Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 16
4 8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 VER#LD HARÐSTJORAR Þesrar Macias Nguema, ein- hver grimmasti harðstjóri, sem sögur fara af, var dæmd- ur til dauða á síðast ári, varaði hann landa sína við og strengdi pess heit að snúa aftur til þeirra — sem draug- ur. Með þessari hótun olli Mac- ias þvílíkri skelfingu meðal fyrrum þegna sinna í Mið- baugs-Gíneu, að fæstir þeirra voga sér að nefna hann á nafn, en nota þess í stað ýmis dulnefni eins og t.d. „hinn“ eða að þeir segja bara „forð- um“ þegar átt er við stjórn- artíð Maciasar. Hinn illi andi Maciasar, sem ásamt Idi Am- in og Bokassa skipaði harð- stjóraþrenninguna sem steypt var aí stóli á síðasta ári, setur enn svip sinn á flest í Miðbaugs-Gineu og þrátt fyrir tilraunir nýju stjórn- valdanna er landið í rúst að heita má og hungur og sjúk- dómar hrjá fólkið. Þegar Miðbaugs-Gínea komst undan yfirráðum Spán- verja og varð frjálst og full- valda ríki árið 1968 voru lífskjör þar hvað best í allri Afríku. Macias, sem almennt var álitinn alvarlega geð- bilaður, rak úr landi 40.000 Nígeríumenn, sem sáu um kakóræktunina, og kippti á þann hátt fótunum undan helsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar. Macias snerist því næst gegn þeim, sem einhverja menntun höfðu hlot- ið, og myrti þá hvar sem til þeirra náðist. Að því búnu tók hann til við að uppræta Bubi- ættbálkinnn, sem hann taldi sér stafa hætta af, og hætti ekki fyrr en hann hafði drepið alls 150.000 manns. Macias hafði sérstakt yndi af kvala- fullum pyndingum og opinber- ar aftökur voru á meðal helstu stjórnarathafna hans. Nguema: Rússunum mikið áfall þegar honum var rutt úr vegi. Jafnvel í gröfinni vekur hann enn- þá ugg í ágúst síðastliðnum var Maciasi steypt af stóli og það var frændi hans og varna- málaráðherra í stjórn hans sem það gerði, Teodoro Nguema að nafni. Eftir stjórn- arbyltinguna hafa íbúar Mið- baugs-Gíneu gert sér far um að má minninguna um harð- stjórann burt úr huga sér og er hvergi á hann minnst nema í glugga upplýsingamálaráðu- neytisins en þar er stór teikn- ing af Maciasi í líki óargadýrs. Á teikningunni er hann með fangelsislykla og fyrir framan hann er mannætupottur og standa upp úr honum tvö mannshöfuð. Eins og fyrr segir má hvar- vetna sjá afleiðingarnar af stjórnartíð Maciasar. Glæsi- legar spánskar byggingar frá nýlendutímanum eru að hruni komnar og rafmagnslaust er í Malabo, höfuðborg landsins. Bifreiðar eru fáar eftir í Mið- baugs-Gíneu og það fólk, sem enn býr í höfuðborginni, lifir þar í eymd og volæði. Börnin eru lifandi vitni um hungrið og harðréttið, útblásnir magar og tjásulegt hár. Á einu hefur þó orðið breyting — fólkið er frjálst, pyntingum hefur verið hætt, pólitískum föngum sleppt og skólar hafa tekið aftur til starfa. Stjórnarbyltingin í Mið- baugs-Gíneu var Rússunum mikið áfall. Þeir studdu Maci- as sem þakkaði fyrir sig með því að leyfa þeim að veiða hömlulaust innan fiskveiði- lögsögunnar. Það leyfi hefur nú verið afturkallað og rússn^ esku togararnir eru farnir. í gluggum rússneska sendiráðs- ins eru enn myndir og munir í tilefni af 110 ára afmæli Leníns en starfsfólkið er hins vegar flest á bak og burt. Miðbaugs-Gínea á sem hæg- ast að geta orðið sjálfri sér næg um matvæli og orku og talið er líklegt, að þar megi finna olíu í jörðu. Ef rétt er á málum haldið ættu íbúar landsins að geta búið við betri lífskjör en aðrir Afríkubúar. — IAN MATHER. NYJUNGAR Nú geta menn skraf- að við skjáinn ... Japanlr hafa nú loksins ráðið gátuna um tölvuna talandi en á mikilli vörusýningu i London nú nýverið sýndu þeir tölvusjónvarp sem gat haldið uppi ófullkomnum samræðum við gestina og var laust við að hljóma eins og það væri fullt af kvefi, eins og tölvunum hefur hætt til. Þegar Toshiba-fyrirtækið kom fyrst fram með tölvuna talandi á rafeindatækjasýningu í Japan á síðasta ári, hreykti það sér af því að röddin væri „þýð og kvenleg", en ekki voru allir á sama máli um það á sýningunni í London. Að vísu er röddin „mannleg" og jafnvel „kvenleg", en flestum þótti sem hún væri fremur „þóttafull" en „þýð.