Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
45
U1*U} ‘
f
VELVAKANDI
SVARAR j SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MANUDEGI
nr iiJJVnFK-aa'u it
1
skroppið út í búð. Einnig er hætta
á að unglingar leiðist frekar út í
áfengisneyslu ef þeim verður gert
auðveldara að nálgast áfengi á
þennan hátt. Því miður eru alltaf
einhverjir sem leggjast svo lágt að
kaupa áfengi fyrir unglinga, —
dæmin sanna það. Afengisútsalan
laðar að sér drykkjufólk og skapar
samfélagsleg vandamál. Löggæslu
mun þurfa að auka og ekki
ótrúlegt að hér þyrfti að koma upp
fangageymslum. Allt mun þetta
stuðla að auknum útgjöldum bæj-
arfélagsins, óþægindum, ónæði og
margs konar böli fyrir bæjarbúa.
Aukum ekki á ógæfu annarra.
Bjóðum ekki hættunni heim.
Greiðum atkvæði gegn áfengisút-
sölu á Seltjarnarnesi.
Á.K.O.
• Dæmisögur
Bjarna
Heiðraði Velvakandi.
Mig langar til að gera athuga-
semd við tvo pistla sem birst hafa
um mannanöfn. Þar hefur því
verið haldið fram að óréttlátt væri
að skylda þá sem gerast hér
ríkisborgarar til að taka sér ís-
lenskt nafn. Ég er ósammála
þessu. Mér finnst ekkert eðlilegra
en þetta fólk beri íslensk nöfn ef
það vill vera íslendingar á annað
borð.
En Bjarni er greinilega á öðru
máli og hefur auðvitað fullan rétt
til þess. En þegar ég las seinna
bréf hans, tvær dæmisögur sem
hann hafði máli sínu til stuðnings,
var mér alveg nóg boðið. Bjarni
minn, ég sé að þú kannt vel að
halda á penna en röksemdir þínar
eru fráleitt réttmætar.
I fyrri dæmisögunni er einhver
Sæmundur í Frakklandi sem feng-
ið hefur á sig nafnið Kollur. En
hefði hann þurft að gleyma upp-
runa sínum þar fyrir, — eitthvað
kröftugra hlýtur Skolli að hafa
haft til að glepja fyrir honum.
Hin sagan er ennþá fáránlegri.
Hún á víst að vera um Jesúm
Krist. Hvaða kristin þjóð hefur
ekki lagað nafn hans að tungu
sinni — og kemur það ekki út á
eitt. Er hann ekki einn og sannur
fyrir því. Varla heldur Bjarni því
fram að allar þjóðir beri nafn
hans fram á sama hátt og við —
eða hvað?
Jónas.
• Tillaga um
bjórinn
Vesturbæingur hringdi og bar
fram eftirfarandi fyrirspurn: „Er
ekki kominn tími til að ráðamenn
landsins bættu svo sem einu
prósenti við íslenska bjórinn, — ég
á við Pilsner og Thule. Þannig ætti
að vera hægt að fikra sig uppávið
um eitt prósent í senn og sjá til
hvort allt færi á annan endann þó
hér á landi væri bjór. Ég hef
aldrei skilið þessa miklu hræðslu
sumra manna við bjórinn og
aldrei skilið hvers vegna hann er
ekki seldur hér rétt eins og annað
áfengi. Þjóðinni stafar síst meiri
hætta af léttum bjór en rótsterku
brennivíni.
• Sóðalegt í
Miðbænum
Húsmóðir hringdi og kvartaði
undan því hversu mikið sé af alls
konar drasli á götum í Miðbænum.
Um þetta sagði hún m.a.: „Það er
hörmulegt að sjá hvernig gengið
er um á Lækjartorgi, ég hef aldrei
séð jafn mikið af drasli þar og
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Augs-
burg í Vestur-Þýzkalandi í fyrra
kom þessi staða upp í viðureign
stórmeistaranna Nemet, Júgó-
slavíu, sem hafði hvítt og átti leik,
og Unzicker, V-Þýzkal.
25. d6! - Bxg2, 26.dxc7! - Bb7,
27. IId8 - Kf8. 28. RÍ5 og
Unzicker gafst upp, því að hann á
enga vörn gegn hótuninni 29. Rd6.
núna síðustu daga. Þar eru hrúgur að sjá að þarna þarf að þrífa til, —
af alls konar pappírsdrasli, mat- oftar og betur. Svona lagað er ekki
arleifar og jafnvel brotnar brenni- hægt að láta viðgangast í hjarta
vínsflöskur. Borgaryfirvöld hljóta borgarinnar.
HÖGNI HREKKVÍSI
„ ðo.uóí), LÁT'nJ 6VONA ' LATTU
" HA/VN rk TJ'aCóJÓöwn . ."
Kosningaskrifstofur
um allt land
í Reykjavík
Aöalskrifstofan Brautarholti 2, símar 91-39830,
39831, 22900, 29963, 29964.
Skrifstofan í vesturbæ
Sörlaskjóli 3, s. 25635.
Skrifstofan í Breiðholti
Gerðubergi 3—5 s. 77240.
Utan Reykjavíkur
Mosfellssv. Vezlunarmiðstöðinni s. 66099.
Akranes Skólabraut 21, s. 93-1915.
Borgarnes Skúlagata 14, s. 93-7610.
Patreksfjöröur Aöalstræti 2, s. 94-1470.
ísafjörður Hafnarstræti 2, s. 94-4103.
Skagaströnd Borgarbraut 11, s. 95-4626.
Sauöárkrókur Aöalgata 2, s. 95-5701.
Siglufjöröur Grundargata 5, s. 96-71250.
Ólafsfjörður Kirkjuvegur 1, s. 96-62373.
Dalvík Jónsínubúð s. 96-61477.
Akureyri Strandgata 7, s. 96-25599.
Húsavík Garðarsbraut 62, s. 96-41879.
Seyöisfjöröur Austurvegi 11, s. 97-2167.
Neskaupsstaður Strandgata 1, s. 97-7339
og 7439.
Eskifjöröur Strandgötu 64, s. 97-6125.
Reyöarfjörður Söluskáli Aöalsteins Eiríkssonar,
s. 97-4199.
Fáskrúösfjöröur Hamarsgötu 3, s. 97-5117.
Höfn, Hornafirði Höfðavegi 8, s. 97-8650.
Vestmannaeyjar Skólavegi 13, s. 98-2341.
Hella Verkalýðshúsið s. 99-5028.
Selfoss Austurvegi 38, s. 99-2166.
Grindavík Víkurbraut 19, s. 92-8577.
Garður Garðbraut 83, s. 92-7082.
Keflavík og Njarövík
Hringbraut 106, s. 92-1212.
Hafnarfjörður Reykjavíkurvegi 66, s. 91-53852.
Garöabær
Skátaheimilið Hraunhólum 12, s. 91-54255.
Kópavogur
Skemmuvegur 36, s. 91-77600 og 77700.
Sjálfboðaliðar látið skrá ykkur.
Geriö skil í happdrættinu.