fé og koma undir sig fótunum, svo að hún geti síðar lifað eðlilegu lífi. Milli hennar og Prewitt verður heilmikil hrifning en hún virðist þó ekki elska hann nægilega mikið til að það breyti framtíðaráformum hennar að sinni. Angelo Maggio er og fyrir- ferðarmikill í myndinni, félagi Prewitts og sá eini sem reynir að hjálpa honum, þegar hann er hart leikinn og fær sjálfur að gjalda fyrir það á afdrifaríkan hátt. Þegar farið var að vinna að gerð sjónvarpsmyndaflokknum komust aðstandendur hennar, að mörg praktisk ljón voru á veginum. Þeir vildu gera sannverðuga mynd, þeir vildu ná fram hinn rafmögnuðu stemningu sem hvílir yfir sögunni. Þeir vildu líka bæta inn í nýjum þáttum, sem tengdu myndina nútímanum, þótt ekki væri þar verið að víkja frá neinu sem meginmáli skipti. Margar senur voru nú teknar inn sem sleppt var í kvikmynd- inni, meðal annars áhrifamikið samtal milli þeirra Karenar og Wardens þegar hún skýrir frá því að maður hennar hafi á sínum tíma smitað hana af kynsjúkdómi og það hafi kostað að gera varð á henni móðurlífsaðgerð og upp frá því hafi henni naumast fundizt hún vera kona lengur. Einnig var sleppt í kvikmyndinni, þegar Prewitt og Maggio fara á fjörurn- ar við kynvillinga til að ná í peniriga, svo að Prewitt geti farið á fund Lorene. Framleiðandi sjón- varpsmyndaflokksins taldi rétt að taka þetta með til að draga upp mynd af því hversu lítillækka mátti unga og óharðnaða menn og þeirra þrenginga sem þeir urðu síðan að þola. í kvikmyndinni búið að syngja sitt síðasta. Svo að á endanum voru flíkur Natalie og Kim gerðar úr silki, og þótt það væri dýrara, kom það ekki ósvipað út og reyon í mynd. Síðan var að safna saman bún- aði, allt frá hárburstum, upp í riffla, vörubíla, legghlífar og her- mannahatta. Gaumgæfilega var hugað að því að rétt tónlist væri í myndinni. Walter Scharf var fenginn til að vinna upp úr i SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.