“ Hér er e.t.v. því um að kenna hve enskan er ólík móðurmáli sjónvarpstðlvunnar, japönskunni, en á þvi máli gat hún sagt „gerið svo vel að endurtaka skipunina" þegar hún komst í bobba, en á ensku ráð hún aðeins við „endurtakið." Eins og fyrr segir er orðaforði sjónvarpstölvunnar ákaflega lítill og raunar ræður hún aðeins við um 30 einfaldar skipanir eins og t.d. „slökktu á tækinu,“ „rás þrjú, ef þú vilt vera svo væn“ og „hækkaðu hljóðið." Annar mikill galli á gjöf Njarðar er sá, að tölvuna þarf að stilla sérstaklega fyrir ákveðna rödd svo að önnur hljóð eða hávaði leiði hana ekki afvega og af þeim sökum hefur hún ekki enn verið sett á markað. Hvað sem því líður boðar þessi uppfinning breytta tíma: þann dag þegar einkaritarinn og vélritunarstúlkan verða með öllu óþörf og tölvan skráir samviskusamlega allt það sem herra hennar segir við hana. Toshiba-fyrirtækið, eins og önnur fyrirtæki í sömu grein, leggur mikla áherslu á að fullkomna þessu uppfinningu. Taismenn fyrirtækis- ins segja, að gerð hafi verið tölva, sem skráð getur allt, sem við hana er sagt, en um nákvæmni hennar og áreiðanleik vilja þeir ekkert segja. —PETER LARGE Einkaréttur til auðsöffnunar „Sumir eru séðari en aðrir" var svar frú Imeldu Marcos, er hún var spurð um vini og ættingja, sem hafa auðgast í skjóli heriagastjórnar eiginmanns hennar á Filipsseyjum. Svar hennar, sem í hugum marg- ra hérlendis hefur gert hana að ímynd hins óhefta kapítalisma, hef- ur verið notað sem titill á heimild- skjali, er gengur nú manna í millum í hinni leynilegu andspyrnu- reyfingu, en þar eru upp talin útbreidd klókindi þeirra, sem njóta velvildar forsetahjónanna. Upphaflegar rannsóknir annaðist fyrirtæki, sem var umhugað um að forðast „viðkvæm svið“ efna- hagslífsins, þar sem áhrifamiklir aðilar gætu orðið fyrir aðkasti. Lesning þessa plaggs hljómar ýmist eins og „Hver er hvað“ í fjármálalífi Filippseyja, gestalisti í forsetaveislunum, eða ættartala Marcos og Roumaldez fjölskyldn- anna, en hið síðarnefnda var áður ættarnafn Imeldu. Herminio Disini, sem er giftur frænku forsetafrúarinnar, læknir hennar og golffélagi forsetans, lítur út fyrir að vera sá séðasti hinna séðu. Hann er endurskoðandi og stýrir Herdís stjórnunar- og fjárfest- ingarfélaginu, en það á meirihluta í 37 fyrirtækjum, sem spanna allt frá olíuefnaiðnaði og líftryggingum til umboðsstarfsemi fyrir nokkur veigamikil erlend fyrirtæki. Mesta lán hans var árið 1975, þegar Marcos gaf út forsetatilskip- un nr. 750, en með henni var lagður 100 prósent tollur á hráefni til breskra og bandarískra tóbaks- framleiðenda. Hinn innlendi samkeppnisaðili þeirra, Filtersígarettufélag Filipps- eyja, sem er í eigu Disinis og hafði byrjað sem smáskrifstofa með ein- um ritara og sendisveini, hélt áfram að greiða hinn venjulega 10 prósent toll. Á einni nóttu náði Disini allt að því einokunaraðstöðu í filteriðnað- inum — og ágóða, sem er áætlaðun ein milljón dollara á mánuði eða hálfur milljarður ísl. króna. Eitt dótturfyrirtæki Herdis- samsteypunnar er umboðsaðili fyrir Westinghouse-félagið, sem náði samningum um að reisa tvo 600 megawatta kjarnaofna á Filippseyj- um í samkeppni við General Electr- ic. Tilboð General Electric hljóðaði upp á 175 milljarða ísl. króna fyrir að reisa hvorn kjarnaofn. Verðið hjá Westinghouse var 550 milljarðar fyrir einn 620 megawatta ofn. Sagt er, að umboðslaun og þóknun Disinis fyrir „aðstoð við að ná samningnum og þjónustu við að koma honum í framkvæmd" hafi numið sautján og hálfri milljón ísl. króna. Annað dótturfyrirtæki Her- dis var skráð sem aðalundirverktaki framkvæmdanna. Enn annað sá um tryggingarnar. Varnarmálaráðherrann, Juan Ponco-Enrile, hefur verið í hópi nánustu samstarfsmanna Marcos síðan í hinni vel heppnuðu kosn- ingaherferð hans árið 1965. Hann heldur embættinu, enda þótt hann hafi tapað sæti sínu í öldungadeild- inni í síðustu kosningum, sem haldnar voru, áður en herlögum var lýst yfir árið 1972. Með því að beita hernum til að ryðja úr vegi „ólöglegum" tréiðnað- arfyrirtækjum, hefur Enrile nú eignast sjö fyrirtæki í þessum iðnaði. ítök hans í kókoshnetuiðnaðinum fyrir tilstilli Kókoshnetustjórnar Filippseyja, sem lýtur stjórn vinar hans, Felix Duenas höfuðsmanns, eru öllu vafasamari. Fram til þessa hefur engum tekist að komast að því, hvað varð um 100 milljarða króna, sem teknar voru af bændum á ári hverju í formi skatta og lagðar í banka. Dr. Pacifico Marcos, yngri bróðir forsetans, er formaður Sjúkrasam- lagsráðsins, sem fær skyldubundið framlag frá öllum launþegum. Hann á hlut í 23 fyrirtækjum í náma- Marcos: ekki amalegt að eiga hann fyrir ættingja. rekstri, útgáfustarfsemi og hótel- rekstri. Móðir forsetans, Josefa, stendur í skipaútgerð, timburviðskiptum og matvælaframleiðslu. Pio Marcos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.