Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 28
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri:
Eplið felliir sjald-
an langt f rá eikinni
Góðir íslendingar.
Mér renna svo til rifja öll þau
mörgu orð sem falla töluð og skráð
um væntanlegt forsetakjör, að ég
get ekki lengur látið vera að
stinga niður penna.
í gær, sunnudaginn 22. júní,
kom til okkar á kosningaskrif-
stofu Vigdísar Finnbogadóttur í
Kópavogi, fullorðinn vinnulúinn
karlmaður. Hann var að leggja
fram sitt frjálsa framlag í kosn-
ingasjóð hennar. Hann settist og
sagði okkur frá atviki sem hann
varð vitni að á leið sinni út úr
húsinu sem hann býr í — Fullorð-
in kona var að þvo stigaganginn í
fjölbýlishúsinu. Honum varð að
orði: „Það verður nú örlítil andleg
Ég kynntist Guðlaugi og Krist-
ínu árið 1975 er ég hóf störf hjá
Happdrætti Háskóla íslands og
varð okkur fljótt vel til vina. Þau
Guðlaugur og Kristín eru glaðvær
og skemmtileg hjón, alþýðleg og
manni líður vel í návist þeirra. En
þetta er í sjálfu sér ekki nóg til að
uppfylla kröfur okkar íslendinga
til þeirra sem sitja eiga á Bessa-
stöðum. Guðlaugur Þorvaldsson er
án efa einn færasti stjórnandi
þessa lands, það sýnir allur hans
ferill. Ég tei mjög nauðsynlegt að
forseti Islands sé gæddur mikilli
stjórnvisku. Þó svo að við berum
alla jafna gæfu til þess að skipa
daglegri stjórn iandsins á þann
hátt að á þessa stjórnvisku reyni
ekki, gæti sjálfstæði okkar oltið á
henni við vissar aðstæður. Það er
sannfæring mín að af því ágæta
fólki sem er í framboði hafi
Guðlaugur Þorvaldsson langmesta
hæfileika, þekkingu og reynslu á
þessu sviði. Þar við bætist svo að
Kristín kona hans hefur einstaka
hæfileika til að skapa þægilegt
andrúmsloft með sinni hógværu
og látlausu framkomu, sem er
hennar aðalsmerki.
upplyfting fyrir ykkur konur, þeg-
ar Vigdís er komin til Bessastaða."
Konan leit skelfingu lostin upp
úr skúringafötunni og sagði: „Það
væri nú að setja ofan.“
Ég geri mér grein fyrir að þetta
er sagt af þekkingarskorti. Þessi
fullorðna kona veit sýnilega ekki
betur. Við hana og aðra, sem lítt
til þekkja vil ég því segja — Það
setur ekkert ofan setrið á Bessa-
stöðum við komu Vigdísar Finn-
bogadóttur. Jafnvel ekki eftir 12
ára setu okkar ágæta núverandi
forseta, Kristján Eldjárns.
Að undanskildum mannkostum
Vigdísar, sem að sjálfsögðu eru þó
mikilvægastir, getur þjóðin litið
með virðingu á ætterni og starfs-
Á meðan við Kristín unnum
saman í Happdrætti H.í. fengu
margir Islendingar vinninga. Nú
vona ég að öll þjóðin fái stóra
vinninginn 29. júní: Guðlaug Þor-
valdsson sem forseta Islands.
Kosningabarátta stuðnings-
manna Péturs Thorsteinssonar
hefur tekið miklum stakkaskipt-
um allra síðustu daga, og alveg
sérstaklega eftir að úrslit skoð-
anakönnunar Vísis voru birt.
Þau eru staðfesting á því, sem
hörðustu stuðningsmenn Péturs
hafa alltaf verið sannfærðir um,
að fleiri og fleiri fylkja sér um
Pétur.
Nú er ljóst, að aðeins vantar
herslumuninn, og lokasóknin er í
algleymingi.
feril foreldra hennar. Því segi ég:
Eplið fellur sjaldan langt frá
eikinni.
Móðir Vigdísar, Sigríður Eiríks-
dóttir, hjúkrunarkona og störf
hennar í þágu félags, líknar og
menningármála, eru mér vel kunn.
Sigríður starfaði árum saman hjá
Líkn í Reykjavík. Hún var fyr9ti
íslenski formaður Hjúkrunarfé-
lags íslands, eða frá 1924—1960.
