Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 41 Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar i Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum i borginni.Þeir, sem geta veitt upplýsinar um málin, eru beðnir að snúa sér til deildar- innar i sima 10200. Miðvikudaginn 28. maí s.l. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina R—3144, sem er Mitsu- bitshi Colt, blá að lit. Mun hafa átt sér stað frá morgni þess 22. 5. s.l. fram að kvöldi þess 27. 5. s.l. á Óðinstorgi. Skemmd á bifr. er á afturhöggvara vinstra megin. Miðvikudaginn 28. 5. s.l. var ekið á bifreiðina G—14065, sem er Mazda fólksbifreið 616 ljósgræn að lit á bifreiðastæðinu við Lág- Sigurjón kos- inn forseti borg- arstjórnar BORGARSTJÓRN kaus á fundi sínum á fimmtudagskvöldið í ýmis ráð og nefndir á vegum borgarinn- ar. Forseti borgarstjórnar var kosinn Sigurjón Pétursson, 1. varaforseti Björgvin Guðmunds- son og 2. varaforseti Kristján Benediktsson. Þegar kosið var um 1. varaforseta gerðist það að endurtaka þurfti kosninguna þar sem Björgvin Guðmundsson fékk ekki nægan stuðning í fyrstu tilraun. Þá var kosið í borgarráð og hlutu þessir kosningu sem aðalmenn: Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson, Kristján Benediktsson, Birgir ísl. Gunn- arsson og Albert Guðmundsson. Varamenn voru kosnir þau Adda Bára Sigfúsdóttir, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Davíð Oddsson og Magnús L. Sveinsson. Happdrætti Gusts DREGIÐ hefur verið í happdrætti Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og kom hestur á miða nr. 1386, 21 dags sólarlandaferð á nr. 2274, 7 daga sólarlandaferð á nr. 176, beizli á nr. 1805 og 2482. Númer þessi eru hér birt án ábyrgðar. Tefla í Kaup- mannahöfn TVEIR ungir skákmenn, Lárus Jóhannesson og Páll Þórhallsson munu innan skamms taka þátt í sterku skákmóti í Kaupmanna- höfn. Piltarnir, sem báðir eru 15 ára gamlir hafa unnið mikið sjálfboðaliðastarf fyrir Skáksam- band íslands við útgáfu mótsblaða og er sambandið að verðlauna þá með því að senda þá á mótið. AKilASIM. \ SIMINN EH: múla nr. 9. Skemmd er á hægri framhurð og er grænn litur í skemmdinni. Átti sér stað frá kl. 15,45 til 19,25. Fimmtudaginn 29. 5. s.l. var ekið á bifreiðina Y—7595, sem er Austin Allegro, grænsanseraður á húsagötu við Réttarholtsveg nr. 69—79. Hægra framaurbretti er skemmt. Átti sér stað frá kl. 20.45 til 23.00. Föstudaginn 30. 5. s.l. var ekið á bifreiðina R—56883, sem er Fíat fólksbifreið rauð að lit, þar sem bifreiðin var á stæði Iðnaðarbank- ans við Lækjargötu. Átti sér stað frá kl. 09.00 til 12.00. Vinstra framaurbretti er skemmt, í 60—80 cm. hæð frá jörðu. Sunnudaginn 1. 6. s.l. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifreið- ina R—65746, sem er Plymouth, fólksbifreið hvít með ljósbrúnan topp, þar sem bifreiðin var austan við hús Ásbjarnar Ólafssonar í Borgartúni. Átti sér stað til kl. 02.50 um nóttina. Hægri afturhurð er skemmd á bifreiðinni. Ágúst Geirsson endurkjörinn formaður fé- lags simamanna AÐALFUNDUR Félags íslenzkra símamanna var haldinn 22. mai sl. í frétt frá félaginu segir, að formaður, Ágúst Geirsson hafi flutt skýrslu framkvæmdastjórn- ar fyrir árið 1979. „Kom í ljós að veigamestu þættir í félagsstarf- inu, auk launa og kjaramála voru, endurskoðun reglugerðar um starfsmannaráð Póst og síma- málastofnunarinnar, erlent sam- starf, fræðslustarfsemi, rekstur sumarbúða og ýmis réttindamál félagsmanna. Gjaldkeri, Hermann Guð- mundsson skýrði reikninga og er fjárhagur félagsins góður, félags- menn eru um 1230. Á fundi Félagsráðs F.Í.S. sem haidinn var 29. maí sl. var kosin ný framkvæmdastjórn til næstu tveggja ára. Stjórnin er þannig skipuð: Ágúst Geirsson, formaður, Þor- steinn Óskarsson, varaformaður, Jóhann L. Sigurðsson, ritari, Bjarni ólafsson, gjaldkeri, Ragn- hildur Guðmundsdóttir, með- stjórnandi, Alexander Guð- mundsson, 1. varamaður og Sigur- björg Haraldsdóttir, 2. vara- maður.“ m FISHER toppurinn í dag yðar er valið T\ o o o o o o o o o o o \ I I I O:: O o o o :-0 © o -o o o: o o; o D Q Q C o o o n o o n 0 é Plötuspilari MT-6225 kr. 215.500.- Plötuspilari MT-6360 Timer , TR-3000 kr. 69.500,- Timer TR-3000 Tónsviðsjafnari EQ-3000 kr. 134.500,- Tónsviðsjafnari EQ-3000 Tuner FM-2121 kr. 169.500.- Tuner FM-2331 Magnari CA-2030 kr. 196Í00- Formagnari CC-3000 Kassettutæki CR-4120 kr. 214.500.- Kraftmagnari BA-6000 Samtals Kassettutæki CR-4170 Samtals Jll kr. 69.500.- kr. 134.500.- kr. 264.000.- kr. 157.000.- kr. 372.500,- kr. 430.000,- kr. 1.; BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SÍMI 27099 SJONVARPSBUÐIN Þetta eru adeins tvö dæmi. Að sjálfsögðu eru möguleikarnir miklu fleiri frá FISHER ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.