Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 51 Sterkt og tvísýnt hel garskákmót ÖFLUGASTA skákmót, sem haldið hefur verið hér á landi, með innlendri þátttöku einKöngu lýkur í dag í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Meðal þátttakenda eru tveir stórmeist- arar, þrír alþjóðlegir meistarar, og ísiandsmeistarinn auk fleiri nafnkunnra skákmeistara. Hörð barátta er því um verðlaunasætin þrjú, en fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, önnur verðlaun 200.000 og þriðju 100.000. Eftir fyrstu tvær umferðirnar voru tíu skákmenn efstir og jafnir, þeir Friðrik ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi ólafsson, Jón L. Árnason, Margeir Péturs- son, Jóhann Hjartarson, Ásgeir Þ. Árnason, Sævar Bjarnason, Hilmar Karlsson og Kári Sól- mundarson, allir með tvo vinn- inga. Einn og hálfan vinning hefur Guðmundur Ágústsson hlotið og einn vinning hafa þeir Benóný Benediktsson, Stefán Þormar, Tómas Marteinsson, sem er efstur heimamanna, og Halldór Einars- son, sem kom alla leið frá Bolung- arvík ásamt tveimur öðrum til þess að taka þátt í mótinu. Lokauppgjörið verður því án efa mjög spennandi, en síðustu tvær umferðirnar verða tefldar í dag, sunnudag, sú fyrri kl. níu f.h. og hin síðari kl. tvö e.h. Tímaritið Skák, sem gengst fyrir mótinu, hefur í hyggju að halda fleiri slík helgarmót í sumar, hið næsta væntanlega á Bifröst í Borgarfirði. Hvert mót gefur síðan þátttakendunum ákveðna punkta eftir árangri þeirra og sá sem verður efstur eftir sumarið fær sérstök verð- laun, eina milljón króna, þannig að á mótinu í Keflavík er einnig verið að bítast um dýrmæta punkta auk hinna fyrrgreindu verðlauna. Tíu efstu menn á hverju móti fá punkta fyrir frammistöðu sína. Mótsstjóri er Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar, en verðlaunin veita bæj- arfélögin á Suðurnesjum. í fyrstu umferðinni átti sér stað mjög umdeilt atvik í skák þeirra Jóns L. Árnasonar og Tómasar Marteins- sonar þannig að til kasta móts- stjórans kom. Jón átti 13 mínútur eftir og hafði biskup og riddara EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU U M.YSIM, \ SIMIW KK: 22480 Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON gegn berum kóngi Tómasar, sem hafði aðeins u.þ.b. fjórar mínútur. Þvingað mát er til í stöðunni, en Jóni fórst taflið svo óhönduglega þannig, að í þann mund er honum hafði tekist að flækja kóng Tóm- asar í mátnet, féll hann á tima, en tókst þó að máta í sama leik. Ljóst var að kiukkan hafði fallið aðeins á undan og deilt var um hvort ætti að gilda, fallið eða mátið. Slík atvik eru auðvitað sára- sjaldgæf í kappskák og ekkert í skáklögunum til að styðjast við. Úrskurður Jóhanns Þóris var hins vegar skýr, mátið gilti og byggði hann þann úrskurð sinn á því að skákklukkan væri aðeins hjálpar- tæki, sem enga þýðingu hefði ef úrslit fengjust á borðinu sjálfu. Tímamörkin á mótinu eru all- sérstæð. Fyrst eru tefldir 30 leikir á einni og hálfri klukkustund, en síðan þarf að ljúka skákinni á hálftima, þannig að það er ljóst að úrslit margra skáka koma til með að ráðast í hatrömmu tímahraki. Þegar þetta er ritað höfðu engin óvænt úrslit orðið, en í fyrstu umferð velgdi einn af yngstu keppendunum, Júlíus Sigurjóns- son, Jóhanni Hjartarsyni heldur betur undir uggum: Svart: Jóhann Hjartarson. Hvítt: Júlíus Sigurjónsson. 12. Bxe5! - dxe5, 13. Rxe5 Ddfi, 14. Rxf7! - Kxf7, 15. He6 - Db8, 16. dfi - Bxdfi, 17. Df3! (Leikur, sem margur reyndur meistarinn hefði mátt vera hreýk- inn af). — Kf8,18. Hxf6+ — gxf6, 19. Dxí6+ - Ke8, 20. Dxh8+ (Nákvæmari var milliskákin 20. Bb5+ — Rc6, og nú 21. Dxh8+ — Kd7, 22. Dxh6 með mjög góðum vinningsmöguleikum). 21. Dh7+ — Kc6, 22. De4+ - Kb6, 23. a4 - De8, 24. a5+ - Kc7, 25. Dh7+ - De7,26. Dxh6 - De5,27. Dh7+ - De7, 28. Df5? (Hvítur hafði eytt mestöllum tíma sínum á fórnina í 12. leik og var nú kominn í geigvænlegt tímahrak. Hann hafði enn haft betra endatafl eftir 28. Dxe7+ - Bxe7, 29. c3). - Hf8, 29. Dg4? - De5,30. Hdl - Dh2+, 31. Kfl - He8, 32. Be6 - Rxc2, 33. Dg6 — Rd4 og hvítur gafst upp. Þetta sígilda fléttustef kom upp í annari umferð: Svart: Pálmar Breiðfjörð. Hvítt: Margeir Pétursson. 19. Rf5! og svartur gafst upp. Hann er mát eftir 19. — Rxh6, 20. Rxh6. Maralunga Maralunga sófasettiö víðfræga eftir Vico Magistretti og sófasett í úrvali. Kynniö ykkur greiösluskilmála okkar. Borgartuni 29 Simi 20640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.