Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
Óðal feðranna
„Óðal íeðranna er jafnbesta íslenska myndin sem gerð hefur verið til þessa,“ segir í
kvikmyndagagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Framleiðendur
myndarinnar eru þeir Hrafn Gunnlaugsson, sem jafnframt er leikstjóri og höfundur,
Jón Þór Hannesson hljóðupptökumaður og Snorri Þórisson kvikmyndatökumaður.
Hrafn hefur leikstýrt fjölda sjónvarpsmynda og má þar nefna myndaflokkinn „Undir
sama þaki“ og kvikmyndina „Silfurtunglið“. Þá hefur Hrafn gert kvikmynd eftir
sögu Halldórs Laxness og ber myndin nafnið „Lilja“. Þeir Jón Þór og Snorri reka og
eiga fyrirtækið Sagafilm, en það hefur á hendi gerð ýmissa auglýsingakvikmynda,
kynningarmynda og heimildarmynda. Þeir Snorri og Jón Þór hafa báðir unnið við
sjónvarpið, hvor á sínu sviði. Til að forvitnast um starfið að baki óðals feðranna
ræddi Morgunblaðið stuttlega við þá Hrafn, Jón Þór og Snorra.
Jón Þór Hannesson
„Hefðum átt að byrja
fyrir 10 árum, þá værum
við sæmilegir nú“
„Það má segja að hið eilifa rok
þarna i Borj?arfirðinum hafi
bakað mér mestu vandræðin,“
sagði Jón Þór Hannesson hljóð-
upptökumaður, en hann tók upp
hljóðið i óðali feðranna auk þess
sem hann er einn þriggja fram-
ieiðanda myndarinnar.
„Það er oftast erfitt að koma
hljóðupptökutækjunum fyrir svo
vel sé og einnig er stundum
vandasamt að eiga við brak í
húsum og þess háttar, þetta eru
eiginlega eilífðar vandamál,"
sagði Jón. „Ýmis eðliieg hljóð
geta virkað sem hávaði, t.d. rok,
rigning sem bylur á þaki og
önnur slík hljóð. Það má segja að
þessi hijóð séu versti óvinur
hljóðupptökumannsins. Okkur
Snorra gekk hins vegar vel að
yfirstíga þessháttar vandamál,
því við þekkjum hvorn annan það
vel, enda höfuð við unnið saman í
nokkur ár. Það er nauðsynlegt að
vinna saman að svona hlutum.
Starf hljóðupptökumannsins er
í því fólgið að koma því til skila
sem sagt er. Að vísu er það ekki
svona einfalt, það kemur einnig
ýmislegt þar inn í, t.d. allskonar
náttúruhljoð. Það er oft sérstakt
með útihljóðin, maður gerir sér
ekki grein fyrir að þau vantar,
fyrr en hlustað er á upptökuna,
þetta eru eiginlega hljóð sem
maður tekur ekki eftir úti í
náttúrunni.
I þessari mynd tókum við upp
hljóðið um leið og atriðin voru
fest á filmu og einnig klipptum
við hljóðupptökuna um leið og
myndina. Það sparaði mikinn
tíma við hljóðsetningu. Það má
segja að ég hafi tekið við mynd-
inni klipptri og með hinu talaða
orði en síðan varð ég að bæta inn
í ýmsum atriðum eftirá, sem
okkur fannst nauðsynlegt að
hafa. Það má segja að í loka-
vinnslunni hafi ég verið með
tónlist á tveimur spólum, tal á
tveimur og náttúruhljóð á tveim-
ur og öllu þessu þurfti að blanda
saman. Það var seinleg vinna.
Það má segja það reglu að vel
upptekið hljóð sé forsenda þess
að hljóðið verði gott að lokum,"
sagði Jón.
— Unnið að svona verkefni
áður?
„Nei, ekki að svona verkefni.
Ég hafði ekki kynnst þessum
miðli fyrr. Maður rann eiginlega
blint í sjóinn með þetta, en ég er
samt þokkalega ánægður. Mér
finnst að þetta hafi tekist allvel.
Ég, eins og við allir, hef lært
mikið af þessu, þannig að maður
veit hvernig ber að haga sér í
næsta skipti," sagði Jón.
— Er þetta erfitt starf?
„Við hljóðupptökumenn erum
það heppnir að útbúnaður okkar
er fremur lítill og því auðveldara
að flytja hann en t.d. tæki
kvikmyndatökumannsins. Við er-
um ekki með eins mikið í kring-
um okkur. Hins vegar unnu menn
mikið saman, það var nauðsyn-
legt vegna þess hve við vorum
fáliðuð. Við Snorri hjálpuðumst
oft að við lýsinguna og önnur slík
atriði. Það má segja að það hafi
allir verið að vasast í öllu, störfin
voru ekki mjög reglubundin.
Þetta var vegna þess hve við
vorum fáliðuð, eins og ég sagði.
Yfirleitt er stór hópur tækni-
manna við hverja kvikmynda-
töku, en ég held að við höfum
verið helmingi færri við þessa
töku, heldur en tíðkast almennt."
— Bjartsýnn?
„Ég er ekki svartsýnn á gengi
þessarar myndar, fremur en á
íslenska kvikmyndagerð almennt.
