Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 Skrifstofur stuðningsmanna Alberts Guðmundsonar og Brynhildar Jóhannsdóttur eru á eftirtöldum stööum á landinu: Aöalskrifstofa: Nýja húsiö viö Lækjartorg, símar 27833 og 27850. Opiö kl. 9.00—22.00 alla daga. Breiöholt: Fellagaröar, sími 77500 og 75588. Opið alla virka daga kl. 14.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Mosfellssveit: Þverholt, sími 66690. Opiö kl. 20—22 virka daga og 14—19 um helgar. Akranes: Félagsheimilinu Röst, sími 93-1716. Opiö alla virka daga kl. 17.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Borgarnes: í JC húsinu, sími 93-7590. Opið virka daga kl. 21.00 til 23 og kl. 14.00 til 18.00 um helgar. Stykkishólmur:! Verkalýðshúsinu, sími 93*8408. Opið þriöju- daga og fimmtudaga kl. 20.00—23.00. Ólafsvík: Helgi Kristjánsson, sími 93-6258. Patreksfjörður: Stefán Skarphéðinsson, sími 94-1439. ísafjöröur: Austurvegi 1, sími 94-4272. Opið alla virka daga kl. 10.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Bolungarvík: Jón Sandholt, sími 94-7448. Hvammstangi: Verslunarhúsnæöi Sigurðar Pálmasonar, s. 95-1350. Opiö alla virka daga kl. 17.00 til 19.00 og um helgar kl. 13.00 til 19.00. Blönduós: Húnabraut 13, sími 95-4160. Opið á miðviku- dögum og sunnudögum kl. 20.00—22.00. Ólafsfjörður: Strandgata 11, sími 96-62140. Opiö 20.00— 23.00. Sauóárkrókur: Árni Gunnarsson, sími 95-5665, Siguröur Hansen, sími 95-5476. Opið 20.00—22.00. . Siglufjöröur: Suöurgata 8, sími 97-7110. Opiö alla virka daga frá kl. 16.00 til 19.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Dalvík: Sigyn Georgsdóttir, sími 96-6128. Akureyri: Geislagötu 10, sími 96-25177 og 25977. Opið alla virka daga kl. 14.00 til 19.00. Húsavík: Garöarsbraut 18. Opiö virka daga frá kl. 18—21, laugardaga og sunnudaga frá kl. 16—19. Sími 96-41890. Raufarhöfn: Helgi Ólafsson, sími 96-51170. Þórshöfn: Aöalbjörn Arngrímsson, sími 96-81114. Vopnafjörður: Bragi Dýrfjörö, sími 97-3145. Egilsstaðir: Þráinn Jónsson, símar 97-1136 og 97-1236. Neskaupstaöur: Hafnarbraut 10, sími 97-7363. Opiö frá 18.00—22.00. Seyðisfjöröur: Hafnargata 26, sími 97-2135. Opið 20.30— 23.00. Stefán Jóhannsson, Hilmar Eyjólfsson. Emil Thorarensen, sími 97-6117. Raftækjaverslun Árna og Bjarna, sími 97- 4321. Ópin daglega mánudaga til föstudags frá 17—19 og um helgar eftir þörfum. Steingrímur Sigurösson, sími 97-8125. Slysavarnahúsinu, s.: 97-8680. Opið virka daga 20.00—23.00 og um helgar 14.00— 23.00. í Verkalýöshúsinu, sími 99-5018. Opið alla daga kl. 17.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00. Strandvegi 47, sími 98-1900. Opið alla daga kl. 16—19 cg 20—22. Austurvegi 39, sími 99-2033. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Á Bóli, sími 99-4212. Opin frá 15.00—17.00 og 20.00—22.00 alla daga. Hafnargötu 26, sími 92-3000. Opið alla virka daga kl. 20.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Eskifjörður: Reyöarfjörður: Hornafjöröur: Höfn Hornaf'rði: Hella: Vestmanna- eyjar: Selfoss: Hveragerði: Keflavík: Njarövík: Garður: Sandgeröi: Hafnir: Grindavík: Hafnarfjöröur: Austurveg 14. sími 92-8341. Opið kl. 20.00 til 22.00 fyrst um sinn. Dalshraun 13, sími 51188. Opið alla virka daga frá 14.00—22.00 og um helgar kl. 14.00— 18.00. í húsi Safnaöarheimilisins, sími 45380. Opiö alla virka daga kl. 17.00 til 20.00, og um helgar kl. 14.00 til 17.00. Hamraborg 7, sími 45566. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Látraströnd 28, daga kl. 18.00 14.00 til 18.00. Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjörskrá, utankjör- staöakosningu, og taka á móti frjálsum framlögum í kosningasjóð. _____MADUR FÓLKSINS__________________KJÓSUM ALBERT Garðabær: Kópavogur: Seltjarnarnes: sími 21421. Opið alla virka til 22.00, og um helgar kl. Júlíus Daníelsson, Brautarholti, Grindavík: Albert til Bessastaða Þann 29. júní n.k. ganga íslend- ingar að kjörborðinu, til þess að kjósa sér forseta. Það er því ekki óeðlilegt að einn af hinum þögla meirihluta, það er að segja maður, sem lifað hefur í hartnær 70 ár og allan sinn starfsaldur hefur helg- að krafta sína sókn í sjávarfang og úrvinnslu þess, segi í fáum orðum skoðun sína vegna þessa forsetakjörs. Þegar menn gera upp hug sinn og taka afstöðu til mála hljóta þeir jafnan að líta um öxl og reyna að draga lærdóm af reynslu lið- inna ára og áratuga. Frá stofnun lýðveldisins hafa þrír menn gegnt störfum forseta, hinir fyrstu tveir, Sveinn Björnsson og Asgeir Ás- geirsson höfðu vítæka stjórnmála- þekkingu, auk mikillar almennrar þekkingar á högum þjóðarinnar, vegna þeirra starfa, er þeir höfðu gengt. Það er sagt, að starf brautryðjandans sé ávallt vanda- samast, og kom sér þar vel þekking Sveins Björnssonar, því vissulega voru fyrstu ár lýðveldis- ins umbrotasöm, þótt blómlegt bú væri í lok fyrri heimsstyrjaldar- innar. Sá, sem þessar línur ritar, hefur um áraraðir fylgst með ferli og framgangi Alberts Guðmundsson- Július Daníelsson ar. Sá ferill markast af þeirri aðdáunarverðu mannslund, sem lýsir sér í því að hafa verið trúr yfir litlu og hafa af þeim sökum verið trúað fyrir miklu. Hann er sagan um manninn, sem með þrautseigju og dugnaði skilaði sér yfir öldurót mannlífsins. Trúði á mátt sinn og megin og styrktist við hverja raun. Hann er og sagan um manninn, sem af eigin ramm- leik barðist frá fátækt til bjarg- álna, varð aldrei api af aurum sínum, heldur þroskaði með sér örlæti og hjálpfýsi og hefur því verið fundvís á hvar skórinn kreppti í þeim málum, sem aðeins þeir fá skynjað, sem hafa verið samstíga þjóðarsálinni, það er þeirri sál sem ávallt hefur verið í nánustum tengslum við höfuð- skepnur íslensks samfélags. Albert Guðmundsson hefur afl- að sér mikillar þekkingar á ís- lenskum stjórnmálum og mun sú þekking duga honum og þjóðinni vel i starfi þjóðhöfðingja á Bessa- stöðum. Þjóðin þarfnast nú frekar en áður manns með slíka þekkingu á forsetastól. Það er skoðun mín að reynsla og þekking Alberts Guðmundssonar á grundvallaratriðum íslenskra atvinnuvega hljóti að skila honum á forsetastól. Því öll erum við minnug þess að í atvinnuvegunum er hin eiginlega sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar á öllum tímum. Al- bert til Bessastaða. Sigríður Skarphéðinsdóttir iðnverkakona: Konum hefur aldrei gef- ist glæstara tækifæri Mig langar til þess að láta frá mér fara nokkur orð um skoðun mína á framboði Vigdísar Finn- bogadóttur til forsetaembættis á Islandi. Þetta framboð brýtur blað í sögu landsins og ég dáist að hugrekki þessarar konu, sem með glæsibrag býður sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar á móti þremur þaulreyndum karl- mönnum, þrátt fyrir þá fordóma, sem svo ljóslega búa enn með okkar þjóð, því miður. Ég hef heyrt, að margir karlar í þessu landi, viti ekki hvern þeir eigi að kjósa, því þeim er alveg sama, „bara ef kerlingin kemst ekki að“. Og einn heyrði ég segja, að það yrði þjóðarógæfa ef hún yrði kosin. En sem betur fer eru líka margir karlmenn, sem fylkja liði með Vigdísi, karlmenn, sem eru víðsýnir og vilja jafnrétti kynjanna meira en í orði. Því miður er ég hrædd um, að konur í þessu landi beri ekki gæfu til þess að sameinast um að kjósa Vigdísi. Því hefur verið haldið fram, að framboð hennar hefði ekkert að gera með