Morgunblaðið - 08.06.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 08.06.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 55 Fyrstu matartæknarnir FYRSTU matartæknarnir, sem útskrifaðir eru hér á landi voru brautskráðir ný- vcrið af „Hússtjórnar- og mat- vælasviði“ Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Nemendurnir voru tveir og er þetta nám nýjung i islenska fræðslukerf- inu, en á sér hliðstæður á hinum Norðurlöndunum. Fram að þessu hefur töluvert borið á skorti á sérmenntuðu fólki til að sinna þeim störf- um, sem matartæknum er einkum ætlað að sinna. Nám matartækna er tveggja ára nám í Fjölbrautaskólanum auk 34 vikna starfsþjálfunar í mötuneytum sjúkrastofnana og víðar, sem lýkur með hæfnis- könnun, sem metin er af matar- fræðingum. Markmið námsins auk almennra bóknámsgreina, er að veita nemendum þekkingu og þjálfun í matreiðslu og öðrum þeim þáttum, er tengjast næringar og hollustuháttum, neytendafræði, vinnuskipulagi, stjórnun o.fl., þannig að mat- artæknar geti veitt forstöðu mötuneytum skóla, barnaheim- ila og líkra stofnana. Þess má geta að nám í hússtjórnargreinum á fram- haldsskólastigi og viðurkennd starfsþjálfun fæst metin til styttingar á námsbrautinni. Matartæknar eiga kost á fram- haldsnámi við Hússtjórnar- kennaraskóla íslands og hafi viðkomandi stúdentspróf er einnig möguleiki á framhalds- námi við Kennaraháskóla ís- lands eða Háskóla íslands. Matartæknarnir tveir, sem voru útskrifaðir að þessu sinni heita Ásdís Guðmundsdóttir, til hægri á m.vndinni, og Auður Björk Ásmundsdóttir. Auður vinnur nú sem aðstoðarmat- ráðskona Dvalarheimilis Sjálfs- bjargar og Ásdís er aðstoðar- matráðskona við sumarafleys- ingar í eldhúsi Vífilstaðaspít- ala, en hun hyggur á fram- haldsnám næsta haust. Gestir frá Bahamaeyjum skoðuðu Morgunblaðið tsland og Bahamaeyjar hafa á síðustu árum tengst saman með sérsta'ðum hætti. Er þar um að ræða flugfélagið Air Bahama, sem er I eigu Flugleiða hf. en félagið heldur uppi flugi milli Bahamaeyia og Luxemborgar. íbúafjöldi Isiands og Bahamaeyja er áþekkur en íbúar Bahamaeyja eru þó heldur fleiri eða um 250 þúsund, en íslendingar eru nú rúmlega 226 þúsund. Alls eru Bahamaeyjar taldar um 700 en af þeim eru aðeins 16 byggðar. í síðustu viku komu hingað til lands þrír fulltrúar frá Bahama- eyjum til viðræðna við forstjóra Flugleiða hf. um núverandi stöðu og framtíð ferðamála á Bahama- eyjum en stærstur hluti tekna íbúa Bahamaeyja eru tekjur af ferðamönnum. Forráðamenn Flugleiða hf. hafa verið hlynntir því að íbúar Bahama eignuðust hlut í Air Bahama en að sögn Sveins Sæmundssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða hf. verður ekki af því alveg á næstunni. Þremenningarnir, sem hingað komu í síðustu viku höfðu hér aðeins viðdvöl í tæpa tvo daga en í hópi þeirra var Mark Bethel, ritstjóri dagblaðsins Nassan Guardian, og óskaði hann eftir að fá að skoða aðsetur stærsta dag- blaðs Islendinga. Meðfylgjandi mynd var tekin í tæknideild Morg- unblaðsins, þegar eyjarskeggjarn- ir þrír skoðuðu blaðið en þeir eru talið frá vinstri: Mark Bethel, Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða hf., Basil 0. Brien, ráðuneytisstjóri í ferðamála- ráðuneytinu og Basil Sands, for- stjóri. Myndin af Hannesi + Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum ráð- herra, sagði okkur eftirfarandi sögu um þetta málverk af Hann- esi Hafstein á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Hann kom einu sinni, endur fyrir löngu, á skrifstofu póst og símamála- stjóra og varð starsýnt á mál- verk af okkar fyrsta ráðherra, Hannesi Hafstein, sem þar hékk á vegg. Fannst það besta mynd af Hannesi, sem hann hafði séð og mikið listaverk. Hann spurði hver hefði málað myndina, en það vissi enginn þar á bæ, enda myndin ómerkt. Gylfi talaði um þetta frábæra málverk við konu sína, Guðrúnu Vilmundardóttur, og hún sagði: „Við skulum bara komast að því.