Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
141. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kína aðvarar
Víetnamstjórn
Pekinií. 15. júní. AP.
KÍNVERJAR vöruðu Víetnama við því í dag að það gæti
haft í för með sér „alvarlega hættu“ ef þeir héldu áfram
„hernaðarævintýrum“ í Thailandi og hétu Thailending-
um eindregnum stuðningi við „baráttu gegn árás“.
Hins vegar var ekki gengið svo langt í yfirlýsingu frá
kínverska utanríkisráðuneytinu að hóta tilteknum
aðgerðum Kínverja gegn Víetnömum.
í Bangkok var í dag skýrt frá
verulegum liðsflutningum Víet-
nama Kambódíumegin landa-
mæranna, en bardagarnir með-
fram landamærunum virðast hafa
dvínað og fréttir hafa aðeins
borizt af smáátökum og vopna-
viðskiptum.
Thailendingar skýrðu einnig
frá bardögum milli víetnamskra
hersveita og stuðningsmanna Pol
Pot, fyrrverandi forsætisráð-
herra, austur og suður af thai-
lenzka landamærabænum Arany-
aprathet innan landamæra Kam-
bódíu. Víetnamar hafa enn smá-
svæði norður af bænum á valdi
sínu, en meginlið þeirra virðist
hafa búið um sig rétt handan við
landamærin í Kambódíu.
Utanríkisráðherra hinna fimm
aðildarlanda bandalags Suð-
austur-Asíuríkja (Asean) for-
dæmdu herhlaup Víetnama í dag
og kváðu það „ábyrgðarlaust og
hættulegt" og beina ógnun við
öryggi í þessum heimshluta.
Thailendingar bönnuðu í dag í
óákveðinn tíma birgðaflutninga
flugvéla frá Bangkok til Phnom
Penh og ferðir skipa til Bangkok
með vistir til Kambódíu í hefnd-
arskyni við aðgerðir Víetnama.
Utanríkisráðherra Víetnam
Nguyen Co Thach kom í dag til
Bangkok í heimsókn, sem var
ráðgerð áður en aðgerðir Víet-
nama hófust, og efnt var til
mótmæla gegn honum.
Til þessa hafa 24 thailenzkir
hermenn fallið og lík 41 Víetnama
hefur fundizt. Sagt er að 10.000
víetnamskir hermenn séu með-
fram landamærunum.
Joseph Luns. aðalritari Atlantshafsbandalagsins, flytur ávarp viö setningu utanríkisráöherra-
fundar bandalagsins, sem hófst í Ankara í Tyrklandi í gær.
Nato ræðir aðstoð við
afganska skæruliða
Ankara, 25. júní. AP.
Utanríkisráðherrar Nato
reyndu í dag á fyrsta fundi
sínum síðan Rússar réðust
inn í Afganistan í desember
Samningum um
gíslamálið spáð
París, 25. júni. AP.
SADEGH Ghotbzadeh sagði
í dag í viðtali við vikublaðið
Paris Match að íranska
þingið tæki fyrir mál band-
arisku gíslanna eftir tvær
eða þrjár vikur og sam-
ningaviðræður um framsal
þeirra gætu hafizt eftir einn
og hálfan mánuð.
Ráðherrann ítrekaði að eitt af
skilyrðum írana væri að Banda-
ríkjamenn hæfu víðtæka og alvar-
lega „Watergate-rannsókn" á því
hlutverki sem þeir hefðu gegnt í
íran. Paris-Match benti á að
afstaða íransstjórnar til gísla-
málsins hefði breytzt svo oft að
erfitt væri að sjá hver staðan væri
nú.
Trúarleiðtoginn Mohammed Be-
heshti, áhrifamaður á nýkosnu
þingi, sagði í dag að nokkur
möguleiki væri á því að gíslar,
sem yrðu ekki fundnir sekir um
njósnir, yrðu látnir lausir. En
hann sagði að lokaákvörðunin
lægi hjá þinginu.
írakar hafa sakað íran og
ónefnt Arabaríki um að vopna og
þjálfa skemmdarverkamenn í írak
að sögn íröksku fréttastofunnar í
dag. Sagt er að skemmdarverka-
mennirnir hafi verið teknir hönd-
um og þessar upplýsingar hafi
komið fram í yfirheyrslum.
að þreifa fyrir sér um
áþreifanlegri diplómatískar
og hernaðarlegar ráðstafan-
ir til að fá Rússa til að hörfa
frá Afganistan. en svart-
sýni á að hörkulegt tal hefði
áhrif á Rússa hélt aftur af
þeim.