Samfellt í 36 ár. Sigríður er eini
formaður Hjúkrunarfélags ís-
lands sem jafnframt hefur verið
formaður Samvinnu hjúkrunar-
fræðinga á Norðurlöndum, sem
hefur nú 130 þúsund félaga innan
sinna vébanda. Jafnframt og jafn-
hliða formannsstarfinu var Sig-
ríður lengi ritstjóri fagblaðs stétt-
arinnar og á algert persónumet i
skrifum sínum, fræðigreinum,
þýðingum og fréttaefni. Þetta er
mér vel ljóst vegna þess að lokið
er vinnu við efnisyfirlit okkar nær
55 ára gamla fagblaðs, sem nú ber
heitið HJÚKRUN. Efnisyfiriitið
verður gefið út í ársbyrjun 1981.
Faðir Vigdísar er látinn, en
hann hét Finnbogi Rútur Þor-
valdsson, verkfræðingur að
mennt, og prófessor í verkfræði
við Háskóla íslands. Hann var
Vestur-Barðstrendingur, sonur
séra Þorvalds Jakbobssonar í
Sauðlauksdal.
Þar sem ég hef aðeins nefnt örfá
atriði vil ég eindregið benda þeim
fjölmörgu Islendingum sem áhuga
hafa á ætterni manna, að það eru
til bækur sem heita Hjúkrunar-
kvennatal og Verkfræðingatal.
Sumir hafa haft það á móti
framboði Vigdísar að hún er kona
ein. I kynningu forsetaframbjóð-
Á kosningaskrifstofum Péturs
um land allt eru rauðglóandi
símar allan daginn og alla daga,
og fólk streymir að til þess að
bjóða fram aðstoð sína.
Fleiri og fleiri gera sér ljóst, að
það er ekki sanngjarnt, — það er
ekki eðlilegt, og það er ekki stætt
á öðru en að kjósa hæfasta
manninn í æðsta embætti lands-
ins.
Þess vegna snúa nú kjósendur
bökum saman og fylkja sér um
Pétur Thorsteinsson.
Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri
enda sunnudaginn 22. júní í ríkis-
útvarpinu, kom það fram hjá
einum frambjóðanda að honum
þætti ekkert athugavert við það að
kona forseta sinnti fullu starfi
ólaunuðu á forsetasetrinu. Þetta
er hættulegur misskilningur og
skilningsskortur á almennum
mannréttindum. Með þessu er
verið að viðurkenna löngu úrelt
sjónarmið, þar sem gert er ráð
fyrir að eiginkona sé sjálfkrafa
í Morgunblaðinu í dag, 24. júní,
er grein eftir frú Kristínu Magn-
úsdóttur um einn frambjóðandann
í forsetaembættið, og talar hún
um „foringja, sem líti með virð-
ingu og alvöru á embætti forset-
ans, en ekkert brosandi land, eða
Dísu í Undralandi".
Það er undarlegt hvað sumt fólk
virðist hræðast glaðlegt viðmót
Valgerður Pálsdóttir
ólaunaður starfskraftur heimilis-
ins. Slík sjónarmið eiga ekki
lengur heima hér á landi, hvorki á
Bessastöðum né annars staðar. Ef
Vigdís ætti mann, mundi hann
sætta sig við að vera ólaunaður
starfskraftur heimilisins á Bessa-
stöðum?
í sömu kynningu var vinátta til
umræðu. Um það vil ég segja —
Ég er vinur viljirðu mér eitthvað.
Ég er svo lánsöm að vera ekki í
neinu hafti, hvorki pólitískt né
starfslega. Þetta eru fyrstu opin-
beru störf mín í kosningabaráttu.
— Nei annars. Við hjónin tókum
þátt í starfi við borgarstjórnar-
kosningar í Reykjavík 1974. Það
voru þá líkt og þessar kosningar,
persónulegar kosningar, byggðar á
mannkostamati. Þá var Birgir
Isleifur Gunnarsson þáverandi
borgarstjóri í kjöri og fyrir hann
störfuðum við.
„Ég ætla ekki að kjósa, hann
kýs,“ sagði ung kona við mig í
votta viðurvist fyrir utan fisk-
verkunarhús hér á stór-Reykja-
víkursvæðinu, og benti á manninn
sinn. Við þessa konu vil ég bara
segja: Ég kýs, og hvet alla til að
nota kosningarétt sinn. Þjóðin
kýs.
Vigdísar Finnbogadóttur og henn-
ar frjálslegu framkomu.
„Hún er of glöð. Hún tekur
þetta ekki nógu alvarlega," heyrist
fólk segja. En skyggnumst ofurlít-
ið undir yfirborðið. í Morgunblað-
inu er viðtal við Vigdísi, þar sem
hún af hreinskilni og hispursleysi
ræðir við blaðamann um líf sitt.
