Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
7
Forsetakjör
og kosninga-
barátta
Jón Sigurðsson, rit-
stjóri Tímans, fjallar í
forystugrein í blaði sínu í
g»r um kosningabarátt-
una fyrir forsetakosn-
ingarnar, sem nú stendur
sem hæst og segir:
„Það er óhætt aö segja
að það skiptast á skin og
skúrir í stjórnmálum ekki
síður en á öðrum sviðum.
Og þaö er líka óhætt aö
viðurkenna að stjórnmál-
in eru ekki síður undir
orpin tískustraumum en
önnur svið þjóðlífs og
menningar.
Á sumum tímabilum
þykir það best aö stjórn-
málamenn „rísi upp úr“
almúganum eins og það
er nefnt, standi álengdar
og beri hærra en um-
hverfið. Á öðrum skeið-
um er það fyrir öllu að
vera sem alþýðlegastur
og umgangast fólkiö sem
mest og heimsækja það á
vinnustaöi.
Ef kosningabaráttan
fyrir forsetakjörið nú er
borin saman við það sem
var síöast er gengið var
til slíkra kosninga, verður
þaö Ijóst hver breyting
hefur oröið á viöhorfi
almennings til þessara
mála á allra síöustu ár-
um. Og enda þótt stjórn-
málamenn í fámennum
byggðarlögum þekki vel
heimsóknir á vinnustaði,
voru slíkar heimsóknir
víðast nýlunda í þéttbýl-
inu fram til síöustu
tveggja eða þriggja ára.
Það er athyglisvert aö
þessi þróun skuli verða
hér á sama tíma og sjón-
varpið verður aösóps-
meira í stjórnmálaum-
ræðum og kynningu
frambjóöenda. Og auðvit-
að er það framför aö
fólkið eigi þess sem
mestan og bestan kost
að kynnast frambjóöend-
um, hvort sem er í þing-
kosningum, sveitar-
stjórnakosningum eða
forsetakjöri."
Umhugsunar
aö kosningum
loknum
Síðan segir Jón Sig-
urósson:
„Hvernig svo sem
kosningakerfi er háttað
verður það jafnan svo að
veldur sá er á heldur, og
þess vegna á fólkið rétt á
því að kynnast frambjóð-
endum að nokkru per-
sónulega. Ábyrgð kjör-
inna fulltrúa er og veröur
persónuleg, og hlutfalls-
kosningakerfinu sem hér
viðgengst í flestum kosn-
ingum veitir því alls ekki
af sem mestri kynningu
þeirra einstaklinga sem
gefa kost á starfskröftum
sínum.
En trúlega er unnt aö
ganga helst til langt í
þessari kynningu, rétt
eins og öllu öðru. Það
hlýtur að vera öldungis
ótrúlega mikil áreynsla
að bjóöa sig fram til
opinberrar þjónustu við
þær aðferðir sem nú eru
farnar að tíðkast hérlend-
is. Það hlýtur aö vera
hreinasta kvalræði, ekki
aðeins fyrir frambjóð-
anda sjálfan — sem segja
má að ekki sé vorkunn út
af fyrir sig, — heldur og
fyrir allt skyldulið hans.
Og satt að segja veröur
mönnum spurn hvort
verið er að reyna á hæfni,
réttsýni og dómgreind
frambjóöenda meö öllum
þessum ferðum, fundum,
og kynningu, — eða
hvort fyrst og fremst er
verið að hamast að lang-
lundargeðinu, úthaldinu
og þrautseigjunni. Sjálf-
sagt líður engum fram-
bjóðanda fullvel — nema
hann sé haldinn tals-
verðri sýndartilhneigingu
og á það jafnt við um
kosningar til alþingis,
sveitarstjórna og til
æðsta embættis þjóðar-
innar.
Að kosningum loknum
má vera að fólki þyki
tímabært að hugleiða
hvort ekki er ástæða til
að staldra viö í þessu
efni.“
THORITE
■■ steinprýöi
v/Stórhöfða sími
Steypugalla-
viögerðarefni
Framúrskarandi viðgerðar-
efni fyrir steypugalla.
Þannig sparar það bæði
tíma og fyrirhöfn við móta-
uppslátt ofl.
Thorite ertilvaliðtil viðgerða
á rennum ofl. Það þornar á
20 mínútum.
83340
Lokaútsala
allt á að seljast
Fatnaður og vefnaðarvara á stórlækkuðu verði
Dömu og herrabuxur frá kr. 8.900,-
Barnabuxur frá kr. 4.900,-
Sumarjakkar
á dömur, herra og börn frá kr. 6.900.-
Efni: Flauel, denim, poplín, flannel, fóöur o.fl., o.fl.
Komið snemma og náið því besta.
Verksmiðjusala
Skipholti 7.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
M AUGLYSIR IM ALLT LAND ÞEGAR
Þl Al'GLYSIR I MORGINBLAÐINL'
ZACA-borö
HVAÐ ER ZACA-BORÐ?
Zaca-borö er 3ja laga húöaður krossviður úr
barrviði, límdur saman meö vatnsþéttu lími.
Zaca-borð eru framleidd í stórum stærðum
og einkar hentug fyrir steypumót, þar sem
endurnotkun er mikil.
Þykkt 22 mm.
Stæröir: 50x600 cm
50x300 cm
150x300 cm
Mjög hagstætt verö.
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244
Kjörstaðir
í Reykjavík við forseta-
kosningarnar 29. júní
1980 verða þessir:
Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli,
Breiöageröisskóli, Breiöholtsskóli, Fellaskóli, Lang-
holtsskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli, Miöbæjarskóli,
Sjómannaskóli, Ölduselsskóli, Elliheimiliö „Grund“,
„Hrafnista" D.A.S. og „Sjálfsbjargarhúsiö" Hátúni 12.
Heimilisfang 1. des. 1979 ræður kjörstað.
Á öllum kjörstööum eru nákvæmar upplýsingar um
kjörsvæða- og kjördeildaskiptingu.
Reykjavík, 23. júní 1980.
Skrifstofa borgarstjóra.