Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
Á ferð um bæinn á sumardegi:
Þær voru bara hressar konurnar á myndinni og ánægðar með kaup sin á útimarkaðnum, og sögðust gjarnan vilja fá meira þessu líkt i
bæinn.
Berthoud Aiain tæknifræði-
nemi frá Genf er hér á vegum
alþjóðlegs skiptinemasam-
bands tækninema og ætlar að
vinna i skipasmiðastöð hér-
lendis i sumar. Hann sagðist
alltaf hafa langað hingað, en
var hálffeiminn við ljósmynd-
arann, enda rétt stiginn á
islenska grund. Ljósm. Emiiia
Þeir sem leggja leið sina um Lækjartorg á föstudögum sjá eflaust
manninn á myndinni sem heitir Eirikur, „pranga" allskonar
hlutum inn á þá sem staldra við.
Smith hjónin ætla að eyða einni viku hérna. Dr. Smith hefur verið
hér áður, og hreifst þá af landinu, en kom nú sérstaklega frá
Indiana með konu sina. til að sýna henni „fegurð landsins."
Mundaði rakvélina
og hótaði lögsókn
Þótt veðrið eigi það til að gera
landsmönnum skráveifur, stund-
um svo við liggur að menn ruglist
á árstiðum, þá vefst varla fyrir
neinum að sumarið er komið á
Jónsmessu. Nú eru mættir til
leiks þeir farfuglar sem á annað
borð leggja á sig langflugið, að
meðtöldum erlendu ferðamönn-
unum. Blm. og ljósmyndari fóru
á stúfana i veðurbliðunni, tóku
nokkra „farfugla" og „innfædda"
tali, og festu mannlif á filmu.
I gæsluskýlinu við tjaldstæðin
í Laugardalnum voru staddir þeir
Kristján Sigfússon tjaldstæðavörð-
ur og David Oswin breskur
leiðsögumaður á vegum Pennw-
orld ferðaskrifstofunnar. Kristján
kvað vera 20 tjöld á stæðinu þessa
stundina og væri það heldur
minna en í fyrra. En tjaldstæðið
tekur um 220—230 tjöld. Aðspurð-
ur kvað hann gestina vera af hinum
ýmsu þjóðernum, þó væru Þjóð-
verjar hvað fjölmennastir. Ef
einhverjum færi árvisst fjölgandi,
væri það Frökkum. Sagði Kristján
að það væru helst Þjóðverjar og
Bretar sem kæmu hingað með
skipulagða hópa, sem byggju á
tjaldstæðunum á milli þess sem þeir
færu um landið. En Öswin, leið-
sögumaðurinn breski, er einmitt
að bíða eftir einum slíkum 20
manna hópi.
Við litum við á Loftleiðahótel-
inu og í Nauthólsvík, þar sem lítið
var um að vera þegar okkur bar að
garði; Siglingaklúbburinn allur a
sjó, eins og vera ber á góðum
degi, og í læknum enginn, utan
maður við rakstur. Mundaði hann
rakvélina hinn vígalegasti og hót-
aði ljósmyndara lögsókn ef hann
reyndi að festa athöfnina á filmu.
Þaðan lá leiðin í miðbæinn. Þar
ríkti næstum suðræn markaðsst-
emmning, a.m.k. á Lækjartorgi
þar sem hinir ýmsu einstaklingar
og samtök, allt frá kattavinum til
listræningja, buðu fram fjölbrey-
tilegan varning og margir
stöldruðu við í föstudagsösinni, til
að skoða, kaupa, eða bara spjalla.
Þeir Helmut og Rainer (í svefnpokanum) frá Wangen í
Suður-Þýskalandi hafa að undanförnu ferðast um landið á
mótorhjólum ásamt tveimur vinum sínum. og telja það prýði-
legan ferðamáta. Þeir sögðust vera stórhrifnir af landinu og ef
eitthvað ætti að nefna sérstaklega væri það fólkið og fossarnir.
F.v. Dawid Oswin leiðsögumaður, og Kristján Sigfússon tjald-
svæðavörður. Oswin sagði að burtséð frá svefnleysi sem hrjáði
fólk í byrjun, sökum birtunnar, væru hóparnir yfirleitt mjög
ánægðir með dvölina hér, en ferðaskrifstofa hans hefur haldið
uppi hópferðum hingað undanfarin tiu ár.