Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980 47 Frábær árangur Odds í 400 m í Vesterás Sló íslandsmet Bjarna Stefánssonar og sigraöi „ÉG VONA að ég eigi eftir að gera betur. Það vantaði keppni á lokasprettinum. Var þá að vísu orðinn þreyttur, virkaði þó vel upplagður fyrir hlaupið. þrátt fyrir 12 tíma ferðalag frá Finn- landi i gær.“ Þannig mælti Oddur Sigurðsson spretthlaupari úr KA í spjalli við Mbl. i fyrrinótt, skömmu eftir að hafa sett nýtt og glæsilegt íslandsmet i 400 metra hlaupi i frjálsiþróttamóti i bæn- um Vesterás i Svíþjóð. Oddur hljóp á 46,64 sekúndum og sló þar með met Bjarna Stefánssonar KR, en met Bjarna var 46,76 sekúndur, sett á ólympiuleikun- um i Munchen 1972. Oddur átti bezt áður 47,42 sekúndur, en þeim árangri náði hann á móti i Finnlandi i fyrri viku. „Þetta var ekki sérlega erfitt hlaup. Nú þarf ég endilega að mæta sterkari mönnum til að sjá hvernig ég kem út í meiri keppni á endasprettinum," sagði Oddur. Hann sagðist hafa lent í góðri keppni við Finna á mótinu í Finnlandi, en brautirnar þar hefðu ekki boðið upp á árangur, þær hefðu verið harðar sem mal- bik. Oddur varð annar í 400 metra hlaupinu í Finnlandi, en sigraði daginn eftir í 200 metra hlaupi á sama velli á 21,70 sekúndum. „Það var gaman að keppa í Finnlandi, það komu 6.000 manns á mótið, en íbúar bæjarins eru þó ekki nema 10.000,“ sagði Oddur. „Oddur vakti mikla athygli í Vesterás," sagði Jón Sævar Þórð- arson þjálfari KA í samtali við Mbl. „Hann er nú aðeins 1/10 úr sekúndu frá Olýmpíulágmarkinu, en þess má geta að jafnframt var tekinn tími á skeiðklukkur í hlaupinu og sýndu þær 46,4 sek- úndur, sem jafngildir ólympíulág- markinu." Jón Sævar sagði að Oddur hefði í hlaupinu sigrað Hollending er hefur hlaupið á 46,1 sekúndu í ár. „Það ætla ég að vona,“ sagði Jón er hann var spurður að því hvort hann væri ekki bjartsýnn á að Oddur ætti eftir að bæta þennan glæsilega árangur í 400 metra hlaupi. Fróðlegt verður að fylgjast með Oddi í 400 metra hlaupi á Bisletleikvanginum í Osló, en þar keppir hann næstkomandi þriðju- dag. Þar kemst Oddur í góða keppni, því beztu menn sækjast eftir að keppa á Bislet, þar sem góður árangur næst að jafnaði þar. Það er ljóst að ferðalag Odds og Jóns Sævars til Norðurlanda er þegar orðin ferð til fjár, og ef að líkum lætur á eftir að verða enn meiri árangur af ferðinni, sem félag þeirra á Akureyri, KA, ber hita og kostnað af. — ágás. íþróttaþing Samhliða Íþróttahátíðinni verð- ur haldið íþróttaþing í Reykjavík. Verða þar tekin til umfjöllunar hin ýmsu málefni íþróttastarfsins í landinu, en dagskrá þingsins er Oddur Sigurðsson KA setti glæsilegt Islandsmet í 400 metra hlaupi. Frægir íþróttamenn verða heiðursgestir Iþróttahátíóin er fyrir almenning Heiðursgestir Íþróttahátíðarnefnd hefur ákveðið að bjóða nokkrum af þekktustu íþróttamönnum lands- ins frá fyrri tíð, sem sérstökum heiðursgestum á hátíðina. Eru þar eftirtaldir íþróttamenn: Gunnar Huseby, Vilhjálmur Einarsson, Torfi Bryngeirsson, Örn Clausen, Haukur Clausen, Sigurður Jóns- son (Þingeyingur), Jónas Hall- dórsson, Ríkharður Jónsson, Kristján Vattnes, Óskar Jónsson, Jón Ingi Guðmundsson, Guð- mundur Gíslason og Albert Guð- mundsson. Verði aðgöngumiða stillt í hóf Verði aðgöngumiða á hátíðina verður mjög stillt í hóf. Unnt verður að fá keypta aðgöngumiða