Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
Sveinbjörn Eyjólfsson:
Að hreppa þjóðhöfðingjastöðu!
„Til lítils skal ætlast af strákum
ok stafkörlum" stóð í bréfi fornu.
Til mikils skyldi þá ætlast af
nútímamanni, sem hlotið hefur
prestsvígslu og leiðir lýðháskóla í
Skálholti.
Á annars ágætum framboðs-
fundi Guðlaugs Þorvaldssonar á
Selfossi á dögunum hélt Skál-
holtsrektor ræðu og fórust honum
orð eitthvað á þá leið, að sízt væri
ástæða til að ljá atkvæði sitt þeim,
er kemur heim til fósturjarðar
sinnar sem gestur til þess eins að
hreppa þar þjóðhöfðingjastöðu.
Hér er vikið svo ómaklega að
þeim frambjóðanda, sem nú má
ætla fremstan meðal jafningja að
eigi verður um þagað.
Hvers vegna dvaldist Pétur J.
Thorsteinsson erlendis? Var hann
þar í einhverjum einkabisness? Ó,
nei! Pétur fékk ungur það hlut-
skipti að vera fulltrúi þjóðar
sinnar á erlendri grund og hef ég
enga hjáróma rödd heyrt hafa
vefengt ágæti hans á þeim vett-
vangi. Pétur er maður sem hófst
að eigin verðleikum frá erfiðum
æskuárum og munaðarleysi til
þess að bera veg íslendinga sem
frjálsrar þjóðar um víða veröld.
Hvar í heimi sem starfsvettvang-
ur hans lá, hvort sem var í
Bandaríkjunum eða Kina gengu
menn inn í íslenzka stofu á heimili
hans.
Við, ungir íslendingar, sem nú
veljum okkur forseta í fyrsta sinn,
minnumst þess að þeir, sem
reyndust þessari þjóð traustastir
er mest lá við, höfðu gjarnan það
hlutskipti að dveljast erlendis
blómann af ævi sinni. Ljóðið
„ísland farsældar frón“ var ort í
Danmörku. Sveinn Björnsson,
fyrsti forseti Islands, var kallaður
heim frá sendiherrastörfum til
þess að gegna embætti ríkisstjóra
og síðan forseta á tímum neyðar-
ástands. Og við vitum, þótt Skál-
holtsrektor hafi illu heilli gleymt
því, að Jón Sigurðsson forseti var
heimilisfastur í Kaupmannahöfn
allan sinn starfsaldur.
Ungir kjósendur! Ég heiti á
ykkur. Kynnið ykkur störf og
æviferil Péturs J. Thorsteinsson-
ar. Vitið, að hvort sem um var að
ræða íslenzkan sjómann í erlendri
höfn eða íslenzkan námsmann á
erlendri grund, þá átti hann vin og
sitt athvarf þar sem Pétur J.
Thorsteinsson réði húsum í nafni
íslands. Þetta fólk ber það, að
Pétur hafi ætíð verið því ímynd
þess bezta, er það gat saknað að
heiman. Hann fylgdist með og
fann til „í stormum sinnar tíðar".
Hann talar gullfallega íslenzku, er
skáldmæltur, kann góð skil á
bókmenntum okkar fyrr og síðar
og hefði ugglaust getað haslað sér
völl á þeim vettvangi hefði tími
hans leyft. Af því ágæta fólki, sem
nú býðst til þess að taka við
mannaforráðum á Bessastöðum af
okkar ástsæla forseta, Kristjáni
Eldjárn, tel ég Pétur J. Thor-
steinsson bera af sökum reynslu
sinnar og persónulegs ágætis. Því
vildi ég segja við þann Skálholts-
rektor, sem með orðum sínum olli
skrifum mínum:
Skjóttu geiri þínum þangað
sem þörfin meiri fyrir er.
Fram til sigurs ungir sem aldnir
fyrir Pétur!
Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri:
Góður maður og vaxandi
Þegar ég heyrði Guðlaug Þor-
valdsson nefndan sem líklegan
frambjóðanda við forsetakjör
gerði ég mér ljóst að þar væri
maður, sem ég teldi álitlegt að
styðja. Þessi afstaða mín hefur
styrktst síðan við nánari athugun
á ferli Guðlaugs.
Að öðrum ágætum frambjóð-
endum ólöstuðum er ég sannfærð-
ur um að enginn annar gjörþekkir
jafn vel þverskurð þjóðlífsins og
hann, allt frá vikadrengnum í
fjöru og túni að forsvarsmanni
æðstu menntastofnunar landsins.
