Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 61 • Verði ykkur að góðu Ef til vill erum við, sem sífellt lækkum í tigninni, ekki eins óheppin og lítur út fyrir. Varla sökkvum við í vínflóðið, eða köfn- um í tóbaksreyk meðan pen- ingarnir hrökkva með naumindum fyrir lífsnauðsynjum. Ekki skað- brennum við bjórinn á sólar- ströndunum, en fáum okkur fískt loft hér heima, hreina loftið er þó ókeypis og tæra vatnið að heita má. Við hefjum á ný til virðingar nýtni og sparsemi, ég fann til dæmis í fórum mínum gamla háhælaða skó, sem eru komnir i tísku aftur, þeir nýju eru seldir á tugi þúsunda álkróna, en ekki gæti ég gengið á þeim óskapnaði, þar sem aftur á móti þeir gömlu ofbjóða jafnvel ekki þreyttum fótum. Góðir hálsar, þið sem fljótið ofan á þessu meingallaða þjóðfé- lagi, verði ykkur að góðu ykkar ranglátu kauphækkanir, sem þið hafið að sjálfsögðu nægan tíma til að sóa í sukk og sólarlandaflakk, eða þá til að skreyta hálfstolnar verðbólguhallir. Augljóst virðist, að slík mis- munun, sem hér á sér stað, er vatn á myllu kommúnista. Óttast virki- lega enginn hreina og klára upp- reisn og borgarastyrjöld, þegar málum er svo komið? Hvað skyldi hæstvirtum guði Þessir hringdu . . heilagrar kirkju finnast? Verður réttlætinu ef til vill ekki fullnægt fyrr en handan dauða jarðlíkam- ans? Betra væri seint en aldrei. Næstum bara húsmóðir. Hákon Bjarnason sendir eftir- farandi linur: • Rammíslensk tilvist Mér hafa borist ýms blöð inn um gættina í sambandi við vænt- anlegar forsetakosningar. M.a. 1. tölublað 1. árgangs Framboðs Guðlaugs Þorvaldssonar. Ég á bágt með að trúa því að fyrrver- andi rektor Háskóla íslands hafi lesið þetta blað í handriti ritstjór- anna. Svo barnalega er það orðað á pörtum að furðu gegnir. Þar segir m.a.: „Guðlaugur Þorvalds- son fæddist árið 1924 inn í þá rammíslensku tilvist sem um aldir hefur verið kjölfesta íslenskrar menningar og þjóðlífs. Ættfeður Guðlaugs voru útvegsbændur í orðsins fyllstu merkingu." Mér er spurn, hvað er rammís- lensk tilvist? Slíkt orðalag er hreint bull að mínum dómi. Hvernig á svona þvaður að vera kjölfesta menningar og þjóðlífs? Ég bara spyr. Og hvað er að vera útvegsbóndi í orðsins fyllstu merkingu? Þeir, sem hér hafa gengið fram fyrir skjöldu, eru ekki sendibréfs- færir. Skyldi ekki hægt að finna betri meðmæli en þetta með for- setaefni? Margrét Eggertsdóttir. Teiga- seli 4, sendi Velvakanda eftirfar- andi: Reykjavík, 28. mái 1980. Hversu lengi halda viss öfl í þjóðfélaginu, að þau geti blekkt hinn almenna horgara? Halda þessi sömu öfl virkilega, að þjóðin láti blekkjast af þeirri „tilviljun" að frambjóðandi þeirra til forseta- kjörs „gat ekki“ tekið þátt í kynningu frambjóðendanna í Víðsjárþætti Útvarpsins hinn 27. maí s.l., en þurfti að fá sérstakan kynningarþátt í Víðsjá. Það mætti halda, að frambjóðandinn þyldi ekki samanburð við hina þrjá heiðursmenn. Og hvað finnst stuðningsmönnum frambjóðand- ans úr röðum prestlinga, sem eiga þó að þjóna sannleikanum, um slíkar blekkingar, sem verða varla frambjóðandanum til framdrátt- ar. SIEMENS — vegna gæöanna Vönduö ryksuga meö still- anlegum sogkrafti, 1000 r1- watta mótor, sjálfinndreginni snúru og frábærum fylgi- hlutum. ss Siemens -SUPE R — öflug og fjölhæf. SMITH & NORLAND HF., NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. Gíslína Jónsdóttir hringdi og kvaðst heldur betur óhress með hreinlætið í sínu hverfi, Breiðholt- inu. Hún sagðist ekkert hafa séð til hreinsunarbíla í sumar, þótt þar væri nóg að starfa til þrifnað- ar, bréf og hvers kyns rusl væri þar fjúkandi um allar trissur. Gíslína bað Velvakanda að koma þeirri fyrirspurn áleiðis fyrir sig til borgaryfirvalda hvort ekki yrði hafist handa við hreinsunarstörf- in þar efra fyrir 17. júní. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í vetur kom þessi staða upp í viðureign meistaranna Shtuka- turkins. sem hafði hvítt og átti leik og Shakarovs. HÖGNI HREKKVISI Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RIKISSJOÐS: Innlauanarverð 8. júní1980 Seðlabankans Kaupgengi m.v. 1 árs Yfir- pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi T968 1. flokkur 5.585.27 25/1 ’80 4.711.25 18,6% 1968 2. flokkur 5.094.17 25/2 '80 4.455.83 14,3% 1969 1. flokkur 4.000.30 20/2 '80 3.303,02 21,1% 1970 1. flokkur 3.667,04 25/9 '79 2.284,80 60,5% 1970 2. flokkur 2.633,67 5/2 80 2.163,32 21,7% 1971 1. flokkur 2.445,40 15/9 ’79 1.539,05 58,9% 1972 1. flokkur 2.131,57 25/1 '80 1.758,15 21,2% 1972 2. flokkur 1.824,36 15/9 79 1.148,11 58,9% 1973 1. flokkur A 1.369,95 15/9 79 866,82 58,0% 1973 2. flokkur 1.261,93 25/1 '80 1.042,73 21,0% 1974 1. flokkur 870,91 15/9 79 550,84 58,1% 1975 1. flokkur 710,08 10/1 80 585,35 21,3% 1975 2. flokkur 536,19 1976 1. flokkur 509,38 1976 2. flokkur 413,66 1977 1. flokkur 384,16 1977 2. flokkur 321,81 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti BRÉF:* «% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miðaö er við auðaeljanlega laateign. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: 1978 1. flokkur 262,25 19/8 2. flokkur 207,00 1979 1. flokkur 175,04 1979 2. flokkur 135,83 1980 1. flokkur 104,97 + dagvextir piÁRPcrrincARPiiAc inanof hp. VERÐBREFAMARKAOUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30 — 16. 25. Hd4! og svartur gafst upp, því að hann á enga viðunandi vörn við hótun hvíts, 26. Hh4 mát. 25. h4 var mun lakari leikur, því svartur lifir enn eftir 25. ... Df5, en ekki 25. ... Bg7, 26. Bxg5+ - Kg6, 27. h5+!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.