Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 upprunalegu stefi kvikmyndarinn- ar og framleiðendur ákváðu einnig að nota lagstúfa sem voru vinsælir á þessum tíma, í nýrri útsetningu þó. Þjálfun leikaranna til að hegða sér eins og atvinnuhermenn var lögð í hendur sérfraeðinga. Hvorki Devane, Railsback né Pantoliano höfðu neina slíka þjálfun að baki. Devane fór til Fort Ort að æfa sig og Railsback og Pantoliano vörðu hverjum morgni í þrjár vikur með leiðbeinendum sínum og lærðu hreyfingar. Fyrverandi hnefaleikamaður Denver Mattson var fenginn til aðstoðar Railsback í hnefaleika- senunum tveimur. í sjónvarps- myndinni notaði Railsback ekki staðgengil, eins og Montgomery Clift hafði gert í myndinni. Önnur senan var tekin í 40 stiga hita í leikfimihúsi For McArthur. Hún er nokkrar mínútur í sýningu, en taka hennar stóð í tólf klukku- stundir nánast þindarlaust. Það tók tvo daga að mynda árásina sjálfa. íbúar í grenndinni böfðu verið látnir vita af væntan- legu lágflugi véla á þessum slóðum og leyfi varð að fá hjá bandarísku flugumferöarstofnuninni, og sett- ar takmarkanir á hversu lengi vélarnar mættu íðka þetta lágflug hvorn daginn. Atvinnuflugmenn voru vitanlega fengnir til að stjórna vélunum. Kvikmyndin fór meðal annars fram úr þyrlum, kvikmyndatökumennirnir voru bundnir vel og tryggilega í opnar þyrludyr og þaðan beindu þeir vélum sínum. Alls konar tækni- brellur voru síðan hafðar til í sambandi við sprengjukast o.fl. Nokkur atriði myndarinnar voru loks kvikmynduð á Hawaii. Ástæðan var meðal annars sú að Railsback lenti í bílslysi og varð að sauma í andlit honum og ekki hægt að hafa hann með í neinum atriðum fyrr en hann væri gróinn sára sinna. Var flokkurinn með skömmum fyrirvara fluttur til Hawaii til að taka m.a. hina frægu baðstrandarsenu. Kulik gerði þessa senu langtum djarfari en í kvikmyndinni eins og áður er sagt, t.d. sviptir Warden sundbolnum af Karenu, en í atriðinu í kvikmynd- inni var Lancaster langtum sið- prúðari í viðmóti sínu við Deborah Kerr. Þá fóru sex dagar á Hawaii í að taka myndir í elzta hluta bæjar- ins, þar sem gleðihúsin voru á Warden og Karen í fyrstu ástarsenunni, sem aö vísu gekk ekki atburöalaust fyrir sig, þar sem litlu munaði aö ungur sonur hennar kæmi aö þeim viö atlotin. sínum tíma. Einnig var þar mynd- uð lokasena myndaflokksins, þeg- ar skip sígur frá landi með nokkrar sögupersóna innanborðs. Upphaflega hafði Jones látið við- komandi aðila fara með lúxusskipi frá ákveðnu skipafélagi, en það hefur lagt af ferðir til Hawaii. Flotinn lagði til tvo gamla tund- urspilla úr heimsstyrjöldinni síðari. Svo sígur skipið frá landi og við sjáum þessar sögupersónur standa við borðstokkinn og vitum ekki hvað verður síðan. Skammt frá — um hálfa mílu frá þeim stað sem siglt var — var raunveruleiki þessara daga — minnismerkið um USSS Arizona sem var sökkt þarna. Þar blaktir fáni dag sem nótt til minningar um þennan ægilega dag fyrir næstum fjörutíu árum. (h.k. tók saman) Warden á tali viö Fatso Judson, sem mjög kemur viö sögu í þættinum í kvöld vegna pyndinga hans og ofsókna á hendur Prewitt. Sumarstarf fyrir börn og unglinga á Akureyri ÆSKULÝÐSRÁÐ Akureyrar hefur gefið út bækling til kynningar á sumarstarfi fyrir börn og unglinga 1980. Leikja- og íþróttanámskeið Æskulýðsráðs Akureyrar