Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1980 53 í austur-þýskum blöð- um eru fréttir af auknum hernaðarumsvifum á Persaflóa eins og í blöð- um annars staðar. en þær koma neðst á fimmtu síðu. í Afganistanmálinu hafa blöðin haldið sig við sovésku línuna, í málefn- um írans eru þau var- færnisleg, næstum skeyt- ingarlaus. Gíslarnir eru ekki gíslar, heldur „starfs- menn í haldi“. Hótanir Carters eru ofstopi heimsvaldasinna, and- spyrnumenn og jafnvel keisarinn sleppa með litl- ar skammir. Þannig er mál með vexti að heppnin var með Austur-þýska alþýðulýðveldinu hvað viðkemur íran. í Austur-Berlín stóð heim- sókn keisarans fyrir dyrum þeg- ar fyrstu stúdentauppþotin hóf- ust í Teheran. í Neues Deutsch- land hafði þegar birst viðtal þar sem keisarinn var sífellt ávarp- aður „yðar keisaralega hátign". Sæma átti keisarann heiðurs- doktorsnafnbót við Humboldt háskólann. Hann frestaði heim- sókninni á elleftu stundu. Víða heyrist útvarp frá Vest- ur-Þýskalandi og vestur-þýskt sjónvarp nær til % hluta lands- ins þar sem \ hlutar fólksins búa, á kvöldin er mest horft á það. En fréttirnar eru um deilur í fjarlægum heimshornum. Það hefur alltaf verið að koma upp hættuástand í heiminum. Þriðja heimsstyrjöldin er ekki yfirvof- andi, það verður engum sprengj- um varpað. THE OBSERVER Peter Freund Allar þær frétt- ir — sem f alla að f lokkslínunni Peter Freiind er dul- neíni þekkts austur- þýsks rithöíundar. Nafni hans er haldið leyndu af stjórnmálaástædum. SÉÐ inn i Austur-þýska alþýðulýðveldið yfir Berlinarmúrinn illræmda. Þar héldu ráðamenn fyrir skemmstu upp á 30 ára afmæli rikisins og notuðu tækifærið til að láta „dást að sér i blöðum — og hrósuðu sjálfum sér um leið“. Þannig mundu 80% fólks svara ef blaðamenn frá Vestur- löndum gerðu skoðanakönnun, því Austur-Þjóðverjar hafa nærtækari áhyggjuefni, það hef- ur dregið mjög úr framboði á vörum og þjónustu á undanförn- um sex mánuðum. Haldið var upp á 30 ára afmæli Austur-þýska alþýðulýð- veldisins fyrir skömmu. Leiðtog- ar flokks og ríkisstjórnar létu dást að sér í blöðum (og hrósuðu sjálfum sér um leið). Næstum um leið rauk verðlag upp. Það var ekki húsaleiga, brauð og aðrar lífsnauðsynjar sem hækk- uðu, enn er hægt að fá hræódýrt húsnæði, heldur voru það vörur eins og sængurfatnaður og hand- klæði. Hækkunin var þreföld. Hvar sem þessi varningur er á boðstólum myndast biðraðir. Hillurnar tæmast á hálftímav 1 blöðunum er skrifað um verð- hækkun á baðmull á heimsmark- aði, rússnesk baðmull er þar orðalaust innifalin. En ekki er minnst á verðhækkanir á þess- um vörum í verslunum. Kjöt. Enn geta Austur-Þjóð- verjar ekki farið í kjötverslun og sagt við sjálfa sig: „í dag ætla ég að fá tungu eða kótilettur eða lambalæri". Menn verða að taka það sem býðst. Það er alltaf eitthvað til, en það hefur dregið mikið úr úrvalinu, Feitt kjöt af gömlum rollum, súpukjöt af nauti, ókræsilegir hænsnakjöts- bitar, bacon er selt undir borðið. Ef fólk langar í almennilegan kjötbita þarf að eyða klukku- tíma í að hafa upp á honum. Margt af því þesta sem fram- leitt er í landinu er selt til Vesturlanda fyrir harðan gjald- eyri, þessi skrýtla er sögð í Austur-Þýskalandi: Svínum er ekki lengur slátrað, þau eru sprengd í loft upp. Kjötið lendir á Vesturlöndum, beinin í Pól- landi en skíturinn verður eftir hjá okkur. Þeir sem eiga bíla, og þeir eru þó nokkrir, eru á sífelldum hlaupum eftir varahlutum. Bílar eru ónothæfir vikum saman af því að það vantar rafgeymi, dekk, eða kannski hljóðkút, oft er um hreina smámuni að ræða. Bíleigendur komast þó a.m.k. út úr bænum. Aður komust þeir fátækari með áætlunarvögnum á ferðamannastaði, eða til að skoða kastala og söfn. Nú hefur verið dregið úr áætlunarferðum. Svona ófélagslegur eldsneytis- sparnaður kemur harðast niður á gamla fólkinu og ungu barna- fólki. Hinir sterkari og snjallari eru betur settir. Fyrir skömmu var