En að þekkja þá þjóð sem hann á
að þjóna og bera merki fyrir tel ég
höfuðkost á þeim manni, sem
skipar embætti forseta, jafnframt
því að vera mannasættir.
Guðlaugur og kona hans eru
glæsileg hjón, sem vel mundu
sóma sér sem fremstu fulltrúar
Islands hvar sem væri.
En gljáfægt yfirborð er þó lítils
virði móts við trausta innviði. Þar
finnst mér skera úr, hve margir
þeirra er kynnst hafa Guðlaugi í
starfi eru meðal stuðningsmanna
hans.
Kristín Ólafsdóttir:
Forsetaframbjóðandinn minn
Forsetaframbjóðandinn minn
gladdi mig svo mikið með frammi-
stöðu sinni í sjónvarpinu í kvöld,
að ég verð að stinga niður penna
og tjá ykkur gleði mína.
Ég er engum forsetaframbjóð-
endanna persónulega kunnug en
tel þá alla mæta menn. Einn
þeirra virðist þó hæfa bezt hug-
mynd minni um góðan forseta. Eg
leyfi mér því að nefna hann hér:
forsetaframbjóðandann minn.
Enginn heilvita maður, sem
fylgzt hefur með framgöngu hans
á opinberum vettvangi og þá ekki
sízt í yfirstandandi kosningabar-
áttu, efast um, að honum hafa
hlotnazt góðir vitsmunir, gott
uppeldi oggóð menntun. Vissulega
eru þetta gjafir Guðs og gæfunnar
þeim sem hlýtur. En fleiri njóta
góðs af, þegar slíkar gjafir eru
nýttar á jákvæðan hátt.
Allt sem ég sé og heyri til
frambjóðandans míns kætir mig
og bætir. Honum er sérlega lagið
að fjalla um mannleg málefni,
jafn hversdagslegar athafnir
okkar sem háleitar hugsjónir. Hjá
honum samtvinnast aðdáunarlega
glöggskyggni, glettni, hlýja og
virðuleiki. Þessi frambjóðandi
höfðar til mín sem lifandi mann-
eskju en ekki aðeins sem nafns á
kjörskrá. Hann vekur mig til
umhugsunar um ýmsa þætti, svo
sem kærleika, vináttu, víðsýni og
umburðarlyndi.
Annar forsetaframbjóðandi
ágætur sagði í sjónvarpinu eitt-
hvað á þá leið, að hlutverk forset-
ans ætti að vera og væri í reynd
stærra en stjórnarskráin kveður á
Ég álít, að mikilvægasta hlut-
verk forseta okkar höfði til þeirra
eiginleika, sem ég finn hjá fram-
bjóðandanum mínum en sé ekki
fólgið í þeirri skrifstofuvinnu, sem
stjórnarskráin felur forseta á
hendur. Hver sæmilega læs, skrif-
andi og samvizkusamur íslending-
ur er fær um að gegna því starfi
sómasamléga. Þetta er ekki sagt
til að gera lítið út skrifborðsvinnu
forseta. Hún er óhjákvæmileg og
eðlileg. Og sem betur fer er
frambjóðandinn minn meira en
sæmilega læs, skrifandi og sam-
vizkusamur.
En trú mín er sú, að hugsun
hans sé svo heiðrík, skýr og frjáls,
að ekkert fái tjóðrað hann í klafa
stirðnaðs kerfisbákns. Mér finnst,
að frá honum sem forseta muni
stafa birtu, hlýju og ferskleika.
Þessi tilfinning gleður mig.
Reyndar gleður mig líka mikið
að vita af frábærri þekkingu hans
á landi okkar, þjóð og sögu.
Meira gleður mig að hlýða á
málfar hans, lifandi, kjarngott og
óbjagað.
En mest gleður mig, að forseta-
efnið, sem ég mun með svo góðri
samvizku kjósa til forseta 29. júní
n.k., hefur góður Guð skapað í líki
konu. Slíka konu hefur Guð ekki
skapað til að verða karlmanni
undirgefin, heldur til að standa
karlmanni jafnfætis.
Þessi augljósa staðreynd hlýtur
að vera öllum fylgjendum jafn-
réttis kynjanna mikils virði, eftir
að hafa nýlega heyrt, á öldum
ljósvakans, einn af embættis-
mönnum ríkisins harma, að vald
húsbóndans á heimilinu væri ekki
lengur skilyrðislaust.
