Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 37 ókomnar plötur frá útlöndum Eins og fram hefur komið áður hefur biðin eftir nýrri Rolling Stones plötu enn lengst og alls endis óvíst hvenær „Emotional Rescue" kemur út en hún er ekki lengur á áætlunum hjá EMI. Bruce Springsteen er jafn skemmtilegur, hans plata hefur verið væntanleg jafnlengi, en hann á víst orðið upptekið efni á einar fimm breiðskífur, en ekkert tilbúið. Hvað um það, vinsælasta erlenda hljómsveitin á íslandi um langt skeið hefur verið Queen, en plata frá þeim er aftur á móti væntanleg. Mun hún heita „Game“ en á henni verða síðustu tvær litlu plöturnar þeirra, „Crazy Little Thing Called Love“ og „Save Me“ auk nýju litlu plötunnar „Play The Game“. Roxy Music er líka með nýja sem er komin út „Flesh And Blood" en á henni er nýja vinsæla lagið þeirra „Over You“. Carlos Santana hefur undanfarið verið að taka upp „digital" upp- tekna plöötu. Þessi plata verður ekki með Santana hljómsveitinni sem slíkri þó Graham Lear, Arm- ando Peraza, Raul Rekow, og David Margen verði á plötunni. En auk þeirra leika Herbie Hancock, Ron Carter, Tony Williams, Harvey Mason og Russell Tubbs, allt þekktir jazzistar, með á plötunni og Herbie eitt af aðalhlutverkunum. Hljómleikaplötur eru orðinn fastur liður. Meðal þeirra sem væntanlegir eru með hljómleika- plötu má nefna Kinks, en plata þeirra hefur reyndar tafist vegna gerðar „video" myndar sem á að koma á markaðinn um leið. Sup- ertramp Live hefur verið væntan- leg um nokkurt skeið og þess má geta að Pink Floyd hafa verið í stúdíó að fínpússa hljómleikaupp- tökur. Mike Oldfield er að koma með nýtt meistaraverk „Airborn" og Peter Gabriel með sína þriðju plötu sem heitir eins og hinar tvær fyrri „Peter Gabriel". Þess má einnig geta að platan hans Jackson Browne er nú tilbúin en ár og dagar eru síðan hann gaf út stúdíóplötu. „McCartney 11“ er nú komin í fyrsta sætið í Bretlandi og ætti að koma hingað í vikunni ef hún er ekki þegar komin þegar þetta birtist. Búist er við nýrri Bob Dylan plötu um mánaðamótin júní-júlí en hann er þegar búinn að taka hana upp með sama liði og aðstoðaði hann á „Slow Train Coming" í fyrra. Alice Cooper er heldur ekki með öllu dauður því hann er kominn á lista með „Flush For Fashion", nýja breiðskífu. Og að lokum þá vantar enn „The Official Bootleg" plötu Blues Band, sem er öldunga- hljómsveit, skipuð Paul Jones og Tom McGuinness úr gömlu Man- fred Mann, auk Hughie Flint, Dave Fletcher og Dave Kelly, en þeim hefur vegnað vel undanfarin ár í spilamennsku í London, og verða meðal þeirra sem koma fram á Knebworth 21. júní næstkomandi. — HIA Stuðmenn — Egill og Sigurður í stúdíóinu. Stuðmannaplöturnar tvær endurútgefnar í lok þessa mánaðar eða byrjun næsta mánað- ar er endurútgáfa Stuð- mannaplatnanna, „Sumar á Sýrlandi“ og „Tívolí“ væntanleg. Munu þær verða gefnar út saman í albúmi í þetta sinn og er verið að hanna nýtt albúm. Þess má geta að síðsumars er búist við því að upptökur á enn einni íslensku kvikmyndinni hefjist, en hún'á einmitt að heita „Tívolí“ og munu lög Stuðmanna verða notuð í þeirri mynd bæði gömul og ný, en Stuðmenn komu einmitt saman í vetur og tóku prufur af nokkrum laga- hugmyndum sem eiga eflaust eftir að birtast. í Stuðmönnum í þess- um nýju lögum verða Jakob Magnússon, Egill ólafsson, Valgeir Guð- jónsson, Sigurður Bjóla, Tómas Tómasson, Þórður Árnason og Ásgeir Ósk- arsson. Útgefandi endurút- gáfunnar er Steinar hf., en þeir eru einnig að endurútgefa 4 „bílaspól- ur“ með 20 vinsælustu lögum útgáfunnar og tengdra útgáfa, á hverri. - HIA. Málning og málningarvörur Veggstrigi Veggdúkur Veggfóöur Fúavarnarefni Bondex, Solignum, Pinotex, Architectural. Afsláttur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 Þús. jaq/ veitumvið IU /0 50 bús. jpq< veitum við 10/0 atslátt. afslátt. Sannkallað LITAVERS kjörverð Ertu að byggja, viltu breyta, þarftu að bæta? Líttu viö í Litaveri, því þaö hefur óvallt borgað sig. Grensésvegi, Hreyfilshúsinu. Simi 82444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.