Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 Pottarim Urnsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Þaö hefur margt viturlegt verið sagt um gestrisni Islend- inga. Sumum þykir við skara fram úr í þeirri íþrótt, a.m.k. miðað við höfðatölu... Hvað sem því líður eru íslenzk kaffi- boð ótrúlega rausnarleg. Það hefur lengi þótt eftirsóknar- vert að hafa sem flestar tegundir og sem mest af rjóma. Það er vissulega ein stefna, en önnur er sú að hafa færri tegundir og hugsa einnig um þá, sem ekki hrífast svo mjög af kökum. Kökugerðarlist virðist löngum hafa legið vel fyrir okkur, hvernig sem á því stend- ur. Eitthvað hlýtur þó að vera farið að draga úr kökubakstri í heimahúsum, a.m.k. ef marka má innkaup í brauðbúðum fyrir helgar. Sennilega er þessi list þó enn iðkuð af fullum krafti til sveita, enda er þar lengra að fara í búðir. Kökugerðarlistin hefur reyndar komist inn í bókmenntirnar. Halldór Laxness lýsir kökum Hnall- þóru í Kristnihaldi undir Jökli. Og því er það, að myndarlegar tertur hafa stundum verið kallaðar eftir þessari mynd- arkonu og nefndar Hnallþóru- tertur. Hér á eftir fer uppskrift af köku, sem jafnvel Hnall- þóra hefði verið fullsæmd af, en kakan heitir þó eftir annarri konu. Og líklega hefðu þessar tvær heiðurskonur getað bor- ið saman bækur sínar í bökun- armálum, ef þær hefðu getað hitzt... Svona risakaka hæfir vel, þegar tilefnið er ærið. Hún hentar vel á kaffiborð, en einnig sem eftirréttur og þá gjarnan með glasi af portvíni, eða kaffi. Ef kakan á að fara á kaffiborð, er tilvalið að hafa eina þurra köku með, og svo brauð. Brauðið má gjarnan vera heimabakað, borið fram ósmurt með t.d. ostum úr sýrð- um rjóma, kæfu eða öðru því sem ykkur þykir girnilegt. Einhvers konar eplakökur, t.d. heitar, og gjarnan pæi, eru einnig tilvaldar og alltaf sér- lega lystugar. Gerkökur, e.t.v. með eplum, finnst mér vera ómissandi á hvert vel búið kaffi- borð. Og munið að gerkökur og brauð er alls ekki vandbakað. Látið ekki hrollvekjandi þjóð- sögur um vandamál gerbakst- ursins hræða ykkur frá fram- kvæmdum. Flestir eiga meira en nóg af kökuuppskriftum, svo að vandinn felst fyrst og fremst í því að velja eitthvað gott úr bunkanum. Það er ekki óskynsamlegt að hafa i huga, rösklega og skipulega til verks. Sjálfsagt er að hafa sem flesta með við undirbúninginn, því það er varla sanngjarnt að í heilli fjölskyldu bitni allur undirbúningurinn á einum eða einni. Góða skemmtun! Terta Ragnheiðar Ef þessi terta er borin fram sem hluti af viðamiklu kaffiborði dugir hún handa um 15 manns, og reyndar vel það. Um hana er ekki margt að segja. Þetta er súkkulaði- appelsínu-marsipankaka, harla bragðgóð og líkust sælgæti. Hún er best ef hún fær að standa um nótt, svo að botn- arnir blotni vel upp og allt bragð samlagist sem bezt. Botnar: 4 egg 1 'k dl sykur 1 dl hveiti 1 dl kartöflumjöl 2 tsk lyftiduft rifinn börkur af 1 appelsínu 1 dl appelsínusafi 1. Setjið ofninn á 200°. Smyrjið kringlótt kökuform, gjarnan svokallað springform. KAFFIBOÐ að það fer vel á því að kökurnar séu ólíkar á einhvern hátt. T.d. að ekki sé sama einkennandi hráefnið í meira en einni köku, aðeins ein sé heit, aðeins ein með rjóma, og að þær séu misgróf- ar, missætar, og ólíkar á að líta. Yfirleitt er farsælast að hafa fáar tegundir en góðar, eins og ég nefndi áðan. Vegna framkvæmdanna er hag- kvæmt að sumt sé hægt að undirbúa áður, svo að ekki lendi