Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980 33 Hrefna Sigvaldadóttir skólastjóri: Hugleiðing um for- setaframbjóðendurna Jæja, þá hefur íslensku þjóðinni loksins gefist kostur á að sjá og heyra frambjóðendurna fjóra í ríkisfjölmiðlunum, svo að nokkru nemi. Ég, sem þetta rita, lýsi sök á hendur þessum stofnunum fyrir að láta þetta dragast svona. Fjöldi manna er búinn að kjósa utan kjörstaða án þess að hafa hug- mynd um hvað þeir voru að gera. Reyndar mun stór hópur líka lenda í því sama á kjördegi, því að einn frambjóðendanna virðist vera í svo stöðugri umbreytingu, að enginn mun vita með vissu, hvernig hann verður orðinn eftir þrjá mánuði, hvað þá sex. Mér fannst hreint og beint ömurlegt að hlusta á manneskju, sem býður sig fram til æðsta embættis þjóðar- innar, þurfa að eyða dýrmætum tíma sínum í áhrifamiklum fjöl- miðli til þess að taka til baka ýmsar fullyrðingar sínar í yfir- standandi kosningabaráttu. Að- dáendur tungutaks þessa fram- bjóðanda hljóta líka að hafa hrokkið við, þegar viðkomandi tók sér í munn jákvætt lýsingarorð til þess að lýsa neikvæðri athöfn. Þann leiða sið, er nú er í tísku, ætti ekki að efla. Annað, sem vakti athygli mína, var, hve sumum þeirra vafðist oft tunga um tönn og áberandi var óskýr hugsun og hreint og beint erfiðleikar við að skilja spurn- ingarnar. Mega þeir þó þakka spyrlum sjónvarpsins fyrir, hve oft þeir beindu spurningum sínum fyrst til þess, sem virtist skýrast- ur, og gafst hinum þá betra tækifæri til að átta sig. Einn frambjóðendanna minnti mig óneitanlega á frægan fyrir- rennara sinn, sáttasemjarann mikla Neville nokkurn Chamber- lain. Hann virtist ekki hafa mikl- ar áhyggjur af heimsmálunum. Nei, svo friðsamir mega menn ekki vera, að þeir stingi höfðinu í sandinn eins og strúturinn, þegar þeirra friðsama hugarfar gæti orðið fyrir óþægindum. Fótboltakappanum hefði sjálf- sagt verið sýnt gula spjaldið eða hvernig sem það nú er á litinn þetta áminningarspjald dómar- ans, þegar leikmenn eru með uppsteyt. Hann virtist reiður út í spyrla og meðframbjóðendur og minnti óþægilega á óþekkan krakka á stundum. Ég er orðin hundleið á halle- lújagreinum um, að allt sé þetta hæft fólk. Mér finnst aðeins einn þessara frambjóðenda hæfur til forsetaembættisins. Hann virðist gera sér fulla grein fyrir eðli þess starfs, er hann sækir um, og treysta sér til að gegna því án skara ráðgjafa. Ég veit, að ég geri honum sjálfsagt engan greiða með þess- um skrifum, en mér dettur ekki í hug að vera með tæpitunguhjal af því að engan má meiða. Þetta fólk er allt haldið því sjálfstrausti, að það býður sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar, og það verður að taka því, að við óþreytt- ir borgarar leggjum á það okkar mat. Við kvenréttindakonurnar vil ég segja þetta. Ég tel mig ekki bregðast í jafnréttisbaráttunni með því að taka karlmann, sem hefur áberandi yfirburði, fram yfir konu. Þvert á móti. Við konur stöndum ekki jafnfætis karl- mönnum fyrr en við erum lausar við alla minnimáttarkennd og metum karla og konur að verðleik- um án snefils af hlutdrægni. Að lokum þetta: Nú reynir á þjóðina. Hvert atkvæðl er nú jafnt að vægi, burtséð frá búsetu. Þess- ar kosningar gætu gefið til kynna, hvort breytingar á kosningalög- gjöfinni í átt til jöfnunar mundu stuðla að kosningu hæfari manna til þings eða öfugt. í dag kl. 16.20 hefst Brynhildur og Albert ávarpa fundinn. fylgismanna Alberts Guömundssonar og Brynhildar Jóhannsdóttur viö forsetakjör. Fundurinn verður á Lækjartorgi. RÆÐUMENN: Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaöur, Birgir ísl. Gunnarsson alþingismaöur og Guðmundur J. Guömundsson formaöur Verkamannasambands íslands og Jón Aðalsteinn Jónasson formaöur fulltrúaráös Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Fundarstjóri: Ingólfur Jónsson fyrrverandi ráöherra. Fundarsetning: Aöalheiður Bjarnfreösdóttir formaöur Sóknar. BRIMKLÓ OG PÁLMI GUNNARSSON, KARLAKÓR REYKJAVÍKUR, HORNAFLOKKUR KÓPAVOGS, einnig koma fram söngvararnir SIGURVEIG HJALTESTED OG KRISTINN HALLSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.