Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 59 í stuttu máli GAMLA BÍÓ: Var Patton myrtur? (Brass Target) Nýleg, minniháttar stórmynd, þar sem frjáls- lega er farið með ástæðurnar fyrir nokkuð sviplegu fráfalli stríðsgarpsins Patton hershöfðingja. Nokkuð rútínulegt efni og uppbygging, en fagmannleg vinnubrögð og línkinn leikur, (einkum í aukahlut- verkum), gera myndina vel ásjálega. COUNTRY TÓNLIST OG KVIKMYNDIR HONEUSUCLE ROSE, sem fjallar um country/ western stjörnu, (Willie Nelson), er getur ekki gert upp hug sinn um hvora hann kýs; ungu söngkon- una, (Amy Irving), eða hina tryggu eiginkonu, (Dyan Cannon), var upphaflega byggð á hugmyndinni á bak við INTERMEZZO, mynd með John Garfield. En í þessari útgáfu snúast átök myndarinnar ekki um yfir- ráð yfir barni heldur um borgardrauma og sveita- sælu. í hinum nýja búningi, er viðfangsefni myndarinn- ar enn hið sama — van- traust, ótryggð. Líkt og „dreifbýlismynd- ir“ komu til sögunnar á undan „dreifbýlistónlist- armyndum", þá urðu country-söngvarar kvik- myndastjörnur, áður en þessar nýju c/w — myndir sáu dagsins ljós. Kris Krist- offerson gekk kannske hvað best, með myndir eins og A STAR IS BORN, ALICE DOESNT LIVE HERE ANYMORE og CONVOY, í farangrinum. Dolly Parton gerði fjögurra mynda sam- ning við Columbia, en er að leika, þessa dagana í mynd- inni FROM NINE TO FIVE hjá 20th Century Fox, á móti Jane Fonda. Meining- in er að hún fái svo draumahlutverk á móti Burt Reynolds, í kvik- myndagerð hins geysivin- sæla Broadway-söngleiks THE BEST LITTLE WHOREHOUSE IN TEXAS. Willie Nelson virðist ætla að verða fyrsta country stórstjarnan sem nær fót- festu á myndum af country/western-tónlistar- toga. Willie er margslung- inn listamaður. Sá sem fyrstur lagði að honum að leika í kvikmynd var Robert Redford, en þeir eru ná- grannar í Klettafjöllum Colorado ríkis. „Hann er orsökin fyrir því að ég fór að leika í myndum," segir Willie, „ég á það Bob að þakka." Sidney Pollack segir að Willie „hefur til að bera einstæða hæfileika sem leikari og sviðsmaður. Hann er einstakur í hreinskilni sinni, hvort sem er á sviði eða á tjaldi. Þá höfðar hann til allra mann- gerða í áhorfendahópnum. Kvikmyndirnar virðast einnig hafa vakið upp það besta í tónlistarstíl Willies, og endurlífgað sköpunar- gáfuna. Hann hefur samið alla tónlistina fyrir THE REDHEADED STRANG- ER. Handritið liggur þegar fyrir, en myndarinnar er ekki vænst fyrr en 1982. Kvikmyndir og tónlist virð- ast því leggjast á eitt með að efla listamanninn Willie Nelson. „Þegar ég samdi lögin, sá ég kvikmyndina fyrir mér,“ segir Willie, þegar hann talar um næturaksturinn frá Colorado til Texas, en hann samdi meginhlutann af lögum og textum á „STRANGER". Platan var fyrsta „concept“-albúm country-tónlistarinnar, sem þýðir að það var um ákveðið þema andblæ og hliðarsýn í áframhaldandi framsögn efnisins. Platan segir sög- una af prédikara, sem drep- ur sína ótryggu ástkonu, og heldur siðan til fjalla, „rid- ing and hiding his pain“. Hreinræktaðir Coun- try-unnendur óttast að Hollywood komi til með að breyta c/w tónlistinni í afskræmi af sjálfu sér, og það eru blikur á lofti sem benda til þess að svo kunni að verða. Forráðamenn Paramount ákváðu að tök- um á URBAN COWBOY yrði hætt í Gilley’s Place, og færðar í sviðsetningu í eigin stúdiói í Hollywood, þar sem þeir gætu fylgst með tökunni, en þá var myndin komin langt fram- úr kostnaðaráætlun. (Því má skjóta inní að umrædd kvikmynd var frumsýnd í vikunni við einkar góða dóma). Og þegar framleið- endur HARD COUNTRY þörfnuðust áhorfenda á „honky-tonk“ tónleika Tanyu Tucker og Michael Murphy, þá hresstu þeir uppá sína eigin Hollywood kúreka með Lone Star bjór- dósum, (en hann er þjóðar- drykkur Texasbúa), og fengu þeim hlutverk hinna raunverulegu kúasmala Lubbock borgar í Texas. Hollywood er ennþá víðsfjarri Arkansas, Texas eða Nashville. (Þessi samantekt er að miklu leyti byggð á grein í N.Y. Times, sem birtist 9. mars, síðastliðinn.) Country stjarnan Willie Nolaon (dasilogum télagsskap söngkonunnar Emmylou Harris og droifbýlistónlistarunnand- ans Cartors forseta. Vinsœlasta countryaöngkona Bandarfkjanna, Parton, ar aö varöa stjarna í henni Hollywood. uony

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.