Morgunblaðið - 08.06.1980, Page 17

Morgunblaðið - 08.06.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 49 99 Á Kolaskaga er loftmengunin af völdum gríðarstórra fosfatverksmiðja svo mikil... að snjórinn er svartur að lit 99 (Sjá: Náttúruspjöll) ÞJOÐHOFÐINGJAR NÁTTÚRUSPJÖLL „Mahmud Shahanshah af Persíu. Komst til valda í Kandabar með því að myrða frænda sinn ... missti mikil lönd til Rússa og Tyrkja. Missti gjörsamlega glóruna og myrti fjöldamarga (óvíst hve marga) Safavi-prinsa; suma hjó hann sjálfur i spað. Hrakinn frá völdum vegna fullkomins aumingjaskapar þann 22. april árið 1725. Nákvæm dagsetning og samviskusemin sem lýsir sér í orðunum „fjöldamarga (óvíst hve marga)“ segir það sem segja þarf um það hvert verkið ei og höfundur þess: Kóngafjölskyldur um víða veröld, í útgáfu Burks, og höfundurinn er John Ezard. í útgáfum Burkes hefur fram til þessa verið fjallað um háað- alinn í Englandi og Evrópu en nú er farið út á álíka hálar brautir þar sem eru ættbogar kónga og keisara í Afríku og Austurlöndum nær. í saman- burði við það, sem þar kemur fram, eru Rósastríðin ensku hreinasta barnagaman og þarf nú enginn að halda því lengur fram, að hinn afsetti Iranskeis- ari hafi verið einhver braut- ryðjandi í því að koma and- stæðingum sínum fyrir katt- arnef. I kaflanum um Mahmud, sem segir frá hér í upphafi, er ennfremur greint frá því, að hann hafi verið tekinn af lífi í Isfahan-fangelsinu þann 25. dag aprílmánaðar og að As- hraf, næsti keisari — og sá síðasti — af Ghalzai-ættinni, hafi að því búnu „blindað eða drepið" þriggja ára gamlan son Mahmuds. Ashraf aftur á móti var drepinn þegar hann flýði undan óvinum sínum til Kandahar á árinu 1730. Burkes-útgáfufélagið er einkar hreykið af kaflanum um íran en þar eru í fyrsta sinn raktar ættir sex keisaralegra fjölskyldna allt aftur til ársins 1501. „Þar er sagt frá öllum ódæðisverkunum og morðunum Misjafn sauður í mörgu fé — að ekki sé meira sagt og ekkert undan dregið," segir Felicity Mortimer, fram: kvæmdastjóri útgáfunnar. „í hvert sinn sem einhverri ætt- artölunni lýkur táknar það oftast að síðasti niður hennar hefur verið augnstunginn," segir Felicity ennfremur. svosem enginn brautryðjandi. dómari og Simeon Marcos-Valdez, frændur forsetans, hafa áhuga á sykurframleiðslu, námurekstri, járni stáli og steypu. Þeir hafa náð fjölmörgum opinberum byggingar- samningum. Systirin Foruna Marcos Barba fæst við fasteignasölu, ferðaþjón- ustu og stjórnar gámaskipaviðskipt- um við Evrópulönd. Framtakssemi Rounraldez-fjöl- skyldunnar hefur ekki gefið forseta- fjölskyldunni neitt eftir. Benjamín „Kokoy" Roumaldez, bróðir frú Marcos, á banka, fram- leiðslufyrirtæki og dagblað. Al- mennt er talið, að hann eigi Rafveitufélagið í Manilla þótt ýmsir aðrir séu skráðir fyrir því, en það fyrirtæki féll árið 1975 úr höndum Lopez-ættarinnar, sem er aðal- stjórnmálaandstæðingur Marcos- stjórnarinnar. Eldri bróðirinn Alfredo „Bejo“ Roumaldez er eigandi Manilla Bay fyrirtækisins, en það hefur einokun á fjárhættuspilum og starfrækir spilavíti í Manilla og þremur borg- um öðrum. Eftir að lýst hafði verið yfir herlögum, voru spilavíti bönn- uð, þar til Beja lagði þessa grein fyrir sig. Yngri systirin Alita giftist inn í Martel-fjölskylduna. Þeim hefur einnig vegnað vel. Þau eiga verzlun- armiðstöð, tvö stálfyrirtæki og meirihluta í Sheraton-hótelinu