hefjast 12. júní n.k. Nám- skeiðin verða sem fyrr kynn- ing á leikjum og ýmsum íþróttagreinum. Ráðgert er að hafa dansnámskeið í Dynheimum fyrir alla flokka á sumrinu. Einnig verður efnt til kvöldvökuhalds, kvik- myndasýninga og ferðalaga. Náið samstarf verður haft við skólagarða bæjarins um ferð- ir og samkomuhald. Nám- skeiðin standa yfir til 1. ágúst og verða aðalstöðvarnar við barnaskóla bæjarins. Skrán- ing fer fram 12. júní við Lundaskóla kl. 9, við Barna- skóla Akureyrar kl. 10.30, við Glerárskóla kl. 13 og við Oddeyrarskóla kl. 14.30. Námsgjald er 7.000 krónur. Leikvellir I sumar verða starfræktir 10 gæsluvellir, 3 allt árið. Þá verða 3 starfsleikvellir opnir þar sem börn geta smíðað hús og fleira. í sumar verða þessir vellir opnir alla virka daga kl. 9—12 og 14—17.12 boltavellir og 25 almennir leikvellir verða opnir í sumar. Umsjón- armaður leikvalla bæjarins er Jón B. Arason. Reiðskóli Léttis og Æskulýðsráðs Akureyrar Starfsemi Reiðskólans í sumar verður þannig að nám- skeiðin ná yfir lengri tímabil en áður og verða þátttakend- ur þá færri í einu. Fyrsta námskeiðið hefst 19. júní, annað 3. júlí en þriðja og síðasta námskeiðið hefst 17. júlí. Skráning og greiðsla þátttökugjalds verður fimmtudaginn 12. júní. Dynheimar og fé- lagsmiðstöð Lund- arskóla Dynheimar verða opnir í allt sumar. Diskótek verða flestar helgar og opið hús í miðri viku. Þá eru Dynheimar opnir fyrir félög og félagasamtök undir fundi og innanfélags- skemmtanir. Forstöðumaður Dynheima er Haraldur Han- sen. Félagsmiðstöðin í Lund- arskóla verður ekki opin í sumar sem funda- og skemmtanaaðstaða fyrir klúbba og félög. Vinnuskóli Akur- eyrar og skóla- garðarnir Vinnuskólinn hóf starfsemi sína s.l. mánaðamót og verður starfræktur til ágústloka. Að- gang fá unglingar á aldrinum 13-15 ára. Skólagarðarnir verða starf- ræktir á tveimur stöðum í bænum, í Glerárhverfi og gömlu gróðrarstöðinni. Börn á aldrinum 10—12 ára fá aðgang að görðunum. Vinnan felst í ræktun á algengum grænmetistegundum og er á Akureyri s-'fns nm uppskera barnanna laun fyrir starfið. Sumarbúðir Þrjár sumarbúðir verða starfræktar í nánd við Akur- eyri, sumarbúðir Æ.S.K. við Vestmannavatn, sumarbúðir K.F.U.M. og K. við Hólavatn og sumarbúðir Sjónarhæðar- safnaðarins við Ástjörn. Inn- ritun í búðirnar við Vest- mannsvatn fer fram á skrif- stofu Æskulýðsstarfs þjóð- kirkjunnar og í búðirnar við Hólavatn í kristniboðshúsinu Zion. Fullbókað er á Ástjörn í sumar. Sundnámskeið, golf og siglingar Sundnámskeið hófust í Sundlaug Akureyrar 27. maí s.l. og er ætlað börnum 6 ára og eldri. Námskeiðin í golfi fara fram að Jaðri þrisvar í sumar, 23. maí—2. júní, 20. júní—30. júní og 8. ágúst—18. ágúst. Kennari verður Þor- valdur Ásgeirsson. Innritun fer fram í Sport- og hljóð- færaversluninni. Siglinganámskeið á vegum Nökkva, félags skemmtibáta- eigenda, hefst í byrun júní við bátaskýlið á Höfnersbryggju. Kennd verður meðferð og sigling á seglbátum, einfaldar siglingareglur, varúð og við- brögð við óhöppum á sjó og umhirða búnaðar. íþróttir Þá er í bæklingnum þess getið að íþróttabandalag Akureyrar fer með hóp á Íþróttahátíð ÍSÍ í Reykjavík 26.-29. júní n.k. Að lokum er getið æfinga íþróttafélaganna í bænum, K.A., Þórs og Sund- félagsins Óðins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.