Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUflBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 „Kosninuaharattan hcfur verið fróðlcj? (>K skcmnitilcK á marjían hátt cn líka um margt crfið,“ sagði Oddný Thorsteinsson kona Péturs Thorsteinssonar er blm. sótti hana heim i vikunni. Þó voru ekki að sjá nein þreytu- merki á henni og var hún létt í fasi. „Við höfum kynnst fjölda fólks á ferðalögum okkar um landið," hélt Oddný áfram. „Alls staðar þar sem við höfum komið hefur verið vel og elskulega tekið á móti okkur. Barátta forsetaframbjóðanda er erfið að því leyti að forsetakosn- ingar eru þannig í eðli sínu að frambjóðandinn hefur gefið það í skyn með því að bjóða sig fram að hann hafi það til brunns að bera sem geri honum kleift að leysa forsetastörf af hendi. En hann þarf auk þess að gefa það til kynna að hann geti gegnt því starfi betur en aðrir frambjóðendur, hann þarf beint eða óbeint að fara út í eins konar mannjöfnuð og það getur verið mjög erfitt án þess að syndga gegn eigin smekkvísi og hógværð. — Hver hefur þín staða verið í kosningabaráttunni sem kona for- setaframbjóðanda? „Ég hef ferðast með Pétri um landið og tekið til máls á fundunum en hann hefur oftast farið einn á vinnustaðina. Ég hef líka tekið þátt í undirbúningsstarfi við ýmsa fundi og mannamót. Það er mikil ábyrgð sem felst í því að koma fram fyrir þjóðina og bjóðast til þess að taka að sér forsetastarf og kona frambjóðand- ans tekur þátt í þessari ábyrgð. „Kona sendiherra vinnur landkynningarstarf“ — Við víkjum nú talinu að störfum Oddnýjar sem sendiherra- frúar og konu ráðuneytisstjóra „Kona sendiherrans hefur miklu hlutverki að gegna. Sama er að segja um konu ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. En ég hef staðið við hlið Péturs í störfum „Mikil ábyrgð að vera kona forsetaframbióðanda“ hans í 31 ár. Þar af störfuðum við 16 ár erlendis en síðastliðin 11 ár höfum við búið hér heima, en Pétur var ráðuneytisstjóri í 7 ár. Það er eins og margt fólk haldi að hlutskipti sendiráðsfólks sé glaum- ur og veislugleði og hégómaskapur einber. Margir gera sér alls ekki grein fyrir því hve mikið starf það er sem kona sendiherrans innir af hendi og á þeim kynningarfundum sem haldnir hafa verið vegna fram- boðs Péturs til forsetakjörs hef ég reynt að gera nokkra grein fyrir þessum málum. Því kona sendiherr- ans vinnur landkynningarstarf sem á að vera landi og þjóð til gagns á einhvern hátt fyrr eða síðar. Það má líkja sendiráði við útverði sem standa vörð um hagsmuni íslands og það er ekki sama hvernig þarna er umhorfs innan dyra og utan. En það er kona sendiherrans sem mótar þá mynd sem oft eru fyrstu kynni erlendra manna af landinu. í öðru lagi þarf kona sendiherrans að sjá um gestamót- tökur. Þetta er vissulega mikið starf og því fylgir mikil ábyrgð. Kona sendiherrans verður auk þess að vera við því búin að fá hinar ólíklegustu spurningar um land og þjóð og verður hún því að fylgjast vel með því sem er að gerast hér heima, auk þess sem hún þarf að kunna sögu lands og þjóðar. En hún er auk þess oft beðin að halda erindi um ísland. Þegar Pétur var orðinn ráðuneyt- isstjóri hér heima héldu þessi landkynningarstörf áfram því ég fór oft með erlendu sendiráðskon- urnar hér í Reykjavík á söfn, stofnanir og vinnustaði og fékk fróða menn til að skýra frá því sem þar var að gerast. Bæði þær og ég höfðum gagn og gaman af þessu og ég sannfærðist enn betur um það en áður að hér býr gott og dugmikið fólk. Auk þess komu á þessum tíma mikill fjöldi erlendra gesta sem erindi áttu við utanríkisráðuneytið og kona ráðuneytisstjórans hlýtur að vinna mikið starf við þessar gestamóttökur. „Forsetafrúin er húsmóðir á þjóðarheimilinu“ „Að sjálfsögðu stöndum við hjón- in saman i þessari baráttu. Við tókum ákvörðunina um framboð- ið i sameiningu og þvi er eðlilegt að við komum fram saman, för- um saman á fundi og ferðumst um landið saman. Er ekki sjálf- sagt að fólk fái að sjá maka frambjóðandans?