í Manilla. Þannig heldur listinn áfram og þótt tálmanir herlaganna og sam- staða hinnar nýríku valdaklíku hafi takmarkað svigrúm rannsóknarinn- ar, eru þó skráð í plagginu 265 fyrirtæki, sem ættingjar og vinir forsetahjónanna eru eigendur að eða ráða meirihluta í. Þetta eru stærstu, valdamestu og ábatasömustu fyrirtæki landsins og flest þeirra fóru fyrst að dafna eftir að herlögum var lýst yfir. Höfundar skýrslunnar eru að von- um nokkuð tortryggnir á réttlæt- ingu herlaganna, sem er með orðum Marcos forseta „að reisa nýtt þjóð- félag og bjarga lýðveldinu frá stjórnleysi kommúnistabyltingar." Það, sem Marcos hefur í rauninni gert, að sögn höfundanna, „er að framlengja stjórnmálavöld sín og færa yfirráð sín inn í viðskiptalífið og þar með auðga sjálfan sig, ættingja sína og vildarvini." - BRIANEADS íranskeisari fyrrverandi sleppur tiltölulega vel í þessari frásögn af blóðugum hryðju- verkum, fjölkvæni og tilviljun- arkenndum ríkjamyndunum. Hann er sagður samviskusam- ur stjórnandi, vel gefinn og aðlaðandi og mikill vinur Vest- urlanda. Sagnfræðingum er hins vegar látið eftir að dæma um sök hans í „ragnarökunum á síðasta ári“. Annar Persakeisari, sem fyrr var uppi, Aga Muhammad, seldi 20.000 þegna sína í þræl- dóm og lét blinda aðra 20.000. „Hið alkunna grimmdaræði Aga Muhammad má að nokkru skýra með því að hann var geldingur og lét sér það ekki vel líka,“ segir í bókinni. I kaflanum um Egyptaland segir, að þegar stofnandi Eg- yptalands vorra daga, Mu- hammad Ali, hafi „endanlega verið orðinn vitlaus", hafði Ibrahim, sonur hans, tekið við veldissprotanum. Þegar Ibra- him hélt frá Konstantinopel með gufuskipi til að vitja ríkis í Egyptalandi, ákvað hann að öllu fylgdarliðinu skyldi kastað fyrir borð og beið ekki boðanna með þá framkvæmd. Einn fylgdarmanna hans komst þó lífs af en hann gat haldið Ibrahim upp á „kjaftatörn" þar til skipið var komið í höfn. Ibrahim lét lífið á þann „kon- unglega“ hátt, að hann sporð- renndi úr tveimur ísköldum kampavínsflöskum. Eftirmað- ur Ibrahims lét lífði fyrir hendi tveggja þræla og sá, sem tók við af honum, „sveiflaðist á milli stjórnlausrar grimmdar og takmarkalauss örlætis". „Látið hann fá tvö hundruð," átti hann til að hrópa og vissi þá enginn hvort hann átti heldur við gullpeninga eða vandarhögg. Burkes-útgáfan hefur engar áhyggjur af því að einhver kunni að fyrtast við það sem fram kemur í bókinni. „Það gefur auga leið, að svona bók er ekki hægt að gefa út án þess að eiga það á hættu að einhver móðgist," segir Felicity Mort- imer. Kaflinn um Saudi-Arabíu þykir athyglisverðastur fyrir það hvað hann er viðburða- snauður. Saud konungi, sem átti 61 eiginkonu, er það helst fundið til foráttu að hafa verið „fullörlátur" og um prinsess- una frægu, sem allur styrinn hefur staðið um, er aðeins sagt, að hún hafi verið sjötta barn Fahd prins og verið „tekin af lífi fyrir hórdóm í nóvember árið 1977“. Skemmtilegasti bókarkafl- inn er þar sem segir frá Mulay Ismail, Marokkókonungi, sem átti fleiri eiginkonur, hjákonur og afkomendur en nokkur ann- ar stjórnandi bæði fyrr og síðar. Ein eiginkvenna hans var ensk og önnur írsk og sagt er að á fjórum mánuðum árið 1704 hafi honum fæðst 40 synir. Árið 1721 var hann orðinn faðir 700 sona og meira en 350 dætra. „Mulay Ismail var kennt síðasta barnið," segir í bókinni, „átján mánuðum eftir að hann féll frá.