“ Síðan hringdi Guðrún til Ragnheiðar, dóttur Hannesar Hafstein, sem mundi vel eftir því, þegar Kristín Jóns- dóttir var að mála myndina af Hannesi, sem var gefin póst og símamálastjórninni í tilefni af afmæli stofnunarinnar. En myndin er máluð 1942. 11 ára og veiddi 11 punda bleikju + Fyrir nokkru veiddist stór bleikja í Skorradalsvatni, fyrir landi Fitja. Bleikjan var 11 pund að þyngd, en veiðimaðurinn heitir Árni Þór Árnason og er 11 ára gamall. Að sögn kunnugra er þetta stærsta bleikjan, sem veiðst hefur á þessum stað í vatninu í ár, en Fitjar eru sem kunnugt er við eystri enda vatnsins. Árni var úti á vatninu á báti ásamt föður sínum, Árna Ragnarssyni, þegar stórfisk- urinn tók. Viðureignin tók um hálftíma en ekkert lát var á veiðimanninum að henni lokinni. Þessi bleikja er stærsti fiskurinn, sem Árni hefur veitt, en hann hefur áður dregið nokkrar bleikjur úr vatninu. Það má segja að það hafi margur veiðimaðurinn byrjað verr og má mikið vera ef hann er ekki sýktur af „dellunni" það sem eftir er ævinnar. Aldrei fundarfall í 40 ár hjá fyrrver- andi sóknarprestum I RÚM 40 ár hafa félagar í Félagi fyrrverandi sóknarpresta komið saman til fundar mánaðarlega. Félagið var stofnað 14. október 1939 af 12 öldnum fyrrverandi prestum í Reykjavík og hefur aldrei á starfsferli félagsins orðið fundarfall hjá því, ef svo má að orði komast. enda hafa prestarnir fyrrverandi sjólfsagt verið þess minnugir. að það hefur ekki þótt gott til frásagnar. ef messufall hefur orðið. Einn af hvatamönnum að stofn- un félagsins var sr. Þórður Ólafs- son frá Söndum í Dýrafirði en hann var einnig fyrsti formaður félags- ins. Af öðrum prestum, sem lengi og farsællega hafa ráðið ríkjum í félaginu eru þeir sr. Jón Guðnason, sr. Jón Skagan og sr. Gunnar Árnason, en núverandi formaður er sr. Gísli Brynjólfsson. í lögum félagsins segir að tilgangur þess sé, „að endurnýja viðkynningu, rifja upp minningar frá skóla- og starfs- árum og ræða sameiginleg áhuga- mál, einkum þau, sem kirkjuna varða á hverjum tíma“. Fundir félagsins hafa í mörg undanfarin ár verið haldnir á Elliheimilinu Grund í sambandi við messugerð félagsmanna í heimil- iskirkjunni. Hefur Gísli Sigur- biörnsson, forstjóri Grundar, jafn- an reynst félaginu hin mesta styrktarstoð með rausnarlegum veitingum, heimboðum og höfðing- legum gjöfum. Síðast en ekki síst hefur hann veitt félögum F.F.S. tækifæri til að tjá sig bæði í ræðu og riti, svo sem með guðsþjónustum á Grund og útgáfu bókarinnar, Andinn flýgur víða, sem út kom 1972, og hefur að geyma frásagnir og hugvekjur eftir 16 félaga F.F.S. Meðfylgjandi mynd var tekin á marsfundi Félags fyrrvandi sókn- arpresta í vetur og í aftari röðinni, talið frá vinstri eru: Sr. Gunnar Árnason, sr. Garðar Svavarsson, sr. Sigurjón Guðjónsson, sr. Marinó Kristinsson, sr. Óskar J. Þosláks- son og sr. Sigurður S. Haukdal. í fremri röð eru sr. Erlendur Þórðar- son, sr. Þorsteinn Jóhannesson, sr. Þorgrímur V. Sigurðsson, (ritari félagsins), sr. Gísli Brynjólfsson, (formaður), sr. Jón Kr. ísfeld (gjaldkeri), sr. Jón Skagan. Á myndina vantar: Sr. Árelíus Níels- son, sr. Benjamín Kristjánson, sr. Björn Björnsson, sr. Gunnar Bene- diktsson, sr. Helga Tryggvason, sr. Jón Þorvarðsson, sr. Magnús Guð- mundsson, sr. Sigurð Kristjánsson, sr. Þorstein Björnsson, sr. Þorstein B. Gíslason. Ljósmyndina tók Jó- hanna Björnsdóttir. Kristín málaði ekki nema ör- fáar mannamyndir. Á sýning- unni eru auk myndarinnar af Hannesi Hafstein, mynd af Páli Einarssyni, fyrrv. borgarstjóra, í Menntaskólanum á Akureyri er mynd af Stefáni Stefánssyni skólameistara og vitað er um mynd eftir hana af Valtý Guð- mundssyni, ritstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.