Við sem berum gæfu til að koma
auga á framúrskarandi hæfileika
frambjóðandans míns, skulum þó
ekki óttast, að okkur verði lengi
núið um nasir að hafa kosið hann
í nafni jafnréttisbaráttunnar. Nái
hann kosningu, svo sem allar líkur
benda til, mun hann sem forseti
sanna, að við kusum hann í nafni
verðleika hans sjálfs.
Sporið, sem Íslendingar hafa þá
stigið svo auðveldlega fram í
jafnréttisátt, verður á spjöldum
sögunnar talin vera fullkomlega
eðlileg og farsæl þróun.
en öll er og sorgin fer ekki í
manngreinarálit. Það verða ein-
hverjir ekklar á hverjum degi. Er
líklegt að maður á forsetastóli
sem yrði fyrir slíkum harmi segði
embætti sínu lausu, jafnvel þó
hann hefði fyrir kjör talið „nauð-
synlegt" fyrir forseta að eiga
maka? Það kemst enginn af án
þess sem er nauðsynlegt. Þessir
menn vita að störf forseta verða
ekki unnin nema af honum einum
hversu vel sem hann er makaður.
Að sjálfsögðu er með þessu
verið að vega að hjúskaparstöðu
konunnar sem í framboði er, sem
er þó alfarið hennar einkamál,
með ósmekklegum hætti, en af svo
mikilli þröngsýni að væri slík
skoðun ríkjandi, væru einhleyp-
Leifur Vilhelmsson
Leifur Vilhelmsson símvirki:
Karlabros
í fornsögum okkar er ein besta
einkunn, sem manni er gefin, að
„hann var drengur góður".
Ef ég man rétt, skýrir Snorri
Sturluson þetta orðtak svo, að það
sé góður maður og vaxandi.
Ollum, sem ég hef talað við ber
saman um að Guðlaugur sé góður
maður. Hitt virðist mér ljóst að
hann hefur vaxið með hverju því
starfi, sem hann hefur tekið að
sér.
Verði hann forseti íslands mun
hann þó enn vaxa við yl þjóðarinn-
ar, sem hann finnur að á bak við
hann stendur.
Þegar kosið er til forseta horfa
mál við með allt öðrum hætti en
tíðkast í venjulegum kosningum
til alþingis. I þingkosningum ræð-
ur hefðbundin flokkaskipting i
landinu meiru um úrslit en ágæti
þeirra einstaklinga, sem í kjöri
eru. Þá lofa menn miklu og úthella
hjartablóði sínu í endalausum
ræðum og eru ekki ánægðir fyrr
en ekki er spjör eftir á andstæð-
ingunum og helst ekkert atkvæði
heldur.
Forsetakosningarnar nú greina
sig frá fyrri kosningum með þeirri
nýlundu að kona er í fyrsta skipti
í kjöri og býður óhikað byrginn
þríeinu karlaveldinu, forfrömuðu í
embættum, stjórnun, verslun,
viðskiptum, stjórnmálum, kjara-
deilum, milliríkjasamningum, af-
urðasölumálum, fisksölu og ýmsu
fleiru, bæði heima og erlendis og
svo var að heyra í sjónvarpinu um
daginn að þeir vildu helst fá að
sinna þessum verkum áfram og
eins þó á forsetastóli væri. Og
einn þeirra sagði í sjónvarpinu að
forsetinn „væri síðasti hlekkurinn
í verðmætasköpuninni" og þótti
sumum nóg um. Á að sameina
þjóðina gegnum afurðasölumálin?
Aldrei hefur maður heyrt nú-
verandi forseta orðaðan við neitt
af þessu tagi, nema hann hefur
áreiðanlega einhvern tíma fundið
fiskbein, sem notað hefur verið
sem verkfæri, eftir að búið var að
selja það og éta af því og ekki
mundi hann fúlsa við skemmti-
legri og fróðlegri útskrift úr versl-
un frá því á 17. öld sem mönnum
hefði yfirsést eða fyndist fyrir
tilviljun.
Sjaldan hefur veldi karla og
mótun þeirra á samfélaginu komið
eins skýrt fram og í þessari
kosningabaráttu, áhugasvið
þeirra, draumar þeirra, siðfræði
þeirra og hvergi betur en í sjón-
varpinu. Þannig töldu tveir af
þeim þríeinu að „nauðsynlegt"
væri fyrir forseta að eiga maka
(konu).