allt á síðustu stundu. Undirbúningurinn er eink- um áríðandi ef margt verður um manninn í kringum kaffi- borðið. Það er seinlegt verk að hella upp á kaffi fyrir marga. Því er ráðlegt að gera það áður en gestirnir koma og hella því á hitakönnur. Sumir eiga eða geta fengið lánaðar kaffivél- ar, sem er tímasparnaður. Ef á þarf að halda, er væntanlega hægt að fá lánað leirtau og hnífapör hjá vinum og kunn- ingjum. Sem sagt, málið er að hugsa vel fyrir öllu í tæka tíð, skipuleggja hvað þarf að gera og hvenær og ganga svo Þau opnast á hliðinni og því auðvelt að ná botninum úr. Ef þið hafið ekki slíkt form, er bezt að setja pappír í botninn, svo að auðvelt sé að steypa kökunni úr. 2. Þeytið eggin svo þau freyði vel. Bætið sykrinum í í mjórri bunu, meðan þið þeytið vel. Rafmagnshrærivél er óneitan- lega til þæginda. Þeytið nú enn og ákaflega, svo að eggja- hræran verði nápast hvít og nokkuð stíf. Blandið þurrefn- unum saman og sigtið þau í. Blandið nú þessu öllu saman og svo rifna appelsínuberkinum. Gætið þess að þvo appelsínuna vel áður og rífið aðeins yzta lagið utan af henni. Deigið í formið og formið í ofninn. Þar á kakan að bakast á neðstu rim í 30—35 mín. Stingið prjóni í. Ef hann kemur þurr úr miðj- unni er hún bökuð. Ef kakan ætlar að dökkna um of áður en hún er fullbökuð, er ekkert annað en að setja álpappír yfir hana í ofninum. Hellið safanum yfir heita, fullbakaða kökuna. 3. Þegar mesti hitinn er rokinn úr botninum, er hann tekinn úr forminu. Nú er að skera hann í tvo helminga, svo hægt sé að setja krem inn í hana. Krem: 200 gr suðusúkkulaði 4 egg Vi 1 rjómi 4 matarlímsblöð 'h dl appelsínusafi 4. Bræðið súkkulaðið. Það er ekki flókið mál. Aðalatriðið er að bræða í vatnsbaði og ekki við háan hita. Súkkulaði bráðnar við um 40°, svo það þarf ekki mikið til. Ef hitinn verður of mikill, bráðnar eða brennur syk- urinn í súkkulaðinu og hleypur í kekki. Þá er ómögulegt að gera krem úr súkkulaðinu. Sem sagt, bræðið súkkulaðið, en ekki á of miklum hita. Látið mesta hitann rjúka úr því. 5. Bögglið matarlímsblöðin saman og leggið þau í bleyti í vatnsbað. 6. Skiljið eggin. Þeytið rauð- urnar þar til þær lýsast og freyða. Blandið þá bráðnu súkkulaðinu saman við og þeytið, svo þetta samlagist. Þeytið rjómann, svo hann verði nokkuð stífur. 7. Kreistið vatnið úr mat- arlímsblöðunum. Leysið þau nú alveg upp í volgum appelsínu- safanum. Það er auðveldast að hita þetta saman í potti. Þegar blöðin eru alveg bráðin takið þá pottinn af og látið þetta kólna. 8. Blandið saman súkkulaði, rauðunum og rjómanum. Þá er að blanda saman matarlíminu og rjómanum. Vafalaust hafið þið heyrt ógnvekjandi sögur um það, hvernig matarlímið hljóp saman í óútskýranlega kekki, þegar því var hellt út í það sem það átti að stífa. Það er engin hætta á að þetta verði ef matarlíminu er hellt í mjórri bunu, meðan þið þeytið kröft- uglega. Einnig er miklu auð- veldara að leysa það fyrst upp í. vökva, sem síðan er hellt í, heldur en að bræða það og hella því eintómu í. Mat- arlímið má ekki vera of heitt, þegar því er hellt í, aðeins rétt volgt í mesta lagi. Ef það er of heitt mærnar kremið, því súkkulaðið skilst aðeins frá. Kremið er þó alls ekki ónýtt, heldur breytir aðeins um útlit og verður svolítið hrukkótt. Það tekur vafalaust enginn eftir því, sem ekki veit af því. í stuttu máli, þá hellið þið mat- arlímsblöndunni í mjórri bunu út í súkkulaðirjómann meðan þið þeytið af krafti. 