Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1980 , \ 29. JÚNÍ Pétur J. Thorsteinsson Aöalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar i Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170 — 28518 * Utankjörstaða8krif8tofa símar 28171 — 29873. > Allar upplýsingar um forsetaKosningarnar. * Skróning sjálfboðaliöa. * Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sór um Pótur Thorsteinsson. Stuöningsfólk Póturs. Kínversfe Antic teppi Kínversk handhnýtt antic ullarteppi og mottur. Gott verö vegna beinna innkaupa frá Peking. Ath. greiöslukjör. SJÓNVAL Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600 Osta- terta 3 dl. haframjöl. 100 gr. smjörlíki 'A tsk. salt, Va dl. mjólk, Vi-Vi dl. hveiti. Kremið: 75 gr. smjör (eða smjörlíki), 100 gr. rifinn ostur, 50 gr. bragðsterkur ostur, 2 tsk. paprika, 1 dl. rjómi. Deigið er hnoðað, geymt á köldum stað dálítinn tíma áður en það er flatt út. Gerðar tvær kringlóttar kökur, sem bakaðar eru á plötu. Kremið hrært mjúkt, bragðbætt að smekk, sett á milli botnanna og ofan á. Það má skreyta með ýmsu, t.d. rækjum, paprikuhringjum, ag- úrkum o.fl. Engin mold undir neglurnar Það er heldur óþægileg tilfinn- ing, þegar mold kemst undir negl- urnar við garðyrkjustörfin. Ráða má bót á því, eftir því sem ráðagóðir segja, með því að stinga fingurgómunum ofan í vaselin, eða krem, þannig að þegar fari undir neglurnar áður en nálægt mold er komið. Vaselinið helst undir nögl- unum á meðan verið er að vinna og er ólíkt auðveldara að hreinsa burt en mold, að starfi loknu. Áður f yrr Konur í síðbuxum Það þykir ekki tíðindum sæta, að sjá konur klæðast síðbuxum og hefur ekki gert síðustu áratugi. En sú var tíðin, að slíkt þótti ekki við hæfi, taldist beinlínis hneykslanlegt. Franska skáldkonan George Sand, sem á tímabili var sambýl- iskona tónskáldsins Chopin og dvaldi með honum vetrarlangt í Valldemosa á Mallorca (skrifaði eftir þá dvöl bókina „Un Hiver a Majorque") var áköf jafnréttis- kona, eins og kunnugt er. Skálda- nafn sitt valdi hún karlmanns- nafn, en fullu nafni hét hún Amandine Lugile Annore Dupin, og hún klæddist karlmannsfötum, síðbuxum og jakka. Hún lét allar velsæmiskröfur lönd og leið, áleit að það sem karlmenn gætu leyft sér gætu konur líka. Hún lést árið 1876. í París 1905 Það var góðviðrisdag í París, sumarið 1905, að kona nokkur kom að veðhlaupabrautinni, klædd síðbuxum, og vakti svo mikla eftirtekt og hneykslan, að við uppþoti lá, lögreglan varð að fjarlægja hana með valdi. Var það ekki síst til að forða henni frá æstum áhorfendum, sem fannst hún brjóta allar velsæmisreglur við að klæðast karlmannsfötum. Nafn konunnar er gleymt, en mynd af henni hefur varðveist og fylgir hún hér með. En þessi mynd og frásögnin um klæðnað konunnar, var í blöðunum daglega í langa hríð, enda þóttu þetta hin mestu tíðindi. Það leið langur tími frá uppþot- inu í París þar til það þótti viðeigandi fyrir konur, að sýna sig opinberlega í síðbuxum. Árið 1928 voru enn við líði lög, í nokkrum löndum, sem bönnuðu konum að klæðast síðbuxum á almannafæri. Og árið 1953 gilti slíkt bann enn, í litlum bæ í Hollandi! Konur með vindling í munni í bók, sem kom út árið 1895, og kenna á mönnum háttvísi og góða siði, er minnst á að karlmenn eigi að sýna þá tillitsemi að fara afsíðis til að reykja, gæta þess jafnvel að af þeim sé ekki tóbaks- lykt þegar aftur er komið til stofu þar sem „dömurnar" eru. Það er hvergi minnst á í bókinni, hvað kona, sem reykir á að gera í slikum tilfellum, enda ekki álitið viðeigandi fyrir þær, sem teljast vildu til betri borgara. Viktoría drottning var ákaflega mótfallin notkun tóbaks, í hvaða mynd sem og nú var og bannaði það algjörlega í Buckinghamhöll. Sonur hennar, prinsinn af Wal- es, sem síðar varð Játvarður VII, var einu sinni staðinn að verki og mátti þola mánaðar „útgöngu- bann“, sem sjálfsagt hefur verið ungum manni þung raun. Svo langt gekk Viktoria drottning, að hún rak einkaþjón sinn úr vist- inni, umsvifalaust, þegar hún komst að því að kona hans reykti. í Berlín 1867 í almenningsgarði í Berlín sást kona reykja vindling árið 1867. Tilefnið varð til þess að gerð var af henni grínmynd og birt sem mikið hneykslismál í dagblaði. Nafnfrægar konur, sem töldu sig hafa allan rétt til að reykja hvar sem var, voru t.d. franski málarinn Vigee de Bru, lafði Stanhope, ensk kona gift miklum uppfinningamanni, fyrrnefnd, skáldkona George Sand og dans- arinn Fanny Elsler, sem reykti bæði vindlinga og pípu. En sagt var að Vínarbúar hafi fyrirgefið henni vegna frábærra hæfileika hennar. Að lokum má geta þess, að það var álitin skilnaðarástæða ef eig- inkonur reyktu, ekki aðeins af eiginmanni — heldur af dómstól- unum einnig! Óþekkta konan, sem olli hneyksll í París árið Teikning gerð af konunni, sem reykti á almanna- 1905. færi í Berlín árið 1867.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.