Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 3 Lagmeti flutt út fyrir 2.3 milliarða í fyrra HEILDARSALA Sölu- stofnunar lagmetis nam á síðasta ári 2.283 milljón- um króna og var verð- mætaaukning á milli ára 40%. Hins vegar varð sam- dráttur í magni, sem nam um 140 tonnum eða 9% og er skýringin fyrst og fremst sú. að sala á gaffal- bitum til Sovétríkjanna dróst saman um 367 tonn eða V3 af magni ársins 1978. Nokkur breyting varð á magni hinna ýmsu vörutegunda á milli ára og þrefaldaðist t.d. magn rækju og reyktra síldar- flaka á milli ára. Nokkur aukning varð einnig í sölu kavíar og lifrarpöstu. en sala á þorsklifur dróst hins vegar saman vegna skorts á vörunni. Mikil breyting varð á hlutdeild hinna ýmsu markaðssvæða eins og sést á eftirfarandi yfirliti. Landsvæði 1978 % EFTA EBE A-EVRÓPA BANDARÍKIN ANNAÐ 1.1 15.6 72.3 8.3 2.7 100.0 1979 % 5.5 28.8 45.6 18.6 2.0 100.0 I skýrslu um starfsemi SL, sem Skyndisala: Nær helm- ings verð- lækkun á tómötum og gúrkum SÖLUFÉLAG garðyrkju- manna efnir þessa dagana til skyndisölu á tómötum og gúrkum og hefur verð á þess- um vörum verið lækkað um nær helming meðan á skyndi- sölunni stendur. „Við viljum með þessu gefa fólki kost á að kaupa ódýrt grænmeti yfir háuppskerutímann.“ sagði borvaldur borsteinsson, framkvæmdastjóri Sölufélags- ins í samtali við blaðið. Heildsöluverð á hverju kílói af tómötum hefur verið lækkað úr 1800 kr. í 1000 kr. og má því gera ráð fyrir að í smásölu kosti tómatkílóið frá 1300 til 1400 krónur. Kílóið af gúrkum hefur verið lækkað úr 1300 kr. í 700 kr. í heildsölu og kostar í smásölu milli 900 og 1000 kr. Þorvaldur sagðist ekki geta sagt til um hvað þessi skyndi- sala stæði lengi. Þorvaldur sagði, að mjög gott útlit væri með útiræktað grænmeti í sumar og mætti gera ráð fyrir að um miðjan júlí færi kál og rófur að koma á markaðinn. lögð var fyrir aðalfund á þriðju- dag, kemur fram að síðastliðið ár verður að teljast mesta áfallaár í sögu stofnunarinnar. Er í því sambandi átt við kvartanir, sem fram komu um gæði gaffalbita í lok árs 1978 og rækju í lok árs 1979. Ellefu lagmetisverksmiðjur voru virkar í útflutningi á síðasta ári og voru fjórar þeirra með yfir 90% útflutningsins. Þær eru: K. Jónsson og Co h.f. 44.2% Norðurstjarnan h.f. 20.0% Lagmetisiðja Siglósíld 19.2% Fiskiðjan ARCTIC 8.5% Bíll út af FÓLKSBtLL úr Reykjavík fór út af aflegKjaranum að Almannagjá á Þingvöllum. skammt fyrir austan Kárastaði. i fyrrinótt. ökumaður og þrir farþegar voru i bilnum. en enginn þeirra hlaut teljandi meiðsli. ökumaðurinn er Krunaður um olvun við akstur. Eldur í skúr ELDUR kom upp i geymsluskúr við Ásvallagötu 46 í Reykjavík laust eftir hádegi í gær. Slökkvi- liðið var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Skúrinn og það, sem i honum var, brann að mestu og i gær voru rústirnar rifnar. Um klukkan fjögur í gær var Slökkviliðið kalíað aftur á staðinn og var þá eldur i rústunum. Talið er að um ikveikju kunni að hafa verið að ræða. OSLO Guðjón Ólaf sson og fjölskylda á ferðalagíi Ef fjölskyldan fer saman í frí til Osló er um margt aö velja til skemmtunar og fróöleiks. Þegar sólin skín og gott er veöur er upplagt aö fara aö Ðogstadvatni aö synda og sóla sig, jafnvel slá upp tjaldi á góöu tjald- stæöi viö vatniö. Aö Bogstadvatni er 10 mínútna akst- ur frá miöborginni. Einnig eru góöir baöstaöir út meö vesturströnd Oslófjaröar svo sem Hvalstrand. Af söfnum og skemmtileg- um stööum, sem okkur fannst gaman aö heimsækja, má nefna Bygdoy. Þar eru mörg söfn, t.d. Norska Þjóöminjasafnið (Norsk folkemuseum), Kon-Tiki safnið (Kon-tiki museet) meö hinum frægu farkostum Thor Heyerdal og Víkingaskipahúsið þar sem skip og annar búnaöur víkinganna er til sýnis, allt hlutir frá fornri tíö, sem fundist hafa. Einnig er gaman aö fara meö „trikknum" (sporvagn) upp á Holmenkollen og skoöa stökk- pallinn og skíöasafniö, og Ijúka þeirri ferö á góöum veitingastaö ofar í hlíöinni, sem heitir Frognerseteren. í Vigeland Parken er gaman aö ganga um og skoöa allan hinn ótrúlega fjölda mannamynda eftir norska myndhöggvarann Gustav Vige- land. í garöinum og í tengslum viö hann eru leikvellir, veitinga- staöir og útisundlaug. Viö aöalgötu miöborgarinnar Karl Johann er fjöldi útiveit- ingastaða meö iðandi mannlífi í afar fallegu umhverfi og út frá Karl Johann liggja hliöargötur meö fjölbreyttu og fjörugu versl- unarlífi t.d. Akersgate, Övre Slottsgate, Grensen, Stor- gate og fl. m í ■■.. > w Ef þú hyggur á ferö til OSLÓ geturöu klippt þessa auglýsingu útog haft hana með.það gæti komið sér vel. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.