áætlunar- flugi innanlands hætt, landið er >kki nógu stórt til að það þættl verjandi. En jafnframt var hætt ferðum með áætlunarbílum úr þorpum á leiksýningar í borgum, það var vafasamur sparnaður á menningarsviðinu. Gullverð sjöfaldaðist í einni svipan, silfurverð ellefufaldað- ist. Hver áhrifin verða í tann- lækningum vitum við enn ekki. Ekki hefur verið minnst á þetta í blöðunum. En á forsíðunum gat að líta áhrifamiklar hvatningar um að auka framleiðsluna, og leggja á sig meiri ólaunaða yfirvinnu. Þar sem fólk hittist er ekki talað um hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni, heldur um vöruskort og verðlag. „Mig vant- ar bor.“ „Áttu handlaug?" „Dótt- ir mín er trúlofuð pípulagn- ingamanni, hann gæti...“ „Áttu sement?" „Áttu kók?“ „Ég þekki mann sem er með leðurjakka (eða vantar jakka, breytir þeim eða skiptir á þeim ...)“ Þannig er talað. Nei, kjarn- orkustríð er ekki yfirvofandi. Aðstoð við Nicar- agua samþykkt Washinjíton, 6. júní. AP. FULLTRÚADEILDIN banda- ríska samþykkti í gær, fimmtu- dag, að veita Nicaragua 53,7 millj. dollara í aðstoð og er það hluti af 5,2 milljarða dollara aðstoð við erlend ríki. Aðstoðin við Nicaragua hefur valdið nokkrum deilum í Banda- ríkjunum og hefur sumum þing- mönnum þótt Sandinistahreyfing- in í Nicaragua draga fullmikið dám af Kastró og kommúnistum. Það sem einkum er talið hafa valdið sinnaskiptunum á þingi er skipun Arturo Cruz í herforingja- stjórnina í Nicaragua, en hann er maður hófsamur og talaði máli Nicaragua við þingmenn úr full- trúadeildinni og öldungadeildinni fyrr í þessari viku. Ekkja Amendola látin Róm. fi. júní. AP. í DAG lést í Róm Germaine Amendola, ekkja Giorgio Amend- ola, íyrrv. formanns ítalska kommúnistaflokksins, aðeins sól- arhring eftir að maður hennar féll frá. Germaine var stödd í Villa Gina-sjúkrahúsinu þegar dauða hennar bar að en lík manns hennar lá þar á líkbörunum. Sandro Pertini, Ítalíuforseti, hraðaði sér strax á vettvang til að votta aðstandendum hinnar látnu virðingu sína. Meir Kahane í fangelsi Jerúsalcm, 6. júní. AP. MEIR Kahane, stofnandi Varn- arráðs Gyðinga og leiðtogi hinn- ar öfgafullu Kack-hreyfingar í ísrael. var í dag fluttur aftur í fangelsi eftir að gæsluvarðhalds- úrskurður yfir honum hafði verið staðfestur. Kahane sagði fréttamönnum, að hann vonaðist til að Gyðingar hefðu staðið fyrir sprengjutilræð- unum sl. mánudag, þegar arab- ískir borgarstjórar í Nablus og Ramallah slösuðust alvarlega. matar-og kafíistell CORDA. nýtt matar- og kaffistell. Hönnuðurinn HERTHA BENGTSON er sænsk og tekst henni hér mjög vel að sam- eina léttleika og dæmigert skandinavískt útlit. Nýjungar. svo sem lengri börð á diskum og skálum, falla vel að heildarsvip og auka á notagildi. CORDA er eldfast og hentar vel til notkunar í örbylgjuofnum. CORDA er fagurt og notadrjúgt matar- og kaffistell. HERTA BENGTSON hefur einnig hannað dúka. diskamottur. servíettur 09 serviettuhringi í stil við CORDA. Gullfalleg Rosenthal vara. — matarstell í drapplitu. rauðu eða gulu. SCANDIC stellið sameinar gæðaframleiðslu. fallega hönnun og frábæran stíl. SCANDIC stelliö er kjörið fyrit þá sem kunna að meta fagra hluti og notadrjúga. SCANDIC er dæmigerð vara frá Rosenthal. ARCTA ER AÐDAUNARVERT ARCTA matar- og kaffistellið vekur óskipta athygli og aðdáun hvar sem það sést; — fyrir fal- legar línur, fráþæra hönnun og skemmtilega áferð. ARCTA fæst aðeins hjá okkur. Nýja línan í matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holidayer sérlega létt og meðfærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjúgt við hvers kyns heimilishald Leikandi létt og hrífandi þannig er Holiday alveg eins og sumar- fríið á að vera Svo við minnumst á veðrið. — nei verðið þá er það sérlega hag- stætt Komið og skoðið Holiday. studio-line A. EINARSSON & FUNK Langavegi 85 SÍMI18400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.