sérstaklega á hin einstöku íþrótta- mót, en einnig verða seldir sér- stakir aðgöngumiðar sem gilda á alla hátíðina og kosta þeir 3000 krónur. Sérstaklega verður svo selt inn á dansleikinn í Laugar- dalshöllinni. Íþróttahátíðarnefnd Íþróttahátíðarnefnd sem unnið hefur að skipulagi Íþróttahátíðar- innar er þannig skipuð: Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ, for- maður, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Þórður Þorkelsson gjaldkeri ÍSI, Hermann Sig- tryggsson, Akureyri; Hörður S. Óskarsson, Selfossi; Yngvi Rafn Baldvinsson, Hafnarfirði; Jón Guðjónsson, Bolungarvík; Óskar Ágústsson, Laugum, S-Þingeyjar- sýslu; Sigurjón Bjarnason, Egils- stöðum; Sigurgeir Guðmannsson, Reykjavík og Þröstur Stefánsson, Akranesi. 1 framkvæmdanefnd áttu sæti þeir Sveinn, Þorsteinn og Þórður. Framkvæmdastjóri há- tíðarinnar er Sigurður Magnús- son, skrifstofustjóri íþróttasam- bands íslands. að finna í dagskrá Íþróttahátíðar sem fylgir hér með. Allmargir erlendir gestir, forystumenn íþróttasamtaka á Norðurlöndun- um, munu sitja þingið. Dagskráin í dag Kl. 18.00 - Kyndilhlaup íþróttahátiðar hefst við norðvest- urenda Tjarnarinnar. Kl. 19.30 — Hópganga iþróttafólks hefst við Sunnuveg. Gengið verður á Laugardalsvöll þar sem setningarathöfnin hefst kl. 20. Kl. 21.00 — Körfuknattleikur í Laugardalshöll, landslið og landslið 21 árs og yngri. Kl. 21.00 — Setning badminton- móts hjá TBR. Allir geta verið með Stefnt er að því að allir geti verið þátttakendur i Íþróttahátíð- inni, og verða t.d. á föstudag, laugardag og fyrir hádegi á sunnudag allir sundstaðir borgar- innar opnir fyrir almenning. Get- ur fólk þar tekið þátt í 200 metra sundi, án tímatöku, og teljast þeir, er ijúka slíku sundi, þátttakendur í hátíðinni og fá viðurkenn- ingarskjöl í verðlaun. Þá verður efnt til stuttra gönguferða á meðan á hátíðinni stendur. Sér- stök nefnd sér um skipulag þeirra ferða og eiga sæti í henni Einar Guðjohnsen, Tómas Einarsson, Gunnar Hjartarson og Vilhelm Andersen. Verður annars vegar um að ræða gönguferðir um Geld- inganes, og hefst sú ganga við Eiði, á hæðinni fyrir ofan Aburð- arverksmiðjuna í Gufunesi. Hins vegar verða gönguferðir á Helga- fell og í Búrfellsgjá og Búrfell. Þær göngur hefjast við Kaldársel, en þegar haldið er til Kaldársels er beygt út af Keflavíkurveginum við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Rétt er að benda væntanlegum þátttakendum í gönguferðunum á að vera vel klæddir. Álafosshlaupið Einn síðasti liðurinn á íþrótta- dagskrá hátíðarinnar verður Ála- fosshlaupið. Hér á árum áður var hlaup þetta einn merkasti við- burðurinn á íþróttasviðinu ár hvert, en það hefur nú legið niðri í rösk fjörutíu ár. Hlaupið, sem er um 14 kílómetrar, verður liður í lokahátíðinni. Það verður opið til þátttöku og verður keppt í mörg- um flokkum karla og kvenna. Búist er við miklum fjölda þátt- takenda í hlaupinu, og er ástæða til þess að hvetja alla þá sem treysta sér til þess að hlaupa eða skokka þessa vegalengd að vera með. Hlaupinu mun ljúka á Laug- ardalsvellinum, meðan á lokaat- höfninni stendur, en stöðugar fréttir munu berast þangað af hlaupinu. Sigurvegarinn í Alafoss- hlaupinu mun hljóta að launum mjög veglegan verðlaunagrip sem gefinn er af Álafossi hf. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.