Þar kemur m.a. í ljós, að hún,
ekki síður en önnur mannanna
börn, hefur orðið fyrir vonbrigð-
um og sársauka í lífinu.
En hún hefur hvorki brotnað né
bugast við andstreymið, heldur
þvert á móti eflst og styrkst við
erfiðleikana, og þykir mér hún
maður að meiri, með sinni bros-
andi framkomu.
Ég efast ekki um, að í embætti
forseta íslands muni hún standa
sig með prýði, hvort heldur á
alvarlegum tímamótum eða gleði-
stundum í lífi þjóðarinnar, svo
mannleg sem hún er.
Með fullri virðingu fyrir hinum
alvarlegu karlframbjóðendum,
kýs ég Vigdísi Finnbogadóttur,
sem brosir móti framtíð Islands.
Guðrún Guðnadóttir gullsmiður:
Einn færasti stjórn
andi þessa lands
Vigdís Guðfinnsdóttir:
Allt rauðglóandi og
fólkið streymir að
Valgerður Pálsdóttir:
Manneskjan Vigdís
Gústaf Óskarsson, ísafirði:
Þrír karlar og ein kona
Senn líður að forsetakosningum,
eins og allir landsmenn vita. Svo
margt hefur verið um þær rætt og
ritað, að mér er orðið innanbrjósts
líkt og kjaftaskinum forðum, þeg-
ar hann hóf ræðu sína með
þessum orðum: „Nú finnst mér
kominn tími til að ég taki þetta
mál til rækilegrar umfjöllunar.“
Þrír virðulegir borgarar þessa
lands gefa kost á sér til embættis-
ins, allir mikilhæfir menn. Vand-
inn er bara sá, hve erfitt er að
gera upp á milli þeirra og raunar
afleitt að mega ekki kjósa þá alla.
Reyndin er nefnilega sú, að þegar
átt hefur að meta mannkosti
þeirra, hefur komið í ljós að þeir
eru allir prýðilega hæfir tii þess
arna. Sumir hafa þá reynt að fara
þá leið að finna á þeim bresti, en
varla verður sagt að nokkuð hafi
komið út úr því, sem vit er í .
Einum er fundið til foráttu að
hann kemur beint úr pólitísku
vafstri og öðrum lagt til lasts að
hafa aldrei skipt sér af pólitík.
(Hvernig er hægt að gera fólki til
hæfis?) Fundið hefur verið að
einum að hann sé of gamall. Þar
sem allir frambjóðendurnir eru
fyrir neðan miðjan sjötugsaldur
mætti spyrja hvort elli sæki fyrr á
íslendinga en aðra hvíta menn.
Þess eru nefnilega dæmi með
öðrum þjóðum að menn á áttræð-
isaldri hafi sest í sæti þjóðhöfð-
ingja. Ég get heldur ekki séð að
það geri nokkurn mann ófæran
um að gegna störfum forseta þó
hann hafi leikið knattspymu á
yngri árum (þó mér hafi aldrei
þótt það gáfulegt hjá fullorðnum
mönnum að elta útblásna leður-
tuðru, bara til að sparka í hana, en
það mat stafar eflaust af því, að
sjálfur komst ég aldrei upp á lag
með að sparka í bolta).
Af framansögðu hlýtur að vera
ljóst hve erfitt er að gera upp á
milli hinna þriggja mætu manna.
Ég er að bíða eftir að fá að sjá og
heyra þá alla saman í sjónvarpinu
á eftir. Ég hlýt að velja þann sem
kemur best fyrir, úr því ekki eru
aðrir verulegir kostamunir á þeim.
Á meðan ég bíð væri kannski
rétt að minnast lítillega á fjórða
frambjóðandann, en þar sem ég er
algjörlega á móti jafnrétti, kemur
ekki til mála að ég styðji þann
frambjóðanda, vegna þess að þar
er kvenmaður á ferðinni. Að vísu
skal játað að talsvert hlýtur að
vera í þennan kvenmann spunnið,
þvi fylgismenn annarra frambjóð-
enda hafa haft um hana fleiri orð,
bæði prentuð og rituð, en þó miklu
fremur töluð, en hina frambjóð-
endurna samanlagt.