“ sagði Kristín Kristinsdóttir, kona Guðlaugs Þorvaldssonar, er blaðamaður ræddi við hana yfir kaffibolla á Hótel Sögu. En á heimili þeirra hjóna var Guðlaugur sjálfur i viðtali við fréttamenn. Síðar um daginn ætluðu þau hjónin að bregða sér austur á Hvolsvöll og Hellu. Þrátt fyrir það mikla álag sem fylgt hefur kosningabarátt- unni virtist Kristin vera ánægð og afslöppuð. „Hver mínúta er vandlega skipulögð þessa síðustu daga fyrir kosningar“, sagði Kristín. En er hún þá ekki orðin þreytt á ferðalögum? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé þreytt, kannski svolítið lúin. Kosningabaráttan hefur verið jákvæð alveg frá upphafi. Ég hef ferðast um með Guðlaugi allan tímann, farið á alla vinnustaði með honum og haft bæði gagn og gaman af. Eg komið á marga vinnustaði sem ég annars hefði ekki haft tækifæri til að sjá, og ég hef þannig kynnst mörgu fólki. Einna athyglisverðast fannst mér að koma inn á ýmsar stofnanir, t.d. dvalarheimili fyrir aldraða. Fólk á slíkum stöðum hefur bæði þörf fyrir og ánægju af að fá gesti. Ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu. Þetta hefur verið skemmtilegt og fróðlegt tímabil, og ekki hefur það spillt fyrir, hve gott veðrið hefur verið. Ég kveið því dálítið að þurfa að ferðast svo mikið með litlum flugvélum, því ég hef alltaf verið flughrædd. En vinir okkar, sem eiga litlar flug- vélar hafa flogið með okkur og ég hef ekki fundið fyrir flughræðslu. Það sýnir hvað manni vex ásmeg- in þegar á reynir. Það hefur verið tekið á móti okkur með veislum hvar sem við höfum komið og fólk gert allt fyrir okkur til að okkur liði sem best. En ferðalög útheimta mikla orku.“ „Hlutverk móður er mikilvægt og krefjandi starf“ — Við víkjum nú talinu frá kosningabaráttunni að Kristínu sjálfri. »Ég er borin og barnfædd í Reykjavík. Mín skólaganga varð ekki löng, því ég fór að vinna strax að loknu gagnfræðanámi, en var þó síðar einn vetur í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Ég var ung þegar ég kynntist Guðlaugi. Hann var þá að hefja háskólanám. Að því loknu giftum við okkur og stofnuðum heimili. Við eignuð- umst fjóra syni og ég var heima til að hugsa um þá. Hlutverk móður er mjög mikilvægt og kerfjandi starf. Hún þarf alltaf að vera til taks, hlusta á vandamál, gefa ráð, binda um sár og fleira. Þetta þekkja allir foreldrar. Það er hverju foreldri áskapað að vilja hugsa vel um börnin sín. Þau taka mikinn tíma, en þau eru gleði foreldranna, bæði á unga aldri og eins þegar þau eru uppkomin. Fyrir átta árum fór ég aftur út á vinnumarkaðinn. Yngsti sonur okkar var þá orðinn það gamall að hann gat farið að sjá um sig sjálfur að mestu leyti. Ég vann fyrst hálfan daginn, en árin sem Guðlaugur var rektor Háskólans vann ég úti allan daginn. Það var oft erfitt en gekk samt áfallalaust. Hefur klifið Snæfellsjökul Eins og mörgum er kunnugt erum við Guðlaugur mikið úti-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.