jafnrétti eða baráttu kvenna til þess að standa jafnfætis körlum í þjóðfélaginu. Ég bara spyr: Hvað hefði þá áhrif á baráttu kvenna til jafnréttis ef ekki það, að kona glæsileg og hæf til starfsins, væri kosin af þjóð- inni til æðsta embættis hennar? Aldrei hefur okkur gefist glæst- ara tækifæri, konum þessa lands, til þess að sýna og sanna, að kona hefur hæfileika og gáfur engu síður en karlar, og það verður okkur til ævarandi minnkunar ef við notum ekki þetta tækifæri. Þessu getum við ráðið, við erum helmingur þjóðarinnar. Við getum ekki ráðið, hver verður forseti Alþýðusambands Islands, þar ráða karlar, sem semja um embættið áður en al- þýðusambandsþing kemur saman. Hjá þeim kemur engin kona til greina. Við ráðum ekki for- mannssætum í stjórnmálaflokk- unum, á flokksþingum eru nær eingöngu karlar, konur koma ekki í þeirra hug í því sambandi. Það var stungið upp á konu sem varaforseta Alþýðusambandsins á síðasta þingi þess. Hún var borin upp af Sóknarkonum, ekki póli- tísku klíkunum, sem þar réðu. Ég gaf þessari konu auðvitað mitt atkvæði. Nú styður þessi kona til forsetaembættis þingmanninn, sem vildi banna verkföll með lögum. Kona, sem flutti þrumandi ræðu á kvennafrídaginn og söng „Áfram stelpur". Hvað getur vald- ið þessu, það er mér óskiljanlegt með öllu. Það hlýtur að vera einhver annarleg fyrirgreiðslu- pólitík þar á bak við. Ég er sammála Auði Matthías- dóttur, sem skrifar grein í Morg- unblaðið 21. þessa mánaðar, að þær gömlu kempur, Bríet og Laufey, myndu snúa sér í gröfum sínum ef þær vissu hve seint íslenskar konur þroskast. Þær eru ennþá í álögum og undir áhrifum frá körlum sínum, sem ekki geta til þess hugsað, að konur komist í svokölluð æðri embætti. KONUR, hættið að hafa minni- máttarkennd gagnvart ykkur sjálfum og öðrum konum. Rísum upp, berum höfuðið hátt, við höfum gáfur og hæfileika fullkomlega á við karla og getum gegnt hvaða embætti og starfi í þjóðfélaginu til jafns við þá, nema aðeins þar sem þarf mikla líkam- lega krafta til. Sönnum þetta 29. júní og kjós- um Vigdísi Finnbogadóttur for- seta íslands. Sr. Magnús Björnsson, Seyðisfirði: Mikilvægt að vanda Það er mál manna að þessi kosningabarátta hafi farið nokkuð vel af stað. Þó er eitt atriði sem ég tek eftir og gleðst mjög yfir. Það er, hve drengileg baráttan er. Við persónulegar kosningar er ávallt sú hætta fyrir hendi að einstakl- ingar slái sér upp á kostnað þeirra sem í mótframboði eru. Það hefur ekki gerst nú. Það sem meira er, stuðningsmenn, sem ekki kalla allt ömmu sína, hafa einnig gætt sín nokkuð, og það er vel. Ég vii aðeins segja um umtal, gott eða illt, það lýsir bezt þeim einstakl- ingum sem láta sér það um munn fara. Hér gildir reglan: Hvað sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra. Þannig er um öll störf, að þeir sem þeim gegna, móta þau eftir manngerð sinni, ég tala nú ekki um embætti, sem er eitt sinnar valið tegundar, eins og forsetaembætt- ið. Það er því mikilvægt að vanda valið og velja þann sem við treystum bezt og teljum að falli bezt að þeirri hugmynd sem við gerum okkur um embættið. í mínum huga er þessi maður Guð- laugur Þorvaldsson. Guðlaugur hefur ávallt verið farsæll í starfi, og af mínum eigin kynnum þar, kann ég honum aðeins hina beztu sögn, og leysti hann úr hverri bón af kostgæfni og aiúð. Þess vegna styð ég Guðlaug til þess embættis, og geri það fúslega, því ég tel hann mjög vel til þess fallinn, og segi aðeins: Ég kýs Guðlaug Þorvaldsson 29. júní fúslega og með gleði. Ég vona að þú getir einnig gert það, þó ekki sé nema fyrir orð mín. Seyðisfirði, 23. júní 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.