Ég er félagi í samstarfshóp sem
hefur það að markmiði að vinna
að því að varðveita sjálfsögð
forréttindi karlmanna. Við í þess-
um hóp höfum unnið töluvert
starf til að opna augu fólks fyrir
því hvílík óhæfa það væri ef kona
yrði kosin. Það verður að játa, að
viðleitni vor til þessa hefur verið
hálfgerð hrakfarasaga. Fyrst var
reynt að beita móður náttúru fyrir
sig. (I minni sveit þótti það
reyndar ekki stórlöstur á stúlku
þótt hún væri pínulítið góð við
piltinn sem henni þótti vænst um.)
Þrátt fyrir ítarlega leit og ræki-
lega könnun tókst ekki að grafa
upp nokkurt atvik úr lífshlaupi
frambjóðandans sem benda mætti
á og segja, að ekki væri sæmandi
forseta íslands að hafa farið
þannig að.
Næsta atlaga varð að vera betur
undirbúin. Einn úr vorum hópi,
hámenntaður raunvísindamaður,
lagði mikið starf af mörkum og
eftir tímafrekar rannsóknir hafði
hann í höndum gögn, sem leiddu
sterk rök að því, að frambjóðand-
inn væri kommi. Nú hlaut málinu
að vera borgið, því flestir hljóta að
sjá, að það er alger óhæfa að
kommi sitji á forsetastóli. Von-
brigði mín urðu því ekki lítil þegar
ég heyrði á tal nokkurra manna
(Jf'itVu < n (1 í, i
um þetta mál. Eg veit að þar voru
menn sem höfðu vel vit á komm-
um, — sumir þeirra eru kommar
„Að hún Vigdís sé kommi? Hún
er þá afskaplega lélegur kommi,
hæsta lagi platkommi, líklega ekki
nokkur kommi."
„En Keflavíkurgangan?"
„Það er ekkert að marka. Það
hafa ýmsir farið í göngu en eru
ennþá sömu framsóknarlubbarnir
og kratablækurnar sem þeir hafa
alltaf verið."
„En kommarnir kusu hana í
nefnd."
„Já, við vorum að vona að það
dygði til að fá hana á okkar band.
Hún starfaði reyndar í nefndinni
en hún fékkst aldrei til að ganga i
Bandalagið."
Sjómenn, sem róa með línu eða
færi, vilja gjarnan fá þorskinn á
sitt band. Nefndarsætið hefur þá
verið eins konar beita. Ég er
hræddur um að erfitt yrði að gera
út, ef þorskurinn lærði að hirða
beituna en sleppa við krókinn.
Nú heiti ég á alla góða drengi að
finna þau rök, sem endanlega geta
sannfært landsmenn um réttmæti
baráttu vorrar. Og ekkert fleipur
nú.
Ég hefi nú séð frambjóðendurna
alla saman en ekki hresstist Eyj-
,M|q •UiilJU UHt Sila 1
ólfur við það. Þessi kvenmaður,
sem ekki gat gert blaðurgjörnum
löndum sínum það til þægðar að
misstíga sig smávegis á vegi
dyggðarinnar, hreinlega stal sen-
unni frá virðulegum fulltrúum
hins sterka kyns. Ef einhver
piltanna hefði nú komið svona
skemmtilega fyrir sig orði væri
ekki mikill vandi að velja. Nú er
kvenþjóðin eflaust upp til hópa að
rifna af monti yfir því að ein af
þeim skuli hafa staðið sig best.
Svo fylkja þær áreiðanlega liði í
einni breiðfylkingu til að kjósa
hana. Maður verður víst að kyngja
því, ofan í vinstri stjórn með
íhaldsbragði, að kona verði for-
seti. Og þó. Það er ekki víst að
maður þurfi að kyngja neinu. Ég
veit nefnilega um konur sem eiga
það til að hafa hátt og heimta
jafnrétti. Sumar þeirra eru vísar
til að lækka róminn þegar þær
hafa náð sínu. Jafnvel eru þær til
sem eiga það til að bregða fæti
fyrir aðrar konur sem ætla að
sækja einhvern rétt, sem þær telja
sig eiga. Það er kannski svolítið
lúalegt, en á þessar konur verðum
vér að treysta, málstað vorum til
stuðnings. Þær hafa áður reynst
oss vel, t.d. í prestskosningum.
Að lokum eru hér nokkur varn-
aðarorð til kjósenda:
„Varist að kjósa menn ósættis
og sundurlyndis.“
„Varist að kjósa reynslulausa."
„Varist að kjósa óhæfa."
Og umfram allt: Varist að
greiða konum atkvæði, því betri er
knattspyrnumaður sem forseti
Reykjavíkur og nágrennis en kona
sem forseti íslands.
**t«>11
1r5 I3 < Yt
) 1 ivj 1
r