9. Stífþeytið hvíturnar veru- lega vel og blandið þeim saman við súkkulaðirjómann. Látið nú kremið inn í kæliskáp, svo það stífni. 10. Þegar það er hæfilega stíft, er það sett á neðri botninn, og hinn svo lagður ofan á. E.t.v. er gott að setja álpappírsræmu í kring, svo að kremið leki ekki út. Setjið kremið ekki alveg út á brún, því efri botninn þrýstir því alltaf eitthvað út. Yzta lag: 2% dl rjómi 25 gr sykur börkur af 2 appelsínum vatn sykur 200 gr marsipan ca. 150 gr flórsykur 1—2 msk appelsínusafi 11. Skrælið börkinn þunnt af. Það er bezt að gera það með ostahníf. Reynið að hafa ræm- urnar sem lengstar. Skerið ræmurnar síðan í stafi. Setj- ið þá í pott með ofurlitlu af köldu vatni og látið suðuna koma upp. Þegar hún kemur upp, hellið þið vatninu af og setjið börkinn á pappír. Stráið svolitlu af sykri yfir. 12. Þeytið rjómann ásamt 25 gr af sykri. Bætið minnstu appelsínuræmunum út í rjóm- ann. 13. Hnoðið marsipanið með sykrinum og 1 msk af safa. Bætið safa í ef ykkur finnst massinn of þurr, en annars svolitlu af sykri, ef ykkur finnst hann of blautur. Nú getið þið auðvitað gengið frá kökunni eins og ykkur sýnist, en ég sting upp á einni leið. Fletjið marsipanið út í langa ræmu, Það er bezt að gera það á plasti og jafnvel leggja plast ofan á, ef ykkur finnst mass- inn festast við keflið. Ræman á að passa nokkurn veginn utan um kökuna. Mér finnst þægi- legast að hafa ræmurnar tvær, og skeyta þær saman á hliðunum. Það er skemmtilegt að skera þær til með kleinu- járni. 14. Setjið nú þeytta rjómann ofan á kökuna, en ekki á hliðarnar. Setjið marsipanræm- urnar utan á hliðarnar. Setjið síðan löngu appelsínuræm- urnar ofan á eins og ykkur finnst fara bezt. Afganginn af marsipaninu getið þið mótað í blómablöð, stafi, kúlur eða annað skraut, sem ykkur dett- ur í hug. Þar með er kakan tilbúin. Hún lítur út eins og víður marsipanstrompur með rjóma ofan á. Látið hana nú standa á svölum stað, a.m.k. í nokkra klst. Hún er bezt svöl, en alls ekki kæliskápsköld. Ath. í gömlum uppskrift- um er alltaf tekið fram, að það eigi að sigta hveiti þegar það er sett í deig. Sennilega er þetta til þess að ekkert óæskilegt berist í matinn, en líka til þess, að sem mest loft komist í hveitið og kakan verði sem léttust. Ég held að það sé eitthvað til í þessu og sigta því hveitið, þegar mikið stendur til. Þið skuluð ekki láta það villa um fyrir ykkur, þó að kökugerðin sé útskýrð í löngu máli. Það er ekki af því að það sé svo flókið mál að búa svona köku til, heldur til þess að ekkert fari milli mála og að einnig þeir sem eru stutt komnir út á tertugerðar- brautina geti líka spreytt sig og bakað þessa ljúffengu tertu... Það er nefnilega barnaleikur ef leiðbein- ingarnar eru lesnar nákvæm- lega og þeim fylgt vel í þeim atriðum, sem máli skipta. Auð- vitað getið þið átt við ykkur sjálf hvernig þið gangið endan- lega frá kökunni, og hvernig þið bragðbætið hana. Vín, annar* ávaxtasafi og hnetur eru allt góðar viðbætur. OtlÍfiEFfrt .ÍAFAN Útvarpssegulbandstæki í bíla meö stereo móttakara BORGARTUN118 REYKJAVÍK SiMI 27099 TC- 850/860 ML Bylgjur: LW/MW/FM —MPX Magnari: 2x6 wött Hraöspólun: Afram og til baka Auto Reverse Suðeyðir (Noise killer) Styrkstillir fyrir móttöku TC -25 ML Bylgjur: LW/MW/FM- Magnari: 2x6 wött Hraöspólun: Áfram - MPX SJÓNVARPSBÚtHN Verö kr. 128.000.- Verö kr. 79.500.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.