Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 LHMmö® fM GUDLAUGS ral Aöalskrifstofa Brautarholti 2, (áöur húsgagnaverzlun Reykjavíkur). Símar: 39830, 39831, 22900. Utankjörstaöaþjónusta símar: 29962 og 29963. -------------- Veitið okkur stuðning • ÚTFLUTNINGUR EFTIR AFURE3AFLOKKUM 1881 1974 S/erömaeti,% Hmt« TðHrædíiandbók «74 ©JPB Hvalveiöar skipta íslenzku þjóöina sára litlu máli efnahagslega. Ennþá gefst tækifæri til aö leggja þær niöur af sjálfsdáöum og halda viröingu út á viö. Viljum viö bíöa þar til okkur verður þröngvaö til þess aö hætta? SKULD félag áhugamanna um hvalavernd, Mávahlíö 30, Reykjavík. Sími 12829. Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 apólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 Heildsölu birgöir jnri n H VERSLIO I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SiMI 29800 ^ Úr Reykjavíkurhðín. Yzt til hæjfri á myndinni er 22 feta fluiífisk-hátur. sem segir nánar frá í greininni... vinsæiir rallbátar. íslensku flugfisk-bát- arnir vinsælir rallbátar Suður í Vogum á Vatnsleysu- strönd er plastbátaframleiðsla. Þar eru framl. tvær gerðir af fjölskyldubátum, 18 feta og 22 feta. Má segja að mjög svipað lag sé á báðum stærðum og nefnast þeir Flugfiskar. Bátarn- ir eru sérstaklega eftirtektar- verðir fyrir sjóhæfni sem stafar fyrst og fremst af botnlaginu sem að mínu mati er sérstaklega vel hannað, en það eru Englend- ingar, sem eiga heiðurinn af þeirri hönnun. Ég sagði í fyrir- sögn þessarar greinar að Flug- fisk-bátarnir væru vinsælir rall-bátar. Helstu ástæðurnar fyrir jæim vinsældum eru hversu sterkbyggðir þeir eru og geta náð miklum hraða, burðarþol mikið miðað við stærð, sem kemur sér vel í rall-keppni á löngum leiðum, svo sem um- hverfis landið, þar sem jafn langt er milli hafna og raun ber vitni, sbr. leggurinn Vestmanna- eyjar — Höfn í Hornafirði og Siglufjörður — ísafjörður, sem þýðir að mikinn eldsneytisforða verður hver bátur að geta borið til að ná milli hafna. Að auki búa þessir bátar yfir sérlega mikilli sjóhæfni miðað við stærð sína. í fyrsta ralli umhverfis ísland 1978 kepptu 5 bátar, þar af tveir 22 feta Flugfisk-bátar, en þeir náðu 1. og 2. sæti í þeirri keppni. Svo 1979 kepptu tveir bátar, þar af annar 22 feta Flugfisk bátur, sem sigraði í þeirri keppni. Nú 1980 er ákveðið sjórall umhverf- is landið, sem hefjast á laugar daginn 5. júlí n.k. Lýkur eru á mikilli þátttöku, gert er ráð fyrir að 5-7 Flugfisk-bátar taki þátt í þeim leik. Framieiðandi þessara báta er Runólfur Guðjónsson. Ég lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar og þar á meðal hvar og hvenær hann hefði fyrst leitt hugann að þessari bátafram- leiðslu. „Upphafið að henni var að árið 1976 var ég staddur í Batar Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON Southington á Englandi, kom þar auga á 18 feta plastbát, sem mér leist vel á og keypti hann á staðnum, tengdi hann aftan í bíl minn og dró hann norður allt England og Skotland, alla leið norður til Skrafster, sem er norðarlega á Skotlandi, þar tók ég bátinn um borð í Smyril, sem sigldi með hann heim til íslands. Eftir að hafa reynslusiglt bátn- um hér heima og komist að raun um sjóhæfni hans og kosti, ákvað ég að far aftur út til Englands í Broadfield verk- smiðjurnar, sem framleiða þessa báta. Gerði ég þar samning um kaup á mótum af þessum 18 og 22 feta bátum. Ég vann svo um mánaðartíma í þessari sömu verksmiðju, til þess að kynna mér plastbátaframleiðslu. Að því loknu hóf ég svo bátafram- leiðslu hér heima. Sendi Broad- field verksmiðjan mér tækni- fræðing sem starfaði hjá mér um tíma á meðan fyrstu bátarn- ir voru framleiddir. Ég hóf framleiðslu mína á 18 feta bátn- um, en strax næsta ár hófst framleiðsla á þeim 22 feta, sem ég tel vera mjög heppilega stærð á fjölskylduþáti, þar sem hún sameinar margakosti, svo sem vel viðráðanlegur af og á vagn, þó það stór að vel fer um fjölskylduna í honum, svefnpláss fyrir 2-4, vélastærð geta menn ráðið, hvort sem er bensín- eða díesel vél. í bátnum er handlaug, eldavel og W.C. aðstaða. Þessa báta er hægt að fá á mism. framleiðslustigi. Aðeins er hægt að taka við pöntunum í haust, þar sem framleiðslukvóti fyrir þetta sumar er fullur. Ekki er lögð áhersla á fjöldaframleiðslu, enda allir bátar Flugfisks hand- lagðir í framleiðslu. Erlendis eru það talin meðmæli með hverjum báti, sem handlagður er, sem tryggja á jafna þykkt. Flugfisk- ur hefur nú framleitt nokkra tugi báta af þessum gerðum, sem nefnast Flugfiskur 1800 og Flug- fiskur 2200. Þetta er 18 feta Flugfisk-bátur með sitt ailsérkennilega en vei mótaða botniag, þvi fylgir sjóhæfni, mýkt í sjó og styrkur. Ljósm. H.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.