“ Þar er mengun- in einskonar ríkisleyndarmál í iðnvæðingar- ákafa sinum hafa rússnesk stjórnvöld lagt í auðn landsvæði í Sovétríkjunum sem er jafn stórt allri Vestur- Evrópu og eins og tiðkast austur þar voru íbúarnir, sem héruðin byggðu, ekki spurðir álits á einu eða neinu. Þessar óhugnanlegu upplýsingar koma fram í skýrslu, sem var smygl- að út úr Sov- étrikjunum og er höfundurinn < sagður Boris Komarov, sem er dulnefni, en liklegt er talið að skýrsluna hafi unnið nokkur hópur manna, sem vegna sambanda sinna hefur að- gang að ýmsum leynilegum upplýs- ingum. Sérfraeð- ingar á Vestur- löndum, sem hafa lesið skýrsl- una, eru a.m.k. sannfærðir um áreiðanleik hennar. ar um mengunina í þeirra eigin landi, þ.e.a.s. aðrir en þeir sem verða fyrir barðinu a henni. Komarov seg- ir frá næstum því óviðunandi lífsskil- yrðum í fjarlæg- um héruðum þar sem iðnaði var komið á fót án nokkurs tillits til hollustuhátta eða áhrifa hans á lífríkið. Á Kola- skaga er loft- mengunin af völdum gríðar- stórra fosfat- verksmiðja svo mikil, að snjór- inn, sem fellur þar til jarðar, er svartur á lit. í ónefndri borg í Úralfjöll- um var settur á laggirnar sér- stakur vinnu- flokkur sem hafði það verk með hönd- um að hreinsa sót af öllum skorst- einum í borginni á þriggja mánaða fresti — til að koma í veg fyrir að þeir hryndu vegna efnaátu. standa: auðn og eyðilegging, stórkostlegri en orð fá lýst. Mengunin, eins og henni er lýst í bók Kom- arovs, er miklu meiri en Vest- urlandabúar geta gert sér í hugar- lund. í stórum hluta bókarinn- ar eða skýrslunn- ar lýsir höfundur eyðileggingunni í Síberíu þar sem iðnaðurinn hefur „hámað í sig“ gríðarstór land- flæmi, vötn, skóga og ár. Ein pappírs- verksmiðja með öllu, sem tilheyrir, „eyðir jafn miklu skóglendi á einu ári. og svarar til þriggja Lúxem- borga“. Baikal- vatn, sem er eitt stærsta og dýpsta stöðuvatn í víðri veröld, hefur ver- ið eitrað með mikilli brenni- steinssýru og öðr- um efnum sem streyma frá verksmiðjunum á vatnsbakkanum. „Þetta eru yf- irgripsmestú upplýsingar af þessu tagi, sem hafa borist frá Sovétríkjunum, og ástandið sem þar segir frá er miklu alvar- legra en nokkurn okkar óraði fyrir," segir einn sér- fræðinganna, Marshall I. Gold- man, prófesor við rannsóknamið- stöðina í Har- vard. í Sovétríkj- unum er hin op- inbera afstaða sú, að mengun sé ein- göngu fylgifisk- ur hinna gírugu kapitalista á Vest- uríöndum og af þeim sökum vita fæstir Rúss- Komarov heldur því fram, að tíðni lungna- krabbameins í Sovétríkjunum hafi tvöfaldast á síðasta áratug og að fæðingargallar aukist svo mjög, að útlit sé fyrir að árið 1990 fæðist sjötta hvert rússneskt barn með einhvern erfðagalla. Þegar sovésk stjórnvöld lögðu á ráðin um nýjar iðn- borgir á sjötta og sjöunda áratugn- um var ekkert til í þeirra huga sem hét „náttúru- vernd", segir höf- undur skýrsl- unnar. Afleið- ingarnar létu held- ur ekki á sér Ám, fljótum og mýrlendi í Vestur-Síberíu hef- ur verið spillt með úrgangi frá „þúsundum olíu- linda en olíu- menguðu vatni úr jarðlögunum er dælt beint út í næsta vatn eða fljót“. Sovésk stjórnvöld hafa með öllu neitað að taka þátt í al- þjóðlegri um- ræðu um um- hverfisvernd enda yrðu þau þá að viðurkenna vandann og svipta um leið hul- unni af leyni- legum iðnverum í Sovétríkjunum. - JOYCE EGGINTON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.