Meðal annars er rætt um áætl-
un um vestræna aðstoð við Afgani
sem berjast gegn sovézka herlið-
inu. Bretar ganga lengst í slíku
tali og brezkur diplómat gerði sér
far um að kalla þá „frelsissveitir".
Bandarískur embættismaður kall-
aði þá „uppreisnarmenn".
Ráðherrarnir ræddu einnig til-
lögur líkar þeirri og Jimmy Carter
forseti boðaði í Madrid á þá lund,
að einhvers konar „bráðabirgða-
stjórn" verði mynduð í Afganistan
til að Rússar bíði ekki álitshnekki
ef þeir flytja herliðið burtu.
„Ég er ekki bjartsýnn á að
leiðtogarnir í Kreml svari á já-
kvæðan hátt þrýstingi fordæm-
ingar heimsins," sagði Josef Luns,
framkvæmdastjóri Nato í setn-
ingarræðu.
Edmund Muskie, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hvatti til
„samstilltra viðbragða“ og sagði
að koma yrði ótvírætt fram að
árás yrði svarað með festu.
Embættismenn sögðust ekki
eiga von á tilkynningu um áþreif-
anlega nýja stefnu Nato til að
knýja á Rússa um að flytja herlið
sitt frá Afganistan.
Fjöldagröf í Tripura
Nýja Delhi. 25. júní. AP.
FJOLDAGROF hefur fundizt í
þorpinu Athara Card i Tripura
á Norðaustur-Indlandi og þar
með er vitað að minnst 2,000
hafa beðið bana i fjöidamorðum
ættflokkamanna á Bengölum í
fylkinu að sögn hlaðsins India
Expréss í dag.
Blaðið hefur eftir sjónarvotti
að ættflokkamenn hafi umkringt
þorpið, lagt eld að því og brytjað
niður um 1,000 þorpsbúa. Áður
hafði opinberlega verið frá því
skýrt að minnst 1,000 hefðu týnt
lífi í fyrstu árásum ættflokk-
anna á byggðir Bengala 7. júní.
Tillögur frá Carter um
lausn Afganistandeilu
Madrid, 15. júni. AP.
JIMMY Carter forseti hefur lagt
fram tillögu um bráðabirgða-
lausn á Afganistanmálinu til að
koma í veg fyrir fjöldamorð á
stuðningsmönnum Rússa ef sov-
ézka herliðið verður flutt burtu
að sögn embættismanna þegar
forsetinn kom til Spánar i dag
fyrstur bandariskra þjóðhöfð-
ingja síðan Franco ríkisleiðtogi
lézt. Ilann sagði við komuna að
endurreisn lýðra'ðis á Spáni
hefði haft uppörvandi áhrif á
Vesturlöndunum.
Carter hefur ekki áður minnzt
opinberlega á bráðabirgðalausn
og orð hans eru túlkuð þannig
að hann sé reiðubúinn að ræða
pólitiska lausn i Afganistan ef
Rússar samþykkja fljótlega að
flytja herlið sitt burtu.
Embættismenn sögðu að full-
vissanir um' að komið yrði í veg
fyrir fjöldamorð og að stjórn
eindreginna andstæðinga Rússa
yrði ekki mynduð kynnu að reyn-
ast nauðsynlegar forsendur fyrir
hugsanlegum brottflutningi
Rússa. Þeir sögðu að tillögur
Carters hefðu verið lagðar fyrir
sovézka leiðtoga í siðasta mánuði.
„Við viðurkennum að það eru
lögmætir öryggishagsmunir
Rússa að Afganistan verði ekki
breytt í andsovézkt útvirki af
einhverju tagi,“ sagði embættis-
maður fréttamönnum. Hann sagði
að samkvæmt sumum fréttum
hefðu Rússar fjölgað í herliði sínu
í Afganistan úr 85.000 mönnum í
100.000 menn.
Kabul-útvarpið minntist ekki á
tillögu Carters í dag en sagði aö
stjórn Afganistans væri enn
reiðubúin til viðræðna við íran og
Pakistan. I Moskvu sagði frétta-
stofan Tass að tillaga Carters
væri „vísvitandi óljós".
Rúmenska fréttastofan fagnaði
í dag heimsókn Carters til Júg-
óslavíu og kvað hana „mikilvæga
ráðstöfun" og „jákvæða stað-
reynd“.
Vinstrisinnar í Portúgal ráð-
gera mikil mótmæli gegn heim-
sókn Carters þangað, en mið- og
hægri flokkar innilegar móttökur.