Að vísu held ég að þrjár myndir á
ári sé fullmikið, ein til tvær
leiknar myndir eðlilegra. En ég er
þess fullviss að tækniþekking og
raunar sú þekking sem þarf til að
gera kvikmynd sé fyrir hendi hér
á landi. En við erum á eftir á
ýmsum sviðum, t.d. við gerð
handrits, þar held ég að við
stöndum öðrum að baki. Við
hefðum átt að byrja að gera
íslenskar kvikmyndir fyrir 10
árum, þá værum við sæmilegir
nú. Það versta er það, að við
höfum enga hefð í kvikmynd-
agerð. Hins vegar eru íslenskir
áhorfendur mjög jákvæðir gagn-
vart þessu og ég er þakklátur
fyrir það. Það er undirstaða þess
að íslensk kvikmyndagerð eigi
framtíð fyrir sér,“ sagði Jón Þór
Hannesson.
Átti erfitt
með að finna
mig í f yrstu
„Mitt starf var í því fólgið að
festa handritið á filmu,“ sagði
Snorri Þórisson kvikmyndatöku-
maður, en hann annaðist töku
myndarinnar óðal feðranna.
„Vinnan hófst á því að farið var
yfir atriðið ásamt leikstjóranum,
við ræddum um hvernig leikurun-
um skyldi stillt upp innan mynd-
flatarins. Þegar við vorum búnir
að koma okkur niður á ákveðið
sjónarhorn, þá æfði Hrafn leikar-
ana, en ég lýsti upp senuna. Síðan
komu leikararnir inn og atriðið
var tekið," sagði Snorri.
„Við vorum afskaplega blankir
þegar við fórum út í þetta og
reyndum við að spara eins og
mögulegt var. Við ákváðum því
yfirleitt á staðnum hvernig atriðið
skyldi tekið, með tilliti til klipp-
ingar. Þetta var mikið þolinmæð-
isverk, leikararnir þurftu að sýna
mikla þolinmæði.
Flest atriðin voru aðeins tekin
einu sinni en sum tvisvar. Leikar-
arnir æfðu eftir að gengið hafði
verið frá lýsingunni og síðan var
atriðið tekið. Þegar svona er farið
að má ekki mikið út af bera, og
aðeins ein filma til af flestum
atriðanna. Ef þessi eina filma
eyðileggst þá er ekkert til að fylla
í skarðið. Við tókum áhættuna og
vorum heppnir. Með þessu móti
spöruðum við töluvert fé. Vana-
þegar skipta þurfti um sjónar-
horn. Einnig kom það fyrir að við
urðum að hætta við töku á atriði
sem tekið var innanhúss, vegna
þess að við fengum smá sólar-
glætu til myndatöku úti. Þegar
byrjað var á atriði sem hætt var
við, var það oft mikið nákvæmnis-
verk að fá hlutina til að passa
fullkomlega. Fjarlægðin, ljósið og
leikurinn þurfti allt að falla sam-
an. Það var oft erfitt að fá þetta
til að ganga upp,“ sagði Snorri.
„Það má auðvitað nefna viss
tæknileg atriði sem virðast flókin,
eins og t.d. áreksturinn. Það atriði
er sett saman úr mörgum sjónar-
hornum, þar sem bíllinn keyrir
alltaf sömu leið. Rétt fyrir árekst-
urinn kastar ökumaður sér fram,
eins og hann sé að lenda í árekstri
og um leið hristi ég myndavélina.
Þannig koma fram áhrifin af
högginu. Loks var fundinn alveg
eins bíll og sá sem lenda átti í
árekstrinum og honum stillt upp
við staur, það er nefnilega ekki
sami bíllinn sem sést fyrir og eftir
árekstur,“ sagði Snorri.
— Einhverjir erfiðleikar?
„Það var helst húsið sem mynd-
in var tekin í. í húsinu var
timburgólf á báðum hæðum og
það mátti varla hreyfa sig án þess
að myndavélin vaggaði. Við reynd-
um að leysa þetta mál með því að
byggja undir gólfið, setja stífur
Snorri Þórisson uósm. mw. Kristján
undir það. Þetta leystist þó allt að
lokum og ég held að þetta hafi
tekist vel í stórum dráttum."
— Hefur þú unnið áður að
verkefni sem þessu?
„Nei, þetta er fyrsta breiðtjalds-
myndin sem ég vinn við. Það er
skemmtilegra að vinna að breið-
tjaldsmynd heldur en mynd fyrir
sjónvarp, þetta gefur meiri mögu-
leika. Að vísu átti ég erfitt með að
finna mig í þessu í fyrstu, en þetta
kemur allt með reynslunni."
— Hvað með framhaldið?
„Ég fer ekki aftur út í að gera
mynd í fullri lengd sem eitthvert
tómstundagaman. Þetta er allt of
tímafrekt til þess. Ég fer ekki
aftur í svona aukastarf. En ef ekki
þyrfti að vinna að svona mynd í
tómstundum þá kæmi slíkt vel til
greina,“ sagði Snorri Þórisson.
legt tökuhlutfall er um einn á
móti tólf, en hjá okkur var það
aðeins einn á móti fjórum, þ.e.a.s.
einn metri af hverjum fjórum sem
tekinn var nýttist.
Við spöruðum einnig með því að
taka vinnueintak af myndinni á 16
mm filmu, en ekki á 35 mm eins og
hún raunverulega er.“
— Hvaða atriði var tæknilega
erfiðast?
„Það er lítið af tæknibrellum í
myndinni. Mér fannst erfiðast að
lýsa upp inniatriðin og koma
þessari stóru myndavél fyrir á
réttum stöðum. Myndavélarnar
voru mjög þungar, önnur var tekin
á leigu hjá aðilum í London, en hin
hjá Vilhjálmi Knudsen. Það var
afskaplega erfitt að flytja þá
stærri og þurftu yfirleitt tveir
menn að bera hana á milli sín,
-