Það veit enginn sína ævina fyrr
ingar í reynd ekki kjörgengir til
forsetaemþættisins.
Einnig eru hér á ferðinni staðl-
aðar hugmyndir karlaveldisins:
Kona, hvað ert þú að gera hér,
farðu og eldaðu grautinn.
Þau tíðindi að kona skuli gefa
kost á sér til forseta leiðir hugann
að því hvað stjórnmálaflokkarnir
eiga afskaplega erfitt með að fá
konur, sem eru hæfar að mati
okkar karla til trúnaðarstarfa,
eins og þingstarfa. Margir töldu
að með prófkjörum myndi konum
opnast leið til áhrifa á þeim
vettvangi, en reynslan varð öll
önnur. Þannig féll t.d. mjög fram-
bærileg kona í síðasta prófkjöri
hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykja-
vík, af lítt skiljanlegum ástæðum
og er sem annað hafi komið til en
venjulegt verðleikamat. Hjá Al-
þýðubandalaginu voru nokkrar
konur í prófkjöri fyrir síðustu
kosningar, fjórar eða fleiri, það
bjargaðist, en tæpara mátti það
ekki standa. Þá brostu karlar og
þótti sýnt að öllu væri óhætt þar
sem greinilegt mátti kalla að
konur kysu ekki konur, en teldu í
þess stað vissara að þeir réðu fyrir
málum þeirra og þær síðan bornar
lofi fyrir heimilisstörf, fiskvinnu
og móðurhlutverk þegar hentar og
það bt s hefur raunar staðið allar
götur síðan Hvamms-Sturla var
lagður hnífi í kinn og sagði í krafti
síns herradóms:„ ... Konur kunna
með ýmsu móti að teita eftir
ástum" — og til dagsins í dag.
Það er tímabært að karlmenn
standi við þó ekki væri nema
lítinn hluta . ' öllum þeim lofsöng
um íslensku konuna, sem þeir hafa
kyrjað gegnum aldirnar, því nú er
tækifærið að standa við öll stóru
orðin, allar ástarjátningarnar, há-
stemmdar lýsingar skáldanna og
gera konu að því andliti landsins
er við köllum forseta, konu sem er
góður fulltrúi þess besta er við
finnum í fari annarra manna, og
hefur með ágæti sínu laðað að sér
fjöldafylgi sem mun skila henni á
forsetastól á Bessastöðum.
Halldóra Jóhannsdóttir, verkakona í Hafnarfirði:
Alþýðlegan forseta
Þegar velja á forseta fyrir
íslenska lýðveldið, viljum við, að
hann sé alþýðlegur, vel hæfur og
umfram allt góður maður. Við,
sem alla tíð höfum stundað hin
almennu erfiðisvinnustörf, leggj-
um áherslu á það, að hann þekki
til slíkra starfa, skilji okkur al-
þýðufólk, geti sett sig inn í kjör
okkar og lífsviðhorf. Við hvert og
eitt viljum geta tileinkað okkur
þjóðhöfðingjann og að hann geti
átt eitthvað í okkur. Heimilin eru
sá grunnur, sem þjóðfélagið bygg-
ir á, og við viljum að forsetaheim-
ilið sé gott heimili og til fyrir-
myndar, þar sem húsum ráði góð,
samhent hjón. Forsetinn þarf að
geta sameinað íslenska þjóð, bæði
á góðri stundu og ekki síður, þegar
á móti blæs.
Halldóra Jóhannsdóttir
Það var mér gleðiefni, að Guð-
laugur Þorvaldsson skyldi gefa
kost á sér til forsetakjörs. Ég
treysti honum og hans ágætu
konu. Ég hefi aldrei vitað til þess,
að hann hafi ekki verið jafn við
alla. Hann hefur alist upp við öll
algeng störf til sjávar og sveita.
Hann hefur hlotið góða menntun
og margvíslegur trúnaður hefur
honum verið sýndur í þjóðfélaginu
og hefur leyst öll sín verk með
sóma. Hann hefur ekki ofmetnast
heldur ávallt verið sami látlausi
og góði drengurinn. Ég er viss um,
að hann mun ekki gleyma því
fólki, sem vinnur hin daglegu störf
verkafólks, fremur en öðrum. í
hans góðu eiginleikum getum við
öll sameinast. Guðlaugur er mað-
ur okkar, alþýðufólksins.