Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 47 Nytjajurtir (Fjórði hluti) Margar kryddjurtir bæta mat stórlega, eru dýrmæt- ar heilbrigði manna og lækna oft ýmsa kvilla. Auk þess halda þær meira og minna í skefjum meindýr- um í gróðri í námunda við vaxtarstað sinn. Krydd- jurtir er hægt að nota að sumrinu nýtíndar úr garð- inum og þeim má safna og þurrka og geyma þannig til nota á öðrum árstímum. Best er að tína þær á þurrum og heitum dögum og þurrka þær síðan þar til þær molna. Þegar allur raki er úr þeim eru þær geymdar í loftþéttum ílát- um og notaðar eftir hend- inni. Einærar kryddjurtir er hægt að fara að tína og þurrka fáum vikum eftir útplöntun að vori og þær fjölæru þegar líður á jurt, rótin var notuð til lækninga á þvagteppu og taugaslappleika. GRASLAUKURINN - Allium Schoenoprasum er önnur ágæt auðveld og nytsöm fjölær kryddjurt, myndar stóra brúska og getur staðið ár eftir ár á sama stað, en gæta þarf þess að gras komist ekki í brúskana. Sjálfsagt er að nota graslauk óspart til matar, fljótlegast að taka visk af honum í hendi sína, skera, þvo og klippa síðan yfir kartöflurnar á borðinu eða kjöt og fisk eftir vild. Graslauk á aldrei að sjóða. Það er sérlega gott að hafa graslauk í nánd við gulræt- ur, — hann er félagsplanta þeirra, þær vaxa betur og fá fínna bragð ef graslauk- ur er í nánd við þær. Blaðskrúð á skessujurt. • sumar. Þegar rætt er um kryddjurtir kemur fljótt í ljós að þar er úr mörgu að velja og margválegu og fjöldinn allur af þeim er jafnframt indælar skraut- jurtir. Sú fyrsta sem ég ætla að nefna hér er SKESSUJURTIN - Lev- isticum officinale. Þetta er feiknalega gróskumikil og sterk jurt, sem vex með hraði upp af rót sinni á vorin og verður að vöxtu- legum fallega grænum runna. Blöð skessujurtar- innar eru bragðgóð og henta vel sem krydd í súpur og sósur og með allskonar kjötréttum. Blöð jurtarinnar eru mikið not- uð í pakkasúpurnar vin- sælu enda fyrirmyndar súpujurt. Blöðin má auðveldlega þurrka og nota þannig allt árið. Skessu- jurtin er gömul lækninga- Einnig er hyggilegt að planta honum í nánd við rósir, hann ver þær óþrif- um. Fleiri lauktegundir er auðvelt að rækta hér svo sem HJÁLMLAUKINN, sem er skemmtileg planta. Einnig má rækta hér hvítlauk og nota sem varn- arplöntu gegn óþrifum. Hvítlaukur er talinn mjög hollur, hann styrkir blóð- rásarkerfið og lækkar of háan blóðþrýsting. Er auð- ugur af C-vítamíni. Hinir frægu öldungar í Georgíu hafa borðað hvítlauk alla æfi að því að sagt er. Margir skirrast við að nota hvítlauk vegna þess hve hann er lyktsterkur og lyktin vill loða nokkuð lengi við neytandann og er það óþægilegt. Við þessu má gera með því að borða steinselju jafnhliða, hún upphefur lauklyktina. ri^uviúío^M Beomaster 4600 Útvarpsmagnari piötuspilari og segulband. Verö: 720.000 (Greiösluskilmálar). Spariö pláss, án þess aö fórna gæöum. * s Sjá nánar í símaskránni gegnt minnisblaði. verslið I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 SÉRGREIN OKKAR MIÐ-EVRÖPUFERÐIR 2VIKUR Brottför 24. júlí Ekiö veröur frá Frankfurt um: Brottför 7. ágúst Ekiö verður frá Frankfurt um: Þýzkaland til Vínarborgar, þar sem dvaliö veröur í nokkra daga. Gefinn veröur kostur á skoöunar- ferö til Tékkóslóvakíu (Bratlslava). Síöan um Salzburg til lítils fjallaþorps vió Innsbruck, þar sem viódvöl verður höfð. Þaðan veröa skipulagð- ar nokkrar skoöunarferöir. Frá Innsbruck verður síöan ekiö um Munchen og Stuttgart til Frankfurt. Þýzkaland til Luzern í Sviss, þar sem dvaliö veröur í tvo daga. Síöan liggur leiðin um Garmisch Partenkirchen til Innsbruck, þar sem dvaliö veröur í litlu fjallaþorpi rétt fyrir utan borgina. Skipulagóar veröa skoðunarferðir frá báöum þessum stöðum. Frá Innsbruck veröur síöan ekiö um Munchen og Heidelberg til Frankfurt. Ekiö veröur í fyrsta flokks langferöabílum meö loftkælingu. Dvalið veröur á góöum hótelum og þátttakendum séö fyrir hálfu fæöi (morgunmat og kvöldveröi) allan tímann. íslensk fararstjórn. V Ferðaskrifstofan OTC34VTMC Iðnaðarmannahúsinu v/ Hallveigarstíg Símar 28388 — 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.